Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987
49
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Góður starfskraftur
38 ára fjölskyldumaður óskar eftir framtíð-
arstarfi. Er vanur verslunarstörfum, tölvu-
vinnslu og forritun.
Upplýsingar í síma 75338.
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða hjúkrunarfræðing í 100%
starf frá 1. september eða eftir samkomulagi.
Sjúkraliða í 100% starf frá 1. september.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum
97-1631,97-1400, 97-1374 (eftir kl. 16.00).
Áhugaverð störf
Öskjuhlíðarskóli, sérskóli fyrir þroskaheft
og fjölfötluð börn/unglinga, Suðurhlíð 9,
Reykjavík, óskar eftir að ráða eftirtalið starfs-
fólk frá 1. september nk.
Sérkennara eða kennara í 2-3 stöður.
Fóstrur eða þroskaþjálfa í 1-2 stöður.
Hlutastörf koma til greina.
Umsóknir óskast sendar undirrituðum sem
allra fyrst og eigi síðar en 7. ágúst.
Skólastjóri.
Starfsfólk óskast
Óskum að ráða starfsfólk í eftirfarandi störf
strax eða í haust.
★ Starfsmenn á húsgagnalager. Mikil vinna.
★ Starfsmann á kassa.
★ Starfsmann í húsgagnadeild.
★ Starfsmann í eldhúsinnréttingadeild.
Hlutastörf koma vel til greina.
Einnig vantar okkur starfsfólk í haust í hluta-
störf á föstudögum og laugardögum.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri á skrifstofu
IKEA.
& RÍKISSPÍTALAR j S LAUSAR STÖÐUR
Kópavogshæli
Deildarþroskaþjálfar óskast til starfa á
vinnustofum Kópavogshælis og á deildum.
Deildarþroskaþjálfi óskast á fastar nætur-
vaktir.
Sjúkraliðar óskast til starfa við Kópavogs-
hæli, bæði í afleysingar og til frambúðar.
Starfsfólk óskast nú þegar til sumarafleys-
inga og til frambúðar til starfa á deildum
Kópavogshælis.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir fram-
kvæmdastjóri eða yfirþroskaþjálfi í síma
41500.
Tjaldanesheimilið
Deildaþroskaþjálfi óskast á Tjaldanesheimil-
ið í fullt starf.
Sjúkraþjálfari óskast í hálft starf á Tjaldanes-
heimilið.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Tjaldanes-
heimilisins í síma 666266 eða 666147.
Reykjavik, 26.júlí 1987.
Varahlutaverslun
— bifreiðaumboð
Óskum eftir að ráða afgreiðslumann í verslun
okkar. Leitum að dugmiklum og sjálfstæðum
manni.
Umsókn með upplýsingum um aldur og fyrri
störf óskast skilað til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir miðvikudaginn 29. júlí merktar:
„E - 1548“.
í Kringlunni
Afgreiðsla — sala
Verslunin Rönning heimilistæki sem opnar
í Kringlunni og verður með heimilistæki og
Ijósbúnað leitar eftir starfsmanni í afgreiðslu
og sölu.
Vinnutíminn getur verið sveigjanlegur en
starfsmaðurinn þarf að vera reiðubúinn að
vinna á álagstímum.
Umsóknarfrestur um framangreint starf er
til 30. júlí nk. kl. 12.00.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Jónasson.
Starfsmannastjórnun
Ráðningaþjónusta
FRUm
Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Afgreiðslustörf
Viljum ráða fólk til starfa við afgreiðslu í
verslunum okkar í Kjörgarði og Skeifunni 15.
Um er að ræða bæði hlutastarf og heils-
dagsstörf.
Lagerstörf
Viljum ráða starfsfólk í verðmerkingar á fata-
lager og lagermann á matvörulager.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri
(ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl.
16.00-18.00.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs-
mannahaldi.
HAGKAUP
Skeifunni 15.— Starfsmsnnahald.
Innkaupastjóri
Deildaskipt verslun í borginni vill ráða inn-
kaupastjóra til starfa.
Æskilegt að geta byrjað sem fyrst.
Starfssvið: Heimilis- og vefnaðarvörur, leik-
föng og skyldar vörur.
Leitað er að drífandi aðila, sem vinnur sjálf-
stætt, æskileg reynsla eða innsýn í verslun-
arrekstur og helst þekking á innkaupum.
Laun samningsatriði.
Farið verður með allar umsóknir í algjörum
trúnaði.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir
30. júlí nk.
frUÐNI Tónssqn
RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Framtíðarstörf
afgreiðsla/lager
Traust iðnfyrirtæki i Kópavogi vill ráða
starfsfólk til ýmissa framtíðarstarfa.
• Afgreiðsla- og lagerstörf.
• Laghentan mann til aðstoðar á teikni-
stofu.
• Almenn framleiðslustörf.
Góð vinnuaðstaða. Möguleikar á yfirvinnu.
Um er að ræða gott tækifæri að komast í
framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
Allar nánari upplýsingar og umsóknir veittar
á skrifstofu okkar.
QjdmTónsson
RAÐCJÓF úRADNINCARMÓNUSTA
TUNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHOLF 693 SIMI 621322
Forstöðumaður
Stofnun í Reykjavík sem ætlar að efna til
viðamikillar fullorðinsfræðslu óskar að ráða
forstöðumann til undirbúnings- og fram-
kvæmdastarfa á komandi hausti.
Við leitum að manni með háskólamentun,
góð þekking á íslensku atvinnulífi skilyrði.
Nauðsynlegt er að viðkomandi aðili geti haf-
ið starf sem fyrst. Laun samkomulag.
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir
Katrín S. Óladóttir hjá Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf., mánudag og þriðjudag milli
kl. 14.00 og 16.00.
Hagvangur hf
— SÉRHÆFÆ) RÁÐNINCARPJÓNUSTA
BYGGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐI
Starf á
ferðaskrifstofu
Fyrirtækið er ferðaskrifstofa í Reykjavík.
Starfið felst í sölu á utanlandsferðum, út-
gáfu farseðla, skipulagi einstaklingsferða svo
og hópferða. Vinnutími er samkomulag.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi
reynslu af útgáfu farseðla, góða enskukunn-
áttu auk þess að hafa starfað við almenn
skrifstofustörf. Áhersla er lögð á söluhæfi-
leika og fágaða framkomu.
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 1987.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
S\úl3vordustig '3 - W' Reyk/avik - Simi 621355
Verkamenn
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði óskar að ráða
verkamenn nú þegar.
Upplýsingar í síma 651888.
FISKMARKAÐURINN HF.
VIÐ FORNUBUÐIR POSTH, 383 ■ 222 HAFNARFIROI
SIMI 651888 • TELEX 3000 „Fiskur
Trésmiðir
Nokkrir trésmiðir óskast til innivinnu í
Reykjavík. Verkefnið stendur fram á næsta
vor. Mötuneyti á staðnum.
Nánari upplýsingar veittar í síma 53601.