Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
51,
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
I FRÁ MÁNUDEGI
TTIL föstudags
|þJF=»r>U<-F=tSS-n==2lK I
!'É6 VILDI öflRH VERfl VIyb UM FK> P(3 VÆRiR PHRNfl, LÆKNlR. VI0 EROM FT€> FflRR PÐ BORBF?"
Frjálsræði útvarpsstöðvanna
Mér verður stundum hugsað til
fijálsræðis dagskrárgerðarmanna á
þessum svokölluðu fijálsu útvarps-
stöðvum. Erlendis, allavega í
Englandi, er lag eins og „I want
your sex“, bannað að híuta til,
þ.e.a.s. það er ekki sama hvenær
það er spilað. Hér má aftur á móti
spila hvað sem er, s.s. „Frystikistu-
lagið“, þar sem fómarlamb er tekið
og snúið úr hálsliðnum, skorið í
parta og sett f kistu. Svo ekki sé
minnst á „Skítalagið" þeirra Snigla
þar sem eitthvert ónefnt fómarlamb
þarf að sinna þessum þörfum sínum
Finnst mér textagerð íslenskra
skálda frekar neikvæð um þessar
mundir. Einnig get ég ekki annað
sagt en að val á efni vinsældalista
sé með eindæmum því þar er hvert
lagið öðm neikvæðara og leiðin-
legra.
Það virðist ekki vera mikið eftir
af samkeppninni um hvaða útvarps-
stöð sé skemmtilegust og léttust.
Það þarf kannski að greindar-
mæla dagskrárgerðarfólk ef það
eru hagsmunir þess sem ráða
ríkjum. Til hvers er dagskrárgerð-
arstjóri ef ekki til að ritstýra villtum
dagskrárgerðarmönnum? Dagskrá-
in reiknast á þá, þeim er allt leyfi-
legt, eða hver stjórnar?
Anna
Útsala
Útsalan er hafin
Mikil verðlækkun
Elísubúðinf
Skipholti 5.
Hótel Örk
Gott að búa á Hótel Örk
Mig langar til þess að koma því
áleiðis hve gott sé að dvelja á hinu
nýja Hóteli Örk í Hveragerði. Mér
er það óskiljanlegt að fólk skuli
geta verið óánægt með þjónustu og
annan viðurgeming þar.
Við hjónin dvöldum þar í þijá
sólarhringa og sonur okkar hélt
okkur mjög veglega veislu þar í
sambandi við 70 ára afmæli mitt.
Öll þjónusta var tii mikillar fyrir-
myndar og allar kökur, tertur og
kaffí var mjög gott og ekki skorið
við nögl. Morgunverður var mikill
og íjölbreyttur og allur matur mjög
góður og allt viðmót þjónustufólks
hlýlegt og allt gert til þess að okk-
ur liði sem best, og svo er alls ekki
dýrt að búa þama.
Við viljum mjög gjaman senda
öllu starfsfólki á Hótel Örk og öllum
Hvergerðingum bestu kveðjur og
hlýhug fyrir æfíntýralega góða dvöl
og þá vináttu sem við fundum frá
öllum. Megi Hótel Örk dafna og
þróast í friði fyrir Gróusögum í
framtíðinni.
Gott fólk, dveljið þama og fínnið
hve gott er að vera hjá hlýju fólki
og látið það dekra við ykkur og
dæmið svo.
Bestu kveðjur,
Kvenna-
listasam-
tökin þegja
Fyrir skömmu vann forsætisráð-
herra Breta, frú Margrét Thatcher,
einn mesta sigur sem unninn hefír
verið í stjórnmálasögu Bretaveldis,
er hún í þriðja sinn vann glæsilegan
meirihluta á þinginu.
Ég hefi alltaf verið að bíða eftir
því að kynsystur hennar í kvenna-
listasamtökunum hylltu þennan
eftirminnilega sigur og sendu henni
kveðju sína, en ekkert hljóð hefír
heyrst þar frá svo ég hafí veitt því
athygli, í það minnsta hefír það
farið lágt. Það er nefnilega ekki
sama hvaða kvenmaður á í hlut.
„Roðinn í austri" er skær í augum
forystunnar á þeim bæ.
Paul. V. Michelsen Ámi Helgason
Hafið ávallt viðurkenndan öryggisbúnað tiltækan.
Sinnið viðhaldi á bátnum hvenær sem tími gefst. Hafíð
um borð varaárar og ræði, tóg, legufæri og austurtrog.
Einnig ljós, flautu og blys til merkjagjafar.
Áfengi má aldrei hafa um hönd í bátsferðum. Bakkus
er óheill hverri áhöfn og má aldrei sitja undir stýri.
KAUPFÉLÖGIN í LANDINU
Og nú erum við í Borgartúni 28