Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 60
18 DAGAR _ KRINGWN KblHeNM SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Karlmaður gekk ber- serksgang og rændi tvær konur MAÐUR gekk berserksgang í Fannarfelli í Breiðholti á föstudagskvöld og mis- þyrmdi tveimur konum og rændi áður en lögreglan náði að hafá hendur í hári hans. Maðurinn var gestkomandi í ^jþúð í Fannarfelli og trylltist "" skyndilega að sögn lögreglunn- ar. Réðst hann að konu, sem var gestgjafi og veitti henni áverka. Hafði maðurinn með sér eitthvað af fötum og hljóp á brott. Lögreglunni var tilkynnt um atburðinn og leitaði hún að manninum, en án árangurs. Hann réðst síðar um kvöldið inn í aðra íbúð á svipuðum slóð- ,-j^m og veittist þar að annarri l*Konu og rændi frá henni ýmsum verðmætum. Lögreglan var fljót á staðinn og kom höndum yfír manninn og fékk hann að gista geymslur lögreglunnar þá nótt- ina. Málið er í rannsókn. Morgunblaðið/Þorkell Fornleifar á höfuðborgarsvæðinu í SUMAR hefur víða verið graf- hófst þegar byijað var að skipta ið grafíð upp framan við Bessa- hafa á þessum stöðum fundist ið eftir fornmiiyum á sögu- um gólf í Bessastaðastofu í vor. staði, þar sem að öllum líkindum ógrynni af munum sem gefa frægum stöðum meðal annars Þá var komið niður á rústir Kon- hefur verið komið niður á hús vísbendingar um lifnaðarhætti á Bessastöðum, í Viðey og við ungsgarðs og mannvistarlög frá amtmanns og landfógeta. fólks fyrr á öldum. Aðalstræti í Reykjavík. fyrri öldum. Eins og sjá má á í Viðey hafa fundist leifar af Sjá frásagnir og myndir á bls. 4 Uppgröfturinn á Bessastöðum þessari loftmynd hefur mikið ver- búsetu þar frá landnámsöld, Þá Árbæjarsafn/I.jósmyndan ókunnur Séð tíl norðurs eftir Aðalstræti á nfunda áratug síðustu aldar. Fjala- kötturinn er fyrir miðri mynd. Við enda strætisins stendur Vestur- gata 2 og sér í gegnum mitt húsið niður í fjöru. Byggt var ofan á húsið eftir að þessi mynd var tekin, en við endurgerð þess hefur verið reynt að líkja sem mest eftir kvistinum sem er fyrir ofan hliðið. Morgunblaðið/Þorkell Ragnheiður Helga Þórarinsdótt- ir borgarminjavörður sýnir hvar Borgarhliðið gekk f gegnum Vesturgötu 2. Sé glugginn skoð- aður innan frá má sjá greinileg merki stoðanna sem voru f hlið- inu sitt hvoru megin. porgarhliðið endurreist í upprunalegri mynd? í ATHUGUN er að færa húsið á Vesturgötu 2 í Reykjavík, Ala- fossbúðina, til upprunalegs horfs með þvf að gera gangveg f gegn- um mitt húsið frá Aðalstræti að Tryggvagötu. Húsið var jafrian * kallað Bryggjuhúsið, og undir- göngin Borgarhliðið. Stóð húsið í gamla fjörukambinum og var farið f gegnum hliðið niður á bæjarbryggjuna. Að sögn Ragnheiðar Helgu Þór- arinsdóttur, borgarminjavarðar, á eigandi hússins, Framkvæmdasjóð- frumkvæði að því að láta gera 'nusið upp. Fyrir skömmu var leitað fulltingis borgaryfírvalda við það að gefa húsinu virðulegan sess í skipulagi miðbæjarins. Á þessu stigi er þó ekki ljóst hvemig verður að því staðið. „Vesturgata 2 hefur þá sérstöðu að vera núllpúnktur borg- arinnar. Við það eru öll götunúmer í borginni miðuð og talið út frá því til allra átta. Má því segja að þetta hús sé miðja Reykjavíkur," sagði Ragnheiður. Vesturgata 2 var reist 1846, þá ein hæð og port. Skömmu síðar var húsið lengt til austurs og settir á það kvistir. Eftir aldamótin var önnur hæð byggð ofan á. Að sögn Páls Bjamasonar, arkitekts, sem teiknað hefur breytingar á húsinu fyrir Framkvæmdasjóð, var efri hæðin gerð upp síðastliðið haust og í sumar settur kvistur Aðalstræt- ismegin. Stefnt er að því að rífa skúra í portinu fyrir aftan Vestur- götu 2 seinna á árinu. Þá er búið að hanna breytingar á lágreista steinhúsinu í Tryggvagötu 2, sem tilheyrir Álafossbúðinni, en þær eiga eftir að fara fyrir byggingar- nefnd borgarinnar. Þær fela í sér að byggt verði ofan á húsið og því breytt til samræmis við götumynd- ina. Fisksölusvikin: Breska lögreglan á slóð svikarans Grindavfk. Útlendingurinn sem uppvfs hefur orðið að svikum við nokkur islensk físksölufyrirtæki sem nemur tugum milljóna er senni- lega Hollendingur og hefur rekið fyrirtæki bæði í Bretlandi og HoIIandi. Sérsveit bresku lög- reglunnar mun vera á slóð hans og er búist við að hann náist fljót- lega. Að sögn Hjalta Zóphóníassonar, lögfræðings í dómsmálaráðuneyt- inu, var málið sent til alþjóðalög- reglunnar Interpol fyrir skömmu eftir frumrannsókn hér heima. Ver- ið er að þýða skjöl tengd málinu, en óvíst er hversu miklu físksölufyr- irtækin tapa þó svo að maðurinn náist. Fréttaritari Morgunblaðsins hafði einnig samband við Sigurð Garðarsson, framkvæmdastjóra Voga hf. í Vogunum, en hann hefur stundað útflutning á ferskum físki undanfarin 4 ár. Hann sagðist hafa skipt mest við sjö aðila bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og hefðu þeir allir reynst traustir. „Því er ekki að neita að ég hef óttast að einhveijir gætu lent í slíkum svikum, enda hef ég varast að hefja viðskipti í einhveijum mæli við ókunna kaupendur fyrr en ég hef góð meðmæli um þá eða að ég hef kannað sjálfur feril þeirra. Ég hef lent í óheiðarlegum kaup- endum, en tapið verið mjög óveru- legt vegna þessara öryggisráðstaf- ana minna", sagði Sigurður. Pétur Bjömsson, umboðsmaður íslenskra fískseljenda í Hull, sagði að þessar fréttir kæmu honum ekki á óvart því eitt væri að selja vöm og annað að fá hana greidda. „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi fyrir óprútnum kaupend- um hér í Hull“, sagði Pétur. — Kr.Ben. Fjallvegir færir ut- an Gæsa- vatnaleið ALLIR Qallvegir landsins eru nú færir að Gæsavatnaleið undan- skilinni. Þann veg er ekki ráðlegt að fara nema á vel búnum jepp- um, austan að. Umferð um brúna á Múlakvísl á Mýrdalssandi verður takmörkuð við 7 tonna öxulþunga um helgina. Þess var vænst að viðgerð á brúnni á Kreppu lyki á laugardagskvöld. Brýmar löskuðust sem kunnugt er í jökulhlaupum í liðinni viku. í síðustu viku var lokið við að opna fjallvegina. Þá var Eyjafjarð- arleið opnuð, Fjallabaksleið syðri og fært varð inn í Laka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.