Morgunblaðið - 28.07.1987, Page 15

Morgunblaðið - 28.07.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 15 Algeng sjón af hafi í Færeyjum; hamrar risa þverhnípt úr sæ. fengju þá þeir sem fyrir væru líklega erfíðan keppinaut. Bátarnir sanna sig Blaðamaður kvaddi félagana í Sóma-bátunum á fímmtudaginn og flaug áleiðis heim. Enn voru þrír dagar eftir af sýningarferð- inni, sem endaði í Þórshöfn á laugardaginn. Að sögn Jens Ing- ólfssonar markaðsstjóra hjá Út- flutningsráði og fararstjóra þessarar sýningarferðar hrepptu bátamir mjög slæmt veður á föstu- daginn. Fram að því hafði verið ágætisveður alla daga og ekki komið væta úr lofti, sem mun vera óvenjulegt í Færeyjum. Sagði Jens að ölduhæð hafi komist upp í sjö eða átta metra. Hafi bátamir þar sannað sig við aðstæður eins og þær gerist verstar á milli eyjanna. Heimamenn hafi sagt sér að út á Áhöfii Sóma-bátanna sem sigldi þeim frá íslandi stödd á Nólsey ásamt hinum þekkta Ove Joensen, sem réri frá eynni til Dan- merkur i fyrra. Frá vinstri eru Heiðar Marteinsson, Trausti Guðmundsson, Ove Joensen, Óskar Guðmundsson og Guðmund- ur Lárusson. eyja. Byija átti á mánudegi og enda á laugardegi. Bæimir urðu raunar sextán þar sem byijað var fyrr en áætlað var og bærinn Sandavogar á eynni Vogum heiðr- aður með heimsókn á sunnudaginn fyrir viku vegna þess að þar var mikið mannamót. En formleg sýn- ing hófst í bænum Vestmanna á Straumey. Síðan tóku bæimir við hver af öðram næstu daga. Við heimsóttum að jafnaði þrjá bæi hvem dag, geystumst inn í höfnina á þeim fyrsta klukkan níu, en heilsuðum upp á íbúa þess siðasta um sjöleytið á kvöldin. Hafa sjálf- sagt fáir ferðast til svo margra bæja og eyja í Færeyjum á jafn fáum dögum og við gerðum í þess- um túr. Að verða bergnum- inn Það var afbragðshressandi að sigla um sundin á milli eyjanna á hinum mikla hraða sem bátamir ná, 30 mílum á klukkustund. Og ég hugsa að fáir íslendingar viti hversu stórkostlegt landslag er í Færeyjum. Það er geysifallegt séð af akvegi, en víða hreinlega stór- kostlegt séð af hafi. Mörg hundrað metra há björg standa lóðrétt úr hafi. Alls kyns kynjadrangar og stiýtur standa framar eins og dvergar í skjóli bergrisans. Og víða er líf á hverri syllu. Að kvöldi fyrsta formlega sýn- ingardagsins sigldum við með staðkunnugum manni út að Vest- mannabjörgum. Þau munu lengi verða minnisstæð. Við sigldum meðfram slútandi bjargstálinu. Allt í einu hægði stjómdandinn ferðina, beygði og stefndi beint á hamravegginn. Það var ekki fyrr en báturinn var kominn fast að berginu og menn vora famir að efast um skynsemi stýrandans að í ljós kom myrk hola í hamarinn. Og inn í hana var siglt. Þá kom í ljós að holan var í raun göng í gegnum bjargstálið og framundan var dagsljós. Við voram því að sigla í gegnum og undir bjargið. En þetta var bara byijunin. Afram héldum við og sigldum eftir þröngri sprangu í stálið. Á báðar hliðar gnæfði bjargið hundrað metra yfir höfðum okkar og yfir kom þess vanmáttartilfinning sem maður verður stundum verður var við þegar ægileiki náttúrannar er hvað mestur. Ónnur göng undir bjargið vora svo löng og sveigð að siglt var nokkra stund í algera myrkri áður en munninn hinum megin kom í ljós. Og fuglagargið magn- aðist draugalega í sortanum. Vestmannabjörg er trúlega með því mikilfenglegasta sem hægt er að sjá í Færeyjum og þótt víðast væri leitað, en margir fleiri staðir í eyjunum era stórkostlegir að heimsækja. Hygg ég að fleiri legðu þangað leið sína í fríum ef þeir vissu meira um eyjamar. Og Fær- eyingar era gestrisið og hjálpsamt fólk með afbrigðum. Að vera eða vera ekkí - fiskibátur Á hveijum stað sem við heim- sóttum á bátunum var vaninn að leggja að bryggju og koma upp stóram borða á milli tveggja flagg- stanga þar sem sýningin var kynnt. Fiskimenn og aðrir áhugasamir komu svo og skoðuðu báta og bún- að að vild, sem fulltrúar fyrirtækj- anna útskýrðu og sýndu hvemig vann. Famar vora margar ferðir á hveijum stað út fyrir höfnina með heimamenn. Var að jafnaði tölu- verður áhugi hjá þeim sem komu að skoða þótt fjöldinn væri ekki alltaf mikill, enda sumir bæimir litlir. Blaðamaður ræddi við marga færeyska trillukarla sem komnir vora til að skoða bátana. Vora þeir allir sammála um að þeir væra fallegir og vel tækjum búnir. Ekki vora þeir þó allir jafntrúaðir á að þetta væra fískibátar. Lag hinna hefðbundnu færeysku fiski- báta er mjög líkt lagi víkingaskip- anna til foma, enda beint frá þeim komið að sögn heimamanna. Þeir hafa þó í síauknum mæli verið að færa sig yfir á nútímalegri fiski- báta, aðallega frá Noregi, Danmörku og Englandi. Það era ósköp dæmigerðir fiskibátar, breiðir með bogadreginn skut og frekar hægfara. Sóma-bátamir nýju era hinsvegar afar rennilegir, kraftmiklir og hraðsiglandi og því vissulega sportbátar ekki síður en fiskibátar. Guðmundur Lárasson sem hannaði þá frá byijun segir að engu að síður séu þeir hugsaðir sem fiskibátar. Þeir séu því til að mynda stöðugir í sjó og með gott rými fyrir afla. En það gæti tekið tíma að sannfæra færeyska fiski- menn um að hinir nýju bátar taki trillunum með gamla laginu fram. Að nota slíka báta til fiskveiða væri umtalsverð nýjung í Færeyj- um og flestar nýjungar þurfa einhvem umþóttunartíma hjá fólki sem ekki er ginnkeypt fyrir hlutum fyrir þær sakir einar að þeir séu nýjabram. Innflutningur og stórhækkaðir tollar Nokkrir karlanna höfðu það á orði að við hefðum þurft að vera fimm áram fyrr á ferðinni. Á þeim tíma hefði innflutningur erlendu fiskibátanna hafíst og hefði síðan selst mikið af þeim. Margir væra þvi á tiltölulega nýjum bátum og ekki líklegir til að skipta. Að auki hefði lengst af verið lágur tollur í Færeyjum á innfluttum fiskibátum eða 5%, en nú hefði hann verið hækkaður upp í 28%. Væri því búið að stofna allmargar báta- smiðjur í eyjunum sjálfum sem smíðuðu báta að norskri, danskri og enskri fyrirmynd í samvinnu við framleiðendur í þessum lönd- um. Væra Færeyingar líklegri til að kaupa báta sem smíðaðir væra í eyjunum heldur en að utan. Allir sögðu þeir þó að verð Sóma- bátanna væri umtalsvert lægra en verð báta af sambærilegri stærð frá þessum bátasmiðjum og gæti það gert gæfumun. Hjá Bátasmiðju Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að setja á stofn smiðju í Færeyjum. Með því móti yrði hægt að hafa verð bátanna enn lægra þar og Frá sýningunni í Runavík á Austurey. sund sem annar báturinn sigldi hefðu ekki stór skip hætt sér í slíku veðri. En á lokadegi sýningarinnar í Þórshöfn sagði Jens að mikið hefði verið við haft og veður hefði leikið við mannskapinn. Bæjaiyfir- völd flögguðu færeyskum og íslénskum fánum og hátt á annað hundrað manns var boðið til veislu að sýningu lokinni. Árangur sem erfíði? Enn er að sjá hvort sýningin ber árangur sem erfiði í aukinni sölu fyrirtækjanna í Færeyjum. í lqöl- farið er raunar ætlunin að fylgi markvisst og stöðugt sölustarf í framtíðinni að sögn aðstandenda hennar og sé hún því aðeins upphaf en alls enginn endir. Þegar blaðamaður steig um borð í Flugleiðavélina var að baki mjög sérstæð ferð um land sem kom á óvart. Fegurð Færeyja og tignar- leiki sat eftir í manni og hjálpsemi og gestrisni heimamanna gleymist ekki í bráð. Kannski eiga tengsl frændþjóðanna tveggja eftir að styrkjast, meðal annars fyrir aukin viðskipti þeirra í millum. Texti og myndir: Jóhann Viðar Ivarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.