Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 47 Jennifer brosir framaní lítinn sætan frosk sem hún hefur væntanlega bjargað frá grimmilegum dauðdaga á skurðarborði liffræðikennarans. Berst fyrir friðun froska að eru ekki allir jafn hrifnir af froskum og hún Jennifer Graham, 14 ára bandarísk stúlka frá Kaliforníu. Hún er mikill dýra- vemdunarsinni og grænmetisæta, auk þess sem hún forðast snyrti- vörur sem hafa verið prófaðar á dýrum og gengur ekki í leðurföt- um eða leðurskóm. Jennifer lenti í vandræðum í vor þegar hún neitaði að kryfja frosk í líffræðitíma, en allir bandarískir unglingar þurfa að kryfja frosk til að geta lokið líffræðiprófí úr grunnskóla með sóma. Hún hefur nú fengið sér lögrfræðing og hyggst höfða mál á hendur skólanum ef dýravernd- unarhugsjón hennar á að koma niður á líffræðieinkuninni og byggir þar á lögum um friðhelgi trúarlegra og siðferðislegra lífsviðhorfa. Ef svo færi að Jenni- fer ynni það mál yrði það tímamótaáfangi fyrir dýravemd- unarsamtök sem berjast gegn hvers kyns dýratilraunum. Skólayfírvöld sýna Jennifer lítinn skilning í baráttu hennar og bera því við að nemendur svífist einskis til að koma sér hjá skylduverkefnum. En fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa aftur á móti tekið Jennifer og froskana hennar upp á arma sína og hún hefur komið fram í sjónvarpi og blaða- viðtölum. Sömuleiðis hefur kvikmyndagerðarmaður frá Hollywood boðist til að kvikmynda kmftiingu eins frosks sem þá yrði píslarvottur fyrir þúsundir ann- arra froska . * Islenskur bar í Portúgal Tvær systur frá Siglufirði, Jó- hanna og Bára Hauksdætur, reka saman barinn Classic í miðbæ Albufeira, sem er einn vinsælasti ferðamannabærinn í Portúgal. Þetta er þriðja sumarið sem þær reka barinn, en þær systur fluttust til Portúgals vorið 1985, eftir að hafa keypt barinn, sem þá var ensk- ur hanastéls- eða kokkteilbar. Allt bytjaði þetta með því að Jóhanna ákvað að láta gamlan draum rætast. Hun bjó í Danmörku í ellefu ár og starfaði hjá Þorsteini Viggóssyni á veitingastöðunum Bonaparte og Pussycat. Þá hugsaði hún oft um það hve gaman það gæti orðið að eignast sinn eigin bar einhversstaðar í suðurlöndum. Þeg- ar hún kom heim ræddi hún málið við Bám systur sína sem vann á hótelinu á Siglufirði og þeim kom saman um að Portúgal væri rétti staðurinn. Þær systur em nú búnar að gera gamla kokkteilbarinn sem nýjan og er íslensk-skandinavíski barinn Classic nú einn allra vinsælasti ferðamannabarinn í Albufeira. Þær eru alltaf hressar stelpurnar á íslenska barnum. Fremstar eru þær Bára og Jóhanna en fyrir aftan þær standa Merete og Lotte frá Danmörku og Bobby frá Portúgal. Með þeim Jóhönnu og Bám starfa á bamum tvær danskar stelpur og tveir portúgalskir strákar og hafa þau vart undan að bera svalandi drykki í landann, norður- landabúana og aðra þá sem gista Albufeira í sumarleyfinu. Portúgalinn Paulo var rétt ókom- inn frá íslandi en hann var á vertið á Siglufirði í vetur HÖTEL UHP RAUDARÁRSTiG 18 - REYKJAVlK SlMI 623350 \___________________________/ ÓDÝR OG HAGKVÆM VIÐARVÖRN SEM ENDIST KJÖRVARI er hefðbundin viðarvöm og til í mörgum litum. Ef einkenni viðarinseiga að halda sér, er best að verja hann með Kjörvara. OKKAR VERÐ Ný lambaleeri 383.-kr.kg. Lambahryggur 372.-kr.kg. Lambaslög 70.-kr.kg. Lambaframpartar 292.-kr.kg. Lambasúpukjöt 327.-kr.kg. Lambakótilettur 372.-kr.kg. Lambalærissneiðar 497.-kr.kg. Lambagrillsneiðar 294.-kr.kg. Lambasaltkjöt 345.-kr.kg. ambaskrokkar 1. flokkur i 264,50 kr.kg. lægra en hjá öðrum 325,-kr. kg. Marineraðar kótilettui 401 kr. kg. “an'neraðar lærissneið, 548.-kr.kg. Varineruð rif 175,-kr. kg, Har>gikjöislæri 820.-kr.kg. Hangilgotsframpartar Orfa 3iU.kr.kg. nsngikjotsteriúrbeinaa 568.-kr.kg. Hangikjötsframpartar 887.-kr.kg. Lambahamborgarhryggur 327.-kr.kg. Londo nlamb 5l8.-kr.kg. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalaek 1. s. 686511 Stórtilboð í Herraríki 1 5°/o afsláttur af öllum vörunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.