Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
VEÐUR
Landspítalinn;
Tvær hjartaaðgerðir
á viku en ekki hægt
að anna þörfinni
H(jartaskurðaðgerðir hafa nú
verið framkvæmdar á Landspít-
alanum í rúmt ár. Það hefur sýnt
sig á þessum tima að sjúklingar
vilja heldur fara í hjartaaðgerðir
hér heima en fara til útlanda.
Töluvert vantar upp á að hægt
sé að anna þörfinni, að sögn
Grétars Ólafssonar yfirlæknis á
bijóstholsaðgerðadeild Landspít-
alans. Að jafnaði eru gerðar tvær
hjartaaðgerðir í viku hverri en í
ráði að fjölga þeim svo fljótt sem
auðið er i þrjár á viku. Þá var
nýlega byijað að framkvæma á
Landspítalanum útvikkanir á
kransæðum, en hingað til hafa
íslendingar þurft að fara utan
til slikra aðgerða.
„Ástæðan fyrir því að við önnum
ekki þörfínni er fyrst og fremst sú
að skurðstofur eru of fáar. Því er
ekki að neita að aðgerðir eru miklu
fleiri en gert var ráð fyrir í upp-
hafi, en það er fyrst og fremst
plássleysi sem kemur í veg fyrir að
við getum gert allar aðgerðir sem
þörf er á. í upphafi var reiknað
með að um helmingur aðgerða færi
fram hér á landi, en á daginn hefur
komið að fólk vill síður fara utan,"
sagði Grétar Ólafsson yfirlæknir
brjóstholsaðgerðadeildar, en þar
fara fram hjartaskurðaðgerðir auk
annarra bijóstholsaðgerða.
Ýmsir höfðu uppi efasemdir á
sínum tíma að rétt væri að gera
jafn flóknar skurðaðgerðir og
hjartaaðgerðir hér á landi en að
sögn Péturs Jónssonar fram-
kvæmdastjóra Landspítalans hafa
þær gengið vonum framar. Alls
hafa verið gerðar 74 aðgerðir, þar
af 42 á þessu ári. Sagði Pétur að
ekki hefði verið hægt að gera eins
I DAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veóurspá kl. 16.15 í gær)
að þær hefðu einnig haft í för með
sér að hluti af besta starfsfólkinu
fór úr störfum sínum og leitaði
annað. Að öðru leyti hefði það ekki
komið niður á þessari starfsemi
sjúkrahússins hve illa gekk að fá
hjúkrunarfólk til starfa í sumar.
Hjartaskurðaðgerðir krefjast
mikils viðbúnaðar, bæði flókins
tækjabúnaðar og margra sérfræð-
inga. Svo til allar þær aðgerðir sem
gerðar hafa verið enn sem komið
er eru kransæðaaðgerðir. Þar koma
við sögu 12 manns í hverri aðgerð,
þar af þrír skurðlæknar og tekur
aðgerðin að meðaltali um 6 klukku-
stundir.
Hjartaskurðlæknamir Hörður
Alfreðsson og Þórarinn Amórsson
segjast vera mjög ánægðir með
þann árangur sem náðst hefur á
því ári sem liðið er frá því fyrsta
aðgerðin var gerð. Hingað til hefðu
á bilinu 110-150 manns þurft að
fara árlega utan í hjartaskurðað-
gerðir en nú vildu svo til allir að
þær aðgerðir væm framkvæmdar
hér heima. Alltaf hefði verið ljóst
að þeim fjölda yrði ekki mögulegt
að sinna hér og auk þess ekki við
því búist að telja þyrfti fólk á að
fara utan. Þvi væri ekki að neita
að þetta hefði leitt til þess að marg-
ar erfíðustu aðgerðimar hefðu verið
gerðar hér heima og það væru þeir
yngstu og hressustu sem taldir
Morgunblaðið/Þorkell
Á aðalskurðstofu Landspítalans. Grétar Ólafsson, yfirlæknir á bijóst-
holsaðgerðadeild og hjartaskurðlæknamir Þórarinn Amórsson og
Hörður Alfreðsson.
margar aðgerðir í vor og til stóð
vegna vinnudeilna, en þær stóðu í
fímm vikur. Það sem verra væri
Hjarta- og lungnavél sem keypt
var í fyrra fyrir gjafafé eins
og svo mikill hluti af tækjabún-
aði Landspitalans. Án hennar
væri ekki hægt að framkvæma
hjartaskurðaðgerðir á Lands-
pítalanum.
væm á að fara utan. Aðspurðir um
sýkingar vegna hjartaskurðaðgerða
hér sögðu þeir að tíðni sýkinga
væri með minnsta móti og töldu
skýringuna fólgna í mikilli áherslu
á hreinlæti og hvers konar öiyggi.
Mikil áhersla hafí verið lögð á ör-
yggisþáttinn í öllu starfínu og það
væri ein ástæða þess að ekki hafí
verið byijað fyir en nú fyrir
skömmu að útvíkka kransæðar hér
á landi þrátt fyrir að tækjabúnaður
væri fyrir hendi. Mikilvægt hefði
verið að fá ákveðna reynslu á starf-
semina og rasa ekki um ráð fram.
VEÐURHORFUR í DAG, 25.08.87
YFIRLIT á hádegi f gœr: Um 400 km suðsuftvestur af Reykjanesi
er 1000 mb lægft ó hægri hreyfingu austur og siftar suftaustur,
en austur við Lófót er 1025 mb hæft. Yfir Labrador er 990 mb
lægft sem þokast austur. Hiti verftur víftast 9—14 stig að deginum.
SPÁ: í dag verður hægviftri um mestallt landift og vífta nokkuft
bjart veftur, þó smáskúrir á stöku stað. Hiti 10—14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Suðlæg og suðvestlæg
átt. Rigning efta súld meft köflum um sunnan og vestanvert landift
en lengst af þurrt norðaustanlands. Fremur hlýtt, einkum á norft-
ur- og austurlandi.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j* Skafrenningur
Þrumuveður
Samtökin Gamli miðbærinn:
„Framtíð miðbæjar-
ins ræðst hjá okkur“
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akurayri Raykjavlk hltl 11 10 vaöur alakýjaó rlgnlng
Bergen 17 akýjað
Hatalnkl 14 akýjað
Jan Mayan 7 akýjað
Kaupmannah. 18 þokumóða
Naraaaraauaq vantar
Nuuk 12 Mttakýjað
Oaló 16 akýjað
Stokkhólmur 16 akýjað
Þórahöfn 11 Mttakýjað
Algarve 27 heiðakfrt
Amatardam 22 akýjað
Aþena 29 hálfakýjað
Barcelons 26 akýjað
Bertfn 23 Mttakýjað
Chlcago 11 akýjaö
Faneyjar 23 skýjað
Frankfurt 23 slcýjað
Glaagow 16 hálfskýjað
Hamborg 23 akýjað
Laa Palmaa 26 akýjað
London 18 miatur
Loa Angelea 16 þokumóðs
Lúxamborg 17 rlgnlng
Madrfd 23 akýjað
Malaga 29 heiðskfrt
Mallorcs 29 Mttskýjað
Montraal 11 léttskýjað
NawYork 16 heiðakfrt
Parfa 16 rignlng
Róm 31 hálfakýjað
Vfn 26 halðakfrt
Waahlngton 18 Mttakýjað
Winnlpeg 9 Mttakýjað
Fundur á Hótel
Borg í kvöld
„NÚ verða allir verslunareigend-
ur og þjónustuaðilar í gamla
miðbænum að bregðast við þeirri
samkeppni sem skapast hefur,“
sagði Guðlaugur Bergmann,
formaður samtakanna Gamli
miðbærinn, en samtökin halda
fund í kvöld á Hótel Borg. Fund-
urinn ber yfirskriftina „Framtíð
miðbæjarins ræðst þjá okkur og
hvergi annars staðar."
„Með opnun Kringlunnar hefur
verslunarrými í Reykjavík aukist
um 10% og því er ljóst að sam-
keppnin er enn harðari en áður,“
sagði Guðlaugur. „Slfk samkeppni
er auðvitað af hinu góða, þvf menn
leggja sig þá enn meira fram við
að sinna viðskiptavinum sínum.
Fjölbreytni í verslun og þjónustu í
miðbænum er mjög mikil, þvf þar
halda til rúmlega 800 aðilar, en um
500 þeirra eru innnan miðbæjar-
samtakanna. Það verður því að
opna augu fólks fyrir nauðsjm þess
að gera miðbæinn enn meira aðlað-
andi, enda er aldrei of vel gert. Því
hvetjum við menn til að hirða um-
hverfi fyrirtækja, vanda til innrétt-
inga og halda verði í skefjum. Það
má aldrei láta deigan sfga í sam-
keppninni og einn liður f bættri
þjónustu er að hafa opnunartíma
sveigjanlegan, til dæmis að hafa
fyrirtæki opin á laugardögum."
Guðlaugur sagði að Laugavegur-
inn væri nú óðum að taka á sig
rétta mynd eftir lagfæringar sum-
arsins. „Laugavegur verður form-
lega opnaður við hátíðlega athöfn
5. september, en þá á að vera lokið
við frágang á hliðargötum hans.
Þá verða bifreiðastæði við Faxa-
skála tilbúin, en þar verður fymi
fyrir 370 bifreiðar. Loks sakar ekki
að geta þess að fólki gefst nú kost-
ur á að ferðast endurgjaldslaust
með strætisvögnum um miðbæinn,
en það ætti að létta á umferð bif-
reiða," sagði Guðlaugur Bergmann
að lokum.
Fundur samtakanna Gamli mið-
bærinn verður sem fyrr sagði á
Hótel Borg í kvöld og hefst hann
kl. 20.30. Fundarstjóri verður Páll
Líndal og eru allir velkomnir.