Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 45 Asgeir Bjarna- son — Kveðjuorð Sú sorgarfrétt að Ásgeir Bjama- son hefði dáið barst hingað stuttu eftir andlát hans. Fyrir nokkrum vikum er ég var í stuttri heimsókn á Islandi töluðum við saman og þá var ljóst að hann átti í erfíðri bar- áttu við krabbamein. Ásgeir var þó bjartsýnn á að hann myndi sigrast á þessum erfiðleikum. Sú bjartsýni og athafnasemi einkenndi hann. Við vorum frændur, Ásgeir var sonur Bjarna Þorsteinssonar Jóns- sonar jámsmiðs á Vesturgötunni, en Bjarni Þorsteinsson var einn stofnenda Vélsmiðjunnar Héðins í Reykjavík. Ég minnist þess sem bam við leik á Landakotstúni að hafa alltaf verið velkomin á heimili þeirra Ás- geirs og Kristínar Vilhjálmsdóttur á Ægisgötu 27. Ásgeir var frænd- rækinn og hélt sambandi við frænkur sínar á Vesturgötu og Ægisgötu jafnt og fjölskyldu víða í Reykjavík og annarsstaðar á Is- landi og erlendis. Vinsemd Ásgeirs og hans fjöl- skyldu við Áma Sveinbjömsson teiknistofustjóra Landssímans var dæmi _um hugulsemi þeirra. Og þegar Árni eltist fýlgdist Ásgeir enn betur með högum vinar síns. Hann gerði það sem hann gat til þess að færi vel um þennan sérstaka íjöl- skylduvin. Þó Ásgeir hafi haft mörg áhuga- mál þá held ég að hann hafi verið stoltastur af starfi sínu sem stjórn- andi á framkvæmdum á Landsspít- alalóð. Þar hafði hann yfirumsjón með byggingarframkvæmdum. Ás- geir naut þess að vera óháður pólitískum áhrifum í starfí og vann þarna gott starf. Fyrir u.þ.b. 30 árum flutti fjöl- skylda mín til Bandaríkjanna. Ásgeir hélt alltaf sambandi við okk- ur. Hann var viljugur að skrifa og skrifaði mjög skemmtileg bréf. Eins sendi hann skeyti á hátíðum og hringdi oft þegar það varð auðveld- ara. Ásgeir gat alltaf sett skemmti- legan blæ á fréttir að heiman. Enginn hefur verið mér hjálplegri en Ásgeir við að reka mín erindi á íslandi. Hann var einstaklega greið- vikinn og afgreiddi mál bæði fljótt og vel. Það er mikil eftirsjá í Ásgeiri Bjamasyni. Ævi hans var of stutt. Öll gætum við bætt okkur með að taka hans dugnað, bjartsýni og hjálpsemi sem fyrirmynd. Þorsteinn Þorsteinsson Guðmundur Öli * Olason - Kveðja Fæddur 1. febrúar 1941 Dáinn 18. júlí 1987 Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga guðsmóðir himninum frá. (Stefán frá Hvítadal.) Það er alltaf svo um okkur flesta, að þegar við heyrum andlát góðs félaga og vinar, þá setur okkur hljóða og hugurinn leitar til baka. Þannig var okkur innanbijósts gömlum vinnufélögum úr ísafold við snöggt fráfall Guðmundar Óla Ólasonar, prentara. Óli, eins og hann var kallaður af okkur vinnufélögunum daglega, var fæddur á Isafirði 1. febrúar 1941. Faðir hans var Óli Kjartans- son sjómaður, er fórst með línuveið- aranum Pétursey í mars 1941, og var Óli þvi aðeins rúmlega mánað- argamall þegar hann missti föður sinn. Móðir hans er Málfríður Guð- mundsdóttir frá Flateyri. Óli hóf prentnám í setningu i ísafoldarprentsmiðju 1957 og lauk námi 1961. Það kom fljótt í ljós þegar þessi 16 ára gamli piltur hóf nám í Isafold, að hann var mörgum góðum hæfileikum búinn. Kom það best í ljós að námi loknu er hann hóf vinnu við vélsetningu og er ekki á neinn hallað þó sagt sé að hann var með færustu vélsetjurum stéttarinnar. Þess má geta að þegar ísafold keypti Monotype-setningar- og steypuvél fyrir lausaletur þá var Blömastofa Friófinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sfmi 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. || 'A hann sendur ásamt öðrum á nám- skeið í Englandi í meðferð þeirra véla. Eftir heimkmuna hóf hann vinnu við Monotype-setningarvél- ina, þar á meðal við ýmis verk fyrir Handritastofnun íslands sem kröfð- ust mikillar vandvirkni. Óli var mjög félagslyndur maður og sérstaklega góður vinnufélagi. Hann var tónlistarunnandi, lék sjálfur á hljóðfæri, og spilaði með hljómsveit á yngri árum. Einnig var hann félagi í Karlakór Reykjavíkur, og söng með kómum í rnörg ár. Síðustu 12 árin átti Óli við van- heilsu að stríða. Eftirlifandi konu hans, Sigríði Snorradóttur, dætrum og öðrum aðstandendum, vottum við innilega samúð. Brynjúlfur Jónsson og Torfi Ólafsson Lregsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Systir okkar, LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR BARELLA, lést þann 21. þessa mánaðar í sjúkrahúsi í Californiu. Bálför hefur farið fram. Fjóla Guðmundsdóttir, Þórarinn Guðmundsson, Einar Leó Guðmundsson, Friðrik Arthúr Guðmundsson. t Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdafööur, bróður og afa, GÍSLA ÞORSTEINSSONAR frá Laufási, Vestmannaeyjum, Gísli Már Gíslason, Sigrún Valbergsdóttir, barnabörn og systkinin frá Laufási. Lokað í dag frá kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar SKÚLA INGVARSSONAR. Bókaverslunin Veda, Kópavogi. t Móðir okkar og tengdamóðir, AÐALHEIÐUR KONRÁÐSDÓTTIR, frá Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 28. júlí, kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Samband ís- lenskra Kristniboðsfélaga. Gunnar og Konráð Sigurðarsynir, Herdís Karlsdóttir, Ágústa Álfsdóttir. t ■ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Anna S. Lúðvíksdóttir, Ólafur Tryggvason, Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Gunnar Olafsson, Þorvaldur Lúðvíksson, Ásdís Ólafsdóttur, barnabörn og barnabarnabörn. t Jarðarför móður minnar, BERGÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Seyðisfirði, sem andaðist 21. júlí sl., fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudag- inn 29. júlí kl. 10.30. Blóm og kransar eru afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hinn- ar látnu er bent á Seyöisfjaröarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Nina Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK KRISTJÁN SIGFÚSSON yfirtollvörður, Miðgarði 18, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 29. júlí kl. 15.00. Kristin Sigurbjörnsdóttir, Alma K. Friðriksdóttir, Jón A. Snæland, Kristín G. Jónsdóttir, Friðrik K. Jónsson, Sigurbjörn A. Jónsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR INGÓLFUR KRISTÓFERSSON, frá Gíslabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Hermann Gunnarsson, Sigvaldi Gunnarsson, Hjálmar Gunnarsson, Kristófer Gunnarsson, Magnea Gunnarsdóttir, Einar Sigurðsson, Hinrik Eiríksson, barnabörn Gréta Bjarnadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðrún Melsted, Aldís Sigurðardóttir, Siguröur Gunnarsson, Sigurvin Gunnarsson, Kristfn Jónsdóttir, barnabarnabörn. og t Jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS FRIÐRIKS HELGASONAR, Munkaþverárstræti 14, fer fram frá Akureyrarkirkju miövikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Vilborg Guðjónsdóttir, börn og fjöiskyldur þeirra. Útför t PÁLS JÓNSSONAR frá Ísafirði, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 28. júli, kl. 13.30. Bjarney Samúelsdóttir, Herdís Jónsdóttir Biering, Guðrún Jónsdóttir Björnson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför REYNIS GUÐMUNDSSONAR bónda, Nýja-Bæ. Ólöf Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Reynisson, Kristinn Reynisson, Kristín Sveinbjarnardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.