Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
47
Jennifer brosir framaní lítinn sætan frosk sem hún hefur væntanlega bjargað frá grimmilegum
dauðdaga á skurðarborði liffræðikennarans.
Berst fyrir
friðun froska
að eru ekki allir jafn hrifnir
af froskum og hún Jennifer
Graham, 14 ára bandarísk stúlka
frá Kaliforníu. Hún er mikill dýra-
vemdunarsinni og grænmetisæta,
auk þess sem hún forðast snyrti-
vörur sem hafa verið prófaðar á
dýrum og gengur ekki í leðurföt-
um eða leðurskóm.
Jennifer lenti í vandræðum í
vor þegar hún neitaði að kryfja
frosk í líffræðitíma, en allir
bandarískir unglingar þurfa að
kryfja frosk til að geta lokið
líffræðiprófí úr grunnskóla með
sóma. Hún hefur nú fengið sér
lögrfræðing og hyggst höfða mál
á hendur skólanum ef dýravernd-
unarhugsjón hennar á að koma
niður á líffræðieinkuninni og
byggir þar á lögum um friðhelgi
trúarlegra og siðferðislegra
lífsviðhorfa. Ef svo færi að Jenni-
fer ynni það mál yrði það
tímamótaáfangi fyrir dýravemd-
unarsamtök sem berjast gegn
hvers kyns dýratilraunum.
Skólayfírvöld sýna Jennifer
lítinn skilning í baráttu hennar
og bera því við að nemendur
svífist einskis til að koma sér hjá
skylduverkefnum. En fjölmiðlar í
Bandaríkjunum hafa aftur á móti
tekið Jennifer og froskana hennar
upp á arma sína og hún hefur
komið fram í sjónvarpi og blaða-
viðtölum. Sömuleiðis hefur
kvikmyndagerðarmaður frá
Hollywood boðist til að kvikmynda
kmftiingu eins frosks sem þá yrði
píslarvottur fyrir þúsundir ann-
arra froska .
*
Islenskur bar
í Portúgal
Tvær systur frá Siglufirði, Jó-
hanna og Bára Hauksdætur,
reka saman barinn Classic í miðbæ
Albufeira, sem er einn vinsælasti
ferðamannabærinn í Portúgal.
Þetta er þriðja sumarið sem þær
reka barinn, en þær systur fluttust
til Portúgals vorið 1985, eftir að
hafa keypt barinn, sem þá var ensk-
ur hanastéls- eða kokkteilbar.
Allt bytjaði þetta með því að
Jóhanna ákvað að láta gamlan
draum rætast. Hun bjó í Danmörku
í ellefu ár og starfaði hjá Þorsteini
Viggóssyni á veitingastöðunum
Bonaparte og Pussycat. Þá hugsaði
hún oft um það hve gaman það
gæti orðið að eignast sinn eigin bar
einhversstaðar í suðurlöndum. Þeg-
ar hún kom heim ræddi hún málið
við Bám systur sína sem vann á
hótelinu á Siglufirði og þeim kom
saman um að Portúgal væri rétti
staðurinn.
Þær systur em nú búnar að gera
gamla kokkteilbarinn sem nýjan og
er íslensk-skandinavíski barinn
Classic nú einn allra vinsælasti
ferðamannabarinn í Albufeira.
Þær eru alltaf hressar stelpurnar á íslenska barnum. Fremstar eru
þær Bára og Jóhanna en fyrir aftan þær standa Merete og Lotte
frá Danmörku og Bobby frá Portúgal.
Með þeim Jóhönnu og Bám
starfa á bamum tvær danskar
stelpur og tveir portúgalskir strákar
og hafa þau vart undan að bera
svalandi drykki í landann, norður-
landabúana og aðra þá sem gista
Albufeira í sumarleyfinu.
Portúgalinn Paulo var rétt ókom-
inn frá íslandi en hann var á
vertið á Siglufirði í vetur
HÖTEL UHP
RAUDARÁRSTiG 18 - REYKJAVlK
SlMI 623350
\___________________________/
ÓDÝR
OG
HAGKVÆM
VIÐARVÖRN
SEM
ENDIST
KJÖRVARI er hefðbundin viðarvöm
og til í mörgum litum. Ef einkenni
viðarinseiga að halda sér, er best að
verja hann með Kjörvara.
OKKAR VERÐ
Ný lambaleeri
383.-kr.kg.
Lambahryggur
372.-kr.kg.
Lambaslög
70.-kr.kg.
Lambaframpartar
292.-kr.kg.
Lambasúpukjöt
327.-kr.kg.
Lambakótilettur
372.-kr.kg.
Lambalærissneiðar
497.-kr.kg.
Lambagrillsneiðar
294.-kr.kg.
Lambasaltkjöt
345.-kr.kg.
ambaskrokkar 1. flokkur i
264,50 kr.kg.
lægra en hjá öðrum
325,-kr. kg.
Marineraðar kótilettui
401 kr. kg.
“an'neraðar lærissneið,
548.-kr.kg.
Varineruð rif
175,-kr. kg,
Har>gikjöislæri
820.-kr.kg.
Hangilgotsframpartar Orfa
3iU.kr.kg.
nsngikjotsteriúrbeinaa
568.-kr.kg.
Hangikjötsframpartar
887.-kr.kg.
Lambahamborgarhryggur
327.-kr.kg.
Londo nlamb
5l8.-kr.kg.
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalaek 1. s. 686511
Stórtilboð í Herraríki
1 5°/o afsláttur af öllum vörunn