Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 16
I
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
IJC tiEIMI EVIEMyNEANNA
í
Svart-hvita
hetjan Jim
Svipmynd af Jim Jarmusch, sem gerði hina kómísku
kvikmyndahátíðarmynd, Undir fargi laganna
„Ég vil starfa einhverstaðar á
milli hins almenna ameríska kvik-
myndaiðnaðar og hins einstakl-
ingsbundna evrópska kvikmynd-
astíls," segir Jim Jarmusch sem
vakið hefur mikla athygli með
sínum tveimur myndum, Stranger
Than Paradise og Down By Law
(Undirfargi laganna), sem sýnd var
hér í einn dag á nýlokinni kvik-
myndahátíð. „Það er sambland af
frásagnagerð Ameríkana og tilfinn-
ingu Evrópumanna fyrir umhverfi."
Jarmusch forðast jafnt amerísku
sölumyndirnar og hina svokölluðu
neðanjarðarhreyfingu í amerískri
kvikmyndagerð. Hann lýsir Undir
fargi laganna sem sögu um „mellu-
dólg, plötusnúð og ítalskan ferða-
mann sem sitja fastir i fangelsi i
Louisiana", og líkir stíl myndarinn-
ar við eldri myndir Antonionis og
myndir Buster Keatons.
Aðalhlutverkin eru í höndum
söngvarans og lagasmiðsins Tom
Waits, John Lurie, sem einnig lék
í „Stranger" og ítalska grínarans
Roberto Benigni (hann lýsir sjálfum
sér sem „örlítiö líkum ítölskum
Richard Pryor, en ekki of mikið").
Myndin kostaði rétt yfir milljón
dollara.
Jarmusch segir að hann geti
ekki skrifað hlutverk fyrir fólk sem
hann þekki ekki; þegar hann réð
Ellen Barkin til að leika kærustu
Waits í myndinni endurskrifaði
hann allt hennar hlutverk. „Handri-
tið er aðeins beinagrind þar til ég
byrja æfingar," segir hann. „Ég
byrja á persónunum, svo kemur
sagan." En klipparinn hans, Me-
lody London, segir að Jarmusch
hafi „skýra hugmynd um á meðan
á tökum stendur hver endanlega
útkoman verður. Hann gefur
manni fáa kosti í klipparaherberg-
inu“.
Það er ekki auðvelt að setja
myndir Jarmusch í bása og leik-
stjórinn veitir litla hjálp þeim
gagnrýnendum sem leita að auð-
veldum flokkunum. „Ég vil að
gagnrýnendur finni út myndirnar
mínar sjálfir," segir hann. Það
sama á að sjálfsögðu við um aðra
áhorfendur. „Fæstar myndir krefj-
ast nokkurs af áhorfendum. Ég hef
reynt að sjá þessa „nýju“ breidd
í amerískum myndum en í staðinn
sé ég myndir eins og Örvæntingar-
full leit að Susan og Blood Simple.
Þær eru Spielberg-ískar, leika með
viðurkennt tungumál sjónvarpsins.
Þær treysta ekki áhorfendum,
klippa á milli taka á sex og sjö
sekúndna fresti. í sannleika sagt
þykja mér aðstæður til kvikmynda-
gerðar hafa versnað."
Báðar myndir hans eru svart-
hvítar og „Stranger" hlaut gull-
verðlaunin á Cannes fyrir
kvikmyndatöku. „Sumar myndir
eru einfaldlega betri svart-hvítar
frá fagurfræðilegu sjónarmiði,"
segir hann. „„Stranger" var tekin
frá einu sjónarhorni, Undir fargi
laganna hefur þrjú svo mörg atrið-
in eru klippt frá ólíkum hornum til
að sýna ólíka skynjun . . . En það
eru engar klassískar sjónarhorn-
stökur, engar nærmyndir, engin
innskot."
Besta heilræðið á leikstjóra-
brautinni fékk Jarmusch frá leik-
stjóranum Nicholas Ray, en hann
var aðstoðarkennari Rays við New
York-háskólann: „Það verður að
líta á hvert atriði sem eina hug-
mynd."
Þótt myndir Jarmusch hafi verið
svart-hvítar hingað til er ekki þar
með sagt að hann eigi ekki eftir
að vinna með liti. Hann segist hafa
ýmis verkefni í kollinum sem henta
litnum betur.
Þess má að lokum geta að
Robby Muller var tökumaður Und-
ir fargi laganna en hann er þekkt-
astur fyrir samstarf sitt við þýska
leikarann Wim Wenders.
Costner
verður
stjarna
Hollywoodsumarið 1987 er
sumarið hans Kevin Costners
Það er óhætt að segja að
sumarið 1987 í amerískri kvik-
myndasögu hafi verið sumarið
hans Kevin Costners. Hann lék
í tveimur firnavel sóttum
spennumyndum og er nú orð-
inn hin nýja rómantíska hetja í
Hollywood. Myndirnar eru,
eins og margir þekkja, Hinir
vammlausu og No Way Out.
Honum hefur verið líkt við
gömlu stjörnurnar; Gary Coo-
per, Clark Gable og Jimmy
Stewart, en sjálfur er Costner
svolítið undrandi á hinni ró-
mantísku ímynd sinni, hvað þá
að hann skuli álitinn kyntákn.
„Hversu kynæsandi getur mað-
ur orðið? . . . Atriðið í limó-
sínunni í No Way Out,“ segir
hann og á við mjög erótíska
senu með leikkonunni Sean
Young sem gerist á fleygiferð
um Washington, „var mér mjög
erfið. Mér fannst hún virka
klaufalega. Ég velti því fyrir mór
hvort ég væri að gera rétta
hluti."
Kevin Costner fæddist í
verkamannahverfi í suðurhluta
Los Angeles. Hann lærði við-
skiptafræði í háskóla en eftir
útskriftina leiddist honum svo
í vinnunni að hann hætti eftir
mánuð. Hvað ætlar þú að gera
núna, spurði konan mín, Cindy.
Leika! svaraði ég. Hvað annað?
spurði hún. Ég er að vinna að
handriti. Ég er rithöfundur,
sagði ég. Rithöfundur, hrópaði
hún. Þú getur ekki einu sinni
stafað. Og svo ruddi hún drasl-
inu af skrifborðinu.
Costner fókk vinnu sem
sviðsstjóri í Los Angeles og
eyddi næstu sex árum í að
læra leiklist hjá litlum leik-
hópum. Hann sendi ekki
æviágrip og glansmyndir af sér
til ráðningastjóra kvikmynd-
anna eins og tíðkast heldur
„labbaði ég útúr skrifstofunum
þeirra með fingurna í eyrunum
svo ég þyrfti ekki að heyra ein-
hvern, sem vissi ekki jafnmikið
og ég, segja mér hvað ég ætti
að gera.“
Eftir nokkur minniháttar
hlutverk fékk Costner stóra
tækifærið í mynd Lawrence
Kasdans, Hrollinum mikla. En
eins og frægt er orðið var hlut-
verkið klippt burtu nema fimm
sekúndur sem sýndu Costner
sem liðið lík. Það skipti ekki
máli. Hrollurinn mikli var fyrir-
Costner f hlutverkl Ness.
heitna landið hans. „Ég hafði
verið að leita, leita og leita,“
segir hann. „Leiklistin hafði
alltaf verið mór heilög og loks-
ins fann ég fólk sem fannst það
sama og mér.“ Orðrómur barst
um nýjan strák í bænum. Kas-
dan réð Costner til að ieika
káboj í Silverado og sagt var
að hann stæli senunni.
Costner segist oft fá sér lúr
við upptökur til að halda per-
sónunni, sem hann leikur,
lifandi í draumum sínum. Hann
finnur samsvörun bæði í Eliot
Ness, löghlýðins fjölskyldu-
manns, sem neyddur er til
ofbeldisverka í Hinum vamm-
lausu og Tom Farrells í No Way
Out. „Ég er líkari Farrell en þú
heldur. Viðkunnanjegur en
leyndardómsfullur." í samræmi
við það vill hann ekki tala mikið
um nýjustu myndina sína, Bull
Durham, nema hvað hann seg-
ir að hún só fyrir aila þá sem
þykir gaman að hornabolta.
'
'/{ife'í | .
”> ‘ y l ;
Kevin Costner; hin rómantíska hetja.