Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 35 veiða hvalina. Og þarmeð blasir hið nýja for- ystuhlutverk okkar við. Meðan aðrar þjóðir dröslast enn með rándýra sjálfstæða vísinda- starfsemi höfum við tekið vísindin í þágu atvinnuveganna og gert þetta prinsíp vort að lýsandi for- dæmi heimsbygðarinnar. Þessi nýi vísindaskilningur er framlag okkar til heimsins og bygg- ist vissulega á arfínum frá spá- mönnum fimta og sjötta áratugsins. Og fleira fylgir á eftir. Nú er að koma upp annað mál sem leiðir það berlega í ljós að hvergi munu íslensk stjórnvöld kvika af markaðri braut þessarar alþjóðaforystu sinnar. Fyrir Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins í Strassburg liggur kæra Jóns Krist- inssonar vegna brota á sáttmála um iýðræðislega réttarfarsskipan sem Landinn vitaskuld líka hefur undirritað. Samkvæmt þeim sáttála má það ekki gerast að sama yfír- valdið standi mann að verki, ransaki brot hans og dæmi hans síðan til straffs. En þetta hefur hér viðgeng- ist lengi að því er sérfræðingur Ríkissjónvarpsins á þessu sviði, Sig- urður Líndal, hermir. Og þetta er arfur frá einveldistímanum þegar lögin voru í þágu kóngs og embætt- ismanna hans, bætir sérfræðingur- inn við. Nánari eftirgrenslan fjölmiðla hefur leitt það í ljós að þessi mein- bugur á lýðræðinu var engum hulinn þegar við skrifuðum undir Mannréttindasáttmála Evrópuráðs- ins á sínum tíma. Undirskrift okkar var einber vísindatilraun einsog þáttakan í Hvalveiðiráðinu. Enda voru lögin um Ransóknar- lögreglu ríkisins árétting á því að ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópuráðsins kæmu okkur ekki við. Og dómarar Sakadóms héldu vita- skuld áfram að bijóta hliðstætt prinsíp 10 sinnum á dag og fara með ákæruvaldið jafnframt dóms- valdinu í flestum málum einsog hverjir aðrir atvinnukleifhugar. Ráðuneyti dómsmála á Landinu bláa ætlar sér bersýnilega að halda málstað vísindréttarfarsins til streitu. Um það verður látið sverfa til stáls í Strassburg í haust með æmum tilkostnaði því hér er um miklar upphæðir að tefla einsog sjá má og heyra á umælum flestra embættismanna sem spurðir hafa verið álits. Sigurður Gizurarson bæjarfógeti dregur álit þeirra allra raunar saman í eina setningu þegar hann er intur eftir því hvort ekki beri að breyta réttarkerfínu héma frá einveldisháttum til samræmis við sáttmála lýðræðisþjóðanna og skilja að embætti bæjarfógeta og lögreglustjóra. Þá segir hann: „Ég tel það vera prinsíprétt ef ríkið telur sig hafa efni á því að aðskilja dóms- og framkvæmda- vald.“ Þetta er kjami málsins: Ef við höfum ekki efni á nútímaréttarfari lýðræðisþjóða grípum við bara til forystuhlutverksins og sendum harðsnúið lið af lærisveinum spá- manna vorra tilað kenna þeim í Strassburg hvað vísindalega kórrétt sögulegt réttarfar er miklu hag- kvæmara en lýðræðisbullið. Vitaskuld mun þessi nefnd óðar skilja hvað á spýtunni hangir þegar forvígismaður hins sögulega vísindaréttarfars endurtekur það- sem hann sagði við DV um málstað þeirra ráðuneytismanna: „Helsta vöm ráðuneytisins í mál- inu er sú að þrátt fyrir að sýslumað- ur sé bæði dómari og yfirmaður lögreglunnar hafi Jón Kristinsson fengið réttláta meðferð." Það er vitaskuld hagkvæmara fjárhagslega séð að Þorsteinn Geir- son ákveði það sjálfur hvort við hljótum réttláta meðferð helduren að tryggja réttlátt dómskerfí útum alt land. Enginn getur efast um það. Réttlætið verður því ódýrara sem það er á færri manna höndum. Spumingin verður þá bara sú hvort Mannréttindanefndin muni skilja þetta hagkvæmnissjónarmið og samþykkja hina vísindalegu og sögulegu vemdunarafstöðu dóms- málaráðuneytis okkar í réttarfars- málunum. Sumir efast um það. Þó undarlegt megi virðast hefur íslenska sjónarmiðið til vísinda átt nokkuð örðugt uppdráttar víða er- lendis, hversu hagkvæmt sem það er. Meiraðsegja lögfræði heimtar víða í löndum að fá að vera sjálf- stæð grein og óháð öllum hag- kvæmnissjónarmiðum. En stjómvöld okkar munu berj- ast fyrir hinum séríslensku hags- munum í Jónsmálinu engu síðuren hvalveiðimálunum. Því stolti sínu verður útvalin þjóð að halda. Væri þetta mál einvörðungu í höndum innlendra embættismanna þykist ég vita að því mundi vera borgið. Héreftir sem hingaðtil mundi þá valin hin sögulega helg- aða vísindaréttarfarsleið sem búin er að spara okkur stórfé öldum saman. Þá væri stolti okkar borgið. Og væri þjóðarstoltið í heilli höfn (undir farsælli forystu framsóknar- manna) efast ég heldur varla um það að þjóðin upptil hópa mundi héreftir sem hingaðtil geta sætt sig lengi lengi við konunglega stjórnar- skrá frá 1874, sakarákvæði til vamar illu umtali um kóngsböðuls- embættið danska sem löngu er nú aflagt, almenn hegningarlög sem vom á sínum tíma kópémð eftir lagagerð í Hitlersþýskalandi, rétt- arvenjur sem einlægt krulla saman ákæmvaldi og dómsvaldi, brengla framkvæmdarvaldi og dómsvaldi í eitt, selja dómumm sjálfdæmi um mistök sín og fleira og fleira kon- unglegt athæfí. Vitaskuld jafngildir þetta afsali margra réttinda sem aðrar og ómerkilegri þjóðir daglega verða aðnjótandi, en hveiju má ekki útval- in þjóð vera reiðubúin að afsala sér tilað varðveita þjóðarstoltið og hinn stórfenglega arf spámanna sinna. Þetta em hvorteðer ekki nema skitin gmndvallarréttindi sem út- valið fólk hefur lítið með að gera. Höfúndur er rithöfiwdur. ASEA Cylinda þvottavélar ★ sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skoiun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! iFQniX HATUNI 6A SlMI (91)24420 UUSCHEN sturtuklefar og baðveggir í áli, lit og hvítu. Heilir sturtuklefar m/botni, hitara og dælu. Tilvaldir fyrir sumarbústaði. Verð frá kr. 10.900.00. A. Bergmann, Stapahrauni 2, Hafnarfirði, s. 651550. V ið flytjum inn norsk gæðatjöld sem eru níðsterk, falleg og einstaklega endingargóð. Þú færð þau í Kaupfélaginu á sér- staklega hagstæðu verði. GLÆSILEG TJÖLD Á GÓDU VERDI Hústjald, 9rrr IIIIiIIIIIIIIIIIIIIÍIIÍIIIIIII!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.