Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 25.08.1987, Síða 64
XJöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Hraðflutningaskipið frá Vestfjörðum: Svipað verð og á nýveiddum fiski í Hollandi NORSKA hraðflutningaskipið, sem ísfang á ísafirði hefur tekið á leigu til ferskfisksflutninga, kom til Breskens í Hollandi á sunnu- dagsmorgun eftir aðeins þriggja sólarhringa siglingu frá ísafirði. Skipið var með um 200 tonn af þorski og nokkur tonn af öðrum fiski, sem dreift var beint á mark- að viða í Evrópu. Að sögn Eggerts Kjartanssonar, fréttaritara Morg- unblaðsins í HoUandi, var hér um mjög góðan fisk að rœða og fékkst fyrir hann svipað verð og fyrir besta hollenska fiskinn nýdreginn úr sjó. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun hæsta verðið hafa verið um 80 krónur á kílóið, en lægst verð fékkst í Þýskalandi, um 40 krónur á kilóið, enda hafa Þjóðveijar verið lítt ginnkeyptir fyrir fiski að undanförnu. Siglingin er um 1.400 sjómflur og að sögn Eggerts hefur aldrei ver- ið flutt svo mikið af ferskum fiski svo langt á jafn skömmum tíma á skipi. í Breskens tók flutningafyrir- tækið Vooruit við fiskinum og dreifði honum beint á neytendamarkað í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Eng- landi og Hollandi. Norska hraðflutningaskipið verður í reynslusiglingum á milli ísafjarðar og Hollands næstu tíu vikurnar og mun hugmynd forráðamanna ísfangs vera sú að vinna nýja markaði fyrir fiskinn í FVakklandi, Belgíu, Hol- landi, Spáni og víðar í Evrópu. Sláturfélag Suðurlands Ráða tuttugu og sjö Dani til starfa SLÁTURFÉLAG Suðurlands réð í síðustu viku 27 Dani til starfa í framleiðsludeildum og verslunum fyrirtækisins. Að sögn Teits Lár- ussonar, starfsmannasijóra SS, var gripið til þessa ráðs vegna mikils skorts á innlendu vinnuafli. Danirnir, sem eru á sex mánaða starfssamningi til að byija með, eru væntanlegir til landsins í byij- im september. Mikill skortur er á vinnuafli hjá íslenskum iðnfyrirtækjum um þessar mundir. Samkvæmt könnun, sem Félag íslenskra iðnrekenda hefur gert, er útlit fyrir að vinnuaflsskort- urinn geti orðið 10-12% af mannafla í haust, sem er helmingi meiri skort- ur en á síðasta ári. „Við áttum við mikinn vanda að stríða vegna skorts á vinnuafli og tókum því þessa ákvörðun að leita eftir erlendu vinnuafli," sagði Teitur Lárusson, starfsmannastjóri SS, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er að okkar mati nauðsynleg ráðstöfun meðan sú mikla þensla sem nú er í þjóðfélaginu varir. Við auglýstum í BT og Politiken og buðum fólki störf á íslandi sam- tímis og það hefði möguleika á að „ kynnast landinu. í síðustu viku var svo gengið frá ráðningu 27 aðila í framleiðsludeildir og verslanir Slátur- félagsins. Þetta er allt mjög ungt og geðslegt fólk sem við réðum til starfa og kemur það til landsins í byijun september. Dönunum eru boðin sömu kjör og öðru starfsfólki okkar, en um er að ræða bæði fólk sem hefur sérmenntað sig í kjötiðnaði og ófaglært iðnverka- fólk. Þó að vinnulaun séu hærri í Danmörku en á íslandi þá eru skatt- ar það miklu lægri hér á landi að lqör þeirra verða svipuð og þau hefðu orðið í Danmörku. Það er greinilegt að mikið framboð er á vinnuafli í Danmörku enda at- vinnuleysi töluvert. Vandamálið var því ekki að útvega fólk heldur að fínna því húsaskjól hér heima en við það aðstoðum við fólk þó það borgi síðan sína húsaleigu og allan kostnað af verunni." Útvegsbankamálið: Morgunblaðið/Jónas Bjarnason Fjölmenni í Viðey Á annað þúsund manns tóku þátt i Viðeyjarferð sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fjölbreytt dagskrá var í Viðey af þessu tilefni og naut fólk dvalar- innar í góðviðrinu. Á myndinni sjást nokkrir Viðeyjar- gesta ganga upp flotbryggjuna. Sjá einnig frásögn og myndir á bls. 27. BU ’87: Hestarnir seldust allir Kostuðu frá 100.000 kr. til 250.000 kr. TILBOÐ á hrossamarkaðinum, sem haldinn var á_ vegum Félags hrossabænda á BÚ ’87, hljóðuðu upp á allt frá 100.000 krónum og upp í 250.000 krónur. Tilboð voru opnuð í lok búvörusýningar- innar á sunnudagskvöld og bárust tilboð í alla þá fjórtán hesta sem til sölu voru. Flest til- boð bárust í Flugu frá Flugu- mýri, eða alls níu talsins. Fimm tilboð bárust í Ófeig frá Grófar- gili sem seldur var hæstbjóðanda á 250.000 krónur, en í aðra hesta bárust tvö til þijú tilboð. Halldór Gunnarsson, formaður markaðsnefndar Félags hrossa- bænda, sagði í samtali við Morgun- blaðið að uppboðin hefðu gengið ágætlega. Eigendur hestanna hefðu þurft að taka einu þriggja efstu til- boða, en þó hefðu þeir getað fengið menn til að bjóða fyrir sig í eigin hesta, væru þeir ekki vissir um ágæti þeirra tilboða sem þeir áttu í vændum og léki grunur að að ein- hver brögð hefðu verið á því. Þá sagði hann að fyrirhugað hefði ver- ið að allir hestamir á markaðnum yrðu úrvalshestar, eða hestar sem hefðu verið framarlega í keppni í sumar, en því miður hefði sú raun- in ekki orðið á. Halldór sagði að Félag hrossabænda gerði ráð fyrir að halda slíka hrossamarkaði þrisv- ar til ijórum sinnum á ári í Reið- höllinni með svipuðu sniði. Verð nú hefði verið bæði undir og yfír því sem gengi og gerðist á almennum markaði. Verða tilboðsgjöfumim boðin helmingaskipti? Tryggingar aðilanna 33 fullnægjandi Viðskiptaráðherra átti í gær viðræður við fulltrúa þeirra að- ila, sem gert hafa tilboð í hlutafé rikissjóðs í Útvegsbankanum. Einnig var haldinn fundur í ráð- herranefndinni sem hefur málið til meðferðar, en í henni eiga sæti, auk Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra, þeir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru ýmsar hugmyndir uppi í sam- bandi við sölu Útvegsbankans en nýjasta hugmyndin í stöðunni er Týndist í berjatínslu Borg i Miklaholtshreppi. SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld var beðið um aðstoð björgunar- sveitarmanna um að leita að manni sem var við beijatínslu i ' Eldborgarhrauni. Sem betur fór fannst maðurinn heill eftir nokkra leit. Margir tóku þátt í leitinni, sem tókst ágætlega enda veður hagstætt. PáH. að gefa hvorumtveggja tilboðs- gjöfunum, aðilunum 33 og Sambandinu, kost á að kaupa helming af því hlutafé sem óselt er í bankanum. Meðal þeirra leiða sem ræddar hafa verið er að bjóða upp á lokað útboð á hlutafé ríkisins í Útvegs- bankanum þar sem Sambandinu og einstaklingunum og fyrirtækjunum 33 gefst kostur á að bjóða í það á ný. Einnig hefur komið til tals að breyta Búnaðarbankanum í hlutafé- lag og selja samhliða Útvegsbank- anum eða að hafna báðum tilboðunum og sameina Útvegs- banka og Búnaðarbanka í hlutafé- lag sem síðan yrði selt. Þá er einnig rætt um þá hugmynd að bjóða báð- um tilboðsgjöfum helmingakaup á því hlutafé sem eftir er í eigu ríkis- ins í Útvegsbankanum. Athugun á tryggingum þeirra 33 aðila og einstaklinga sem gert hafa tilboð í bankann er nú lokið og er það niðurstaða fjármálaráðuneytis- ins að tryggingar séu fullnægjandi. Viðræður viðskiptaráðherra við fulltrúa tilboðsgjafanna og ráð- herranefndina munu halda áfram í dag en málefni Útvegsbankans verða þó ekki á dagskrá ríkisstjóm- arfundar í dag. Lottóið: Fyrsti vinningnr gæti farið í tíu milljónir - segir Hallveig Andrésdóttir FYRSTI vinningur í Lottó 5/32 í síðustu viku gekk ekki út þar sem engin reyndist vera með fimm rétta. Potturinn var tvö- faldur í síðustu viku vegna þess að fyrsti vinningur gekk ekki heldur út í vikunni á undan. Að sögn Hallveigar Andrésdótt- ur, fulltrúa framkvæmdastjóra íslenskrar getspár, hefur það gerst einu sinni áður að fyrsti vinningur gengi ekki út tvær vikur í röð. „Þetta gerðist síðast í maí en þá varð fyrsti vinningurinn 14 milljón- ir. Vinningshafar voru sjö talsins þá vikuna en það er einmitt einn þessara sjö sem ekki hefur enn gefið sig fram til þess að taka á móti þeim tveimur milljónum sem hann á hjá okkur,“ sagði Hallveig. Hallveig sagðist ekki búast við að fyrsti vinningurinn yrði jafnhár núna en þó mætti búast við því að hann færi í tíu milljónir. Hún sagði að nú væru í pottinum 4 milljónir og 435 þúsund krónur og væri búist við mikilli þátttöku í Lottóinu um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.