Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
31
Eiríkur og Leistur á æfíngn landssliðsins á Hellu á laugardaginn. Morgunblaðið/Valdimar Kristiimon
Landsliðið í hestaíþróttum:
Evrópumeistar-
inn Benedikt
Þorbjörnsson
tekur sæti hans í
liðinu
Ljóst er nú að Eirfkur Guð-
mundsson sem átti að keppa á
heimsmeistaramótinu í hesta-
iþróttum fer ekki á mótið sem
keppandi þar sem hestur hans
Leistur frá Keldudal stóðst ekki
dýralæknisskoðun sem hestarnir
verða ganga f gegnum áður en
þeir fara utan.
Hestarnir voru skoðaðir á Hellu
á laugardaginn þar sem landsliðið
var við sameiginlegar æfíngar yfir
helgina. Verða hestamir skoðaðir
aftur rétt fyrir brottför 4. ágúst en
Brynjólfúr Sandholt dýralæknir
sem skoðaði hestana taldi engar
líkur á því að Leistur yrði orðinn
góður fýrir þann tíma. I stað Eiríks
inn í liðið kemur evrópumeistarinn
í fimmgangi Benedikt Þorbjömsson
með Brand frá Runnum en þeir
voru aðeins hársbreidd frá því að
vinna sér sæti í liðinu í úrtökunni
fyrr í þessum mánuði. Benedikt
hafði verið valinn liðsstjóri skömmu
eftir úrtökuna en ekki er ljóst hver
mun taka við stöðu hans. Aðrir
hestar landsliðsins komust áfalla-
laust í gegnum skoðunina.
Evrópumeistarinn Benedikt Þorbjömsson með Brand fyrir utan stóð-
hestahúsið á Hellu.
Leistur er sem kunnugt er Is-
landsmethafi í bæði 150 og 250
metra skeiði og þykir þessi breyting
á liðinu veikja von Islendinga um
HM-titil í 250 metra skeiði. Ekki
er þó öll von úti því auk þess sem
Brandur er vel liðtækur kappreiða-
vekringur hefur Spói frá Geirshlíð
sem Reynir Aðalsteinsson keppir á
náð mjög góðum tímum í skeiðinu.
Leistur haltur og
Eiríkur fellur út
Hjartans þakkir til þeirra Jjölmörgu œttingja
og vina sem glöddu mig á nírœÖis afmœli mínu
þann 22. júlí sl.
Guö blessi ykkur öll.
Sigríður Ögmundsdóttir,
Klapparstíg 13,
Njarðvik.
IMotuð tæki til
sölu:
SCHAEFF SKB 800 A traktorsgrafa
árgerð 1982, skotbóma. Úttak fyrir
glussahamar. Drif á öllum. Þessi vél
getur unnið sem traktorsgrafa, hjóla-
skófla, lyftari eða orkugjafi fyrir fleyg.
Vél í góou ástandi.
Verðhugmynd 2300 til 2500 þúsund kr.
eftir greiðslufyrirkomulagi.
v/
LYFTARAGÁLGI aftan á traktor.
Lyftigeta 1.7 tonn. Lyftihæð 3.3 m.
Hentar á 50 hestafla traktor eða stærri.
Verðhugmynd 40.000 kr.
DTSMKTDTjDG^
FUNAHÖFDA 1 - REYKJAVÍK
S. 91-685260
Blaóburóarfólk
óskast!
Afinæliskveðja:
Helge Rosenberg
framreiðslumaður
Helge vinur minn Rosenberg er
engum manni líkur. Hann var á
engum sérstökum aldri þegar við
kynntumst fyrir mörgum árum. En
þegar hann segist vera orðinn sjö-
tugur í dag tek ég það vitanlega
gott og gilt. Þó grunar mig að þetta
sé helber leikaraskapur í karlinum
því það er ógerlegt að sjá hvort
hann hefur elst eða yngst síðustu
tuttugu árin.
Helge Rosenberg var tvímæla-
laust einn flinkasti veitingamaður
í Reykjavík á sínum tíma. Þegar
matreiðsla og framreiðsla hlutu lög-
gildingu iðngreina á íslandi var öllu
starfandi fólki í faginu gefinn kost-
ur á að ganga undir sveinspróf á
Hótel Valhöll. Yfirvöldin kvöddu
Helge Rosenberg til að prófa alla
þessa kollega sína og gefa einkunn-
ir, þá komungan manninn.
Helge er sonur hinna þekktu
Rosenberg-hjóna, en faðir hans
kom til landsins snemma á öldinni
og hóf hér veitingarekstur, sem
varð umfangsmikiil með árunum.
Helge starfaði við hlið foreldra
sinna og síðast á Hótel ísland uns
hótelið brann í seinni heimsstyijöld.
Þá lagði Helge vinur minn öll hefð-
bundin störf á hilluna og hefur—
gengið sínar eigin götur síðan.
Hann ríkti sem kóngur í sínu
kjallaraveldi, fyrst á Flókagötunni
og síðan á Miklubraut. Þangað hef-
ur sótt úrval af góðu fólki sem
jafnan hefur daginn fyrir sér. Helge
hefur reynst hirð sini bæði harður
og ljúfur húsbóndi og herra. Gengið
bæði hægt og hratt um gleðinnar
dyr. Svipmikil blanda af hinum full-
komna vert og reiðum veraldar-
manni. Ýmist glaðvær götustrákur
eða mjög hávær heimsspekingur. í
hópi Helge voru margir kallaðir en
fáir útvaldir. Enda lætur Helge
Rosenberg sér ekkert mannlegt
óviðkomandi og allra síst það sem
honum kemur alls ekki við.
Hvort sem Helge vinur minn
Rosenberg er sjötugur í dag eða
ekki, og hvort sem honum líkar það
betur eða verr, þá sendir fjölskylda
mín og ég honum afmæliskveðjur.
Engum manni er Helge líkur.
Athugið: Aðeins tii afleysinga !
AUSTURBÆR
Bollagata
Bragagata
Laugavegur neðri
Skólavörðustígur
Óðinsgata
Lindargata frá 40-63
KÓPAVOGUR
Borgarholtsbraut
Kópavogsbraut
frá 84-113 o.fl.
Þinghólsbraut 40-48
ÚTHVERFI
VESTURBÆR
Aragata
BREIÐHOLT
Stekkjahverfi
Austurgerði
SELTJARNARNES
Unnarbraut
Skólabraut
flfottgttitlrfafrife