Morgunblaðið - 25.08.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
31
Nýja Kaledónía:
Átök milli
Kanaka og
lögreglu
Paris og Noumea í Nýju Kaledóníu, Reut-
er.
FRÖNSK yfirvöld játuðu á
sunnudag að lögregla í Nýju
Kaledóníu hefði beitt hörku til
þess að leysa upp friðsamleg
mótmæli Kanaka, en kenndi að-
skilnaðarsinnum um — þeir
hefðu virt bann við mótmælum
að vettugi. Auk þess segja yfir-
völd að lögregla hafi ekki beitt
ofbeldi umfram það, sem nauð-
synlegt hafi verið.
Á laugardag notuði lögregla kylf-
ur og táragas til þess leysa
mótmælaaðgerðimar upp. Að sögn
aðskilnaðarsinna særðust 23 í hópi
hinna 300 Kanaka, sem tóku þátt
í mótmælunum.
Þessi harkalega meðferð lögreglu
á á fólkinu, sem sat með krosslagða
fætur á aðaltorgi Noumea, hefur
vakið töluverða reiði — bæði í Ey-
álfu sem heima í Frakklandi.
Nýlenduráðherra Frakka, Bemard
Pons, vísaði þessari gagnrýni á bug
og sagði að Kanakar bæm sjálfír
ábyrgð á þessu, þar sem þeir hefðu
brotið bann stjómvalda við mót-
mælaaðgerðum þar til eyjarskeggj-
ar hafa kosið um framtíð eyjanna.
Sú kosning fer fram 13. september.
Kanakar, sem em uppmnalegir
íbúar Nýju Kaledóníu, em í minni-
hluta á eyjunum, krefjast sjálfstæð-
is þeirra og vilja franska innflytj-
endur á burt. Innflytjendumir, sem
em í meirihluta vilja hins vegar
hvergi fara og kjósa flestir að vera
áfram undir stjóm Frakklands.
Israel:
Fordæma
kvikmynda-
sýningar
Jerúsalem, Reuter.
ÞÚSUNDIR strangtrúaðra gyð-
inga söfnuðust saman til bæna-
halds við Grátmúrinn í Jerúsalem
i gær. Vildi fólkið með þessu
sýna andúð sína á því að kvik-
myndir skuli vera sýndar á
laugardögum, sem strangtrúaðir
gyðingar segja að sé vanhelgun
við hvíldardaginn.
Talið er að um 10.000 manns
hafi komið saman við Grátmúrinn.
Rak fólkið upp kveinstafí og las
sálma. Venju samkvæmt var blásið
í hrútshom. Tveir gyðingaprestar
boðuðu til bænastundarinnar til að
mótmæla því að fjögur kvikmynda-
hús í borginni skyldu vera opin á
sabbatsdaginn, sem hefst við sólset-
ur á föstudag og lýkur á laugar-
dagskvöld. Trúarleiðtogar lögðu
áherslu á að mótmælin fæm frið-
samlega fram en komið hefur til
átaka að undanfömu sökum þessa
í nokkmm borgum í ísrael.
Teddy Kollek, borgarstjóri Jerú-
salem, hefur neitað að stöðva
kvikmyndasýningar á hvíldardegi
gyðinga. Hafa þær verið vel sóttar
en áður hafði fólk neyðst til að taka
sér á hendur 45 mínútna langa ferð
til Tel Aviv til þess að komast í
kvikmyndahús eða leita sér annarr-
ar afþreyingar.
Á síðasta ári bám strangtrúaðir
gyðingar eld að strætisvagnaskýl-
um sökum þess að þar gat að líta
auglýsingar fyrir baðfatnað
kvenna. Þeir hafa og lokað ýmsum
götum í Jerúsalem á hvfldardaginn
og hafa oftlega gripið til þess ráðs
að grýta ökumenn. Þá hafa þeir
lent í átökum við lögregluþjóna sem
reynt hafa að stöðva mótmælin.
Reuter
Námsmenn og verkamenn kasta steinum og bensinsprengjum í
átt til óeirðalögreglu fyrir utan Yonsei-háskólann í Seoul.
S-Kórea:
Ný alda mótmæla
Seoul, Reuter.
Að minnsta kosti tiu verka-
menn særðust að sögn lögreglu
i átökum milli verkfallsmanna
og andstæðinga verkfailsins í
vélaverksmiðju í S-Kóreu í
gær. Átökin brutust út eftir að
læknar birtu niðurstöðu krufn-
ingar á manni sem lést i
bardaga verkfallsmanna og
óeirðalögreglu á laugardag.
Krufningin leiddi í ljós að mað-
urinn dó vegna innvortis blæðinga
eftir að hafa fengið táragas-
sprengjubrot í bijóstið að því er
talið er. Hundruð verkamanna
hafa vakað yfír líkinu síðan á
laugardag og stjómvöld óttast
nýja öldu óeirða í landinu. Forr-
áðamenn landsins hittust á fundi
í gær og lýstu eindregnum vilja
til að koma í veg fyrir frekari
blóðsúthellingar.
Lögreglan greindi frá því í gær
að 1.650 fyrirtæki hefðu orðið
fyrir barðinu á verkföllum síðan
í byijun júlí þegar stjóm landsins
boðaði lýðraeðislegar breytingar.
Meira en tveir þriðju hlutar vinnu-
deilnanna hafa verið leystir á
friðsamlegan hátt en enn liggur
vinna niðri hjá 513 fyrirtækjum.
SILFURBÚÐIN
KRINGLUNNI—REYKJAVÍK
SÍMI 689066