Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 42

Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 42
42~ .... ......................................~ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Að ógleymdum listaverkum þeirra semm fyrstir byggðu landið. fyrirbyggja skemmdir á verkunum af mannavöldum. Eftir að hafa virt þessi listaverk frumbyggjanna fyrir okkur og skoðað hin sérkennilegu bláu blóm sem skaparinn hefur hannað til að þola mikinn þurrk lá leiðin í átt til borgarinnar Clare. Nú var ferðin senn á enda. í tilefni þess fengum við okkur gistingu á hóteli enda orðin þreytt á tjaldbúskap. Frá Clare fórum við og skoðuðum litla söguþorpið Mintola og húsið Martindale Hall. Litla söguþorpið minnti aðeins á Swan Hill, þar voru litlar verslanir og gallerí og hest- vagnar óku milli ævafomra hús- anna sem stóðu eins og af gömlum vana. Meira en hundrað ára gömul. Martindale Hall á að baki sér sérstaka ástarsögu. Húsið sem er álíka stórt og glæsilegt og við gæt- um hugsað okkur sumarbústað Lúðvíks flórtánda byggði Edmund Bowman árið 1892 handa unnustu sinni sem þá var í Englandi. Hann hafði beðið hennar en hún sagðist ekki koma fyrr en hann hefði byggt handa sér hús eins og það sem for- eldrar hennar áttu. Vegna ástar til stúlkunnar lagði hann allt sitt í sölumar og mikið meira en það, hann steypti sér í skuldir til að verða við þessari ósk hennar. Til að sýna hve mikið hann lagði í söl- umar fyrir heitmeyna skal frá því sagt, að á þessum tíma kostuðu venjuleg íbúðarhús fímm hundmð pund, en þetta hús kostaði hann þijátíu og sex þúsund pund. En í fyllingu tímans þegar þetta tígulega hús í gregoríönskum stíl hafði risið neitaði hún að koma. Nú stendur það sem minnisvarði um dýrt hryggbrot. í dag er það notað sem minjasafn og sýnt með húsmunum þeim sem seinni eigendur skildu eftir er háskólinn í Adelaide tók við yfírráðum þess. Nú geta gestir fengið að njóta þess að búa í þessu glæsilega húsi sem hefur konung- legar tröppur með tvö stór pálmatré sitt til hvorrar hliðar. Frá tröppun- um er mikilfenglegt útsýni yfír þá ellefu þúsund ferkílómetra lands sem tilheyra eigninni. Clare er lítil friðsöm og fíjósöm borg þar sem vínbúgarðar em allt um kring. Þegar staðið er uppi á hæsta útsýnispunkti blasa vínberja- akramir við svo langt sem augað eygir. Víða á þessum vínbúgörðum gefst kostur á að koma og smakka, aðallega vom þetta rauðvín og hvít- vín sem vom á boðstólum nema þá í stærstu vínverksmiðjum þar sem um fleiri tegundir var að velja. Nálægt Clare er Seven Hill. Það er gömul og fræg bruggverksmiðja munka af Jesúítareglu sem hóf starfsemi sína árið 1852. Þegar við vomm á ferðinni var sunnudagur og munkamir í messu svo við gátum hvorki hitt þá né skoðað víngerðina. í Barossa Valley em margar vín- verksmiðjur. Seppelt-víngerðin er ein þeirra og er gömul og rótgróin. Húsin sjálf em gömul en þeim er mjög vel við haldið, allt í röð og reglu. Þar í kring er fallegur garð- ur sem skartar ilmandi rósum. Þangað kemur fólk oft um helgar með nestið sitt og einu sinni á ári er hátíð þar sem ijöldamörgum blöðmm er hleypt út í himinhvolfíð. Það var verið að loka um það bil er við komum. Við létum okkur nægja að virða dýrðina fyrir okkur og anda að okkur angan rósanna. Enn var nokkur spölur til Adela- ide svo við fengum okkur svala- drykk áður en við lögðum í síðasta spölinn heim. Aftur í Adelaide Borgin Adelaide blasir aftur við og þreyttir en sæiir ferðalangar em fegnir að koma heim. Nú tekur brauðstritið við hjá Malcolm sem snýr aftur til vinnu, en ég ætla í ýmsa könnunarleið- angra og athuga hvemig mér gengur að rata. Það er sérkennileg tilfinning að standa allt í einu einn í þessari borg hinum megin á hnettinum og verða að fara í strætó. Fólkið lítur út eins og það gæti verið íslending- ar. En sá er munurinn að maður sér ekki eitt einasta kunnuglegt andlit. En það var gaman að fara í bæinn og skoða mannlífíð. Nú vom komnar jólaskreytingar jrfír aðalgöngugötuna sem heitir Rundle Mall. Rauðar lengjur með grænni bjöllu vom strengdar yfír götuna sem iðaði af sólglöðu mannlífí. Stórt líkan af jólasveini trónaði einnig yfir mannskapnum. Söluvagnar með alls kyns afskomum blómum settu svip á götuna og gömul kona sat og spilaði á harmonikku í von um að fá aur fyrir. Konur í kjól einum klæða og karlmenn á skyrt- unni, og kominn nóvember. Já, okkur finnst það skiýtin tilhugsun hér í norðrinu þar sem snjór og kuldi tilheyra þessum árstíma og mörgum fínnst engin jól ef engin logndrífa er á aðfangadag. Jól í sól. Fyrir utan stórverslanir stóðu menn með hljóðnema og hátalara og auglýstu vömr viðkomandi versl- unar, tónlist og auglýsingaáróður. Allir vildu fá alla til sín. En þrátt fyrir það fannst mér lítil spenna í loftinu. Það gerði líklega veður- blíðan. Fleira var gert en að mæla stræt- in. í Adelaide er listasafn og þjóð-náttúmgripasafn. í listasafn- inu er töluvert af þekktum málverk- um eftir ástralska listmálara. Það er auðvelt að þekkja málverkin úr safni málara frá Evrópu, það gerir hin sérstaka birta og gróðurinn sem einkennir Ástralíu og það sem helst höfðar til þarlendra landslagsmál- ara. í þjóð-náttúmgripasafninu er ekki mikið af þjóðminjum, en þeim mun meira safn ástralskra dýra. Að sjálfsögðu er fmmbyggjunum og minjum frá þeim gefíð nokkurt pláss. Og einnig eyþjóðunum þar í kring. Er þar aðallega um að ræða ýmis verkfæri og táknræna hluti sem hafa átt mikinn sess í lífí þessa fólks. Bátar, vopn og aðrir hlutir sem gefa hugmynd um Iífshætti eyjaskeggja. Síðast skal telja mikið safn stein- gervinga sem fundist hafa í þessari fomu jörð. Adelaide á einnig ýmsar merki- legar styttur og minjar um þá sem fyrstir hvítra manna námu land í Ástralíu. í hjarta borgarinnar er fallegur gosbmnnur. Þessi gosbmnnur var gerður í tilefni af komu Elísabetar Englandsdrottningar árið 1963 og er byggður á mjög þjóðlegum ein- kennum, Murray-manninum og fuglinum Ibis. Svarta svaninum og Oukaparinga-konunni og Heron. Sameinandi fyrir þessi einkenni em síðan þær þijár ár sem borgin fær vatn sitt frá. Adelaide er við sjó og þar er yridisleg og hrein strönd. Þessi strandlengja er iöng og skiptist í svæði sem heita ýmsum nöfnum. En sú sem er einna mest notuð er Glenelg-ströndin. Þangað fómm við síðasta laugardaginn minn í þessu landi sólarinnar. Hitinn var nógur fyrir mig, rúmlega tuttugu og fímm gráður, en ekki Malcolm svo hann kæddist bol og gallabuxum, en ég bikini. Sólin stimir bæði á himin og haf. Hettumávamir spígspomðu innan um sóldýrkendur sem lágu í heitum, gulum sandinum milli þess sem þeir vættu sig í volgum sjón- um. Seglbrettin svifu léttilega á sléttum sjónum eins og stór fíðr- ildi. Friðsældin var mikil. Eftir að við höfðum legið nægju okkar í sólinni röltum við í fjöru- borðinu, vættum tæmar og skim- uðu eftir skeljum. Grasagarður Adelaide Einn af þessum síðustu dögum notaði ég til að skoða grasagarð Adelaide og dýragarðinn sem er einn sá elsti í Ástralíu. Sólin var á sínum stað á himninum morguninn sem ég lagði af stað. Eg var ein því Malcolm var í vinnu. Fáir voru á ferli svo snemma morguns nema starfsfólk við snyrtingu beða. Ótal tegundir blóma og mnna eru þama sem ættuð eru frá ýmsum heimsálf- um, frá Afríku, Brasilfu og víðar. En margar voru breiðumar af fal- legum blómstrandi rósum og kamelíum. Allt var svo snyrtilegt og vel skipulagt. Eucalyptus-tré, fíkjutré og pipartré voru meðal þeirra tegunda sem ég þekkti í stóra tijágarðinum sem tilheyrði grasa- garðinum. Þar var hópur fólks saman kominn sem átti það sameig- inlegt að hafa ættleitt böm frá Kóreu og eyjunum þar í kring. í rósagarðinum voru kennslukonur með hóp af fímm og sex ára bömum sem vom að læra vistfræði. Þama er mjög mikið gert af því að fara með nemendur á öllum aldri í vett- vangsrannsóknir. Sjá mátti að aginn var mikill á þessum litlu böm- um. Er ég hafði andað að mér nægju minni af blómaangan og virt fyrir mér fallegu trén og stóru risakakt- usana rölti ég yfír í dýragarðinn. Dýragarðurinn í Ádelaide var stofnaður árið 1878 og opnaður árið 1883 svo hann er rúmlega þijátíu ámm eldri en Taroonga Park í Sydney. Í þessum dýragarði em öll áströlsk spendýr ásamt ýms- um þeim dýmm sem flestir dýra- garðar heims skarta. Eins og ljónum, gíröffum, tígrisdýmm, öp- um og fleirum. Kínversk panda er þama og pelíkanar spóka sig um virðulegir á svip eins og styttur. Svartir, ástralskir svanir með sinn rauða gogg og sína gráu unga. Samskonar mörgæsir og við sáum ganga á land við Philips Island syntu þama í lítilli tjöm og sýndust enn minni en fyrr. Emu var þama að sjálfsögðu, kengúmr af nokkmm gerðum og þannig mætti lengi telja. Gestir garðsins þennan dag vom af ýmsu þjóðemi eins og þjóðin. Ég sá þama fmmbyggja sem vora að einhveiju leyti komnir til móts við vestræna „menningu", en heldur sýndist mér þeir vansælir í þeirri veröld. ■HÍL. Dýrasta hryggbrot sem ég veit um. Stimir bæði á himin og haf . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.