Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
Filippseyjar:
Þingræði endurreist
eftir fímmtán ára hlé
Manilu, Reuter.
STJÓRN með forsetatilskipun-
um lauk á Filippseyjum í gær
þegar Corazon Aquino, forseti
eyjanna, setti þing landsins, hið
fyrsta þjóðkjörna í 15 ár. Með
setningunni hefur frú Aquino
uppfyllt loforð sitt um endur-
reisn lýðræðis á eyjaklasanum,
en því hét hún fyrir 17 mánuð-
um, þegar hún Jtomst til valda f
blóðsúthellingalausri byltingu.
„Lýðræðisöflin hafa nú endur-
heimt þennan helgidóm frelsisins,"
sagði Jovito Salonga, forseti öld-
ungadeildarinnar, í tilfínningaríkri
ræðu sinni í þinghúsinu, sem
Marcos, fyrrverandi forseti, lét loka
með lási og slá þegar hann lýsti
yfír gildistöku herlaga árið 1972.
Marcos aflétti lögunum árið 1981
og vann forsetakosningar sama ár.
Arið 1984 setti hann þingið á ný,
en völd þess voru takmörkuð við
vilja Marcosar þar sem dagskrá
þingfunda var háð samþykki hans.
Salonga og Ramon Mitra, sem
báðir voru pólítískir fangar í valda-
tíð Marcosar, voru kjömir forsetar
þingdeildanna tveggja — öldunga-
deildar og fulltrúadeildar — en
stjómskipun á Filippseyjum var
upphaflega sniðin eftir hinni banda-
rísku.
„Við erum staðráðnir í því að
byggja [réttlátt þjóðfélag] á rústum
hinnar spilltu harðstjómar," sagði
Salonga öldungadeildinni og var
góður rómur gerður að máli hans.
Stjómarflokkur Aquino, Þjóðar-
aflið, er með drjúgan meirihluta í
báðum deildum, en allir þingmenn
stjómarandstöðunnar utan einn
kusu að sveija ekki embættiseið.
Óttast var að stuðningsmenn
Marcosar kjmnu að vera með róstur
við þingsetninguna, en svo fór þó
ekki, en vinstrisinnar mótmæltu
þeirra í stað. Til mótvægis komu
um 200 fylgismenn frú Aquino sam-
an fyrir utan þinghúsið og fögnuðu
ákaft.
Nokkur tvísýna er annars í inn-
anlandsmálum Filippseyja. Annars
vegar vegna sjálfstæðisbaráttu
múslima og hins vegar vegna
skæruhemaðar kommúnista.
Aquino hefur gefíst upp á að reyna
að friðmælast við kommúnista og
stofnaði nýverið svokallaðar al-
þýðuhersveitir til þess að beijast
gegn þeim. Ennfremur hafa sátta-
tilraunir við múslimi runnið út í
sandinn í bili, þar sem leiðtogar
þeirra vildu ekki sætta sig við boð
Aquino um takmarkaða sjálfstjóm.
Reuter
Forsetar þingdeildanna, Jovito Salonga og Ramon Mitra, stóðu ásamt
öðrum þingmönnum upp til þess að hylla fí*ú Corazon Aquino við
þinsetninguna í gær.
Tveir fyrram varnarmálaráðherrar Frakklands:
Vilja nifteindasprengjur í V-Þýskalandi
Vestur-Berlin, Reuter.
TVEIR fyrrum vamarmálaráð-
herrar Frakklands sögðu i gær,
að Frakkar ættu að koma fyrir
nifteindasprengjum í Vestur-
Þýskalandi og styrkja þannig
varnir beggja þjóðanna gegn
Sovétrikjunum.
Charles Hemu, vamarmálaráð-
herra í ríkisstjóm Sósíalistaflokks-
ins og Francois Mitterrands, sagði
í viðtali við Vestur-Berlínarblaðið
Tageszeitung, að öryggi þjóðanna
yrði best tryggt með því, að Frakk-
ar settu hluta af eldflaugum sínum
upp í Vestur-Þýskalandi.
Frakkar eiga 44 Pluton-eldflaug-
ar, sem draga 120 km, en eru nú
að endumýja eldflaugavamimar
með Hades-flaugunum, sem eru
miklu fullkomnari og geta hitt skot-
mörk í allt að 350 km fjarlægð.
Þær geta borið nifteindasprengjur.
Sagði Hemu, að eitt mikilvæg-
asta verkefni næsta forseta í
Frakklandi væri að semja við Vest-
ur-Þjóðveija um þessi vopn. „Ég tel
það nauðsynlegt, að Hades-flaug-
unum, búnum nifteindasprengjum,
verði komið fyrir á vestur-þýsku
landi," sagði Hemu og Pierre Mes-
smer, fyrrum vamarmálaráðherra
og frammámaður í flokki Jacques
Chirac, forsætisráðherra, hefur tek-
ið undir þau orð.
Eyðingarmáttur nifteinda-
sprengna felst ekki í sprengikraftin-
um, heldur í geisluninni, sem drepur
allt, sem lífsanda dregur, en lætur
byggingar og búnað ósnert.
Frakkar og Vestur-Þjóðveijar
hafa mikinn hug á að auka hemað-
arlegt samstarf sín í milli og er nú
verið að koma á fót sameiginlegri
herdeild.
Andlát Malcolms Baldríge:
Helsti höfímdur viðskipta-
stefíiu Bandaríkjanna allur
N». , ’ *P*Í%>-* .
<v : ;
t s * *
Baldridge féU af baki þegar hesturinn hrasaði og varð síðan undir honum. Hann lést síðar af inn-
vortis meiðslum á sjúkrahúsi i Kalifomíu.
Frá Jóni Ásgeirí Sigfurðssyni, fréttarítara
Morgunblaðsins í Bandaríkjunum
Sviplegt fráfall Malcolms
Baldrige viðskiptaráðherra setur
ríkisstjóm Ronalds Reagan í tals-
verðan vanda. Baldrige var helsti
talsmaður skeleggari afstöðu
ríkisstjómarinnar tU ósann-
gjarara viðskiptahátta þjóða,
sem taldar eru tíl bandamanna
Bandaríkjamanna og hann vUdi
ráða niðurlögum gifurlegs við-
skiptahalla Bandaríkjanna með
auknum útflutningi, meðal ann-
ars tíl Kina og Sovétrilgaima.
Um þessar mundir takast Banda-
ríkjaþing og forsetaembættið á
um mikUvægt frumvarp tU við-
skiptalaga, og torveldar fráfáU
Baldrige að Reagan nái að afla
sjónarmiðum stjómar sinnar
fylgis.
Malcolm Baldrige lést af slys-
förum síðastliðinn laugardag, þegar
reiðhestur hans féll aftur fyrir sig
og varð Baldridge undir honum.
Hjarta hans hætti að slá um hríð,
en það tókst að lífga hann við.
Nokkru síðar lést Baldrige á skurð-
borðinu á sjúkrahúsi í Norður-
Kalifomíu, vegna mikilla blæðinga
í kviðarholinu öllu.
Viðhorf Malcolms Baldrige áttu
vinsældum að fagna á Bandaríkja-
þingi, en ríkisstjómin reynir um
þessar mundir að fá felld ýmis
haftaákvæði úr frumvarpi til við-
skiptalaga, sem báðar deildir
þingsins hafa nýlega afgreitt fyrir
sína hönd. Dauði ráðherrans gerir
ríkisstjóminni erfíðara fyrir að ná
fram þeim lagabreytingum sem hún
óskar eftir.
Baldrige þótti raunsær talsmaður
viðskiptafrelsis og helsti hvatamað-
ur harðandi afstöðu ríkisstjómar
Reagans í viðskiptum við Japan og
önnur erlend ríki. Kunnugir segja
að hann hafí breytt viðskiptaráðu-
neytinu úr annarsflokks opinberri
skrifstofu í áhrifamikla og ábyrga
stjómarstofnun. Baldrige var einn
áhrifamesti viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna frá því að Herbert
Hoover gegndi því embætti, en
Hoover fór reyndar úr því ráðu-
neyti í forsetastól árið 1928. Þeim
sem hafa boðið sig fram til forseta-
embættis hefur orðið tíðrætt um
viðskiptamálin að undanfömu.
Stuðningfsmaður
George Bush
Malcolm Baldrige var forstjóri
Scovill fyrirtækisins í Connecticut-
fylki áður en hann tók við ráð-
herraembætti. Hann stjómaði
kosningaskrifstofu George Bush
varaforseta í Connecticut fyrir
kosningamar árið 1980. Getgátur
voru uppi um að Bush mundi gera
Baldrige að fjármálaráðherra ef
hann næði forsetakjöri árið 1988.
„Mac Baldrige var einstakur sóma-
maður og ráðvandur embættismað-
ur,“ sagði Bush varaforseti eftir að
fregnaðist af slysinu. “Hann var
mikill heiðursmaður og fastur fyrir
í öllum málum."
Ronald Reagan þekkti Baldrige
lítið árið 1980 og valdi hann til að
gegna ráðherraembætti vegna með-
mæla George Bush. En með forset-
anum og viðskiptaráðherra tókst
fljótlega vinskapur, ekki síst vegna
sameiginlegs áhuga á hesta-
mennsku. Þegar Reagan lét hringja
í Baldrige árið 1980 og ætlaði að
bjóða honum ráðherrastól, svaraði
Midge kona Malcolms í símann og
sagði að hann kæmist ekki í símann
þar sem hann væri upptekinn. Þeg-
ar spurt var við hvað hann væri
upptekinn, var svarið það að hann
væri í útreiðartúr. Reagan skellti
sér á lær þegar hann frétti af þessu
svari og sagði: „Þetta er maður að
mínu skapi.“ Þeir fóru síðar saman
í reiðtúra.
Malcolm Baldrige fæddist í Oma-
ha í Nebraskafylki árið 1922 og var
því 64 ára þegar hann lést. Hann
útskrifaðist í ensku frá Yale-háskól-
anum í New Haven eftir síðari
heimsstyijöldina og skrifaði lokarit-
gerð um breska miðaldaskáldið
Geoffrey Chaucer. Hann starfaði
sem jámiðnaðarmaður hjá verk-
smiðju í Cleveland og yarð þar
forstjóri 13 árum síðar. Árið 1962
var hann ráðinn sem forstjóri Sco-
vill verksmiðjanna, sem seldu ýmsar
framleiðsluvörur fyrir um milljarð
dollara, er Baldrige tók við ráð-
herraembætti í ríkisstjóm Reagans.
Baldrige var reyndur hestamaður
og fær kúreki, hann tók oft þátt í
kúrekamótum á yngri ámm og hélt
þeim hætti á ráðherratíma sínum.
Sanngirni í viöskiptum
Baldrige var helsti talsmaður
harðnandi afstöðu Bandaríkjanna
til rílq'a sem urðu uppvís að ósann-
gjömum viðskiptaháttum, eins og
þegar deila spannst milli Japans og
Bandaríkjanna útaf örtölvusölu.
Japanir viku frá samkomulagi um
verðlag á örtölvum, með þeim af-
leiðingum að Bandaríkin settu
innflutningsgjöld á valdar japan-
skar vörutegundir.
Þegar Baldrige færði það fyrst í
mál við forsetann að taka þyrfti af
meiri hörku á slíku framferði
bandalagsþjóða, efaðist Reagan um
skynsemi þess, þar eð aðrir ráð-
herrar lögðust gegn slíkri „við-
skiptahafta“-stefnu. En margir
bandarískir framleiðendur höfðu
komið að máli við Baldrige og
kvartað yfír ósanngimi erlendra
aðila. Þrálátur viðskiptahalli