Morgunblaðið - 05.09.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987
31
Leiðtogafundi frönskumælandi ríkja lokið:
Samvinna á sviði
tæknivísinda og
efnahagsmála
Quebec-borg, Reuter.
FUNDI leiðtog'a frönskumœlandi
rikja lauk i Quebec-borg i gær.
Aukin samvinna á sviði efnhags-
mála og tæknivisinda var helsta
umræðuefni fundarmanna.
Vandamál þau sem mörg ríkjanna
eiga við að etja komu berlega í ljós
er fréttir bárust um að valdarán hefði
verið framið t Afríkuríkinu Burundi.
Madeira:
Fangar gera
uppreisn
Funchal Madeira, Reuter.
UM 120 fangar á portúgölsku eyj-
unni Madeira hafa neitað að snúa
til klefa sinna til að mótmæla illum
aðbúnaði og þrengslum i fangels-
inu.
Mótmæli fanganna hófust á
fímmtudag þegar fangar neituðu að
hlýðnast skipunum fangavarða og
heimtuðu að fá að hafa tal af yfirvöld-
um til að ræða aðbúnað í fangelsum.
Lögregla segist hafa stjórn á ástand-
inu, en fangaverðir halda uppi
samningaviðræðum við fangana.
Minniháttar árekstrar hafa orðið á
milli fanga og fangavarða víða í port-
úgölskum fangelsum að undanfömu.
Forseti landsins, Jean-Babtiste
Bagaza, sat fund leiðtoganna í
Kanada. Hann hraðaði sér heim er
fréttir bárust af valdaráninu en sendi-
menn Burundi sögðu að forsetinn
hefði ávallt gert ráð fyrir snúa heim
degi áður en fundinum lyki.
Að sögn kanadískra embættis-
manna sem sátu fundinn voru
mannréttindamál ekki tekin til um-
ræðu. Samtökin Amnesty Intematio-
nal hafa gagnrýnt mannréttindabrot
í 30 þeirra ríkja sem eiga aðild að
samtökum frönskumælandi ríkja.
Gífurleg stjómmálaspenna ríkir víða,
til að mynda í Líbanon, Chad og á
Haiti, og mörg ríkjanna eiga við veru-
lega efnahagsörðugleika að etja.
41 ríki á aðild að samtökum frön-
skumælandi ríkja en þau voru
upphaflega stoftiuð til að veija
franska tungu sem alþjóðamál. Á
fundinum í Quebeck voru samþykktar
nokkrar ályktanir. Fundarmenn
hvöttu til þess að áfram yrði þrýst á
stjómvöld í Suður-Afríku um að láta
af kynþáttastefnunni. Þá var sam-
þykkt tillaga frá Amin Gemayel,
forseta Líbanon, þar sem lýst var
yfir stuðningi við að haldin verði ráð-
stefna um hvemig koma megi á friði
í Mið-Austurlöndum. Kanadastjóm
gerði einnig heyrinkunnugt að skuld-
ir nokkurra Afríkuríkja, sem samtals
nema 240 milljónum Bandaríkjadala,
hefðu verið afskrifaðar. Næsti fundur
samtakanna verður í Senegal 1989.
imFMTJP"
Francois Mitterrand Frakklandsforseti ræðir við blaðamenn á gönguför um Quebeck-borg.
Reuter
Sérsaumaðir loðfeldir eru okkar stolt.
<
</)
XI
2
c
Opið alla laugardaga 10:00 - 14:00. Greiðslukort - afborganir.
EGGERT
feldshri
Efst á Skólavörðustígnum, sími 11121.