Morgunblaðið - 26.07.1987, Side 42

Morgunblaðið - 26.07.1987, Side 42
TtfWTTnfl/ Ok 42 VfJOr T TTTT " "^TTriAfTTTWT/TTS fTTfTA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 rokksíðan Umsjón: Andrés Magnússon Plötudómar SIVPE MSDS LIVE Lifandi Skotar ☆ ☆ ☆ ☆ Skoska hljómsveitin Simple Minds er i hópi fremstu hljóm- sveita Bretlands og hefur verið það síðan hljómplatan New Gold Dream kom út. Á eldri plötum sveitarinnar má heyra að ekki fóru hljóm- sveitarmeðlimir alltaf troðnar slóðir í tónlistarsköpun, þó ekki hafi þeir farið langt frá dæg- urlínunni. FVá þeim tíma eru mörg eftirminnileg lög, lög eins og t.d. Chelsea Girl, Promised You a Miracle og New Gold Dream. Það er síðan í seinni tíð að tónlist Simple Minds hefur færst meira í átt að dægurtón- listinni sem hefur aflað sveitinni mikilla vinsælda. Ekki hafa fé- lagamir í Simple Minds þó fómað öllu fyrir frægðina, á tónlistinni er alltaf hinn sérstaki Simple Minds blær þannig að menn geta alltaf verið vissir um hvaðan tónlistin sé þegar lagið heyrist. Nýlega sendi Simple Minds frá sér tvöfalda hljómleikaplötu, In the City of Light, sem tekin var upp síðasta haust, en á plöt- unni flytja félagamir nokkur sín þekktustu og bestu lög, t.d. Promised You a Miracle, Alive and Kicking, Don’t You Forget About Me, Once Upon a Time, Sanctify Yourself og New Gold Dream. ■ . . Arni M. Horft um öxl ★ ★ ★ ★ Nýjasti skammtur frá The Smithereens, tveggja laga plata, inniheldur ekki nýtt efni, enda hafa félagarnir ekki mikinn tíma til að sýsla við slíkt um þessar mundir. Á a-hliðinni er eitt besta lagið af plötunni Especially for You, Behind the Walls of Sleep, en á b-hliðinni er lagið sem gerði allt vitlaust í óperunni, lagið White Castle Blues. Þar hræra Pat DiNizio og félagar saman flest- öllum rokkfrösum sjötta áratug- arins og gera úr stórskemmti- lega blöndu þar sem öllu ægir saman. Það er gítarleikari sveit- arinnar Jim Babjak sem syngur lagið en það gerði hann líka eftirminnilega í Óperunni á sínum tíma. Arni M. Bylgjii-klúbburinn: Bowie í Hamborg Það var hress og kátur 30 manna hópur sem beið við hliðið á Stadt- park í Hamborg um hádegisbil laugardaginn 13. júní sl., ásamt þúsundum annarra Bowie-aðdá- enda. Ferð þessi var farin á vegum Konsertklúbbs Bylgjunnar en Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen sá um skipulagningu að öðru leyti, og komust færri að en vildu. Þegar inn var komið blasti sviðið við og tákni tónleikanna, risastórri könguló, var komið fyrir á þaki sviðsins og héngu 15 m langar plastfætur niður úr henni. Hátal- arasamstæðan, sem var 240.000 wött, var síðan þakin köngulóarvef. Um kl. 15.00 byijaði Nina Hagen að hita upp. I kjölfarið fylgdu síðan í þessari röð: hinn þýski Udo Lind- enberg, Erasure, og síðastur var Wolfgang Niedecken. Hver um sig lék í tæpa klukkustund, en svo hófst biðin eftir Bowie. Þrautseigjuhóp- urinn sem hafði lagt á sig 7-8 klukkustunda bið næst sviðinu fékk þau forréttindi að betja goðið allra fyrst augum. En það áttuðu sig ekki allir á því að þegar samfest- ingsklæddir ljósameistarar gerðu sig klára til að klifra upp í gin köng- u]óarinnar, var Bowie meðal þeirra. Rétt í því sem plasti var svipt af 48 fm vídeóskjánum tveimur, sitt hvoru megin sviðsins, var kveikt á köngulónni svo lappir og búkur skiptu litum. í sömu mund hófst lagið „Station to Station” við gífur- legan fognuð áhorfenda. í látunum tróðust nokkrit undir svo flytja varð um 70 manns í sjúkrahús. Þetta hafði þó engin áhrif á þá 31.000 gesti sem störðu nú stóreygir á dansara sýningarinnar síga niður í rólu einn af öðrum, undir sólógitar- leik Carlos Alomar. Skyndilega var skellt myndum á báða skjáina — David Bowie seig niður í gylltu búri, talandi í símalagaðan míkró- fón. I laginu „Bang Bang“ valdi hann sér stúlku úr röð fremstu áheyrenda sem fyrirvaralaust var kippt upp á sviðið. Stúlkan lék sitt hlutverk vel sem gjörsamlega ráð- villtur aðdáandi andspænis goðinu sínu og mátti greina mikla öfund frá kvenþjóðinni allt í kring. Bowie færðist nú allur í aukana og lét vel að stúlkukindinni sem þá sló til hans. Brátt kom í ljós að „sú heppna“ var aðaldansari á sviðinu allan tímann á tónleikunum. „Scary Monsters — Super Cre- eps“ af samnefndri plötu söng Bowie frá háum palli uppi undir gini köngulóarinnar þar sem upp- lýstir fálmarar hreyfðust til og frá. Ktjúpandi á hnjánum söng Bowie síðan „Big Brother“ af „Diamond Dogs“. i því fékk hver hljóðfæra- leikari að njóta sín. Frábær gítar- leikur þeirra Carlos Alomar og Peter Frampton var rofinn af ekki síðri saxófónleik sem síðan var kaf- færður í trommusólói þar sem tvö trommusett voru lamin miskunnar- laust. Þá var Bowie hnepptur í bönd og var það áhrifamikil sjón þegar myndum af Berlínarmúmum var varpað á tjald á sviðinu og fjötruð stjaman söng lagið „Heroes“ krjúp- andi á hnjánum. „Fame“ var hápunktur tónleikanna. Bowie lagði verulega mikið upp úr Ijósagangin- um í því lagi og fékk fólk til að syngja svo undir tók. Þá þagnaði allt og niðamyrkur skall á um stund þar til sjá, allt var sett í botn aftur og lokatónar „Fame“ dóu út að nýju. Sami leikur endurtekinn þar til ijöldinn áttaði sig og hrópaði á meira, en þá birt- ist Bowie á ný 2 lög í farteskinu, „Blue Jean“ og lokalagið „Modern Love“. Islenska hópnum bar saman um að tónleikamir hefðu verið frábærir í alla staði. Ekki varð vart við átroðning að ráði, þó nokkrir úr fremstu víglínu. féllu í yfirlið. Vom enda margir búnir að bíða í sömu spomm án minnstu hreyfingar, matar- og drykkjarlausir í allt að 10 tíma. Já, mikið er á sig lagt! Ragnheiður Anna Georgsdóttir Drykkjuraunir Fisksins ☆ ☆ ☆ Eftir að hafa hlustað á hina nýju plötu Marillion, „Clutching At Straws“, er ég farinn að skilja af hveiju söngvarinn er kallaður „Fish“ eða Fiskur. Það má vera hveijum manni augljóst að mað- urinn hefúr legið í bleyti um Útvarp Öngþveiti, góðan dag Breska hljómsveitin Pink Floyd var á meðal merkustu hljómsveita poppheimsins á sínum mektarárum í kring um 1970 og allt fram til þess að platan The Final Cut kom 1982. Í upphafi var höfuðpaur sveit- arinnar Syd Barret, sem hætti í sveitinni eftir skamma vem sök- um geðrænna kvilla. Að honum gengnum tók Roger Waters við stjóminni og, að öðmm ólöstuð- um, var það hann sem gerði Pink Floyd að jafn merkri hljómsveit og raun var. Eftir að Pink Floyd söng sitt síðasta á plötunni the Final Cut var hljótt um menn um nokkurt skeið en síðan gaf Roger Waters út plötuna the Pros and Cons of Hitchhiking, sem fékk mjög blendnar viðtökur. Flestir vom þó á einu máli um að á þeirri plötu hefði textinn borið tónlistina ofurliði, en slíkt hafði ekki gerst á Pink Floyd plötunum, kannski vegna íhlutunar Nick Mason og David Gilmore. Nú er komin frá Roger Waters ný plata, Radio Kaos, þar sem tónlist og texti em í jafnvægi. Að vísu er söguþráðurinn á plötunni allur mjög einkennilegur og mglings- legur, og burtséð frá innihaldinu sem er gott þá held ég að engum sé greiði gerður með að rekja þann söguþráð hér. Þess má þó geta að platan er öðmm þræði sem útvarpsþáttur í Radio Kaos, Útvarpi Öngþveiti. Waters hefur myndað sína eig- in hljómsveit, The Bleeding Heart Band, sem skipuð er einvala liði. Því til viðbótar em upptökur af hundgái og mannsröddum nýttar líkt og áður til að gera söguþráð- inn trúverðugri. Hljómsveitin The Bleeding Heart Band er ólík Pink Floyd um flest og Waters er langt frá því að vera staðnaður tónlistar- lega, en það verður gaman að heyra hvað Gilmore, Wright og Mason, í gerfi Pink Floyd, hafa fram að færa án Waters. Ámi M. langan tíma. Ekki er þar þó um ómengað Gvendarbrunnavatn að ræða heldur eitthvað sem mælt er í prósentum. „Clutching At Straws“ er saga úr reynsluheimi alkóhólistans „Torch“ — eða Kyndils — og segir frá ömurleikaráfi hans krá úr krá. Er hvert lag enda merkt hinum og þessum knæpum og textamir misjafnlega skýrt raus drykkju- mannsins. Til þess að mönnum sé enn ljósara en ella að hér er um heilsteypta plötu að ræða, er hún ein samfella. Fiskurinn játar það sjálfur að hafa komist í hann býsna krappann í erindagjörðum lávarðsins af Álkó- hóli, en segist nú hafa fulla stjóm á sínum málum. Má vera að svo sé, en heldur er nú yrkisefnið og yrking þess einhæf. Textamir eru þó e.t.v. styrkur téðrar skífu, því ekki kemur tónlist- in manni á óvart. Hún er tiltölulega rökrétt framhald undanfarinna verka Maríllion, en frumleg er hún ekki. Meira að. segja hinn gamli Afar////on-hljómur, sem mörgum fannst svo sérstakur, er horfmn. Fyrst hélt plötudómari reyndar að hér væri enn útsetning Phil Collins á ferðinni, þar sem hann er manna slyngastur við að steypa alla flytj- endur í eigið mót. Svo var ekki heldur útsetur Chris Kimsey. Vilji menn spara sér þessa plötu geta þeir grafist fyrir í plötusafninu og hlustað á eitthvað með Genesis og Rush til skiptis og þá ættu þeir að fá einhveija hugmynd um hvað hljómsveitin er að rembast. Sem „konsept“-pláta er er „Clutching At Straws“ bara miðlungsplata. Tæknilega er hún óaðfinnanleg. Málið er einfaldlega það að maður gerir meiri kröfur til Maríllion.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.