Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 2

Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Vogalax hf.: Endurheimtum- ar orðnar 12% Hafbeitarstöðin Vogalax hf. hefur endurheimt 4.300 laxa í sum- ar, eða um 12%, miðað við að síðastliðið sumar var sleppt þaðan 36.000 sjógönguseiðum. Samtals eru komnir 4.300 laxar í stöðina og mest 800 laxar á einum degi, en það var 23. júli síðastliðinn. Að sögn Vilhjálms Guðmundssonar framkvæmdastjóra eru þetta bestu heimtur frá því að stöðin tók til starfa 1979. Vogalax hf. sleppti 400.000 sjó- gönguseiðum í vor og eru það rúmlega tíu sinnum fleiri seiði en sleppt var í fyrra. Næsta ár á að sleppa 1.700.000 seiðum og árið 1989 2-2,5 milljónum seiða. Vil- hjálmur sagði að nú stæðu yfír miklar framkvæmdir hjá stöðinni í Vogum á Vatnsleysuströnd sem gerðu kleift að ala upp 2,5 milljón- ir sjógönguseiða á ári. „Endurheimtur hafa verið mjög góðar síðustu árin," sagði Vilhjálm- ur, „en nú stefnir í algjört met sem sýnir að hafbeit á góða framtíðar- möguleika á íslandi. í lok júlí árið 1985 voru heimtur 6,5%, en 12,6% í lok ársins. í júlí í fyrra voru heimt- ur 5,6% og 9,7% í ársiok. Þess má geta að 8-12% endurheimtur eru taldar góðar." Vogalax hf. selur mest af laxi til Bandaríkjanna en einnig til Spánar, Danmerkur, Bretlands og Hollands. Steypustyrktaijámið tilbúið til flutnings. Morgunbiaðið/EG Ratsjárstöðvarnar á Gunnólfs víkurij alli og í Stigahlíð: Morgunblaðið/Snorri Hauksson Stærsti lax sumarsins til þessa: 32 punda hæng- ur úr Víðidalsá Á þriðja hundrað tonn af steypu- styrktarjárni fara í stöðvarnar Vogum. JÁRNAVINNUMENN hjá ís- lenskum aðalverktökum á Keflavíkuflugvelli hafa undan- fama daga unnið við að klippa og beygja steypustyrktaijám, sem síðan verða sett í gáma og flutt út á land vegna byggingar ratsjárstöðva á Gunnólfsvíkur- Qalli og f Stigahlíð. Það eru alls á þriðja hundrað tonn af steypustyrktarjámi sem fara í byggingamar, en þar af era um 25 tonn sem jámavinnumenn hjá íslenskum aðalverktökum hafa verið að vinna á lager að sögn Sveins Brynjólfssonar verk- stjóra. Steypustyrktaijámið hefur verið beygt í vinkla, lykkjur og fleira samkvæmt teikningum, en jám sem ekki verður beygt verður flutt óunnið á byggingarstaðina. Jámavinnumenn hjá íslenskum aðalverktökum hafa ekki áður unnið steypustyrktaijám fjarri byggingarstað eins og í þessu til- felli, því vinnan hefur öll farið fram á byggingarstað. EG Bandarískur stangveiðimaður, Ralph Peters að nafni, veiddi á sunnudaginn 32 punda lax f Víði- dalsá og er það stærsti lax sem vitað er til að hafí veiðst það sem af er laxveiðivertíðinni. Laxinn, sem var leginn hængur, veiddist í veiðistað sem heitir Kælir og gein hann yfír flugu að nafni Blue Nellie nr. 6. Hængurinn stóri stóð sig illa, lét ná sér eftir aðeins 20 mfnútna glímu, en við- ureignir við slíka stórlaxa standa oft yfir svo klukkustundum skiptir. Stórlaxaveiði hefur annars verið á dagskrá í Víðidalsá svo og fleiri ám, svo sem Vatnsdalsá og Laxá í Aðaldal, svo einhveijar séu nefnd- ar. Meira hefur verið af stóram stórlaxi en í áraraðir og sem dæmi má nefna, að nú þegar hafa 42 lax- ar veiðst í Víðidalsá sem vegið hafa 20 til 32 pund. Er þá ótalinn aragrú- inn sem vegur 15 til 19 pund, en af slíkum löxum er nóg í Víðidaln- um. Þó má búast við því að meðalþunginn fari lækkandi, því von er á smálaxagöngum í ána á næstunni. Sjá bls. 30: Eru þeir að fá’ann. Járaamenn hjá íslenskum aðalverktökum vinna steypustyrktarjám sem fer í ratsjárstöðvar á Gunn- ólfsvíkurQalli og f Stigahlfð. Landsvirkjun ræðir við ríkisstjórnina: Vill losna imdan gjaldi af lántökum erlendis Telur það þýða 2,4% hækkun á gjaldsskrá fyrirtækisins HALLDÓR Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir að Landsvirkjun geti þurft að hækka verðskrá sína um 2,4% ef stjórnvöld verða ekki við beiðni fyrirtækisins um að það verði undanþegið er- lendu lántökugjaldi. Halldór hefur rætt við Friðrik Soph- usson iðnaðarráðherra um þetta erindi Landsvirkj unar og í dag mun hann ræða við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. Halldór Sigurður Þórðarson skipað- ur vararíkisendurskoðandi SIGURÐUR Þórðarson hef- ur verið skipaður vararíkis- endurskoðandi. Hann tekur við starfínu í september- mánuði. Þetta starfsheiti var stofnað þegar ríkisend- urskoðun var færð undir Alþingi með lögum sem gildi tóku í ársbyijun. Forsetar Alþingis réðu í sam- ráði við ríkisendurskoðanda í starfíð. Sigurður, sem er löggilt- ur endurskoðandi, hefur unnið hjá fj ármálaráðuneytinu og ríkisendurskoðun undanfarin fímmtán ár. Hann gegnir nú starfi skrifstofustjóra ráðuneytisins. „Vararíkisendurskoðandi er staðgengill ríkisendurskoðanda. Þá mun hann að líkindum hafa umsjón með nýjum verkefnum embættisins sem eru eftirlit með framkvæmd fjárlaga, aðstoð við þingnefndir og stjómsýsluend- urskoðun meðal annars. Það var stefna með þessari lagasetningu að embættið hefði virkara eftir- lit með meðferð og nýtingu á ríkisfé, en á starfssviði þess er fyrst og fremst að koma auga á það sem miður fer og gera athugasemdir," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. segir einnig að lántökugjaldið geti hækkað stofíikostnað Blönduvirkjunar um 3%. „Það kom fram í samþykkt stjómar Landsvirkjunar að þessi gjöld munu ekki hafa áhrif á lán- tökuáform Landsvirkjunar, en hins vegar beinlínis leiða til hækk- unar á raforkuverði í landinu," sagði Halldór í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að eignarað- ilar Landsvirlg'unar, ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyrar- bær, væru allir meira og minna í ábyrgð fyrir skuldbindingum fyr- irtækisins, en ekki ríkið eitt. Halldór sagði að fyrirtækið ætti ekki í önnur hús að venda en hækka gjaldskrá sína, ef ekki yrði fallist á undanþágubeiðnina. Hann sagði að lánsfjárþörfín við Blönduvirkjun fram til ársins 1991 væri samtals 4 milljarðar króna. Með þessari nýju skatt- heimtu sagði Halldór að bygging- arkostnaður af Blönduvirkjun hækkaði um 3%, eða 180 milljón- ir króna. „Auðvitað gefur það augaleið að stofnkostnaðarhækkun af þessari stærðargráðu kemur til með að Ieiða til hækkunar á raf- orkuverði, þegar fram í sækir," sagði Halldór. Jökuldalur: Bíll ónýtur efltir veltu BIFREIÐ fór út af veginum á Jökuldal í gær, valt um 30 metra og gjöreyðilagðist. Ökumann sakaði ekki. Tildrög óhappsins vora þau að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum að bifreiðin var að koma yfír blind- hæð og stóð þá kind á miðjum vegi og hreyfði sig hvergi. Ökumaður reyndi að beygja fram hjá kindinni en missti stjóm á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt niður snarbrattan kant. Að sögn lögregl- unnar var það mesta mildi að ökumann skyldi ekki saka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.