Morgunblaðið - 05.09.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.09.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 17 sem eru í senn gjaldeyrissparandi og gjaldeyrisskapandi íhuga nú að flytja inn erlent vinnuafl. Að ekki sé nú minnst á íslensku fiskvinnslu- fyrirtækin, sem skapa okkur gjald- eyristekjurnar. Þar eru menn að velta því fyrir sér alvarlega að flytja vinnsluna úr landi vegna vinnuafls- skorts. Sá tími er liðinn, að konur sætti sig við að vera ódýrt vinnuafl og hygg ég, að þess sjáist hér merki þrátt fyrir það þensluástand, sem nú ríkir. Sjálfstæðisflokkurinn var síðustu 4 ár í ríkisstjóm með Framsóknar- flokki. Sá flokkur hefur ekki af neinu að státa í jafnréttismálum, nema kannski það, að hafa komið konu á Alþingi eftir hartnær 30 ára bið, sem ég tel reyndar gleðiefni. Þessi svokallaði klettur í hafinu, sem þeir sjálfir kjósa að nefna sig, er ekkert annað en steinrunnið nátt- tröll í þessum efnum. Sjást þess ugglaust víða merki, svo sem eins og í risafyrirtæki þeirra, Samband- inu. Þó hafa nokkrar framsóknar- konur nú varpað glætu á myrkrið og er það vel. Á þessum 4 árum, sem áður var vísað til, efldist jafnréttishreyfíngin til muna og ég tel, að konur, víðsvegar að í þjóðfélaginu, hafí látið óánægju sína bitna á Sjálf- stæðisflokknum, sem tákni ríkjandi kerfis, er rejmdist þeim óvinveitt og óhagstætt. Þetta ætti við hvort sem um væri að ræða kjarasamn- inga við hið opinbera, ríki eða bæ, eða á öðrum vettvangi, t.d. í bönk- um, stöðuveitingum o.fl. Kvenna- listinn hefur hagnast mjög á óánægju kvenna. Ég tel það aldeilis uggvænlega þróun, ef Sjálfstæðis- flokkurinn er að missa þangað fjölda atkvæða, eins og margt bend- ir til. Við þessari þróun verður að spoma, hér verður að snúa vöm í sókn. Og ég vil leggja mikla áherslu á það, að hér er á ferðinni stórmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem ekki verður leyst, nema með tafarlausum aðgerðum, en ekki með fögmm yfir- lýsingum. Telja má stjómmálaflokka í eðli sínu íhaldssama og viss hætta er á því, að þeir séu of seinir að sinna kalli tímans hveiju sinni. Oft var það Sjálfstæðisflokknum þörf, en nú er það honum nauðsyn. Margir telja, að Kvennalistinn feli í sér róttæka, jafnvel sósíalíska kvenfrelsisstefnu og að hún sé að miklu leyti andsvar við frjálshyggj- unni, enda hafi sósíalistar í reynd enga aðra kraftmikla hugmynda- fræði fram að færa. Hvort sem þetta er rétt skilgrein- ing eður ei, þá er það ljóst, að málflutningur þeirra Kvennalista- kvenna felur ekki einvörðungu í sér umhyggju fyrir konum og bömum, síður en svo. Kvennalistinn er því ekki eingöngu hættulegur sjálf- stæðisstefnunni heldur einnig hugsanlega lýðræðisskipulaginu. Því að með því að rífa niður hið hefðbundna flokkakerfi og vilja taka upp í staðinn kynskiptar stjómmálahreyfingar þá emm við ef til vill að höggva að rótum þess samfélags, sem við búum í. Sósíal- istar hafa jafnan haft uppi vígorð um hina eilífu stéttabaráttu. Svar Sjálfstæðisflokksins felst í kjörorð- inu: „Stétt með stétt." Sjálfstæðis- mönnum varð það fljótt ljóst, að fámennri þjóð gat ekki verið til góðs, að stéttimar bæmst á bana- spjót. Ég tel það nær fullvíst, að kon- ur, sem komast til áhrifa í hinum hefðbundnu stjómmálaflokkum, séu mun líklegri til að hafa áhrif á stefnumótun í þjóðmálum, en Kvennalistakonur. Það er reyndar athyglisvert, að konur hafa einatt komið með nýjar áherslur í stjóm- málum, ef svo má að orði komast. Guðrún Lámsdóttir var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1930—1938. Er Ólafur Thors minnist hennar og lítur yfir hennar lífsstarf, þá fínnst honum eftir- minnilegastur áhugi hennar á vandamálum fávita, vangæfra bama, drykkjumanna, fatlaðra, lamaðra og fátæks fólks. Hann hvetur til þess, að Alþingi leggi áherslur á hugsjónamál Guðrúnar og vinni að málefnum smælingj- anna. Hér er farið langt aftur i tímann, eða 50 ár. Þá sat ein kona á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Núna em þær tvær. Það er athyglisvert einnig, að þegar for- ysta Sjálfstæðisflokksins bauð Guðrúnu ömggt sæti á framboðs- lista sínum, þá lýsti hún því yfir, að hún teldi það beinlínis skyldu sína að taka því boði. Finnst konum það í dag vera skylda sín að taka þátt í stjómmálum? Þetta vefst reyndar ekki fyrir mér. Við getum ekki hliðrað okkur hjá því að taka þátt í öllum meiri- háttar ákvörðunum, sem snerta okkur sjálfar, fjölskyldu okkar, af- komu og sjálfstæði íslands, ef því er að skipta. Sjálfstæðiskonur hafa gjaman starfað undir kjörorðinu: „Einstakljngsfrelsi er jafnrétti í reynd." Á okkur hvílir sú ábyrgð að vernda þetta frelsi. Á okkur hvílir sú skylda að vinna að fram- gangi sjálfstæðisstefnunnar. Ríkisafskiptaflokkar og ríkis- forsjármenn gleyma einatt þeim sannindum, að ríkið lifír ekki sjálf- stæðu lífí. Ríkið er til fyrir fólkið og vegna fólksins en ekki hið gagn- stæða. Á sama hátt er sérhvert mál til umfjöllunar vegna mann- eskjunnar sjálfrar. Þess vegna verða konur að taka þátt í stjóm- málum. Þess vegna verðum við, sjálfstæðiskonur, að minna á þenn- an gmndvöll sjálfstæðisstefnunnar. Við verðum að minna alla sjálfstæð- ismenn á það, sem sagan sýnir, að þegar saman fer jafnrétti manna og umbun til þeirra, sem fá notið hæfileika sinna og atorku, þá miðar þjóðfélaginu sem heild hraðast fram á veg. Og við skulum einnig minna á það, að enginn fær sín forlög flúið og örlög sín veit enginn fyrir. Álög eru ekki þessa heims, en lög og ólög eru mann- anna verk. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir Reykja- vikurkjördæmi. Opið til kl. 16.00 laugardaga á útsölunni Okkarfræga, árlega haust-útsala stendur aðeins í nokkra daga." Það má spara sér hundruð, jafnvel þúsundir króna á þessari stærstu teppa- og dúkaútsölu landsins. Þeir spara sem leggja leið sína til okkar á útsöluna eins og dæmin sanna. Berber-teppi: MARIDA Ullarblandað Ijóst og vin- sælt, lykkjuofið teppi á stofur, hol og herbergi. Verð áður: kr. 998,- pr. fm Nú aðeins kr. 798,- SIERRA: herbergisteppi Hentugt, slitsterkt, lykkju- ofið. Litir: Grátt, beige. Verð áður: kr. 799,- pr. fm Nú aðeins kr. sem endist alltof lengi. Hentar fyrir þá sem eru „á steininum". Þægileg og hræódýr. Verð aðeins kr. Mjúk og hlý: KATRÍN Áferðafalleg, sígild stofu- teppi í Ijósum lit. 100% polyamid. Verð áður: kr. 1.295,- pr. fm Nú aöeins kr. 729,- 1177,- 848,- Stökteppi og mottur Fást nú með stórafslætti. Henta jafnt á steingólf, parket og fllsar. Gæða- vara á gjafaveröi. 5%-50% afslóttur I DUKALANDI STUDIO — STUDIO Vestur-þýskur, vandaður heimilisgólfdúkur i falleg- um litum. Verð áður kr. 590,- pr. fm Nú aðeins kr. 299,- Athl Nokkrar rúllur eftir. SERIES Köflótt mynstur sem hent- ar jafnt á eldhúsveggi og eldhúsgólf. , Verð áður kr. 595,- pr. fm Nú aðeins kr. 399,- Teppabútar og afgangar Stykki sem duga á heil herbergi, jafnvel stofur, fást með allt að 50% af- slsettl. Hafið málin með og geriö kjarakaup, þaö má prútta um bútana. DÚKAR — BUTAR Við seljum fyrsta flokks dúk-restar á HÁLFVIRÐI. Hafið málin með — það gæti borgað sig. MIPOLAM — massívur Gegnheill, ódrepandi, slit- sterkur dúkur, sem hentar á „trafik" svæði og t.d. á þvottahús og i bíla. Verð frá kr. DREGLAR — ÚTIMOTTUR Hentugt fyrir haustrign- ingar og vetrarslabb. Hleyptu óhreinindunum ekki inn fyrir dyrnar. 5%-10% afsláttur. HRÆÓDÝRAR GRÁSTEINSFLÍSAR Portúgalskar flísar í stærÖ: 15x30 cm — 20x40 cm Verð fró kr. 1556,- H pr. fm Athugið allskonar greiðsluskilmálar. VISA — EURO — EUROKREDIT — afborgunar-skuldabréf Hjá okkur ná gæðin í gegn! Teppa/and Dúka/and VIÐ GRENSÁSVEG Grensásvegi 13, 108 Reykjavík. Símar: 83577 og 83430. flfhl Útsalan er líka hafin á teppum og dúkum hjá eftirtöldum aðilum ^ __________________' UX ■ rv~» Kaupfélagi Borgnesinga, Borgarnesi S.G.-búðinni, Selfossi. Kaupfélagi Rangæinga, Hvolsvelli. Kaupfélagi Húnvetninga, Blönduósi. Byggir sf., Patreksfirði. Brimnesi hf., Vestmannaeyjum. Litabúðinni, Ólafsvfk Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. og Teppalandi, Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.