Morgunblaðið - 05.09.1987, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987
„Við verðum víst að skaffa nokkra róluvelli,“ er yfirskrift skýrslu um út-
tekt á Sjálfstæðisflokknum og SUS sem lögð verður fram á þinginu í dag
Borgarnesi, frá Guðmundi S. Hermannsayni, blaðamanni Morgunbladsins.
ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra sagði í ræðu I upphafi
þings Sambands ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi í gær-
kvöldi að Valur Amþórsson stjóraarformaður SÍS teldi sig
geta sett sin eigin lög vegna þess að Sambandið er er orðið
stærra en ríkissjóður. Sljóraarformaðurin hefði því sett það
skilyrði fyrir viðræðum um sölu á hlutabréfum ríkisins í Út-
vegsbankanum hf. að forystuflokkurinn í ríkissljóra bæðist
afsökunar á þeirri stefnu að vilja ekki selja einum aðila Útvegs-
bankann. Sambandið setti það m.a. sem skilyrði fyrir viðræðun-
nm að það þyrfti ekki að sitja undir hótunum forsætisráðherra
um stjómarslit.
Þorsteinn sagðist aldrei hafa
hótað stjómarslitum á fundi ráðr
herranefndarinnar eins og Valur
hélt fram á blaðamannafundi í
vikunni og Valur væri með þeim
fullyrðingum að saka tvo meðráð-
herra Þorsteins um að hafa sagt
sér ósatt og brotið trúnað. Þor-
steinn sagðist síðan ekki hafa
umboð Sjálfstæðisflokksins til að
vera forsætisráðherra í „Sam-
bandslýðveldinu íslandi". Hann
ætlaði að vera forsætisráðherra
lýðveldisins íslands.
Þing SUS var sett í gærkvöldi
í Hótel Borgamesi. Það sem senni-
lega mun setja mestan svip á
þingið er að í lok þess á sunnudag
fer fram formannskjör í fyrsta
skipti í 10 ár. í framboði era Ámi
Sigfússon og Sigurbjöm Magnús-
son. En annars mun umræðan að
mestu snúast um stöðu og störf
Sjálfstæðisflokksins og SUS í ljósi
kosningaósigurs flokksins í vor.
Fráfarandi formaður SUS, Vil-
hjálmur Egilsson, gaf þennan tón
/ DAG kl. 12.00:
^ Heímild: Veðurslofa islands
/ (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 05.09.87
YFIRLIT á hódegi f gær: Skammt suður af landinu er nærri kyrr-
stæð 977 millibara lægð, en yfir Grænlandi er minnkandi 1020
millibara hæð. Hiti breytist lítið.
SPÁ: I dag verður austan- og norðaustanátt á landinu og lægðin
enn fyrir sunnan land. Rigna mun um tíma á Austurlandi, annars
verða skúrir sums staðar á Norður- og Austurlandi. Víðast þurrt
og bjart veöur suðvestan- og vestanlands. Hiti 8—13 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Fremur hæg norðaustlæg átt
og skúrir víða um land, þó síst á Suö-Austurlandi. Hiti 7—12 stig.
TAKN:
Heiðskirt
Léttskýjað
m Halfskyjað
Skýjað
Alskyjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
y Skurir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
~J- Skafrenningur
[ 7 Þrumuveður
34
C m W'
V f
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hlti veóur
Akureyri 12 rignlng
Reykjavfk 12 úrk. Igr.
Bergen 14 skýjaö
Helslnkl 14 léttskýjað
Jsn Mayen 6 rlgnlng
Kaupmannah. 17 þokumóða
Narssarstuaq 6 láttskýjað
Nuuk 6 hálfskýjað
Osló 13 alskýjað
Stokkhóimur 17 léttskýjað
Þórshöfn 13 skúré. s.klst.
Algarve 26 skýjað
Amsterdam 19 skýjað
Aþena 29 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Berifn 23 mlstur
Chicago 13 mlstur
Feneyjar 27 þokumóða
Frankfurt 26 léttskýjað
Glasgow 16 léttskýjað
Hamborg 23 mlstur
Las Palmas 26 akýjað
London 19 léttskýjað
LosAngeles 19 léttskýjað
Lúxemborg 21 þrum.éa.klst.
Madrld 26 hálfakýjað
Malaga 26 helðskfrt
Mallorca 29 hálfskýjað
Montreal 10 léttskýjað
NewYork 16 léttskýjað
Paría 19 alskýjað
Róm 27 skýjað
Vín 26 mlstur
Washlngton 17 mistur
Wlnnlpeg 16 alskýjað
í sinni ræðu. Hann sagði að ekk-
ert mætti vera heilagt í gagnrýni
Sjálfstæðisflokksins á sjálfan sig
en meginvandinn væri að beina
þeirri sjálfsgagnrýni í þann farveg
að hún nýtist flokknum. Vilhjálm-
ur sagði að 30% fylgi og 18
þingmenn hefði í för með sér
hrikalegt valdaafsal fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. í kosningabarátt-
unni hefði öll orka flokksmanna
farið í að sannfæra sjálfstæðisfólk
um að það ætti að kjósa flokkinn.
Vilhjálmur taldi Albert Guð-
mundsson hafa átt mikla sök á
þessu og allar gerðir Þorsteins
Pálssonar í máli Alberts hefðu
verið réttar. Albert hefði hins veg-
ar ætlast til þess að flokkurinn
færi í kosningabaráttu án þess að
hann tæki á sig ábyrgð af sínum
mistökum. Og þegar jafn sterkur
maður innan flokksins og Albert
hefði farið að setja sína þrengstu
hagsmuni ofar hagsmunum félaga
sinna hefði eitthvað hlotið að láta
undan.
Þorsteinn Pálsson vék sjálfur
að innanflokksvandamálum og
sagði að ýmislegt hefði gengið úr
skorðum vegna þess að flokkurinn
hefði verið of værakær og starfs-
skipulag flokksins væri ekki sniðið
að nútímaþjóðfélagi.
A þinginu verður í dag lögð
fram skýrsla vinnuhóps sem gert
hefur úttekt á stöðu og störfum
Sjálfstæðisflokksins og SUS og
ber yfírskriftina „Við verðum víst
að skaffa nokkra róluvelli". Er
vísað í nafnið í skýrslunni og sagt
að þessi setning, sem höfð er eftir
einum þingmanni flokksins, segi
kannski meira en mörg orð um
álit manna á afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins til mjúku málanna
svokölluðu.
Skýrsluhöfundar segja hana
fyrst og fremst vera til að reyna
að draga fram í dagsljósið hvemig
Sjálfstæðisflokkurinn lítur út í
augum fólks sem hafí hingað til
stutt flokkinn, en ekki tekið þátt
í starfí hans. Helstu veikieikar
flokksins era taldir þeir að hann
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra
sé í augum þessa fólks flokkur
stórfyrirtækja en ekki neytenda-
flokkur. í öðra lagi að flokkurinn
sé þreyttur; þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins sé elsti þingflokk-
urinn, sífellt sé verið að verðlauna
flokkshesta, starfsmenn flokksins
séu ráðnir úr innsta kjama hans,
flokkinn vanti fleiri talsmenn og
litríka forystusveit og ef formaður-
inn eigi að vera ímynd flokksins
verði hann að vera sterkur og
litríkur. Þá segir í þriðja lagi að
flokkurinn virðist vera þunglama-
legur og spurt hvort hann sé að
verða að bákni. Sagt er að allar
stofnanir og félög flokksins séu
raglandi og spurt hvort ekki þurfí
að kynna kerfíð.
Þá er sjónum beint að SUS og
sagt að það sé ekki nógu áber-
andi. Spurt er hvort orðið Heim-
dallur sé fráhrindandi eða hvort
það séu áberandi félagsmenn sem
era fráhrindandi — „vatnsgreiddir
ungir menn með fermingarslauf-
ur“. Bent er á að SUS þurfí að
höfða meira til þeirra sem eldri
era og þeirri spumingu varpað
fram hvort lækka eigi aldur fé-
lagsmanna í SUS og fínna annan
vettvang fyrir þá sem eldri era en
þrítugt.
Að lokum er bent á að flokkur-
inn virðist vera aftarlega á merinni
hvað varðar áróður og útbreiðslu
hugmynda. Áætlanir þurfí að gera
til lengri tíma og flokkurinn eigi
ekki að vera hræddur við að
stunda markaðsrannsóknir. Hann
sé að selja ákveðna vöra og sú
sala þurfí að vera fagmannlega
unnin. Einnig þurfí flokkurinn að
vita hvað kjósendur vilja og hvar
flokkurinn sé veikastur og hvar
sterkastur áður en slagorðasmiðir
fara í gang.
Morgunblaðið/Bjami
RISAKARTOFLUR
Kartöfluuppskeran er afar góð um allt land eins og fram hefur
komið í fréttum. Hjónin Magnea Ingvarsdóttir og Gísli Ólafsson í
Efstasundi 45 fengu þessar risastóra kartöflur upp úr garði sínum
á dögunum.
Þorsteinn Pálsson við upphaf SUS-þings í Borgarnesi í gær:
SÍ S stærra en ríkið og telur
sig því geta sett sín eigin lög