Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
Bretland:
Utgáfii London
Daily News hætt
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
DAGBLAÐIÐ London Daily News, sem var í eigu blaðakóngsins
Robert Maxwell og hóf göngu sína 24. febrúar síðastliðinn, lagði
upp laupana á föstudaginn var. Talið er, að Maxwell hafi tapað á
milli 40 og 50 milljónum punda (2,5-3 milljörðum ísl. kr.) á ævintýrinu.
Robert Maxwell sagði, að þetta
nýja blað, það eina sem hann hefur
átt frumkvæðið að, hefði ekki selst
nógu vel, þar sem það hefði ekki
náð 100.000 eintökum í sölu. Lág-
markið eftir hálft ár átti að verða
200.000 eintök á dag. Fyrirsjáan-
legt hefði verið, að það næði aldrei
að rétta úr kútnum, og þess vegna
hefði hann ákveðið að hætta útgáf-
unni.
Allri ritstjóminni var tilkynnt að
koma á fund með Maxwell rúmlega
tólf á föstudag, og áttu allir von
á, að eigandinn ætlaði að stappa
stálinu í sína menn. En Maxwell
tilkynnti þeim þess í stað, að frá
og með þeim degi yrði útgáfunni
hætt.
Upphaflega ætlaði Maxwell að
gera London Daily News að síðdeg-
isblaði í Lundúnaborg til að keppa
við Evening Standard. En síðar
ákvað hann, að þetta yrði blað, sem
kæmi bæði út á morgnana og
síðdegis. Sú ákvörðun kom mörgum
á óvart, því að þau blöð, sem þann-
ig em rekin í Bandaríkjunum, hvíla
ekki á fjárhagslega sterkum grunni.
Viðbótar-morgunútgáfa jók undir-
búningskostnaðinn við blaðið um
60%. Sama dag og London Daily
News kom út í fyrsta sinn, endur-
vakti Rothermere lávarður, eigandi
Evening Standard, gamalt blað sitt,
London Evening News. Það var
selt á 15 pence, en London Daily
News á 20 pence. Maxwell lækkaði
blað sitt í 10 pence og sagði, að
blaðsölumenn þyrftu ekki að skila
neinu fé til blaðsins. Mikil átök
Suður-Kórea:
Tugir manna far-
ast í mikluni flóðiun
Seoul, Reuter.
ÓTTAST er, að 90-100 manns
Margar ástæður eru taldar liggja
til þessa ósigurs Maxwells. Markað-
ur fyrir síðdegisblöð í Lundúnum
er staðnaður, og það er erfitt að
fara inn á markað, sem ekki er í
vexti. London Daily News réðst inn
á markað, sem gamalgróið blað
hafði, í stað þess að finna eigin
markað. Maxwell ætlaði að hefja
útgáfuna í nóvember, en blaðið kom
ekki út fyrr en í febrúar, og gaf
það keppinautum hans meira ráð-
rúm til að láta sér detta í hug
mótleik. Til að bæta gráu ofan á
svart ákvað Maxwell að fara í stríð
við London Evening News, sem
ruglaði einungis blaðakaupendur og
hafði þau áhrif, að þeir héldu sig
áfram við sitt gamla blað.
AÐ MINNSTA kosti fimmtíu og
tveir létust og tuttugu slösuðust
er tvær hópferðabifreiðar rákust
saman á hraðbraut i Suðaustur-
Brasilíu i fyrrinótt. Þetta er
annað stórslysið, sem verður á
þjóðvegum Brasiliu á tveimur
dögum.
hafi látið lifið í miklum flóðum
og aurskriðum, sem urðu í gær
í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.
20.000 manns flýðu heimili sín
Slysið átti sér stað skammt frá
Belo Horizonte, höfuðborg fylgisins
Minas Gerais. Önnur bifreiðin fór
yfir á rangan vegarhelming og skall
á hinni á miklum hraða. Aðkoman
var hrikaleg að sögn sjónarvotta,
og einn þeirra sagði: „ Vegurinn
leit út eins og vígvöllur, lík manna,
enda eru lægstu borgarhlutarnir
i Seoul og næsta nágrenni undir
vatni.
Flóðin hafa valdið skemmdum
eða eyðilagt rúmlega 4000 hús í
Seoul og aurskriðumar hafa slitið
kvenna og bama vom dreifð út um
allt. Þetta var hræðilegt."
A aðfaranótt laugardags létust
28 manns, þar af 16 böm, er of-
hlaðin fólksflutningabifreið hrapaði
um 90 metra niður í árgii nálægt
bænum Barra do Sao Fransisco.
64 slösuðust.
sundur síma- og rafmagnsstrengi
og marga vegi út úr borginni. Han-
fljótið, sem rennur í gegnum
borgina, flæddi yfir bakka sína enda
var rigningin á aðeins einni nóttu
hvorki meiri né minni en 22 sm.
Björgunarmenn hafa fundið lík 80
manna og 12 er enn saknað.
Chun Doo Hwan, forseti Suður-
Kóreu, fór um flóðasvæðin í gær
og skoraði hann á embættis- og
lögreglumenn að gera allt, sem í
þeirra valdi stæði, til að hjálpaþeim,
sem eiga um sárt að binda. Skipaði
hann einnig varaliði hersins að taka
þátt í björgunar- og endurreisnar-
starfinu. Þetta er f þriðja sinn á
einum mánuði, að mikil flóð verða
í Suður-Kóreu. Fellibylurinn
Thelma oili dauða 335 manna fyrir
hálfum mánuði og í síðustu viku
fórust 158 í flóðum um mitt landið.
Tvö stórslys í Brasilíu
Rio de Janeiro, Reuter.
fylgdu í kjölfar þessa á síðdegis-
blaðamarkaði Lundúnaborgar.
Þeim átökum lauk svo með fullum
ósigri Roberts Maxwells síðastliðinn
föstudag.
íbúar í Seoul óðu vatnið í kné eftir gífurlegar rigningar, 22 sm úrkomu á einni nóttu. Vitað er, að 80
manns hafa farist og 12 er enn saknað.
Taiwan:
Er frelsið
kvíðvænlegt?
Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar frá höfuðborgfinni Taipei.
„VAR íslensk kona að spyija um lýðræði hér?“ Svo hölluðu þeir
Chin og Lin sér aftur á bak og skrfktu svo hamslaust að ég hélt
helst að froskalappirnar, sem voru réttur númer ca. sex, myndu
standa í þeim.
„Þeir eru sniðugir hér,“ sagði
Lin og brosti enn. „Þeir afnema
herlög eftir 38 ár. Þá halda allir
í útlöndum að Taiwan sé að verða
lýðræðisríki. En þeir setja örygg-
islög í staðinn og þau eru ósköp
svipuð ef út í það er farið.
Hvað sem nú líður staðhæfing-
um þeirra félaga má merkja
breytingar. Þessa daga, sem ég
hef verið hér á Taiwan, hafa ver-
ið boðaðar ótrúlega margar .
Innan skamms geta Taiwanar til
dæmis fengið að nota kreditkort
og það sem meira er, þeir mega
kaupa sér báta — að ýmsum skil-
yrðum uppfylltum þó. Hingað til
hefur það verið óhugsandi; hvað
nú ef þeir notuðu bátinn til að
sigla til Rauða Kína?
í morgun var leiðari í China
Post þar sem vegnir voru kostir
þess og gallar að Taiwanar færu
utan til náms. Niðurstaðan var
sú að kostimir væru fleiri, þó að
ekki yrði horft fram hjá þeirri
staðreynd að einstaka menn létu
kannski fallerast og færu að halda
að annars staðar væri betra en
hér og færu að haida að annars
staðar væri betra en hér. En sem
sagt — að uppfylltum vissum skil-
yrðum mætti taka þetta til
athugunar.
Þetta sætir meiri tíðindum en
í fljótu bragði mætti ætla því að
nær algert bann við því að fara
úr landi hefur gilt í 38 ár. Að
undanskildum æðstu embættis-
mönnum, vel vemduðum íþrótta-
mönnum og stöku öðrum.
Fyrstu áhrifin er komið er til
Taiwan — þessarar fallegu eyjar
rétt undan ströndum Kína — em
einfaldlega þau að maður fellur í
stafí. Hér er lifað og látið eins
og Taiwan sé hið eina sanna Kína,
uppi á meginlandinu hafl fáeinir
úrgir kommúnistar hrifsað land-
skika og ráðskast með hann eins
og ekkert sé sjálfsagðara. Á meg-
inlandinu er fólkið kúgað og ofsótt
og það býr við kröpp kjör og of-
beldi í hvívetna. Á meðan blómstr-
ar „Lyðveldið Kína“, hið eina og
sanna sem hetjan Chiang Kai
Chek sáiugi fór með hingað undan
byssukjöftum kommúnista. Að-
eins tímabundið, eins og Taipei
er höfuðborg „kínverska lýðveld-
isins tfrrabundið, er líka bara
tímaspursmál, hvenær þjóðemis-
Götumynd frá Taipei
sinnar og föðurlandsvinir á
meginlandinu hrista af sér ok
kommúnista og sameinast hinum
frelsisunnandi bræðmm á Taiw-
an.
Þessi tilflnning ákveðins óraun-
vemleika varir þó ekki lengi. Hér
búa 20 milljónir sem á þessum
38 ámm hafa byggt upp háþróað
framleiðsluþjóðfélag. Og ekki er
náttúmauðlindunum fyrir að fara
— hér er engin olía eða neitt það
sem getur breytt lífínu í lúxus
með fáeinum handasveiflum.
Þetta fólk hefur byggt þjóðfélag
með því að strita í sveita síns
andlitis í 38 ár, og gerir enn. Sú
fádæma iðju- og vinnusemi sem
að baki liggur er verð allrar virð-
ingar og umhugsunar. Þess vegna
er heldur ekki hægt að afgreiða
Taiwan sem eitthvert skondið
platríki sem hefur það að helstu
hugsjón að beijast gegn kommún-
istum. í upphafi, það er árið 1949,
var kannski ekki hugað að ýkja
mörgu öðm. Nú eftir 38 ára til-
vem byggist lífið ekki lengur á
hugsjónum gegn meginlandi Kína
heldur á því að reyna að horfast
í augu við vemleika sem Chiang
Kai Chek hefði ugglaust kallað
landráð en felst einfaldlega í því
að þetta þjóðfélag er að færast í
annan jarðveg og hefur sannað
rétt sinn sem slíkt. Með nýrri
kynslóð og kynslóðum sem sætta
sig ekki við heilaþvott eldri kyn-
slóðarinnar.
Taiwanar em glaðsinna og
brosmildir. Samt veit ég ekki svo
glöggt hversu glaðir þeir em í
alvöm. í upplýsingabókum er
miklu plássi eytt til að lýsa taum-
lausri hamingju þeirra. Þeir brosa,
þeir lyfta á sér munnvikjunum og
skríkja. En ég er ekki viss um
augun.
Svo fínnur maður líka kvíðann
þrátt fyrir fágað yfírborð. Kvíða,
sem m.a. sprettur af því sem er
að gerast í Hong Kong og Macau,
kínverskum landsvæðum undir
yfirráðum Breta og Portúgala,
sem eiga að renna undir hið
„skelfilega meginland" fyrir lok
aldarinnar. Hér hefði enginn trúað
því fyrir fáeinum ámm að þetta
gæti gerst. Og hvar stendur
„kínverska lýðveldið" þá? Smátt
og smátt hafa fyrrverandi vina-
þjóðir með Bandaríkin í broddi
fylkingar látið ginnast af tali
vondra kommúnista. Þannig að
Taiwan er ekki lengur fulltrúi
Kína og hefur aðeins stjómmála-
samband við fáeinar þjóðir í
Afríku. Allt þetta er reynt að
skýra í opinberum plöggum, sem
eiskulegir starfsmenn utanríkis-
ráðuneytisins hafa fært mér í
tonnatali. En einhvem veginn fær
maður samt undrafljótt á tilfinn-
inguna að þeir trúi ekki sjálfir
þessum hástemmdu skýringum.
Og að þeir séu hræddir og viti
ekki lengur hvað snýr upp og
hvað snýr niður. Það sem var
hvítt árið 1949 og svart árið 1949
er kannski öðm vísi á litinn núna
þegar öll kurl koma til grafar.
Getur verið að málin hafí flækst?
Eða tíminn hafí liðið og breytt
þessari mynd? Hlutföllin hafa
greinilega raskast en þá er spum-
ingin hvaða litir em komnir í
staðinn.
„Nei“, sögðu þeir Schiu og Lin
og skríktu glaðlega, sem við höfð-
um lokið tíunda réttinum og
skáiuðum í kínversku
hrísgrjónavíni. „Synir Chiangs
Ching Kuo munu alls ekki taka
við. Hann gat tekið við af föður
sínum Chang Kai Chek af því að
hann var svo klár maður. Chiang
Ching Kuo á þijá syni. og þeir
em svo vitlausir að það dytti eng-
um í hug að láta þá taka við.“
Svo hölluðu þeir sér aftur í stól-
unum, teygðu munnvikin upp að
eyrum og sögðu glaðlega: „Þú
ferð vonandi ekki að birta nöftiin
okkar í íslenska blaðinu, þá mætti
halda að við væmm ekki hamingj-
usamir."