Morgunblaðið - 05.09.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.09.1987, Qupperneq 13
4- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 „Risar“ í görðum Það er víst óhætt að fullyrða að yfírstandandi sumar hafí verið einstaklega hliðhollt ræktunar- fólki. Eftir nær frostlausan vetur tók gróður fljótt við sér og frá fyrstu vordægrum má heita að ræktun hverskyns garðagróðurs hafi gengið nær áfallalaust. Það er heldur óalgengt að okkar háv- öxnu plöntum takist að vaxa svo úr grasi upp í fulla hæð og e.t.v. vel það án þess að kuldaklær vor- hretanna og stormar fari um þær ómjúkum höndunum og hamli vexti þeirra, eða jafnvel slái þeim flötum einhverja nóttina rétt i þann mund sem þær eru að því komnar að skarta sínu fegursta. Slíkar hremmingar hefur ræktunarfólk að miklu leyti losnað við þetta sumarið l.s.g., enda mun það vafa- laust lengi i minnum haft. „Risam- ir“ í görðum okkar, en á fáeina þeirra verður minnst í þessum þætti, náðu vexti og þroska eins og e.t.v. aldrei áður. Það fer auðvitað eftir stærð og einnig þvi hvemig hagar til í hinum ýmsu görðum, hve mörgum „ris- um“ er unnt að koma þar fyrir, en fæstir garðar eða lóðir eru svo litlar að ekki megi a.m.k. koma þar fyrir 1-2 slíkum risaplöntum og vissulega eru þær tilkomumikl- ar ef hægt er að búa þeim aðstæður og kjör sem þeim henta. Ef um stórar lóðir er að ræða má með góðum árangri nota þessar stórvöxnu plöntur á ýmsa vegu, jafnvel til þess að þekja stærri svæði í garðinum og minnist ég í því sambandi nokkurra garða í Mosfellssveit sem til sýnis voru í garðaskoðun Garðyrkjufélags ís- lands þann 19. júlí sl. En snúum okkur þá að nokkrum „risum". BLOM VIKUNNAR Umsjón Agusta Bjornsdóttir tvíærar, og sumar sá sér svo mik- ið að gjalda ber varhug við. Það er tröllahvönnin sem ég hef haft mest kynni af (Heracleum man- tegazzianum) og verður hún ákaflega vöxtuleg og blöðin ekki nein smásmíði. Þau eru flaður- skipt, nær hárlaus, en stönglar með rauðíjólubláum flekkjum, blómsveipir gulhvítir, stórir og fagrir. í góðum sumrum getur hún náð allt að þriggja metra hæð og ummálið mikið eftir því. Ekki hef ég orðið þess vör að hún þroski fræ eða sái sér og hef því einung- is fjölgað henni með skiptingu. Bjamarklóna kalla Norðmenn Risamjaðurt ber við heiðan himin í Aðaldal. Gýgjarkollur er með allra hávöxn- ustu jurtum sem ræktaðar eru í görðum hér á landi, ef ekki sú allra hávaxnasta. Latneska heitið er Cephalaria gigantea en íslenska nafnið höfðar til gamals heitis á tröllkonu og er það vel við hæfí. Myndarlegir blaðkransar lykja um fímaháa stönglana, en á endum þeirra sitja hvítgul blóm sem líkjast körfublómum þó ekki sé jurtin þeirrar ættar, heldur af stúfu-ætt (Dipsaceae). Stönglamir verða stundum svo háir að með ólíkind- um er. Herdís í Fomhaga sagði mér að hennar gýgjarkollur hefði komist þó nokkuð á 4. metra í sumar. Þá má nefna til sögunnar ýmsar tegundir af hvönn, sem geta orðið býsna tilkomumiklar, t.d. bjamarkló, risahvönn og trölla- hvönn og ber hver um sig sín séreinkenni. Ýmsar hvannir em Úr garði í Hafnarfirði. Tröllahvönn á miðri mynd. Upp við húsið riddaraspori og purpuraþistill. í forgrunni t.h. er blómstrandi skrautsúra en t.v. tvær blómstangir af skjaldmeyjarfífli. „Tromsö-pálmann" og talar það sínu máli. Risamjaðurtin (Filipendula camtschatica) er fögur jurt og glæsibragur yfir henni þegar hún skartar sínum hvítu sveipum og dimmgrænu blöðum. í góðum summm fer hún létt með að ná þriggja metra hæð búi hún við góð kjör. Systir hennar Roðamjaðurtin (Fllipendula purpurea) er öllu fríðari og gædd dæmafáum yndis- þokka þegar hún sveigir rósrauða sveipi sína til og frá fyrir hægri síðsumargolu. Mjaðamrtimar una sér vel í heldur rökum jarðvegi. Skrautsúra (Rheum palmatum) er einnig nefíid Skrautrabarbari enda náskyld þeim rabarbara sem við ræktum í grauta og sultu. Á afbrigðinu tangutica em blómin fagurrauð f stómm toppum á háum stönglum, blöðin em djúpflipótt, stór og skrautleg mjög. Hún þarf djúpan og fijóan jarðveg og mikinn áburð árlega. Best hentar henni sólríkur staður og getur þá staðið óhreyfð ámm saman. Á Bj -l Alm. tugW7SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.