Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 BLAÐ „VERÐUR SJALFUR AÐ IJ.GGJA TILSPREK ^ A ELDINN“ RÆTT VIÐ ÓSKAR AÐALSTEIN RITHÖFUND í REYKJANESVITA Frá því mönnum varð eldurinn tiltækur hafa þeir notað ljósið til þess að vísa sér veginn um villugjamar slóðir. Eftir að farið var að stunda sjósókn þá hafði ljósið því hlutverki að gegna að vara við hættum. Vitar voru byggðir til að reyna að forða sjómönnum frá hafvillum og hindra að þá ræki á land eða steytti á skeri. En menn tala líka um annars konar vita, „menningarvita" þá menn sem eru taldir vera samferðamönnum ljós á hinni andlegu leið. Rithöf undar eru gjarnan taldir í hópi þess konar vita. Með tilliti til þessa má með nokkrum rétti segja að frá Reykjanesvita stafi tvöföldu ljósi. Því ljósi sem leiða á sjómennina okkar heila á húfi fram hjá hinum margvíslegu hættum strandarinnar og svo því ljósi sem rithöfundurinn og vitavörðurinn Óskar Aðalsteinn hefur varpað inn í bókmenntalíf íslendinga. Fyrsta bók hans, Ljósið í kotinu, kom út árið 1939 og tveimur árum seinna fylgdi Guðmundur G. Hagalín annarri bók hans, Gijóti og gróðri, úr hlaði með svofelldum orðum: „Nú kemur hér ný saga frá hendi Óskars Aðalsteins Guðjónssonar, og mér virðist hún nokkur nýjung. Þetta er í rauninni fyrsta verkamannasagan í bókmenntum okkar sem geti borið það nafn með fullum rétti.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.