Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Genfar-Evrópusamkeppnin:
Þrjú verk valin
til áframhald-
andi þátttöku
ÍSLENSKA dómnefndin í Genfar-Evrópusamkeppninni um sjón-
varpshandrit varð sammála um að mæla með þremur verkum til
áframhaldandi þátttöku í samkeppni Evrópusjónvarpsstöðva um sjón-
varpshandrit. Alls bárust 27 handrit eftir 23 höfunda.
Þau verk og höfundar sem ákveð-
ið var að mæla með eru „Heim-
koma“ eftir Önnu Heiði Oddsdóttur
og Michael Dean Ford, „Engin
spor“ eftir Viktor Arnar Ingólfsson
og „Steinbam" eftir Vilborgu Ein-
arsdóttur.
í greinargerð frá dómnefnd segir
m.a. að nefndin telji þessar þrjár
tillögur að sjónvarpsleikritum vera
heilsteyptar og skýrt fram settar,
auk þess sem efnisvalið sjálft veki
áhuga og lýsi hugmyndaauðgi höf-
unda. „Eftir tillögunum að dæma
virðist höfundum treystandi til að
fylgja tillögunum eftir og fullmóta
þær, enda eru þær unnar af vand-
virkni og kunnáttu," segir í greinar-
gerð dómnefndar.
Um einstök verk segir m.a. í
greinargerð dómnefndar: „Heim-
koma“ eftir Önnu Heiði Oddsdóttur
og Michael Dean Ford er frumleg
tillaga að sjónvarpsleikriti, sem
byggir á heimflutningi islensku
handritanna frá Danmörku. Hér er
á ferðinni skemmtileg blanda raun-
verulegra atburða og ævintýralegs
uppspuna, sem höfundum tekst þó
að gera að heilsteyptu verki. „Eng-
Gáleysi í
Grafarvogí
HARÐUR árekstur varð á mótum
Fjallkonuvegar og Frostafoldar í
Grafarvogi á laugardag. Einn
maður var fluttur á slysadeild, en
hann mun ekki alvarlega slasaður.
Áreksturinn varð um kl. 12 á laug-
ardaginn. Bifreið, sem var ekið vestur
Fjallkonuveg skall á bifreið sem kom
suður Frostafold. Annar ökumann-
anna var fluttur á slysadeild, en
meiðsli hans munu ekki vera mikil.
Báðar bifreiðamar eru hins vegar
mikið skemmdar og voru dregnar á
brott. Á mótum Fjallkonuvegar og
Frostafoldar gildir almennur umferð-
arréttur og rekur lögreglan árekstur-
inn til gáleysis.
in spor“ eftir Viktor Amar Ingólfs-
son er framhaldsmyndaflokkur í
anda nútíma sakamálasögu. Höf-
undi tekst að ánetja lesanda/áhorf-
anda atburðarásinni og magna upp
spennu sem losað er um í áföngum.
„Steinbam" eftir Vilborgu Einars-
dóttur er bæði manneskjulegt og
„mystískt" verk. Atburðarásin er
dramatísk, spennandi og óhugnan-
leg og fléttað saman fortíð og nútíð
á hugvitssamlegan hátt. Frásögnin
er mögnuð og myndræn og tillagan
býður upp á bæði dramatíska og
sálfræðilega úrvinnslu.
Friðrik Tryggvason við rimlahlið sem hann hefur smíðað.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Grundarfj ör ður:
Ný gerð af rimlahliðum
f GRUNDAKFIRÐI er verið
að smíða nýja tegund rimla-
íslenskt hleypi-
efni í sultur ónýtt
- segir Kristín Gestsdóttir
„Á undanförnum árum og jafn-
vel áratugum hefur íslenska
hleypiefnið pektin, sem sett er í
sultur, verið ónýtt,“ sagði Kristín
Gestsdóttir, sem gefið hefur út bók
með uppskriftum af ávaxta- og
beijaréttum.
„Auk þess að selja ónýtt efni, eru
leiðbeiningamar með því rangar. Það
á alltaf að setja sykur á eftir pektin-
efninu," sagði Kristín. „Framleiðend-
ur íslenska hleypiefnisins hafa valdið
mörgum miklum leiðindum, og er þá
vægt að orði komist. Fólk hefur mik-
ið fyrir að tína ber, hakka og sjóða,
en þegar sultan á að hlaupa og árang-
ur erfíðisins á að koma í ljós, gerist
ekkert, sultan hleypur ekki.“
Kristín sagði að margir hefðu snú-
ið sér til Leiðbeiningarstöðvar
húsmæðra og leitað ráða eftir að
hafa lent í ógöngum við sultugerð.
Þeim er bent á danskt hleypiefni,
Melatin, sem er mjög gott. „Eg tal-
aði við einn íslenskan framleiðanda
fyrir tveimur árum og sagði hann að
þeir fengju um 30 kvartanir á hveiju
hausti, en hvað eru þeir margir sem
ekki hringja og kvarta? Þeir skipta
eflaust hundruðum. Annar framleið-
andi var svo hreinskilinn að segja
mér að hann notaði nú alltaf danskt
hleypiefni sjálfur."
hliða sem ætluð eru sem
heimreiðarhlið. Sá sem smíðar
hliðin er Friðrik Tryggvason
bifreiðasmiður og hefur hann
sjálfur hannað þau.
Að sögn Friðriks hannaði hann
og smíðaði fyrsta hliðið fyrir föð-
ur sinn fyrir tveimur árum. Við
þá smíði leitaði hann ráðgjafar
hjá Elíasi Guðjónssyni, verkstjóra
í Grundarfirði, en hann hefur um
árabil fylgst með og annast við-
hald á ristahliðum sveitarfélags-
ins í Grundarfirði.
Meginkostur þessara hliða er
að sögn Friðriks sá að ekki er
nauðsynlegt að steypa undir hlið-
in. Hann sagði einnig að samsetn-
ing hliðsins væri miðuð við að
það þyldi verulegan þunga án
þess að spenna myndaðist í stál-
inu. Að lokum sagði Friðrik að
mjög einfalt væri að setja hliðin
upp.
Rimlahliðin eru framleidd í
tveimur stærðum. Þau minni eru
4x2 metrar og ætluð fyrir heim-
reiðar. Þau stærri eru hins vegar
smíðuð eftir viðmiðunarstaðli
Skógræktar ríkisins sem er 4x3
metrar.
Sæver hf. á Ólafsfirði:
Framleiða kavíar
á Evrópumarkað
FYRIRTÆKIÐ Sæver hf. á Ólafs-
firði framleiðir kavíar á Evrópu-
markað. Fyrirtækið hóf vinnslu í
janúar á þessu ári að sögn Sigurð-
ar Pálmasonar framkvæmda-
stjóra.
Sigurður sagði að reksturinn hefði
gengið sæmilega nema hvað hráefni
hefði skort í vetur. „í dag er vinnslan
í fullum gangi og við erum með 10
manns í vinnu," sagði hann. Sæver
hf. kaupir hráefni til framleiðslunnar
af grásleppukörlum á Ólafsfírði.
„Stofnun þessa fyrirtækis er búin
að vera einhvem tíma í undirbún-
ingi. Eigendumir eru bærinn og
fyrirtæki og einstaklingar hér á
staðnum," sagði Sigurður. „Það er
nægur markaður fyrir kavíar erlend-
is, vandamálið er bara að fínna rétt
verð.“
Morgunblaðið/Helgi Þ6r
Sigurður Pálmason fram-
kvæmdastjóri Sævers hf.
Þúsundasti skiptineminn á vegum AFS til Ítalíu á morgun:
Mikilvægt að halda af
stað með réttu hugarfari
- segir Anna Halldórsdóttir
SAUTJÁN ára Akurnesingur Anna Halldórsdóttir er á förum til
Ítalíu á morgun og er hún þúsundasti skiptineminn sem fer utan
á vegum AFS á íslandi, en 30 ár eru nú liðin síðan fyrstu átta
ungmennin héldu utan til ársdvalar í Bandaríkjunum á vegum sam-
takanna. Á því skólaári, sem nú er að hefjast, eru 78 ungmenni á
leið utan og munu þau dreifast til alls 20 landa í öllum heimsálf-
um. Þetta er stærsti hópurinn sem fer utan á vegum AFS til þessa.
AFS starfar nú í alls 73 löndum.
„Mér finnst þetta allt
saman
mjög spennandi. Maður fær að
kynnast nýrri menningu, nýrri þjóð
og nýju landi,“ sagði Anna í sam-
tali við Morgunblaðið. Hún verður
í tíu þúsund manna bæ, Carignano,
sem er um það bil 15 km fyrir utan
Torino. Þar mun hún búa hjá
þriggja manna fjölskyldu, hjá fóst-
urforeldrum sem báðir eru fþrótta-
kennarar og 16 ára dóttur þeirra,
Emanuelu. „Við höfum skrifast á
og sent hvor annarri fjölskyldu-
myndir. Ég mun ganga í sama skóla
og hún. Þetta er lítill skóli, aðeins
150 nemendur. Ég verð bara að
vera dugleg að ná tökum á ítölsk-
unni. Ég get sjálfsagt spjarað mig
á ensku til að byija með, en ég
held að ítalimir séu ekkert áfláðir
í að tala ensku, að minnsta kosti
ekki eldra fólkið."
Anna sagðist hafa verið á félags-
fræðibraut Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi undanfama tvo
vetur. Hún sagði að sjö jafnaldrar
hennar frá Akranesi hefðu sótt um
að fara út sem skiptinemar á vegum
AFS í vetur og væru þeir allir fam-
ir, ein vinkonan hefði t.d. farið til
Suður-Afríku, ein til Porto Rico og
aðrir annað. „Maður hefur örugg-
lega mjög gott af þessu ári.
Auðvitað hlýtur söknuður til §öl-
skyldunnar heima á íslandi að koma
upp. Það er ekkert óeðlilegt, en
þetta ár verður örugglega þrosk-
andi. Því er ekki að neita að ég
verð alltaf útlendingur á Ítalíu, en
ég tel mjög mikilvægt að reyna að
aðlaga sig breyttum háttum. Maður
verður að vera jákvæður og taka
því sem að höndum ber f stað þess
að vera sífellt að gagnrýna og bera
Ítalíu og ísland saman. Þetta eru
ólík lönd. Maður verður að fara
með réttu hugarfari, tilbúinn til að
gefa eitthvað af sjálfri sér.“ Anna
sagðist hafa ferðast um öll Norður-
löndin auk þess sem hún hefur farið
til Skotlands og í sólarlandaferð til
Ibiza.
Skólaárið 1986-87 dvöldu hér á
landi 18 skiptinemar á vegum AFS
og bjuggu þeir hjá sömu fjölskyld-
Anna Halldórsdóttir 17 ára
Akurnesingur er þúsundasti
skiptineminn sem fer utan á
vegum AFS á ísiandi.
unum allt árið. Á meðan á dvölinni
stóð stunduðu þeir nám í fram-
haldsskólum auk þess sem AFS
stóð fyrir ýmsum uppákomum fyrir
hópinn. Svokölluð „menningar-
helgi" fór fram í nóvember og var
þá farið í leikhús og á söfn á höfuð-
borgarsvæðinu. „Vistaskipti" áttu
sér stað í febrúar, en þá fóru skipti-
nemamir af Reykjavíkursvæðinu til
skammtímadvalar f sveit og í sjáv-
arþorpum út um landið, og hin
komu suður á sama tíma. Farið var
í lokaferðalag um Snæfellsnes og
Breiðafjörð og dvalið var í Flatey
á Breiðafirði í nokkra daga áður
en hópurinn fór til sinna heima-
landa.
Á komandi skólaári verður 21
skiptinemi hér á landi á vegum AFS
á Islandi. Þau koma til landsins í
dag, 25. ágúst, og dreifast stuttu
sfðar til fósturfjölskyldna sinna um
allt land. Þetta er stærsti hópur
ársnema sem hér dvelur í einu á
vegum samtakanna.
I sumar hafa dvalið hér 26 AFS
skiptinemar um tveggja mánaða
skeið. Þeir hafa búið hjá fjölskyld-
um um allt land, og hafa mörg
verið á sveitaheimilum og í sjávar-
þorpum, þar sem þau hafa kynnst
Islandi á nokkuð annan hátt en
venjulegir ferðamenn. Margir sum-
amemanna hafa einnig tekið þátt
í sérstökum vinnuverkefnum, sem
hefur aukið á fjölbreytni dvalarinn-
ar. Á sama tfma hafa um 60
íslenskir unglingar farið til slíkrar
sumardvalar á vegum AFS í ellefu
löndum.
Fyrirhugað er að minnast 30 ára
afmælis AFS á íslandi með af-
mælisdagskrá í október. Ætlunin
er að fá til landsins yfírmenn al-
þjóðasamtaka AFS, og kynna starf
samtakanna á alþjóðavettvangi bet-
ur en gert hefur verið.