Morgunblaðið - 28.07.1987, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
Bílaflotinn fyrir utan Framtíðina hús Sveins Egilssonar í Skeifunni
Safariferð ítal-
anna 170 hafin
Morgunblaðið/Þorkell
Þröstur tapaði
fyrir Blatny
ÞRÖSTUR Þórhallsson tapaði
fyrir Blatny frá Tékkóslóvakíu i
gær í 8. umferð á heimsmeistara-
móti unglinga i skák fyrir 20 ára
og yngri, sem haldið er í Baguio
á Filippseyjum, og er í 15.-20.
sæti á mótinu með 4,5 vinninga.
Hannes Hlífar Stefánsson gerði
jafintefli við Dharmy fi-á Indó-
nesíu og er með 2,5 vinninga.
I 7. umferð, sem tefld var á
sunnudag, gerði Þröstur jafntefli
við Hellers frá Svíþjóð og Hannes
tapaði fyrir Tan frá Singapore.
Efstur á mótinu eftir átta um-
ferðir er Anant frá Indlandi með
6,5 vinninga. í 2.-3. sæti eru Ivan-
chuk frá Sovétríkjunum og Del-
campo frá Mexíkó með 6 vinninga
og í 4.-5. sæti eru Klinger frá Aust-
um'ki og Blatny frá Tékkóslóvakíu
með 5,5 vinninga. Serper frá Sov-
étríkjunum er með 5 vinninga og
biðskák og Agdestein frá Noregi
er með 5 vinninga ásamt fleirum.
9. umferð verður tefld í dag, en
alls verða tefldar 13 umferðir á
mótinu eftir Monrad kerfí.
Færeyjar:
Lögðu af stað á 71
Fiat Panda bíl í gær
HÓPUR italskra ferðamanna,
170 talsins, lagði af stað i ferð
um Islands i gær á 71 Fiat Panda
bíl. Bílarnir, sem eru sérstaklega
útbúnir, voru fluttir hingað til
lands vegna ferðarinnar. Gert
er ráð fyrir að leiðangurinn taki
niu daga.
Undirbúningur ferðarinnar hófst
fyrír einu ári þegar leiðir voru kann-
aðar. ítalska ferðaskrifstofan
Safariland stendur fyrir ferðalaginu
en ferðaskrifstofan Samvinnuferð-
ir/Landsýn hefur annast skipulagn-
ingu hér á landi. í för með ítölunum
er íslenskur fararstjóri.
Ferðinni var í gær heitið á Þing-
völl, Laugarvatn, Geysi og Gullfoss
og í nótt var gist í Hvítámesi. Síðan
verður haldið sem leið liggur yfir
Morgunblaðið/BAR
Morgunblaðið/BAR
Matthías Á. Mathiesen samgöngurádherra klippir á boröann í gær.
Þar með hófet níu daga safariferð 170 ftala um ísland.
Báðir Sóma-bát-
arnir seldir með
öllum búnaði
Viðtökur mun betri en við áttum
von á segir Jens Ingólfsson mark-
aðsstjóri hjá Útflutningsráði
Kjöl og til Blönduóss. Komið verður
við í Búðardal og síðan ekinn Vest-
fjarðahringurinn. Þá verður haldið
austur um Norðurland, að Öskju,
suður fyrir Vatnajökul og síðan til
Reykjavíkur.
GENGIÐ var ft’á sölu á báðum
bátunum af gerðinni Sómi 800
í gærkvöldi, en bátarnir voru í
sýningarferð um Færeyjar alla
síðustu viku. Þeir voru seldir
Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari:
Dómurínn talar sínu máli
„HÆSTIRETTUR hefur komist
að niðurstöðu í þessu réttarfars-
lega álitaefiii og dómurinn talar
sínu mali,“ sagði Hallvarður
Einavarðsson ríkissaksóknari í
samtali við Morgunblaðið í tileftii
af þeim dómi Hæstaréttar að
hann væri vanhæfur til að Qalla
um mál forráðamanna Hafskips
vegna bróðurtengslanna við Jó-
hann S. Einvarðsson, fyrrum
varaformann bankaráðs Útvegs-
bankans.
Hallvarður vildi leggja á það
áherslu að hér væri um réttarfars-
legt álitaefni að ræða, sem dómstól-
ar einir væru bærir að skera úr um.
„Álitaefninu er nú lokið og dóms-
málaráðherra tekur málið nú til
afgreiðslu og athugunar."
Hallvarður sagðist ekki vanur að
tjá sig um dóma Hæstaréttar á
opinberum vettvangi en því væri
ekki að neita að hann væri ósam-
mála niðurstöðunni. „Ég taldi mig
á engan hátt vera þannig tengdan
þessu máli, að mér bæri að víkja
sæti og að bróðurtengsl mín við
Jóhann yllu vanhæfí taldi ég fjarri
lagi. Hæstiréttur var hins vegar
ekki á sama máli og við það situr.“
Um alla umfjöllun fjölmiðla um
þetta mál sagði Hallvarður einungis
að við slíku mætti alltaf búast,
starfsvettangur ríkissaksóknara
væri þess eðlis.
Um þau ummæli eins verjenda
forráðamanna Hafskips, að rann-
sókn málsins væri, í kjölfar dóms
Hæstaréttar, ónýt og að hefja þyrfti
hana að nýju sagðist Hallvarður
ekki sjá hvemig svo mætti vera,
en kaus að tjá sig ekki frekar um
það atriði.
Hallvarður var að lokum inntur
álits á þeim ummælum eins veijend-
anna, að honum væri vegna þessa
máls ekki lengur vært í embætti
ríkissaksóknara. „Þessi ummæli em
ekki svaraverð," sagði ríkissak-
sóknari.
Ragnar Kjartansson, iyrnim stjórnarformaður Hafskips:
Munum kreflast opinberrar
rannsóknar á málsmeðferðinni
„VIÐ stefiium að því að fara
fram á opinbera rannsókn á allri
meðferð þessa máls; úrskurður
Hæstaréttar eykur verulega
líkurnar á því,“ sagði Ragnar
Kjartansson, fyrrum stjómar-
formaður Hafekips í samtali við
Morgunblaðið.
Graskögglaverksmiðjur
ríkisins leigðar og seldar
ÞRJÁR graskögglaverksmiðjur
sem áður vom i eigu ríkisins em
nú komnar í hendur einkaaðila.
Verksmiðjumar í Ólafedal og
Flatey vora seldar en Stórólfe-
vallabúið er leigt til þriggja ára.
Rikið á enn graskögglaverk-
smiðju í Gunnarsholti. Þar er
engin framleiðsla í ár og framtíð-
in í óvissu.
Óli Þ. Óskarsson er kaupandi
graskögglaverksmiðjunnar í Flatey.
Umsamið verð var 20 milljónir
króna, að sögn Sigurðar Þórðars-
sonar skrifstofustjóra fjármála-
ráðuneytisins. Fóðuriðjan í Ólafsdal
var seld félagi heimamanna fyrir
10 milljónir króna. Stórólfsvallabúið
tóku á leigu Stefán Gunnarsson og
Ragnar Kristjánsson. Þeir hafa for-
kaupsrétt að verksmiðjunni að
þremur árum liðnum. í leigusamn-
ingi segjast þeir ætla að framleiða
lífrænan áburð, ræktun akurlendis
og tilraunir. í Flatey og Ólafsdal
verða áfram framleiddir grasköggl-
ar.
Rannsóknarbeiðni þessi mun að
sögn Ragnars fyrst og fremst bein-
ast að rannsóknarmeðferð skipta-
réttar og rannsóknarlögreglunnar
og byggja á þeirri skýrslu, sem
hann samdi í vetur, þar sem gerðar
voru tæplega 200 athugasemdir við
meðferðina. „Beiðnin mun beinast
að þeirri rökstuddu fullyrðingu að
rannsóknin hafí einkennst af hlut-
drægni og ekki miðað að því að fá
fram hið sanna í málinu. Samhliða
yrði krafíst rannsóknar á margvís-
legum mistökum í rannsóknarmeð-
ferð, réttmæti forsendna gæslu-
varðhaldskröfu, opinberrar
umfjöllunar rannsóknaraðila á mál-
inu og eftir atvikum fleiri atriðum.
Meginatriðið að okkar mati er það,
að rannsóknaraðilar hafi ekki farið
eftir lagafyrirmælum um að ránn-
saka beri mál af þessu tagi bæði
með hliðsjóna af sekt og sakleysi.
í og með þess vegna er mál þetta
komið í ógöngur, sem ég hef trú á
að nýr og óháður saksóknari og ný,
óvilhöll rannsókn muni leysa úr.“
Ragnar taldi ekki nokkum vafa
ieika á því að rannsókn þessa máls
væri orðin markleysa. „Hafi Hall-
varður verið vanhæfur til þess að
fjalla um málið sem ríkissaksókn-
ari, þá gefur það auga leið að hann
er líka vanhæfur sem rannsóknar-
lögreglustjóri."
o
INNLENT
með öllum sýningarbúnaði og
er söluverð þeirra talsvert
hærra en hér á landi að sögn
Jens Ingólfssonar markaðs-
stjóra hjá Útflutningsráði
Islands, sem er fararstjóri í
sýningarferðinni. Söluverð
Sóma-báta mun vera um tvær
og hálf milljón króna hér
heima. Jafnframt heftir borist
pöntun á þriðja bátnum, en árs-
afgreiðslufrestur mun nú vera
á Sóma-bátum vegna mikillar
eftirspumar hér á landi.
Bátarnir fóru báðir til bæjarins
Vestamanna á Straumey og voru
afhentir hinum nýju eigendum
þegar í gærkvöldi sagði Jens. Vest-
manna var fýrsti opinberi viðkomu-
staður bátanna í sýningarferðinni
og þar skoðuðu hinir nýju eigendur
þá. Þriðji báturinn sem hefur verið
pantaður fer líka til bæjarins.
NORM-EX, eitt fyrirtækjanna
fímm sem kynnti framleiðslu sína
í ferðinni, hefur selt hundrað og
fímmtíu fískikör sagði Jens, og
hefði getað selt meira, en fyrirtæk-
ið hefði ekki bolmagn til að standa
undir stærri pöntun í bili.
Stærsti heildsali Færeyja og
umboðsmaður NORM-EX, Hans
Hansen, keypti annan bátinn, en
fískimaður hinn, að sögn Jens In-
gólfssonar, og bankastjóri Sjó-
vinnubankans í Vestmanna
pantaði þann þriðja. Samkomulag
hafí orðið með aðilum um að segja
ekki frá verði bátanna, en það
hafi verið allverulega hærra en
þeir eru seldir á hér heima. Annar
hafí þó verið dýrari hinn vegna
aukabúnaðar.
Jens sagði að vörusýningin um
borð í bátunum hefði tekist betur
en bjartsýnustu menn hefðu átt
von á. Alls ekki hefði verið ætlun-
in að selja í þessari ferð. Hún hafi
átt að vera kynning fyrir sölu-
starfí sem búið hafi verið að
skipuleggja fyrir næstu þijú árin
og byija ætti í haust. En bátamir
hefðu verið seldir til að liðka fyrir
um framhaldið. Sagði Jens að þeir
sem stóðu að sýningunni væru nú
eltir uppi af mönnum sem væru
að íhuga kaup á Sóma-bátum, því
enn væri ekki búið að ákveða sölu-
aðila í Færeyjum og menn vissu
ekki hvert þeir ættu að snúa sér.
Væru Sóma-menn mjög þreyttir
og mjög ánægðir, en þeir og flest-
ir aðrir sem að sýningunni stóðu
kæmu heim með leiguflugi í dag.