Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 25
f MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 25 Billy Joel tryllir sovéskan æskulýð Moskvu, Reuter. BANDARÍSKA poppstjarnan Billy Joel, sem nú er á tónleika- ferðalagi í Sovétríkjunum, hefur gTeinilega hrifið sovéskan æsku- lýð með sér svo jafina má við æði það er greip unglingstúlkur á bítlaárunum. Herma fregnir firá Moskvu að á fyrstu tónleikum hans á sunnudag hafi aðdáendur Joels dansað og sungið fyrir framan sviðið og á göngum, en slíkt er mjög óvenjulegt þar eystra. Uppselt var á tónleikana, sem fram fóru á Ólympíuleikvanginum, og þóttu áheyrendur vera með fjör- ugasta móti. Vanalega er mjög öflug öryggisgæsla á tónleikum sem þessum og áheyrendum meinuð öll „borgaraleg skrílslæti", en að þessu sinni virtust varðhundar kerf- isins vera hjálparvana. Billy Joel flutti tveggja tíma langa dagskrá með samblandi rokks og ballaða og vakti svo mikla hrifn- ingu að unglingar flykktust hundr- uðum saman upp að sviðinu til þess að komast í nánarí snertingu við átrúnaðargoðið. Þeim varð líka að ósk sinni, því Joel fór fram að sviðs- brún og tók í hendur æstra aðdá- enda sinna. Joel flutti öll vinsælustu lög sín, en af þeim á hann ógrynni. Það lag sem mesta hrifningu vakti var þó bítlalagið gamla, „Back In The USSR“, sem hann söng við eigin píanóundirleik eftir að hann var klappaður upp. Ráðgert er að Joel flytji tvo tón- leika til viðbótar í Moskvu, en þá taka við aðrir þrennir í Leníngrad. Sjaldgæft er að vestrænar popp- stjömur haldi tónleika í Austurvegi, enda má benda á að það tók tvö ár fyrir Joel að semja við sovésk stjómvöld um fyrirkomulag þeirra. Gengi gjaldmiðla Lundúnum, Reuter. RÓLEGT var á gjaldeyrismörk- uðum í Evrópu í gær og Iítið um sveiflur. Ótti við hækkun olíu- verðs vegna spennunnar á Persaflóa er þó viðvarandi. Breska sterlingspundið seldist á 1,6007 Bandaríkjadali í Lundúnum á hádegi í gær. Gengi annarra gjaldmiðla var með þeim hætti að dalurinn kostaði: 1,3340 kanadíska dali, 1,8500 vestur-þýsk mörk, 2,0833 hollensk gyllini, 1,5310 svissneska franka, 38,33 belgíska franka, 6,1575 franska franka, 1339 ítalskar lírur, 149,35 japönsk jen, 6,4500 sænskar krónur, 6,8000 norskar krónur og 7,0225 danskar krónur. Gull kostaði 453,10 Bandaríkja- dali únsan. Aldrei gefíst upp Einbeitnin skín úr hveijum andlitsdrætti Hughs Herr, tuttugu og tveggja ára Bandaríkjamanns, sem hér sést klífa þverhníptan granítvegg Qallsins Canon í Eldorado Springs. Hugh missti báða fætur er hann hrapaði í klettum fyrir fimm árum, en hann sætti sig ekki við að eiga að verða bundinn í hjólastól það sem eftir væri ævinnar. Hann lét útbúa fjaðrandi gervifætur, sem hann getur smellt á mjaðm- arliðina, og á endanum eru eins konar Qallgönguskór með gripsóla. Nú prílar Qall- göngugarpurinn af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Það er greinilega ekki gefist upp á þessum bæ þótt á móti blási. Malcolm Baldridge Bandaríkjanna, sem náði 170 mill- jörðum dollara á síðasta ári, var önnur röksemd fyrir „viðskipta- hömlum til vamar viðskiptafrelsi". Baldrige orðaði þessa afstöðu sína þannig í viðtali við New York Times í aprfl siðastliðnum: „Til frambúðar hlýtur hagsæld í heimin- um að grundvallast á viðskipta- frelsi. En öðru hveiju þurfum við að gera kröfur um sanngimi í við- skiptum, enda byggist viðskipta- frelsi á því að til sé lagarammi sem tryggir sanngimi í viðskiptum." Oft tala menn um viðskiptahömlur, með því að nefna þær viðskiptasann- gimi, segir til skýringar í New York Times. Baldrige vildi beita bandarískrí viðskiptalöggjöf af meiri hörku en áður hafði tíðkast og sú stefna var tekin árið 1985. Samt sem áður naut Malcolm Baldrige almennrar hylli erlendis og var sjaldan gang- rýndur. Nobuo Matsunaga sendi- herra Japans í Washington sagði í viðtali fyrir tveimur mánuðum, „ágreiningur okkar er aldrei til traf- ala. Ég dáist að persónutöfrum hans. Mac Baldrige er kúreki í anda - mér geðjast vel að honum." Baldrige lagði jafnframt mikla áherslu á draga úr viðskiptahalla Bandarflqanna með því að að auka erlend viðskipti, einkum útflutning. f Hann gekkst fyrir því að teknir vom upp opnari viðskiptahættir við Kína, meðal annars verslað með tæknibúnað af ýmsu tagi. Á tíma Reagans stjómarinnar hafa við- skipti Bandaríkjanna við Kína tvöfaldast. Þá hóf Baldrige að opna viðskiptin við Sovétríkin árið 1985, en þá höfðu slík samskipti legið niðri í sjö ár vegna Afganistanst- ríðsins. Effcirmaður Baldrige Enn hefur ekki hafist skipuleg leit að eftirmanni Baldrige við- skiptaráðherra og verður Clarence Brown, vararáðherra og fyrrum futttrúadeildarþingmaður frá Ohio- fylki, væntanlega skipaður við- skiptaráðherra til bráðabirgða. Stórblaðið New York Times sagði í gær að sá liklegasti til að taka við af Baldrige sé S. Bmce Smart Jr., sem núna gegnir embætti í al- þjóðaviðskiptadeild ráðuneytisins og er aðstoðarviðskiptaráðherra. Bmce Smart átti dijúgan þátt í að móta harðnandi afstöðu Reagan stjómarinnar til viðskipta milli ríkja og lýtur starf hans að þeim mikil- væga málaflokki. Ýmsum í Wash- ington þykir því rökrétt að Smart verði fyrir valinu sem eftirmaður Baldrige. Sjávarútvegsráðuneytið í Wash- ington heyrir undir viðskiptaráðu- neytið. Aðstoðarviðskiptaráðherra og um leið sjávarútvegsráðherra heitir Dr. Anthony Calio og er hann jafnframt fulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Hann átti vísan stuðning Malcolms heitins Baldrige í glímunni við íslendinga um hvalveiðar og stjómaði nýyfir- staðinni viðræðulotu við Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í Washington. Telja má víst að vegna sviplegs fráfalls bandaríska viðskiptaráðherrans, verði einhveij- ar tafír á viðræðum vegna hval- veiðideilu Íslands og Banda- ríkjanna. „Við hörmum þetta sviplega frá- fall Baldridges," sagði Halldór Ásgrímsson þegar Morgunblaðið hafði samband við hann vegna slyssins. „Ég átti ágætt samstarf við hann og hann var vinsamlegur í okkar garð. Hann var hins vegar mjög stefnufastur og hafði ákveðn- ar skoðanir á málum. LEIÐANDI I VEROLD TÆKNIÞROUNAR HJOLBARÐA GOODfYEAR GOODYEAR WRANGLER JEPPADEKK Þér eru allar leiðir færar á Wrangler jeppadekkjum. Dekk sem eru byggð til að endast._ PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.