Morgunblaðið - 05.09.1987, Page 28

Morgunblaðið - 05.09.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Beethoven fælir falsara Briissel, Reuter. STOFNUNIN Eurocheque Int- ernational hefur ákveðið að andlitsmynd af tónskáldinu Lud- wig van Beethoven skuli prýða ávísanir og ávísanakort þess til þess að skjóta fölsurum ref fyrir rass. f yfírlýsingu frá stofnuninni seg- ir að ávísanimar og kortin komi á markað í október og yrði þá einnig gripið til annarra ráða til að gera glæpamönnum lífíð leitt. Beethoven hafði mikið hár og erfitt er að falsa mynd af höfði hans. Af þessum sökum hefði verið ákveðið að nota fremur mynd af tónskáldinu en Júlíusi Sesar, sem gekk undir viðumefninu sköllótti flagarinn. Sagði að einnig hefði verið tekið tillit til þess að Beetho- ven gerði víðreist um Evrópu þegar hann var uppi. Þess má geta að „Óðurinn til gleðinnar" eftir Beet- hoven er þjóðsöngur Evrópu. Otrúleg heppni Maine, BandarQgunum, Reuter. FLUGMADUR litillar farþega- flugvélar af gerðinni Beechcraft 99 slapp með skrekkinn eftir að hafa sogast út úr vélinni á flugi milli Lewiston í Maine-fylki og Boston í Bandaríkjunum. Henry Dempsey, flugmaður Eastem Express flugfélagsins, var hann einn í vélinni ásamt Paul Bouchey aðstoðarflugmanni sínum. Skyndilega heyrðu þeir ankanna- legt hljóð úr farþegarými vélarinn- ar. Ljóst var að hurð hefði opnast og fór Dempsey aftur í til að kanna málið. Skipti engum togum að hann sogaðist út úr vélinni. Bouchey lenti flugvélinni tíu mínútum síðar full- viss um að sjá félaga sinn ekki framar í þessu lífi. Kom þá á dag- inn að flugmaðurinn var heill á húfi eftir að hafa hangið í hurðinni sem sveiflaðist til og frá. DAIHATSl^CHARADE 3JA KYNSLÓÐIN KOMIN AffTUR Nú er komin til landsins fyrsta sendingin af hinum glæsilega, nýja DAIHATSU CHARADE, sem við lofuðum þeim sem urðu frá að hverfa eftir að fyrstu 500 bílarnir seldust upp á tæpum 2 mánuðum fyrr í sumar. DAIHATSU CHARADE hefur síðastliðinn áratug verið fyrirmynd annarra bifreiðaframleiðenda í hönnun______— sparneytinna, en öflugra og hagnýtra fjölskyldubifreiða. r——úrval DAIHATSU CHARADE \ er í fremstu röð hátæknibifreiða af minni gerð 1 dAIHAJSU ^ og á einstaklega hagstæðu verði: \ urr»v\unar a \ viöskiptavina okkar. frá kr. 365.600^ DAIHATSU CHARADE: ÚRVALS VARAHLUTA- 0G VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA GULLTRYGGIR HAGSTÆÐA FJÁRFESTINGU. DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23 s. 685870 - 681733. Filippseyjar: Aquíno segir hægt miða í lýðræðisátt Manila, Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, sagði í gær að tekið hefði verið eitt skref í lýðræði- sátt, en tvö skref tilbaka eftir að hún komst til valda. Hún hét því að beijast áfram fyrir hug- sjónum sínum. Aquino kom til höfuðstöðva hers- ins í Manila í gær og var í fylgd með öflugum verði. Fyrir viku síðan var gerð tilraun til byltingar í búð- unum, sem lauk með blóðbaði. Aður en Aquino kom til Aguinaldo-búð- anna sprengdu hermenn sprengjur og flugskeyti, sem uppreisnarmenn- imir höfðu skilið eftir sig. Forsetinn fór til Aguinaldo til að tileinka hermönnum 280 hús, sem þar hafa verið reist. Sagði hún að sigur í orrustu væri ekki auðunn- inn: „í þessum búðum eru veggir húsa alsettir skotgötum og bæki- stöðvar yfirstjómarinnar hafa verið brenndar til grunna. Nú verðurm við að helga okkur helga okkur lýð- ræðinu og þeim meginlögmálum hermennsku, sem voru svikin hér á þessum stað,“ sagði Aquino og bæti við að byltingartilraunin hefði hægt á efnahagsbata landsins. Aquino hefur verið gagnrýnd fyr- ir það hvemig hún hefur tekið á óánægju innan hersins og einnig hefur hún legið undir ámæli fyrir að sýna uppreisnaröflum úr röðum kommúnista linkind. Kommúnistar hafa marglýst yfír því að þeir hygg- ist færa sér þann klofning, sem kominn er upp milli stjómar og hers, í nyt. FVéttaskýrendur segja að óánægjan innan hersins sé m.a. sprottin af því hversu slæmur að- búnaður sé ÍJaúðum hermanna og kaupið lágt. „Flestir hermannanna rétt skrimta af hýrunni," sagði vest- rænn hemaðarráðunautur við Reuters-fréttastofuna. Reuter Björgunarmenn bera þungt haldinn Varsjárbúa úr sporvagni. Þrett- án manns létust i lestarslysum í höfuðborg PóUands á fimmtudag. Lestarslys í Póllandi: Sorg ríkir í Varsjá eft- ir „svartan fimmtudag“ Varsjá, Reuter. YFIRVÖLD í Varsjá létu loka öUum kvikmyndahúsum og leik- húsum í borginni í gær og voru þeir, sem létu lifið í jámbrautar- og sporvagnsslysum á fimmtu- dag syrgðir. Tvö slys áttu sér stað á fímmtu- dag í sitthvorum hluta borgarinnar. Þrettán menn létu lífíð og rúmlega 120 slösuðust. í miðborg Varsjár rákust tveir sporvagnar saman eftir að fórst fyrir að nota skiptispor. Skömmu síðar var jámbrautarlest ekið á fullri ferð á kyrrstæða lest á Wlochy-brautarstöðinni í útjaðri Varsjár með þeim afleiðingum að nokkrir lestarvagnar fóm út af sporinu. Björgunarsveitir í höfuðborginni höfðu mikinn viðbúnað. Ríkissjón- varpið sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið fram á nótt á fímmtu- dag að bjarga fólki, sem hafði fest inni í braki vagna. „Þetta hefur verið svartur fímmtudagur," sagði sjónvarpsþulurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.