Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
PállJónsson
*
Isafírði — Minning
Fæddur 27. nóvember 1908
Dáinn 22. júli 1987
Við andlát Páls mágs míns vill
hugurinn reika yfir farinn veg og
staldra við einstök atvik á vörðuð-
um vegi minninganna. Páil
fæddist á ísafírði 27. nóvember
1908, sonur þeirra merkishjóna
Jóns Hróbjartssonar kennara og
listamanns og konu hans Rann-
veigar Samúelsdóttur. Var Páll
elstur ^ögurra systkyna en systur
hans þijár voru Sigríður, Guðrún
og Herdís. Sigríður er nú látin en
Guðrún og Herdís lifa bróður sinn,
önnur búsett í Minnesota, en hin
hér á landi. Páll bjó fyrstu 45 &x
ævi sinnar á ísafírði og lagði þar
gjörva hönd á mörg störf, sem öll
fórust honum vel úr hendi. Ungur
að aldri réðist hann til starfa hjá
Kaupféiagi ísfírðinga. Hjá kaup-
félaginu starfaði hann við verslun-
arstörf. Hann varð fyrstur manna
til að hefja gluggaútstillingar í
verslunum félagsins. Vöktu þær
athygli fyrir fagurt handbragð,
enda Páll listfengur með afbrigð-
um, svo sem hann átti kyn til.
Kaupfélagið hafði með höndum
umboð fyrir Viðtækjaverslun
ríkisins. Sá Páll um þessa þjón-
ustu og annaðist allar útvarpsvið-
gerðir á ísafírði um langt árabil.
Kaupfélagið hafði einnig með
höndum afgreiðslu fyrir Flugfélag
íslands á fsafírði og tók Páll að
sér að annast öll afgreiðslustörf
fyrir Flugfélagið. Flugið átti hug
Páls allan, enda varð raunin sú,
að hann starfaði að flugmálum
eingöngu allan seinni helming
starfsævi sinnar. í skemmtilegri
grein, sem Páll skrifaði um sögu
flugsins á ísafirði, kemur fram,
að áhugi hans á flugi kviknaði
þegar við fermingaraldur, þegar
„Súlan“ kom fyrst til Ísaíjarðar
árið 1922. Páll tók nnög virkan
þátt í bæjarlífinu á ísafírði og
naut þar vinsælda. Hann hafði
unun af góðri tónlist og studdi
þau mál vel í sínum heimabæ.
Hann hafði mikinn áhuga á skíða-
íþróttinni og varð einn af framá-
mönnum í Skíðafélagi ísafjarðar.
Páll hannaði skíðaskála á Seija-
landsdal og átti jafnframt virkan
þátt í byggingu hússins. Þetta var
veglegt hús og fallegt, en eyði-
lagðist því miður í snjóflóði
nokkrum árum síðar. Páll fluttist
til Reykjavíkur árið 1953 og tók
þá til starfa hjá Flugfélagi ís-
lands, en þar vann hann alla tíð
síðan þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Vann hann fyrst
og fremst við flugvélamálun á
vegum félagsins og sá lengi vel
einn um það verkefni. Páll þótti
með eindæmum fær og vandvirk-
ur við starf sitt. Hann fór margar
ferðir til Danmerkur og Hollands
til að kjmna sér nýjungar í starfí
sínu og var vel metinn af kollegum
erlendis. Hann teiknaði og málaði
í mörg ár öll merki á flugvélum
Flugfélagsins og naut þar þeirrar
listfengi, sem honum var svo ríku-
lega í blóð borin. Auk þess
annaðist hann skiltagerð og við-
hald á húseignum félagsins, bæði
hér í höfuðborginni og út um allt
land. Hann var hamhleypa til
vinnu.
Páll var bamgóður maður með
afbrigðum, enda átti hann hug
ungu kynslóðarinnar allan í fjöl-
skyldunni hveiju sinni. Þau eru
ekki fá brúðuhúsin, bamavagn-
amir, dúkkurúmin, hjólbörumar
og þríhjólin, sem Páll smíðaði
handa ungviðinu, allt listilega
gert, lakkað, flúrað og skreytt.
Og alltaf var til sælgæti í poka-
hominu fyrir litlar hendur og
munna. Við sem fullorðin vomm
fómm heldur ekki varhluta af
ósérhlífni og rausnarskap Páls.
Ómetanleg var aðstoð hans við
unga fólkið hveiju sinni. Þegar
lagt var í að koma sér upp hús-
næði var gott að eiga einhvem
að til að sjá um lökkun og frá-
gang á eldhúsinnréttingum og
öðm í þeim dúr.
Páll fékk heilablóðfall árið 1960
og lamaðist þá að vemlegu leyti
á hægri hendi. Ekki lét hann þetta
á sig fá, heldur tók þegar til við
að þjálfa upp vinstri hendina tii
að vinna það listahandbragð, sem
sú hægri hafði áður gert, og með
þrautseigju og seiglu tókst honum
þetta, svo með ólíkindum var, þó
kominn væri fram á sextugsaldur.
Kveðjuorð:
Sigríður Magnús-
dóttir frá Flögu
Fædd 1. nóvember 1924
Dáin 13. júlí 1987
Fréttin, sem barst mér .til eyma
að morgni hins 13.júlí sl. að Sigríð-
ur Magnúsdóttir, frænka mín frá
Flögu í Villingaholtshreppi hefði
orðið bráðkvödd á heimili sínu þá
um nóttina, snerti mig og fjölskyldu
mína djúpt. Sigga í Flögu, eins og
hún var alltaf kölluð á mínu heim-
ili, markar spor í minninguna fyrir
svo margra hluta sakir. Allt frá því
ég var smástrákur á Skólavöllum
var Sigga nábúi okkar og átti svo
oft leið milli lóðanna í þeim tilgangi
að kíkja inn til að spjalla við
mömmu og pabba og fá sér kaffi-
sopa. Alltaf merkti ég glettni í
viðmóti hennar, sem situr föst í
minningunni. Sigga frænka var
hress í tali og oft svo skemmtilega
hispurslaus en þó án alls ábyrgðar-
leysis. Þegar skólaganga mín hófst
Qarri heimili heyrði ég að frænka
mín á Sólvöllunum hafði alltaf
áhuga á því sem var að gerast í
lífí ungs manns og spurðist fyrir. í
minningunni vekur það visst þakk-
læti. Frændræknin var Siggu í blóð
borin og þannig tengsl eru ávallt
öðruvísi og einlægari vinskapur en
margur annar. Þegar Sigga er
kvödd á besta aldri vekja þessar
minningar allar óþægilegar spum-
íingar um dauðann og hvemig hann
er alltaf annar þegar vinur eða
ættingi kveður en einhver sem er
manni fjær að tengslum. Þegar vin-
ur kveður birtist dauðinn sem
kaldur raunveruleiki sem minnir á
staðreyndina sem enginn getur
breytt, hið eina vísa sem gefið er
við fæðingu hvers manns. „Dáinn,
horfinn, harmafregn" sagði skáldið
og þessi orð fínnst mér tjá vel þá
tilfínningu sem gerir vart við sig
þegar dauðinn vitjar einhvers sem
er manni kær. Það er því ekkert
undarlegt þegar þannig er litið á
málið hvers vegna boðskapurinn um
sigur Guðs yfir þessu illa afli, sem
dauðinn er í eðli sfnu, skiptir okkur
svo miklu máli.
Krossdauði frelsarans, hámark
birtingar hins illa, var gerður að
engu að morgni hins þriðja dags,
upprisudagsins mikla og í krafti
þess sigurs öðlumst við mátt til að
halda áffarn í von um eilíft líf sem
dauðinn fær ekki bundið enda á.
Lífið okkar hlýtur að bera því vitni
að þessi sigur skiptir okkur máli. í
þakklæti til Guðs er okkur ætlað
að lifa og starfa meðal bræðra okk-
ar og systra og miðla kærleika og
umhyggju til þeirra sem þess þurfa
með. Þar brást frænka mín frá
Flögu ekki. Guð gefur okkur marga
eiginleika og þeir sem í minning-
unni einkenndu frænku mína voru
ósérhlífni, viljaþrek og dugnaður.
Hún var alltaf trú þeirri köllun sinni
að vera húsmóðir, heimili hennar
og umhverfi báru og munu bera
þess glöggt vitni. En eitt er það
öðru fremur sem vekur þakklæti í
garð Siggu í Flögu og veldur því
að mér er ljúft að skrifa þessi fá-
tæklegu minningarorð.
Fyrir nokkrum árum veiktist
móðir mín og nú fyrir rúmu ári einn-
ig faðir minn og þá fann ég hve
gott var að eiga frænku sem virtist
búa yfir þeirri þolinmæði og tryggð
að hún lét ekki oft erfíða og beiska
lund sjúklinga á sig fá, heldur hélt
sínu striki, hoppaði innfyrir þrösk-
uldinn létt og kát í þeim tilgangi
að varpa áhyggjum og kvíða af
öðrum og tókst það. Þar miðlaði
Sigga frænka af sjóði sem er dýr-
mætur og við hin getum lært af. Á
kveðjustundu er mér og fjölskyldu
minni allri mikið þakklæti í huga
vegna þessa. Að öllum öðrum ólö-
stuðum virðist Sigga sigla þessa
leið af meira öryggi en við hin.
Á kveðjustundu eigum við að
minnast hins góða og fagra því það
styrkir okkur og leiðir í sorginni.
Lífið er fullt af skini og skúrum en
hið góða í minningunni hjálpar okk-
ur að muna að lífíð er sterkara
dauðanum. í von og trú sigrumst
við á sorginni og mótlætinu því al-
góður Guð yfírgefur okkur aldrei.
Hann er okkur næstur þegar við
þörfnumst hans mest.
Sigga frænka var borin til mold-
ar frá Selfosskirkju laugardaginn
18. júlí sl. og á sorgarstundu sendi
ég Gísla frænda mínum frá Kols-
holti, manni Siggu, bömum þeirra
þrem, Stínu, Gauja og Rabba fjöl-
skyldum þeirra og öllum sem eiga
um sárt að binda vegna fráfalls
frænku minnar innilegar samúðar-
kveðjur mínar og fjölskyldu minnar
sem ávallt mun varðveita minningu
góðrar vinkonu.
Munum það ávallt að það var
dauðinn sem dó, lífíð lifír að eilífu.
Haraldur M. Kristjánsson
Eftir að Páll fluttist til Reykjavík-
ur átti hann heimili hjá móðursyst-
ur sinni, Bjameyju Samúelsdóttur
hjúkmnarkonu, þar til hann flutt-
ist á dvalarheimilið Hrafnistu fyrir
tveimur ámm.
Páll átti við vaxandi vanheilsu
að stríða síðustu árin, en hann
bar veikindi sín með stöku æðm-
leysi. Nú er þeim þrautum lokið.
Með þessum orðum kveð ég Pál
mág minn. Ég þakka honum sam-
fylgdina og góðsemina í minn
garð og minnar fjölskyldu allrar.
Gunnar Biering
Tæplega 60 ára kynnum okkar
Páls lauk er hann lést miðviku-
dagsmorguninn 22. júlí. Við Páll
hittumst fyrst snemma árs 1928
er undirritaður kom til ísafjarðar
sem strákur á e/s Óðni, fyrsta
varðskipinu semm byggt var fyrir
íslendinga. Páll var þá þegar
kunningi nokkurra piltanna á
skipinu. Ég varð fljótt aðili að
þessum kunningsskap. Auðvitað
var umgangurinn ekki mikill því
mótin vora aðeins þegar Óðinn
kom til ísafjarðar. Árin liðu og
ég varð stýrimaður á flutninga-
skipinu e/s Heklu. Það skip kom
oft til ísafjarðar að taka saltfísk
eða þá til að losa salt eða kol, þá
gat viðstaðan orðið nokkrir dagar.
Það var á Hekluámm mínum sem
Páll var formaður Skíðafélags ís-
fírðinga og þá jafnframt aðal
driffjöðrin í því að byggja fyrsta
skíðaskála Isfirðinga. Við Fáll
upplifðum að eyða saman tveim
skíðavikum á meðan ég var stýri-
maður á e/s Heklu. Um þær
mundir sem þetta var hafði Páll
með höndum afgreiðslu flugvéla
Flugfélags íslands á ísafírði fyrir
hönd kaupfélagsins. Páll þekkti
því öðmm betur til byijunarraun-
anna við afgreiðslu flugvélanna
liggjandi við dufl skammt frá fjö-
mnni við Bæjarbryggjuna. Páll
þjónaði þeim flugmönnum Sigurði
Jónssyni, Agnari Kofoed-Hansen
og Emi Johnson. Mat hann þá
alla mikils en mér er nær að halda
að Öm hafí á stundum skyggt
dálítið á sólina.
Páll fluttist búferlum til
Reykjavíkur 1953 og gerðist þá
starfsmaður Flugfélags íslands.
Aðalstarf Páls hjá FI varð að sjá
um málningu á flugvélum og öðr-
um eignum FÍ vítt og breitt um
landið. Einhver breyting varð á
starfí Páls við sameininguna í
Flugleiðir. Páll var starfsmaður
FÍ og Flugleiða til 1978 er hann
varð sjötugur. Óbeinn starfstími
Páls hjá FI var þó ein 18 ár til
viðbótar sem afgreiðslumaður á
ísafírði. Samanlagður starfstími
Páls við flugið hafa því verið
nærri 43 ár. Á meðann heilsan
entist sótti hann mjög út á
Reykjavíkurflugvöll á hið gamla
yfírráðasvæði FÍ.
Síðustu tvö og hálft ár hefur
Páll verið vistmaður á Hrafnistu,
þar af rúmt hálft ár á sjúkradeild.
Heiður sé því ágæta starfsfólki
sem leggur metnað sinn í að
hlynna að þeim sem minna mega
sín.
Páll hittir áreiðanlega fyrir vini
í varpa á landi eilífðarinnar. Fari
hann í friði.
Við hjónin sendum aðstandend-
um Páls innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ingólfur Möller
Kveðjuorð:
Oskar Valdi-
marsson Höfii
Fæddur 26. júlí 1918
Dáinn 13. júlí 1987
Hér er kvaddur Óskar Valdi-
marsson móðurbróðir minn, sem
lést á Landspítalanum eftir langa
og erfíða sjúkdómslegu. Það var
undravert hvað hann gat lengi bar-
ist gegn þessum ógnvekjandi
sjúkdómi sem heijar svo hart að
mannkyninu í dag.
Óskar var fæddur á Streiti í
Breiðdal, sonur Valdimars Bjama-
sonar og Kristínar Kristjánsdóttur
sem flest sín búskaparár bjuggu á
Fáskrúðsfírði, þar sem Óskar ólst
upp elstur af átta systkinum. Óskar
fór snemma að vinna eins og þá
var títt. Árið 1939 var farið að
þrengjast um hópinn í litla húsinu
hans afa á Sjónarhóli, þá var ákveð-
ið að revna að kaupa stærra, og
kom þá Öskar til hjálpar sem oftar
þó ungur væri, og lánaði þá upphæð
sem upp á vantaði í útborgun í
Laufás, sem var mun stærra hús.
Þaðan á ég ljúfar minningar í faðmi
afa og ömmu og frændsystkina
minna.
Skömmu seinna kynnist hann
heilladísinni sinni, Maren Júlíus-
dóttur, og hefja þau búskap á
Fáskrúðsfírði í leiguhúsnæði, en
frændi minn var stórhuga og hóf
byggingu á stóm tveggja hæða
húsi, Sólbrekku, í næsta nágrenni
við Laufás. Þar búa þau í nokkur
ár en flytja þá til Hafnar í Homa-
fírði, sennilega vegna þess að
styttra var á fengsæl fiskimið og
þar átti konan hans sínar rætur.
Þar byggði Óskar húsið þeirra á
Bogaslóð 14, þar sem þau bjuggu
alla tfð sfðan.
Ég á góðar minningar um þessi
elskulegu hjón, og í mínu minni
man ég ekki eftir að hafa séð jafn
fallega ástfangin hjón í gegnum öll
þeirra samveruár.
Við systkini mín og móðir okkar
heitin, sem var þriðja í röðinni af
sínum systkinum, fylgdumst vel
með fréttum í útvarpinu af Óskari
á Gissuri hvíta sem fengsælum og
heppnum sæfara og vomm að von-
um afskaplega stolt af honum.
Hann var traustur og góður
maður. Ekki vissi ég fyrr en nú
siðustu ár að Óskar var góður hag-
yrðingur, þar var farið dult með sem
og fleiri náðargáfur. Ég læt hér
fylgja ljóð sem hann orti til þeirrar
byggðar sem hann tók mestu ást-
fóstri við.
Séð af Almannaskarði
Horfi ég á þig Homafjörður
hátt af brattri fjallabrún,
listaverk af Guði gjörður
gnSin engi, akrar, tún.
Eyjakrans um fjörðinn flýtur,
pllin prýða jökullín,
ekki víða auga lítur
yndislegri fjallasýn.
Fari frændi minn f friði. Blessun
fylgi þér Maja mín, dætmnum og
fjölskyldum þeirra um ókomna tíð.
Gunný Gunnarsdóttir