Morgunblaðið - 05.09.1987, Qupperneq 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
199. tbl. 75.árg.
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dómur fallinn í Moskvu:
Rusts bíður fjög-
urra ára þrælkun
Moskva, Reuter.
HÆSTIRÉTTUR Sovétrikjanna
dæmdi vestur-þýska ofurhugann
Mathias Rust til fjögurra ára
þrælkunarvinnu í gær fyrir að
hafa flogið án leyfis i sovéskri
lofthelgi og lent á Rauða torginu
í Moskvu.
Dómarinn, Robert Tikhomimov,
kvað upp úr um fjögurra ára þrælk-
unarbúðavist vegna skemmdar-
verkastarfsemi, þriggja ára fyrir
að hafa brotið alþjóðlegar flugmála-
reglur og tveggja ára fyrir að hafa
farið á ólöglegan hátt yfír landa-
mærin. Rust afplánar samtímis
refsivistina fyrir þessi þijú brot.
Rust sem er 19 ára gamall sýndi
engin svipbrigði þegar dómurinn
Brasilía:
Lánín verði
boðin út
var upp kveðinn. Hann fékk að hitta
foreldra sína og bróður eftir að
dómurinn var kveðinn upp. „Ég
hafði búið mig undir þennan dóm,"
sagði Rust í viðtali við sovéska sjón-
varpið. Farið verður með hann í
búðir, sem eru hinar vægustu af
fjórum stig^um þrælkunarbúða í
Sovétríkjunum.
Rust getur ekki áfrýjað dómnum
en ráðamenn í Kreml geta náðað
hann. Að sögn Andrei Sakharov er
ekki útilokað að svo fari eða þá að
höfð verði skipti á Rust og sovésk-
um njósnara í haldi í Vestur-Þýska-
landi.
í heimalandi Rusts vom menn
slegnir óhug yfír þyngd refsingar-
innar fyrir þetta strákslega athæfí.
Þingflokksformaður Kristilegra
demókrata, Alfred Dregger, sagðist
þó feginn að refsingin skyldi ekki
verða enn þyngri. Nágrannar Rusts
í heimabæ hans Wedel við útjaðra
Hamborgar sýndu margir hveijir
litla samúð með ofurhuganum og
sagði eldra fólk að hann ætti fleng-
ingu skilda þegar heim kæmi.
Reuter
„Rust var knúinn hugsjónaeldi og gekk honum
gott eitt tB,“ sagði Vsevolod Yakovlev (efst til
vinstri), verjandi Mathiasar Rust (fyrir miðju),
þegar hann fór fram á að skjólstæðingur sinn
fengi vægan dóm. En allt kom fyrir ekki, Rust
var dæmdur í fjögurra ára þrælkunarvinnu. Eftir
að dómur hafði verið kveðinn upp fékk Rust að
hitta foreldra sina og bróður og á innfelldu mynd-
inni sést móðir hans Monika hughreysta soninn.
Úrslitalota kosningabaráttunnar í Danmörku hafin:
Pj órflokkarnir bæta við
sig í skoðanakönnunum
Kaupmannahöfn, frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgfunblaðsins.
Vín, Reuter.
Fjármálaráðherra Brasilíu,
Bresser Pereira, tilkynnti í gær
á alþjóðlegum fundi í Vín um
skuldamál, að landið hefði rót-
tækar tillögur í pokahorninu til
að greiða úr skuldavanda sínum.
Gert er ráð fyrir að tillögurnar
verði formlega lagðar fram fyrir
fund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í
lok mánaðarins.
Brasilíumenn skulda nú um 113
milljarða bandarílqadala, þar af eru
70 milljarðar lán hjá einkabönkum.
Þeir leggja til að helmingur einka-
lánanna verði boðinn út á almenn-
um markaði sem skuldabréf með
30% affölium. Þetta myndi þýða að
Brasilíumenn fengju lengri tíma til
að greiða af lánunum og þá með
fostum vöxtum.
Lánadrottnar Brasilíu sem er
skuldugasta þriðjaheims-ríkið hafa
tekið tillögunum með semingi. Þeir
segjast ekki reiðubúnir að afskrifa
svo stóran hluta útistandandi fjár
þótt margir bankar hafí nú þegar
lagt fé til hliðar ef svo kynni að
fara að Brasilíumenn stæðu ekki í
skilum. Annað sem fundið er tillög-
unum til forráttu er að lán gangi
sjaldnast kaupum og sölum.
SAMKVÆMT skoðanakönnun-
um, sem birtar voru í Danmörku
i gær, mun fjórflokkastjórn
Pouls SchlUter halda velli eftir
kosningarnar á þriðjudag.
í könnuninni, sem birtist í við-
skiptablaðinu Bersen, kom í ljós
að stjómarflokkamir fjórir, íhalds-
flokkurinn, Vinstri-flokkurinn,
Kristilegi þjóðarflokkurinn og
Mið-demókrataflokkurinn, munu
halda meirihluta njóti þeir áfram
stuðnings Róttæka vinstri flokks-
ins (Radikale Venstre) eftir kosn-
ingamar. Samkvæmt könnuninni
fá flokkamir fímm 49 prósent at-
kvæða, en í síðustu kosningum í
janúar árið 1983 fengu þeir 48,3
prósent atkvæða.
Búist er við að fjórflokkamir
ásamt Róttæka vinstri flokknum
fái níutíu sæti á þingi og muni að
auki njóta stuðnings tveggja fjög-
urra þingmanna Grænlendinga og
Færeyinga. 179 sæti em á danska
þjóðþinginu.
Fylgi Jafnaðarmannaflokks
Ankers Jorgensen heldur áfram
að minnka. I könnuninni kváðust
27,2 prósent aðspurðra ætla að
greiða jafnaðarmönnum atkvæði,
en í síðustu kosningum nutu þeir
31,6 prósenta stuðnings. Gæti far-
ið svo að jafnaðarmenn missi sex
þingmenn og fái aðeins 51. Jafnað-
armenn hafa verið stærsti flokkur-
inn, en nú munar ekki miklu að
íhaldsflokkurinn verði stærsti
flokkur Danmerkur.
Sósíalíska þjóðarflokknum vex
enn fískur um hrygg, en ekki er
útlit fyrir að hann komist í stjóm.
Er búist við að hann bæti við sig
fímm þingsætum og komi 26
mönnum að.
Anker Jorgensen, leiðtogi jafn-
aðarmanna, sagði í viðtali við
danska útvarpið í gær að hann
hefði orðið fyrir vonbrigðum vegna
kosningahorfanna. Kvaðst hann
telja að kjósendur hefðu látið ginn-
ast af kosningaloforðum stjómar-
flokkanna án þess að leiðtogar
þeirra hefðu þurft að styðja full-
yrðingar sínar fullnægjandi rökum.
Bæði Schliiter og Jorgensen
sögðu í gaer að ekkert væri hæft
í orðrómi um að íhaldsmenn og
Jafnaðarmenn hygðust ganga í
eina sæng og fá fulltingi Róttæka
vinstri flokksins til að afgreiða
frumvörp á þingi. „Það er aðeins
um tvennt að velja,“ sagði Schluter
við danska útvarpið: „Núverandi
fjórflokkastjóm eða stjóm jafnað-
armanna og Sósíalíska þjóðar-
flokksins."
Sextán flokkar bjóða fram til
kosninganna í Danmörku. Þarf
hver þeirra að fá að minnsta kosti
tvö prósent atkvæða til að fá full-
trúa á þingi.
Bandaríkin:
Táknræn
hækkun
vaxta
New York, Reuter.
SEÐLABANKI Bandar íkj anna
tikynnti í gær forvaxtahækkun
úr 5,5% í 6,0%. Þetta er fyrsta
vaxtahækkunin í tæp þrjú ár og
jafnframt fyrsta meiriháttar að-
gerð nýja seðlabankastjórans,
Alan Greenspan, til að draga úr
þenslu í bandarísku efnahagslifi,
sem hefur farið vaxandi undan-
farin fimm ár.
í kjölfarið fylgdu ákvarðanir frá
tveimur stórbönkum, Chase Man-
hattan og Chemical of New York,
um að hækka vexti á útlánum úr
8,25% í 8,75%. Að sögn ^úrmála-
sérfræðinga er hér fyrst og fremst
um táknræna aðgerð að ræða sem
sýnir vilja bandarískra fjármálayfir-
valda til að minnka hallann á
ríkissjóði og styrkja stöðu gjaldmið-
ilsins.
Júgóslavía:
Flokkurinn flæktur í fjársvik
Belgrad, Reuter.
VARAFORSETI Júgóslavíu,
Hamlija Pozderac, sem búist
er við að verði forseti i mai á
næsta ári, hefur neitað hlut-
deild að gífurlegu fjármála-
hneyksli sem skekið hefur
bankakerfi landsins.
í viðtali við júgóslavneska tíma-
ritið Nin segist hann ekki hafa
vitað um glæpsamlegt athæfí
Agrokomerc, landbúnaðar- og
iðnaðarsamsteypu í eigu ríkisins.
Ifyrirtækið mun hafa gefið út fals-
aðar skuldaviðurkenningar að
verðmæti 20 milljarða íslenskra
króna til að fjármagna fjárfest-
ingar. Dómsmálayfírvöld í Júgó-
slavíu hafa farið fram á handtöku
92 manna sem flæktir eru í
hneykslið. Forstjóri fyrirtækisins,
Fikret Abdic, er hátt settur í
flokknum og hefur lýst því yfir
að Pozderac hafi staðið á bak við
allt saman.
í fyrstu opinberu yfírlýsingu
sinni um málið sagði Pozderac að
eins og allir félagar sínir í stjóm
lýðveldisins Bosnia-Herzegovina
hafí hann „ekki vitað um glæp-
samlegt og ólöglegt athæfi fyrir-
tækisins". Hann sagðist einungis
hafa stutt Agrokomerc innan eðli-
legs ramma stjómmálanna. Abdic
hefði misnotað það traust sem
honum var sýnt.