Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
Kóngafólk í kúrekastíl
Hertogahjónin af York eru al-
deilis v ígaleg þar sem þau
setja upp kúrakahatta sem þeim
voru gefnir á kúrekasýningu í
Kanada, en þau eru þar í opinberri
heimsókn. Þau Andrew og Sara
áttu eins árs brúðkaupsafmæli
þennan dag og er ekki annnað að
sjá en þau séu bæði samrýmt og
hamingjusamt par, þrátt fyrir ill-
kvittnar Gróusögur um sundurlyndi
þeirra hjóna.
Sara og Andrew kunna greinilega vel við sig í fullum kúreka-
skrúða, enda taka þau sig vel út eins og sjá má.
Reuter
Hertogahjónin setja upp hattana sem þeim voru gefhir í tilefiú brúð-
kaupsafinælisins.
COSPER
Mér hefur aldrei tekist að venja konuna mína af að sópa
rykinu undir teppið.
Beverly Hills í Kalilfomí hefur verið settur á stofii sérstakur hundadómstóU tíl að útkljá deUumál
sem tengjast hundahaldi.
Hundadómstóll dæmir
í hundamálum
Fritz var sannkallaður vand-
ræðahundur. Hann gat ekki
verið innandyra á nóttunni því þá
nagaði hann sundur húsgögnin og
ef hann var settur út vakti hann
allt nágrennið með gelti og span-
góli. Svo fór að lokum að nágrann-
amir sáu sér ekki annað fært en
kæra Fritz greyið og draga hann
fyrir dómara. Þama var komið
dæmigert mál fyri hundadómstól-
inn.
Hundadómstóllin er til húsa í
Beverly Hills, í Kaiifomíu. Hvar
Hágæða frönsk litasjónvarpstæki
THOMSON 20"
MJOG HAGSTÆTT VERÐ
Afborgunarverð kr.39.980
Staðgreiðsluverð kr.37.980
ÚTSÖLUSTAÐIR:
&SAMBANDSINS
Ármúla 3, símar 687910 - 681266
Vöruhús KÁ - Selfossi.
Vöruhús KEA - Akureyri
Skagfirðingabúð - Sauðárkróki
Kaupfélögin um land allt
Þráðlaus fjarstýring
annarsstaðar gæti hann svo sem
verið? Þetta er einkarekin þjónusta
sem lögfræðingurinn Steven Rood
setti á stofn. „Það var ekki vanþörf
á sérstökum dómstól til að fjalla
um mál sem tengjast hundahaldi á
einhvem hátt. Svona mál eiga það
til að hleypa verulega illu blóð í
fólk. Það svífst einskis til að ná
rétti sínum þegar heimilishundurinn
eða hundur nágrannans eiga í hlut.
Rood leitast fremur við að sætta
deiluaðiia og finna lausn á vanda-
málum en að ná fram himinháum
bótum fyrir hlutaðeigendur. Hann
hefur fengið til liðs við sig sérfræð-
ing í hundasálfræði, Enter Margolis
að nafni en hún skrifaði bókina
„When Good Dogs Do Bad Things",
sem útleggst „Þegar góðir hundar
gera slæma hluti".
Þegar mál er tekið til meðferðar
hjá hundadómstólnum byijar Rood
á því að hlusta á málsatvik og út-
skýringar beggja aðila. Þau leggja
áhrslu á hlut húsbænda hundanna,
þvf eins og Margolis segir þá „er
það fólkið sem gerir hundana vit-
lausa. Hundamir endurspegla fyrst
og fremst persónuleika húsbænda
sinna“. Hlutverk Margolis er því
að reyna að túlka málsstað hund-
anna og vera einskonar verjandi
þeirra í málunum.
Þjónusta hundadómstólsins er
ókeypis og hefur hann þegar útkljáð
yfir 30 deilumál þar sem oftast er
um að ræða hunda sem bíta, gelta
eða gera usla í blómabeðum ná-
grannanna. Hvað mál hundsins
Fritz varaðar kenndi Margolis þar
um slæmu uppeldi og dæmdi hann
til sex vikna þjálfunar í hundasið-
um. Eftir það var hægt að hafa
hann inni á nætumar og þarmeð
var málið útkljáð.