Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 57

Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 57 Laxveiði í Elliðaám 1872-1876 og 1889-1895 Fjöldi veiddra laxa bótum á báða bóga. Þegar August Thomsen seldi Englendingnum Harry Alfred Payne frá Torquay í Devon á Englandi veiðiréttindin árið 1887, fylgdi með í kaupunum pakki af allskyns slqölum, alls 52. Þar af voru 20 afrit af dómum. Auk ofangreindra mála voru einnig landamerkjadeilur og svo spell- virkjadómar. Árið 1877, eftir að August Thomsen hafði verið sýknaður í fyrsta málinu vegna nýju veiðilag- anna, tóku bændurnir lögin í sínar hendur. Að næturlagi héldu þeir á vettvang og tóku upp laxakistum- ar, brutu þær í spað og dreifðu brotunum á árbakkann. Þvínæst skýrðu þeir sýslumanni frá gerðum sínum. Það leiddi til þess að þeir voru dæmdir til að greiða sektir og bætur, en spellvirkin voru endurtek- in árið eftir. Árið 1879 voru laxakistumar þrívegis teknar upp og eyðilagðar. I eitt skiptið gerðist það að nætur- lagi, en þá vom að verki grímu- klæddir menn, sem ekki var vitað hverjir væru fyrr en mörgum árum síðar, en þá hlutu þeir dóm. Loks varð August Thomsen nóg boðið. Þegar kistumar voru eyði- lagðar í sjötta sinn árið 1880 biður hann landshöfðingja um að hafa vopnaðan vörð við ámar, og kvartar yfir því að lögleysi ríki í landinu. Alþingi fól nú Jóni Jónssyni landshöfðingjaritara að upplýsa þessi mál, og vom þá margir spell- virkjanna dæmdir. Pram kom að Benedikt Sveinsson á Elliðavatni hafði verið bakhjarl allra aðgerð- anna, og Þorbjörg systir hans var dæmd fyrir þátttöku í þeim. Þetta var árið 1882. í flestum bókum um sögu Reykjavíkur er getið um þessi litríku mál. í „Fortíð Reykjavíkur" eftir Áma Óla em málin rakin ítar- lega á rúmlega 40 blaðsíðum. Ami reynir að vera hlutlaus í frásögn sinni, en þó skín í gegn að einníg hann leit á August Thomsen sem lúalegan nýlenduherra. Sama máli gildir reyndar um allar þær sögubækur sem ég hef séð, en þar sem þær em skráðar á fyrri hluta þessarar aldar er það ef til vill ekki svo undarlegt. Veiðin Einhver gæti spurt hversvegna August hafí verið svona þijózkur í þessu máli þegar þijózka var ann- ars ekki hans eðli. Og því svarar hann sjálfur í bréfí til verðandi tengdasonar síns, séra __ Juliusar Windfeld í Danmörku. í bréfínu kemur bæði fram að tekjumar af veiðunum vom vemlegar, og svo er einnig skýrt frá því hversvegna veiðin árið 1891 sé meiri en árin á undan. „Laxveiðin í ár er sannar- lega ánægjuleg því veiðamar hafa til þessa gengið mjög vel . . . I ánum veiðum við í laxakistur og net, og síðamefnda aðferðin er mjög spennandi þar sem sjaldan er vitað hvort nokkuð veiðist fyrr en netið er komið upp að landi — nema svo mikið sé af laxi að hann stökkvi upp úr ánni og geri margskonar tilraunir til að sleppa, en þá má bæði sjá hann og fínna fyrir honum löngu áður en netið er komið að bakkanum . . . í ár hefur veðrið verið svo frá- bært, hlýtt og blankalogn, að ég hef getað staðið á landi uppi á háum bökkunum við ósinn og séð laxa- torfumar á sundi í vatninu, og þannig getað kallað fyrirmæli mín til mannanna (f bátunum) af meiri vissu um betri árangur en þegar blástur er, því þá er ekki önnur merki að sjá um tilvist laxins en þegar einstöku lax stekkur áður en netin em lögð . . . í heild er laxveiðin í kistumar, netin, dragnet og það sem Englend- ingamir hafa veitt orðin 1.212 laxar Laxveiði í Eiiiðaám 1872-1876 og 1889-1895 Árleg sala í krónum I 1 y/y yy/ A W/ V V/ I I f /// 1 ‘1“* ■ ,ui-‘ 9/ 92 1 i '///, i § % 93 9J 95 oilií Á Laxveiði í Elliðaám 1872-1876og 1889-1895 Meðalþungi fiska í pundum I J //// f //// /// 'é ■ % // /A 4/ w, R9 90 91 92 í).*? 94 95 Laxveiði í Elliðaám 1872-1876 og 1889-1895 Verð í aurum á pund 1 I lli 1 '/A m I w //,* /// I l 73 74 75 76 89 90 91 92 93 94 95 og silungar. Englendingar em mjög ánægðir með hve laxveiði þeirra á stöng hefur gengið vel, því þeir hafa alls fengið 137 laxa og 70 silunga af ofangreindu heildar- magni . . .“ Laxveiðiskýrslurnar En við höfum aðrar og fullkomn- ari upplýsingar um veiðamar í Elliðaánum. August Thomsen var nákvæmnismaður, og hélt nákvæmt bókhald yfír öll sín viðskipti. Árið 1917 vom viðskiptabækur félagsins afhentar Þjóðskjalasafninu, og hafa verið þar síðan. Að undanfömu hefur Jón Kristvin Margeirsson unnið að því að koma skipulagi á þær svo allir geti kynnt sér gang fyrirtækisins. Alls em þetta 824 bækur og taka þær rúmlega 25 metra hillupláss. Meðal annars hafa allar höfuðbækumar verið varð- veittar, en í þær em öll reiknings- viðskipti skráð, niður í smá flibbahnappa. Svo ef forfeður þínir hafa átt reikningsviðskipti við Thomsen, getur þú séð allt sem þeir hafa keypt. Meðal allra þessara þykku bóka era tvær óásjálegar laxabækur. Þær ná yfír tímabilin 1872-1876 og 1889-1895. Þar er skráð hve margir laxar veiddust dag frá degi í nyrðri og syðri greinum árinnar, og hve þungir þeir vom. Þar er einn- ig skráð hve mikið fékkst fyrir laxinn, og sum árin fylgja með nöfn allra kaupendanna. Mér er næst að halda að hér sé um að ræða elztu veiðiskýrslur á íslandi, og þær gefa sérstæða möguleika á að meta hvemig þróun laxastofnsins hefur verið. Fyrir líffræðinga og hagfræðinga hlýtur þetta að vera hreinasta gullnáma. Heildarveiðin á þessum áram sést á meðfylgjandi skrá. Fyrir utan metárið 1891 má sjá að veiðin var jafn mikil, hvort sem veitt var í net eða kistur — og allt umstangið og öll málaferlin höfðu lítil áhrif á veið- ina í ánum (en ef til vill á stjóm- málaástandið í bænum). Á ámnum 1892-1895 dregur bæði úr fjölda fiska og þyngd, og það gæti bent til að netaveiðin hafí verið svo af- kastamikil að hún hafí gengið of nærri stofninum, en að sjálfsögðu geta einnig verið aðrar skýringar þar á. Á ámnum 1889-1895 var seldur lax fyrir 2-3.000 krónur á ári. Hvað er það mikil upphæð í okkar pening- um í dag? Ja, það er flókið dæmi, en verðlag í Danmörku hefur í það minnsta fertugfaldazt, og danska krónan kostar nú um 5,65 krónur íslenzkar, svo margfalda má gömlu krónuupphæðina með að minnsta ' kosti 226 til að fá út núverandi verðgildi. Þannig nam salan á laxi frá 180 þúsund krónum þegar hún var hvað minnst og upp í um 730 þúsund krónur metárið 1891 — og það em engir smápeningar. Ef við í stað verðlags miðum við launakjör verður upphæðin 5 til 10 sinnum hærri. Þjóðskjalasafnið Hér lýkur svo pistli mínum um Elliðaár og laxveiðamar. Það var vissulega velt háum upphæðum í þá daga — og svo er trúlega enn í dag. Það er synd og skömm að lang- afí minn skuli hafa selt ámar, því ella væri ég ríkur maður í dag . . . En auðurinn er þama enn — þótt hann sé annars eðlis. í þjóð- skjalasafni era viðskiptabækumar rúmlega átta hundmð, uppfullar af upplýsingum. Þær vom í geymslu á kirkjuloftinu á Bessastöðum í hálfa öld, en era nú á ný aðgengi- legar. Svo ef einhver hefur áhuga á að kynna sér Thomsens Magasin eða vita eitthvað um þá sem þar vom í viðskiptum, þá er af nógu að taka. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Úr Atlavík. V erslunarmannahelgin: Atlavíkur- hátíðin endurvakin Egilsstöðum. ATLAVÍKURHÁTÍÐIN, þessi eina sanna, verður endurvakin um verslunarmannahelgina. Af ýmsum ástæðum féll hún niður i fyrra og þótti mörgum súrt í broti. Samkomur i Atlavik um verslunarmannahelgina hafa jaftian verið með Qölmennusty., útihátíðum landsins, enda býður svæðið upp á ýmsa kosti fyrir slíkar samkomur, skjólgott og veðursælt landsvæði og mikla náttúrufegurð. Þegar þessi sam- koma var siðast haldin, 1985, sóttu hana yfir 8.000 manns. Nú hefur náðst samningur við Skógrækt ríkisins um samkomu- haldið í ár og leggja ULA sem að samkomunni stendur og Skógrækt ríkisins mikla áherslu á góða um- gengni samkomugesta enda ætti,- öllum að vera vandalaust að skiijtT^ við tjaldstæði sín eins og þeir komu að þeim. Fjölbreytt skemmtiatriði verða í boði alla hátíðina. Tívolí með margskonar leikjum og þrautum verður í gangi og austurlenska dans- og söngmærin mun skemmta. Dansleikir verða öll kvöld og munu Skriðjöklar sjá um undirleik ásamt hljómsveitunum Ökklabandinu og Sú Ellen. Skriðjöklamir komu ein- mitt fyrst fram á hljómsveitakeppni í Atlavík árið 1983 og kepptu einn- ig ’84 og ’85 þegar þeir sigmðu. Það má því segja að þeir séu hag- vanir hér. Undanúrslit í hljómsvei- takeppninni fara fram á laugardag og úrslit á sunnudag en mikil þárjfe. taka er í þessari keppni. Á laugardag verður íþróttadag- skrá þar sem keppt verður um titilinn sterkasti maður í Atlavík, skallaeinvígi og ijómatertukasti. Á sunnudag munu 30 bandarísk ung- menni skemmta með söng og brúðuleik auk fjölmargra annarra skemmtikrafta sem fram koma. Félagar úr Hjálparsveit skáta og Slysavarnadeildinni Gró munu ann- ast öryggisgæslu á svæðinu ásamt félagsmönnum úr aðildarfélögum UIA. Björn Tónleikar Sykurmol- annaáDuus Næstkomandi þríðjudag held- ur hljómsveitin Sykurmolarnir tónleika í veitingahúsinu Duus í Fischerssundi. Þessir tónleikar em fyrstu tóii- leikar Sykurmolanna hérlendis á þessu sumri og em þeir haldnir til að kynna væntanlega hljómplötu hljómsveitarinnar sem gefin verður út í Bretlandi. Tónleikamir verða í veitingahús- inu Duus, eins og áður sagði, og heQast þeir kl. 22. ....

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.