Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 28

Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjórl Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvln Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Rætur Menningar- og þekkingar- leit, vísindalegar rann- sóknir og tilraunir, listsköpun og iisttúlkun — og dagleg störf okkar, margvísleg, hafa þann megintilgang, að auðga og fegra mannlífíð og umhverfí þess. Þetta á við um alla heil- brigða starfsemi, hvar sem hún er innt af hendi. Því miður eru margar og á stundum hættuleg- ar undantekningar frá þessari meginreglu, en þær eru ekki umfjöllunarefni hér og nú. Þekkingarleit og rannsóknar- störf horfa til allra átta. Veigamiklir þættir til framtíðar. Menn reyna að skyggnast inn í ókomna tíð, með því að ráða ýmsar rúnir umhverfis og nátt- úru. Menn reyna að skipuleggja vegferðina til framtíðar, með því að þróa þau svið og þá að- búnaðarþætti, sem ríkust áhrif hafa á mótun mannlegrar vel- ferðar. Menn horfa ekki síður um öxl í þekkingarleit sinni, til hins liðna, þeirrar samansöfnuðu reynslu kynslóðanna sem ýmist er kölluð saga eða menningar- arfleifð. Þar er sá grunnur, sem þekking samtímans byggist á. Leitin að skilningi á mannlífínu og sannleikanum í tilverunni snýr engu síður að rót en krónu lífstrésins. Við íslendingar eigum margt sem knýtir okkur við þjóðarrót- ina, ekki sízt menningararfleifð okkar, tungu og bókmenntir. Flestar Evrópuþjóðir búa hins- vegar betur en við að fom- minjum sem flokkast undir mannvirki. í þeim efnum er hlutur okkar fátæklegur að flestra mati. En þrátt fyrir fá- breytni fomminja af þessu tagi er það íhugunarefni að sögu- þjóðin, sem lætur sig svo mjög varða bakgmnn sinn — í orði — skuli ekki styðja fomleifarann- sóknir betur — á borði — en raun ber vitni. Síðastliðinn sunnudag greinir Morgunblaðið frá fomleifaleit á höfuðborgarsvæðinu, en unnið hefur verið að því verkefni á forsetasetrinu, Bessastöðum, í hinni fomu klausturey við fjöru- borð höfuðborgarinnar, Viðey, og loks í landnámi fyrsta íslend- ingsins, eða nánar til tekið við Aðalstræti í Reykjavík. Hér verður árangur ekki tíundaður né út af honum sér- staklega Iagt, enda of snemmt um að ijalla. Þörf er hinsvegar á því að hvetja til fomleifarann- sókna víða um land í leit að fróðleik og þekkingu á fortíð okkar og rótum. Þjóð, sem vill varðveita menningarlegt, stjómarfarslegt og efnahags- legt fullveldi sitt til langrar framtíðar þarf að eiga djúpar rætur þekkingar á uppruna sínum, sögu og þjóðemi. Sú undirstaða þarf að vera traust og rammgerð. Grunnur byggingar, að ekki sé nú talað um byggingu þjóð- ar, skiptir meginmáli, þó hér skuli ekki lítið gert úr öðmm pörtum hennar. Ungir heims- meistarar Ekki alls fýrir löngu eignuð- umst við íslendingar tvo heimsmeistara í skák: Hannes Hlífar Stefánsson, heimsmeist- ara unglinga, og Héðin Steingrímsson, heimsmeistara í flokki 12 ára og yngri. Skákin, sem stundum er skil- greind sem blanda listar og íþróttar, hefur lengi átt hugi landsmanna og verið holl tóm- stundaiðkun svo að segja hvarvetna á landinu. Stöku sinnum hafa íslenzkir skák- menn gert garðinn frægan úti í hinum stóra heimi. Við höfum hinsvegar ekki eignast tvo heimsmeistara — svo að segja á einu bretti — í annann tíma. Ástæða er til að þakka hinum ungu skákköppum frábæra frammistöðu, sem jafnframt er góð landkynning, og óska þeim velfamaðar. Sigrar þeirra eru fagnaðarefni. Hitt vegur þó þyngra að það lífsviðhorf, það nám og sú þjálfun, sem er óhjá- kvæmilegur undanfari sigra af þessu tagi, ber þeim og kynslóð þeirra frábært vitni. Árangur þeirra er og heil- brigður hvati fýrir ungt fólk, sem vill búa sig vel og hyggi- lega undir lífíð. Hann sýnir svo ekki verður um villst að það borgar sig að verja tíma sínum vel en sóa honum ekki til nei- kvæðra hluta. Hann ber einnig vott um það að íslenzk skák- íþrótt getur átt bjarta tíma framundan, ef réttilega er unnið úr þvi „hráefni" sem til staðar er. Island og hin: flotastefna L eftir Benedikt Gröndal Um 1960 gerðust miklar breyt- ingar á herbúnaði stórveldanna, sem byltu um öryggismálum _ á Norður-Atlantshafi og stöðu ís- lands. Sovétríkin hófu um þetta leyti hina miklu uppbyggingu á norðurflota sínum með bækistöðv- um á Kolaskaga og valdajafnvægi á hafinu umtumaðist. Bandaríkin tóku í notkun fyrstu Polaris-kjam- orkukafbáta sína og fylgdu Sovét- menn þeim eftir. Fluttu bæði ríki kjamorkueldflaugar út í hafdjúpin, þar sem þær gátu farið huldu höfði. Þama hófst það vígbúnaðarkapp- hlaup, sem stendur enn í djúpum norðurhafa, meðal annars umhverf- is ísland. Kafbáturinn varð mikil- vægasta vígvélin, sem til er. Bandaríkjamenn sáu þessa þróun og gerðu ráðstafanir til að laga sig að henni. Ein var að gerbreyta með samþykki íslenskra stjómvalda samsetningu og hlutverki vamar- liðsins. Það hafði verið 5.000 manna staðbundin sveit með fótgöngulið, fallbyssur, brynvagna og nokkrar ormstuflugvélar, allt eins og í síðustu heimsstyrjöld. Flugforingi var fyrir liðinu. Þetta vamarlið var sent heim og bandaríski flotinn tók við málum á íslandi 1961. Leitarflug var aukið og hlustun eftir kafbátum í Sosus- tækjum á hafsbotni stórbætt. ísland var gert að eftirlitsstöð með kaf- bátum í hafinu og sovéskum flugvélum í lofti. Svo hefur verið síðan, en beint vamarlið lítið, það bíður tilbúið í Bandaríkjunum. Öryggi íslands byggist á því að vera hlekkur í vamarkerfí 16 þjóða, þar sem viðbúnaður fer eftir að- stæðum á hveijum stað og tíma. Norðurfloti Sovét- ríkjanna Rússar hafa síðan á dögum Pét- urs mikla um 1700 barist fyrir aðgangi að úthöfunum og höfnum við Eystrasalt, Svartahaf og Kyrra- haf, en alltaf verið innilokaðir af öðmm stórveldum. Nú hafa þeir síðustu 25 árin í fyrsta sinn haft bolmagn til að gera hafnir á stuttri, íslausri strönd við Murmansk. Þar hafa þeir komið upp voldugum og tæknilega fullkomnum flota og orð- ið sjóveldi sambærilegt við Banda- ríkin. í þessum norðurflota em nú 200 stór og smá herskip, mörg hin fullkomnustu sem til em, um 40 kafbátar með kjamorkueldflaugum og um 140 árásarkafbátar. Auk þess er á Kolaskaga vaxandi flug- floti, svo og sveitir landgönguliða og hermdarverkamanna (Spetsnaz). Þessi floti hefur átt leið- toga og andlegan föður í Sergei Gorchkov aðmírál, sem skrifað hef- ur frægar bækur um fyrirætlanir Sovétríkjanna á heimshöfunum. Sovéski flotinn hefur mikil áhrif með því einu að sýna fánann í höfn- um hundrað landa, frá Kúbu til Viet Nam. Hann hefur diplómatísk áhrif af margvíslegu tagi. Megin- verkefni hans em þó hemaðarleg og bundin við Norður-Atlantshaf, sem er sökum þéttbýlis umhverfís það, iðnaðar, verslunar og siglinga, veigamesta hafsvæði jarðarinnar. Eitt verkefni flotans er að ráðast gegn siglingum milli Norður- Ameríku og Evrópu, en í löngum ófriði skiptir sú siglingaleið sköp- um. Þetta var verkefni kafbátaflota Þjóðverja í báðum heimsstyijöldum, og komust þeir nærri því að brjóta bandamenn á bak aftur. Er eðlilegt að búast við, að núverandi stórveldi meginlandsins muni í ófriði sækja á sömu mið. Annað verkefni er að veija kaf- bátana, sem bera langdrægar kjamorkueldflaugar. Fram til 1973 urðu sovésku kafbátamir að kom- ast suður í haf til að ná skotmörkum í Bandaríkjunum og fara um hafíð milli Grænlands og íslands eða ís- lands og Skotlands, hið svokallaða GIUK-hlið. Síðar komu eldflaugar til sögunnar, sem drógu alla leið frá Barentshafí, og þurfti ekki þess vegna að fara um GIUK-sundin. Mikilvægi þeirra er samt ómetan- legt. Þessi þróun leiddi til þess, að hafíð milli Noregs og íslands (Nor- egshaf, sem eins sinni hét íslands- haf) varð nýtt miðsvæði átaka milli Austurs og Vesturs. Norður-Evrópa var ekki lengur það friðsamlega hom, sem hún hafði verið frá lokum Benedikt Gröndal „Það er athyglisvert í skrifum um öryggismál Norður-Atlantshafs- svæðisins í seinni tíð, að nú er oftar en áður rætt um þann mögu- leika, að Sovétríkin hernemi ísland í upp- hafí styrjaldar. Hér er ekki átt við nýútkomna skáldsögu, endaþótt höfúndur hennar njóti viðurkenningar fyrir þekkingu sína á þessum málum.“ heimsstyijaldarinnar. Sömu árin sem uppbygging sov- éska norðurflotans var sem mest, gerðist hið gagnstæða hjá NATO ríkjunum. Bretland og Bandaríkin höfðu frá ófriðarlokum ráðið lögum og lofum á hafínu, en nú minnkaði skipakostur þeirra. Bandaríski flot- inn hafði á tímum stríðsins í Viet Nam um 1.000 herskip, en 1980 var tala þeirra komin niður í 480. Áhyggjur Jimmy Carters forseta voru mestar hvað snerti Persaflóa og gíslatökuna í íran og dróst flota- styrkur þangað. Auk þess var megináhersla allra vama NATO í Mið-Evrópu, og var lítið hugsað um norðurhöfín. Skálholtshátíðin var vel sótt. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.