Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Kosningarnar í Danmörku:
Schlíiter útilokar ekki
samvinnu við Glistrup
Skoðanakannanir spá jafnaðarmönnum ósigri
Kaupmannahöfn, Reuter.
NIÐURSTÖÐUR þriggja skoð-
anakannana voru birtar í
Danmörku á sunnudag og gefa
tvær þeirra til kynna að stjórn
Schliiters muni eftir kosningarn-
ar þurfa á stuðningi Framfara-
flokks Glistrups til að halda
þingmeirihluta með aðstoð Rót-
tækra. Framfaraflokknum er
spáð sex til átta þingsætum en
alls sitja 179 á danska þjóðþing-
inu. Á blaðamannafundi í gær
varaði SchlUter forsætisráð-
herra við auknum áhrifum
Glistrup-manna en hafnaði þó
ekki afdráttarlaust samvinnu við
þá.
„Það mun auka mjög hættuna á
pólitískum óstöðugleika ef ný, fjög-
urra flokka stjóm verður að taka
tillit til kjósenda Framfaraflokksins
við stefnumótun sína,“ sagði
Schluter. Mjög vefst fyrir stjóm-
málaskýrendum hvemig túlka beri
ummæli hans. Niels Helveg Peters-
en, formaður Róttæka vinstri
flokksins, er tryggt hefur sitjandi
stjóm þingmeirihluta í flestum
málaflokkum án þess að eiga full-
trúa í stjóminni, sagði hins vegar
á öðrum fréttamannafundi að flokk-
ur hans myndi ekki styðja ríkis-
stjóm sem styddist við Framfara-
flokkinn.
„Ástæðumar fyrir þeirri afstöðu
okkar að vilja ekki veita þeim neina
áhrifastöðu eru pólitískar skoðanir
þeirra og sú reynsla sem við höfum
haft af starfsemi þeirra,“ sagði
Helveg Petersen.
Samkvæmt könnun dagblaðsins
Politiken, sem gerð var á fimmtu-
daginn í síðustu viku, fá jafnaðar-
menn 27% atkvæða í kosningunum
8. september, íhaldsflokkurinn
24%, Sósíalíski þjóðarflokkurinn
17% og Vinstri flokkurinn (borgara-
legur) 12%. í könnun Politiken fær
Framfaraflokkurinn aðeins 3% at-
kvæða en meira í öðrum skoðana-
könnunum.
Stjómarsinnar hampa nú mjög
þeim árangri sem þeir telja borgara-
flokkana hafa náð í stjóm efna-
hagsmála og benda einnig á að
samanlögð neysla hafi aukist mun
meira á stjómarárum Schuter-
stjómarinnar en síðustu stjómarár
jafnaðarmanna undir forystu Ank-
ers Jargensen. Sala á nýjum bílum
hefur tvöfaldast og sumarleyfis-
ferðum til útlanda fjölgað um 45
af hundraði.
Er Schliiter tók við 1982 var hlut-
fall atvinnulausra 9,8% en 1986
8,3%. Viðskiptahalli við útlönd var
4,1% af þjóðarframleiðslu, 1986 var
hann 2,5%. Fjárlagahallinn var
10,6% af þjóðarframleiðslu en 0,6%
árið 1986. Loks má svo geta þess
að verðlag hækkaði að meðaltali
um 10,2% árið 1982 en 1986 var
hækkunin 4,0%.
Stjóminni hefur aftur á móti
gengið erfiðlega að standa við lof-
orð um skattalækkanir. Talsmenn
hennar viðurkenna að skattar hafl
hækkað miðað við fast verðlag.
Kenna þeir því um að Jafnaðar-
mannastjómin hafí trassað að
innheimta nægilegt fé fyrir ríkisút-
gjöldum og borgaraflokkamir því
þurft að moka flórinn. Ekki hefur
heldur tekist að stöðva vöxt ríkisút-
gjalda.
Hungerford:
Útför
fórnar-
lambanna
Hungerford, Reuter.
Á SUNNUDAG voru fóm-
arlömb fjöldamorðingjans
Michael Ryans borin til grafar
í bænum Hungerford, skammt
vestur af Lundúnum. Hundmð
ættingja og annarra syrgjenda
komu til athafnarinnar.
Síðastliðinn miðvikudag fór
Ryan á stjá í felulituðum her-
mannabúningi og skaut á nánast
allt, sem hreyfðist. Fyrsta hitti
hann fyrir konu í skógarferð og
skaut hana að bömum hennar
aðsjáandi. Þá sem síðar þyrmdi
reuter
Nokkrir syrgjandi aðst&ndendur þeirra, sem féUu fyrir kúlna-
regni Ryans.
AP
Fyrir miðju þessarar
myndar má sjá fjölda-
morðingjann Michael
Ryan ásamt skólasystkin-
um sínum í ellefu ára
bekk, en á innfelldu
myndinn er nýlegri mynd
af honum.
hann bömunum. Ryan ók svo sem
leið lá inn í Hungerford og myrti
þar móður sína, lögregluþjón og
14 aðra. Ryan var 27 ára að aldri
og keypti og seldi fomar byssur.
Lögreglan segist enn ekki hafa
nokkra hugmynd um hvað olli
þessu æði Ryans.
Læknar leita nú leifa áfengis
eða annarra vímuefna í líkama
Ryans, en að því búnu verður líkið
afhent ættingjum hans. Þeir segj-
ast ekki hafa ákveðið hvar líkið
verður jarðsett, en sögðu þó að
því yrði ekki fyrirkomið í Hunger-
ford af tillitssemi við ættingja
hinna látnu.
Joschka Fischer fyrrverandi umhverfismálaráðherra græningja i
Hessen bregður hér á leik.
Græningjar:
Ráðandi afl
á næstu öld?
Stokkhólmur, Reuter.
Umhverfisverndarsinnar og
kerfisfjendur halda sitt þriðja al-
þjóðlega þing i Stokkhólmi nú f
vikunni. Hin unga hreyfing græn-
ingja í Evrópu segist njóta æ meira
fylgis og vonast til að verða ráð-
andi stjórnmálaafl á meginlandinu
á næstu öld, þrátt fyrir að hreyf-
ingin sé enn sem stendur fremur
ósamstæð.
Uppskeran í kosningum á megin-
landinu hefur verið ríkuleg upp á
síðkastið. Sjóaðastur er flokkur
græningja í V-Þýskalandi. í þing-
kosningum í janúar jók hann fylgi
sitt úr 5,6% í 8,3%. Á Ítalíu unnu
samtök umhverfisvemdarsinna 13
þingsæti í kosningum í júní. Græn-
ingjar hafa einnig komist á þing í
Belgíu, Luxemburg, Finnlandi, Aust-
urríki og Sviss. Skoðanakannanir
benda til að flokkur græningja í
Svíþjóð njóti fylgis tíu af hundraði
kjósenda og komist á þing ! kosning-
um á næsta ári. Sama má segja um
græningja í Danmörku sem bjóða í
fyreta skipti fram í þingkosningunum
í september.
Pehr Garhton, stofnandi græn-
ingjaflokksins í Svíþjóð og einn af
forsvarsmönnum alþjóðasamtak-
anna, telur allar líkur á að grasrótar-
hreyfingin eigi eftir að ráða ferðinni
í stjómmálum 21. aldarinnar. „Hreyf-
ing græningja er nú í sömu aðstöðu
og jafnaðsrmenn í upphafi þessarar
aldar og fijálslyndir í byijun 19. ald-
ar,“ segir Garhton. Chemobyl-slysið
og mengun Rínarfljóts eftir brunann
í Sandoz hefur opnað augu fólks.
Þessir atburðir staðfestu vamaðarorð
umhverfisvemdarmanna, segir hann
ennfremur.
Kjamorkuandstæðingar, grænfrið-
ungar, dýravinir, umhverfissinnar og
rauðsokkar eru sameinaðir í andstöð-
unni við kerfið en erfíðlega gengur
að finna sameiginlega uppbyggilega
stefnu. Garhton segir græningja-
Líbanon:
flokka sameinaða í andstöðunni við
lqamorkuna, hemaðarbandalög,
Evrópu- bandalagið, fjölþjóðafyrir-
tæki, mengun og hefðbundin stjóm-
mál. Þeir boða stefnu sem tekur hið
smáa fram yfir hið stóra. Umhverfís-
vemd er mikilvægari en hagvöxtur.
í raun vilja græningjar ekki vera
stjómmálaflokkur heldur grasrótar-
hreyfing, þar sem málefni en ekki
menn ráða og hreyfíngarbræður
skiptast á um að gegna ábyrgðarstöð-
um.
Pólitískir andstæðingar græningja
kalla þá gjama „sakleysingja ! efna-
hagsmálum" og „draumóramenn úr
millistétt" en umræddir eiga á hinn
bóginn í nokkrum erfiðleikum með
að skilgreina sjálfa sig og ákveða
hvort stjómmálalegt vald sé eftir-
sóknarvert. Á flokksþingi v-þýskra
græningja fyrr á þessu ári kom ber-
lega í ljós djúpstæður ágreiningur
milli „raunsæismanna" sem vilja
samvinnu við jafnaðarmenn og hlut-
deild í valdinu og „hugsjónamanna"
sem neita öllum sáttmálum við kerfíð.
Annar vandi sem blasir við öllum
græningjahreyfingum er sá að vegna
mótmælanáttúru sinnar hefur slík
hreyfing tilhneigingu til að fjara út
þegar hinir flokkamir taka „græn“
markmið upp í stefnuskrár sínar.
Slíkt hefur einmitt gerst í V-Þýska-
landi en þar hafa jafnaðarmenn
fordæmt kjamorkuverin, meðal ann-
ars í þeirri von að fá hlutdeild í
vinsældum græningja. Og kristilegir
demókratar í stjóm hafa stofnað
umhverfismálaráðuneyti. En fyrir
sanna græningja er slíkt náttúrlega
ekkert vandamál því málefnin eru jú
mikilvægari en hreyfingin sjálf. Ga-
hrton hefur heldur ekki miklar
áhyggjur af því að grasrótarhreyfing-
in eigi eftir að uppræta sjálfa sig því
ekki sé mögulegt að sameina um-
hyggju fyrir umhverfinu og hug-
myndafræði hagvaxtarins.
íransstjóm kom í veg
fyrir lausn Waites
Beirut, Reuter.
Heimildarmenn í líbönskum her-
flokkum sögðu i gær að klerka-
stjórnin í íran hefði komið í veg
fyrir samkomulag um að skipta á
sendimanni bresku biskupakirkj-
nnnar, Terry Waite, og fimm
milljónum Bandaríkjadala. Skæru-
liðar, hliðhollir írönum, rændu
Waite í Beirut fyrir sjö mánuðum.
Á laugardaginn skýrði Beirut-
blaðið Ash-Shiraa frá þv! að lausn
Waites væri í sjónmáli.
Líbönsku heimildarmennimir
sögðu að kaupin hefðu verið rædd
að frumkvæði ræningja Waites við
pólitískan hóp í Beirut en runnið út
í sandinn er „bakhjarl" ræningjanna
hafí komist á snoðir um þau. Talið
er að þessi bakhjarl sé fransstjóm
en ætlunin var að kaupin fæm fram
án vitneslg'u hennar.
Opinber fréttastofa Líbýu, Jana,
skýrði frá því um helgina að Gaddafi
Lýbíuleiðtogi hefði veitt mótttöku
sendimanni bresku biskupakirkjunn-
ar og hefði leiðtoginn lofað að „vinna
að friði og lausn Waites úr haldi."
Talsmaður biskupakirkjunnarí Lon-
don kannaðist ekki við að sendimaður
hennar hefði rætt við Gaddafí en
sagðist þó fagna allri viðleitni til að
frelsa Waite.