Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Þar sem háir hamrar rísa úr sjó - sýningarferð Sóma-bátanna til Færeyja Á SÓLRÍKUM föstudagsmorgni fyrir einni og hálfri viku flaug blaðamaður Morgunblaðsins til Færeyja ásamt fulltrúum nokkurra íslenskra fyrirtækja og fulltrúa Útflutningsráðs íslands. Tilgangur farar þeirra var sá að kynna frændum okkar Færeyingum báta og búnað frá þessum fyrirtækjum til smábátaútgerðar, tilgangur undirritaðs að fylgjast með og sjá hversu til tækist, en hér var haldið á ný mið í kynningu á íslenskri framleiðslu. I Hjólin slepptu brautinni og flugvélin klifraði í heiðið. Framundan var vikusýningarferð í Fær- eyjum um borð í tveim átta metra löngum íslenskum trefjaplastbát- um af gerðinni Sómi 800. Hönnuð- ur og framleiðandi bátanna, Guðmundur Lárusson í Hafnar- flrði, ætlaði að sigla þeim til eyjanna ásamt tveimur sonum sínum og fjórða manni. Nú átti að reyna nokkuð nýtt í íslensku mark- aðsstarfí erlendis. Morgunblaðið/Jóhann Viðar fvarsson Sóma-bátur svo ógnarsmár á siglingu á milli tveggja bergrisa í Vestmannabjörgum. Það er víða fallegt og friðsælt í færeyskum bæjum. Frá höfninni í Vestmanna á Straumey. Fiski- bátur með gamla færeyska laginu, sem að sögn heimamanna er komið beint frá vikingaskip- unum, í forgrunni. Nýjungar í mark- aðsstarfi íslenskra fyrirtækja Útflutningsráð íslands hefur haft forgöngu um stofnun útflutn- ingshópa fyrirtækja síðustu misseri. Í hveijum hópi eru nokkur fyrirtæki sem gera út á sama eða svipaðan markað, en eru samt ekki í samkeppni hvert við annað. Hug- myndin að baki útflutningshópun- um er sú að mynda öflugri sölueiningar og veita stjómendum fyrirtækjanna færi á að’ ræða í einlægni saman vandamál sem upp koma og nýjar hugmyndir. Þau fyrirtæki, sem nú ætluðu að kynna framleiðslu sína í Færeyjum með allnýstárlegum hætti, mynda til samans annan útflutningshópinn sem búið er að stofna. I þessum útflutningshópi em fímm íslensk fyrirtæki sem framleiða búnað til smábátaútgerðar. Bátasmiðja Guðmundar framleiðir Sóma-bát- ana. Þeir eru hraðskreiðir fískibát- ar og hefur Guðmundur náð góðri markaðshlutdeild á íslandi, 42% að sögn fulltrúa Útflutningsráðs, en ekki selt á erlendan markað svo heitið geti enn sem komið er. DNG á Akureyri framleiðir tölvustýrðar handfæravindur eða snellur eins og Færeyingar segja. NORM-EX í Hafnarfirði framleiðir fiskiker í mörgum stærðum. íseind hf setur saman olíueyðslumæla og annars konar rafeindamælitæki og Sjóvél- ar hf bjóða upp á línuspil. Fljótandi vörusýn- ing í Færeyjum er útgerð smábáta umtalsverð, en þar eru ekki haldn- ar sjávarútvegssýningar eða almennar vörusýningar. Því geta íslenskir framleiðendur ekki farið þá leið til að sannfæra Færeyinga um ágæti vöru sinnar. Þá var það að mönnum datt í hug að setja búnað frá hinum fyrirtækjunum í útflutningshópnum um borð í báta frá Bátasmiðju Guðmundar og sigla þeim til Færeyja. Með því móti væru fyrirtækin komin með sína eigin hreyfanlegu vörusýn- ingu beint til væntanlegra kau- penda, trillukarlanna, í höfninni á hveijum stað. Það er bæði ódýrara en að leigja bás á venjulegri vöru- sýningu erlendis og það næst til fiskimanna sem ekki myndu gera sér ferð til annarra bæja til að sjá slíka sýningu að sögn aðstandenda þessarar sýningar. Þetta mun vera nýmæli í kynningu á íslenskum vörum, sem virðisc eiga mjög vel við í þessu tilfelli þegar litið er til þess hvers eðlis vörumar eru og hvar kaupenduma er að finna. Við landkrabbarnir sem flugum til eyjanna fórum þangað á föstu- degi, en bátamir lögðu ekki í hann fyrr en eldsnemma á laugardags- morgni. Var því beðið með mikilli eftirvæntingu í Þórshöfn eftir fréttum af því hvemig bátunum reiddi af á hinni 250 sjómílna löngu leið yflr Atlantshafíð. En þeir kom- ust báðir hæglega yfír, enda veður afbragðsgott á leiðinni, sól og létt gola. Yfir 70% Færeyinga heimsótt Ætlunin var að heimsækja fímmtán bæi á átta eyjum með samtals yfir 70% af íbúum Fær-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.