Morgunblaðið - 25.08.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.08.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 3 Tryggingastofnun ríkisins: Gengið til samninga við Securitas um öryggis- hnappa fyrir aldraða og sjúka Skák: Karl í 5. sætiá pólsku móti KARL Þorsteins endaði í 5. sæti á skákmóti i Póllandi sem lauk fyrir helgina. Karl fékk 6 vinn- inga af 11 mögulegum og átti um tíma möguleika á að ná áfanga að stórmeistaratitli en missti af honum í lok mótsins. Austur-þýski stórmeistarinn Bönsch vann mótið með 8 vinning- um en Greenfeld frá ísrael og Dolmatov frá Sovétríkjunum urðu í 2.-3. sæti með 7,5 vinninga. Pólski alþjóðameistarinn Kuczynski varð í 4. sæti með 7 vinninga en Karl kom næstur með 6 vinninga. Karl vann 5 skákir á mótinu, þar á meðal gegn Greenfeld, en ein vinninsskákin var ekki talin með þar sem andstæðingurinn hætti á mótinu. Karl tapaði síðan þremur skákum, gegn hinum skákmönnun- um sem urðu fyrir ofan hann. Karl var með svart í öllum þeim skákum og reyndi að tefla til vinnings en fór heldur of geyst. í tveimur síðustu skákunum gerði Karl síðan stutt jafntefli þegar möguleikinn á stórmeistaraáfanganum var ekki lengur fyrir hendi. Mótið var haldið í smábæ rétt við tékknesku landamærin. Allir keppendumir nema Karl og Green- feld voru frá Austur-Evrópu og að sögn Karls var talsvert erfítt að Lloydsskák- mótið í London: Þröstur og Jón með 1V2 vinning JÓN G. Viðarsson og Þröstur Þórhallsson höfðu fengið 1,5 vinninga og Hannes Hlífar Stef- ánsson og Amþór Einarsson höfðu 1 vinning þegar tveimur umferðum var lokið á skákmóti sem kennt er við Lloyds bankann í Lundúnum. íslendingamir höfðu ekki teflt við mjög sterka menn. Þó hafði Þröstur gert jafntefli við Emst frá Svíþjóð en Hannes tapaði fyrir breskum alþjóðlegum meistara eftir að hafa verið kominn með vinnings- stöðu. Þröstur átti í gær að tefla við heimsmeistara unglinga, Anand frá Indlandi. Mót þetta er opið og taka þátt í því 10 stórmeistarar, þar á meðal Nunn og Chandler frá Bretlandi, og Benjamin og Dlugy frá Banda- ríkjunun. Alls verða tefldar 10 umferðir á mótinu. Húsavík; Hringur sýnir í Safnahúsinu Húsavík. HRINGUR Jóhannesson listmál- ari opnar málverkasýningu nk. fimmtudag kl. 20.00 i Safnahús- inu á Húsavík. Hringur hefur undanfarin ár dvalið hér á sumrin á heimaslóðum í húsi sfnu að Haga í Aðaldal og em því margar myndir hans héðan úr héraðinu. Á sýningunni verða alls 28 myndir, 20 pastel og 8 olíu- verk. Sýningin verður aðeins opin þijá daga eða fram á sunnudag frá kl. 13.00 til kl. 19.00. Karl Þorsteins. keppa þar, sérstaklega þar sem enginn af þeim sem sáu um mótið talaði ensku. TRYGGINGARÁÐ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að ganga til samninga við Securitas um ör- yggisþjónustu aldraðra og sjúkra. Þijú tilboð bárust Trygg- ingastofnun ríkisins þegar útboð var auglýst i vor. Auk Securitas bárust tilboð frá Vara og Hlíf, sem uppfylltu hinsvegar ekki útboðsskilmála, að sögn Ólafs G. Einarssonar formanns Trygg- ingaráðs. Ólafur sagði að hátt í 130 manns bæru nú svokallaða öryggishnappa á sér á vegum Securitas, en þörfín væri eflaust mun meiri. Hingað til hefðu hnappamir verið á ákveðnu tilraunastigi, en Tryggingaráð teldi að sinna ætti þessu verkefni enn frekar. Ólafur vildi ekki staðfesta upp á hvað tilboð Securitas hljóð- aði, en bein kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 30 og 40 milljónum króna vegna þessa verkefnis. AIVORUR 1YIEFLD ÞJONUSTA SIDAL OG SINDRA STALS Á liðnu ári gerðist Sindra Stál hf. umboðsaðili Sidal A/S í Danmörku og Belgíu. Þetta samstarf eykur enn styrk okkar og fjölbreytni í álbirgðahaldi. Öflug og skjót afgreiðsla á sérpöntunum vegna ýmissa verkefna. © ÐM MBMDtBEl Ál er okkar mál. SINDRA/N^STALHF BORGARTÚNI31, SlMAR 27222 & 21684 - SPB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.