Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 54

Morgunblaðið - 28.07.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 >. Knattspyrnunámskeið á. Þróttaravellinum. Árrii Sœberg í kringum hann. Jóhannes sagði að fyrr á þessu ári hefðu félagsheimili og vallarhús Fylkis verið end- umýjuð. Þá væri fyrirhugað seinna á árinu að ljúka hönnun á iþróttahúsi félagsins og he§a framkvæmdir við það. íþróttafélag Reykjavíkur Hólmsteinn Sigurðsson formaður ÍR sagði að í sumar hefði verið lokið við girðingu i kringum malarvöll félagsins í Suður-Mjódd. Þá væru að heíjast framkvæmdir við gras- völl á sama svæði. Hólmsteinn sagði að Qárveiting borgarinnar til þessara fram- kvæmda væjri 3,2 milljónir á þessu ári. Að sögn Hólmsteins er um þessar mund- ir verið að endurhanná félagssvæði ÍR vegna skipulagsbreytinga. tíann sagði að nú væri aðeins einn malarvöllur á svæðinu auk skúrs sem væri notaður bæði sem búningsaðstaða og félagsheimili. Fyrirhugað væri að í fram- tíðinni yrðu þama grasvöllur og íþróttahús. Knattspyraufélag- Reykjavikur Að sögn Sveins Jónssonar formanns KR úthlutaði Reykjavíkurborg félaginu 3,2 milljónum á árinu til framkvæmda við stúku fyrir áhorfendur, bað- og snyrtiaðstöðu og girðingu á svæðinu við Frostaskjól. Sveinn sagði að nú þegar væm framkvæmdir við hina 1700 manna stúku langt komnar og kostnaðurinn við hana væri orðinn 6 milljón- ir króna. Sveinn kvað KR eiga grunn og stálgrind að þriðja íþróttahúsi félagsins. í haust væri ætlunin að reisa stálgrindina og klæða hana að utan. Nýja iþróttahúsið verður 450 fer- metrar og þar verður lyftingaaðstaða og þrekmiðstöð fyrir félagsmenn og almenning. Iþróttafélögin standa í stórræðum á félagssvæðunum: * Styrkir Reykj avíkurb org- ar 57 milljónir kr. á árinu MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir á vegum nokkurra íþróttafélaga f Reykjavík. Víða er unnið að vallargerð, böðum og búningsherbergjum og einnig eru sum félögin að reisa félagsheimili eða fþróttahús. Morgunblaðið ræddi við forsvarsmenn íþrottafélaganna um þess- ar framkvæmdir en talaði fyrst við Júlfus Hafetein, formann íþrótta- og tómstund- aráðs Reykjavfkurhorgar. Júlíus sagði að reglan væri sú að 80% af stofnkostnaði íþróttamannvirkja í Reykjavík væru greidd af ríkinu og Reykjavíkurborg og skiptust jafnt á milli þeirra. Framkvæmdum á félagasvæðunum væri síðan skipt í tvennt. Vallarmannvirki, böð og búningsherbergi væru forgangsverk- efni og til að flýta framkvæmdum við þessi mannvirki greiddi borgin strax hlut rfkisins en fengi hann svo endurgreiddan á næstu árum. Þetta kallaði Júlíus „áttatíu prósent regluna". Allar aðrar framkvæmdir íþrótta- félaganna sagði Júlíus að féllu undir „§öru- tíu prósent regluna" sem fælist í því að ríki og boig greiddu sinn hluta hvort. „Núverandi meirihluti hefur fjórfaldað framlag sitt til áttatíu prósent reglunnar og á þessu ári nemur það alls 22 milljón- um,“ sagði Julíus. „Þá sér borgin um rekstur á íþróttavöllum félaganna og það kostar 3 milljónir á ári.“ Að sögn Júlíusar nema styrkir borgarinnar til íþróttafélaganna alls 57 milljónum á þessu ári. „Þetta Qármagn fer beint til styrktar rekstri og framkvæmda á vegum félaganna,“ sagði hánn. Júlíus kvað núverandi meirihluta ætla að halda áfram að styrkja íþróttafélögin rausn- arlega til að þau gætu gert svæði sín vel úr garði og veitt góða þjónustu. „Samstarf iþróttafélaganna og borgarinnar er mjög gott. Þessi félög taka við svo miklu af ung- viði að það er nauðsynlegt að standa vel að allri uppbyggingu og veita þeim þá fyrir- greiðslu sem hægt er. íþróttafélögunum er ljóst að hveiju er stefnt og þau skilja þá ábyrgð sem á þeim hvílir," sagði Júlíus að lokum. Félagssvæði Þróttar við Sæviðarsund. Glímufélagið Armann Að sögn Gunnars Eggertssonar formanns Ármanns fékk félagið tvær og hálfa milljón króna á þessu ári í styrk frá borginni til að endurbyggja og stækka grasvöll sinn við Sigtún. Seinna I sumar á að tyrfa völlinn og ljúka við hlaupabraut í kringum hann. Gunnar kvað Armenninga einnig hafa staðið í framkvæmdum við félagsheimili sitt við Sigtún á árinu. Þar hefði nýr salur ver- ið tekinn í notkun og efri hæð hússins verið endumýjuð. Knattspyraufélagið Fram Halldór B. Jónsson formaður knatt- spymudeildar Fram sagði að framlag borgarinnar vegna framkvæmda við lóð og umhverfi félagssvæðisins við Safamýri næmi 1,8 milljónum I ár. Þessir peningar væru búnir en þeir hefðu m.a. verið notaðir til að malbika bflaplan, helluleggja í kringum félagsheimilið og tyrfa á lóð félagsins. Hall- dór sagði að ýmiss frágangur væri þó enn eftir á lóðinni. Að sögn Halldórs lýkur framkvæmdum við félagsheimili Fram á þessu ári. Gamla félagsheimilið var 220 fermetrar á einni hæð en nú er búið að reisa viðbyggingu á tveim- ur hæðum sem er 330 fermetrar að grunnfleti. Þá er áformað að breyta hluta af gömlu húsnæði félagsins í búningsklefa á næsta ári. íþróttafélagið Fylkir Fylkismenn ljúka í sumar framkvæmdum við grasvöll sinn að sögn Jóhannesar Óla Garðarssonai- formanns Fylkis. Um er að ræða tveggja grasvalla svæði ætlað til æf- inga og keppni og fjárveiting borgarinnar til vallarins á þessu ári var 2,4 milljónir. Jóhannes sagði að kostnaður við völlinn væri nú orðinn 5,5 milljónir króna. í sumar hafa Fylkismenn unnið að smíði sérstaks vökvunarbúnaðar fyrir völlinn og girðingar í sumar er einnig ætlunin að gróðursetja og snyrta til á svæði félagsins við Frosta- skjól. íþróttafélagið Leiknir Ómar Kristvinsson formaður Leiknis sagði að félaginu hefði á þessu ári verið úthlutaðar 2 milljónir króna frá Reykjavík- urborg til framkvæmda við bað- og búnings- klefa við Austurberg. Ómar sagði að Leiknismenn reyndu að flýta verkinu eins og hægt væri til að komast sem fyrst inn í húsið því félagið væri nær algerlega að- stöðulaust. Vonir hefðu staðið til að hið nýja húsnæði kæmist í notkun fyrir sumar- ið en það hefði ekki tekist. Ómar kvað Leikni hafa yfír að ráða stóru og miklu grassvæði og ætlunin væri að reyna að koma upp grasvelli sem fyrst. Hann sagði að félagið væri fyrst og fremst knattspymufélag og í sumar væri æfð knatt- spyma í öllum aldursflokkum. Knattspyraufélagið Valur Haraldur Sverrisson framkvæmdastjóri Vals sagði að 22.000 fermetra grasvöllur félagsins væri að verða tilbúinn, tyrfíngu væri lokið og nú þyrfti völlurinn að fá að gróa til að hægt yrði að nota hann næsta vor. A þessu ári fengu Valsmenn 3,8 millj- óna króna styrk frá borginni til að ljúka við grasvöllinn. Haraldur sagði að í september yrði tekið í notkun nýtt 12.000 fermetra íþróttahús þar sem allir heimaleikir Vals í hand- og körfubolta yrðu spilaðir í vetur. Þá væri verið að reisa vallarhús á tveimur hæðum með kjallara. Fyrsta hæðin yrði tekin í notk- un í september enda væm þar búningsklefar og öll aðstaða í sambandi við nýja íþrótta- húsið auk heilsuræktar með gufubaði og ljósabekkjum. Kjallari og önnur hæð vallar- hússins verða ekki tekin í notkun strax en þar eiga m.a. að vera lyftingatæki og að- staða fyrir alla félagsstarfsemi. Haraldur sagði að á þessu ári hefði einnig verið unn- ið að stækkun gamla félagsheimilisins,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.