Morgunblaðið - 04.10.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
B
Drottins er dómurinn
Til Velvakanda.
Mikið hefur verið skrifað og skraf-
að um hugtökin trú og trúarbrögð,
þá sérstaklega hvemig þau era tengd
kynsjúkdómnum eyðni (AIDS) og
samkynhneigðu fólki (homosexual)
samkvæmt vitundarþroska hvers og
eins. Sérstaklega glymur hæst í
tunnu sértrúarsafnaðana þar sem
þeir þrátta og deila, fullir fordómum
og reiði gagnvart meðbræðrum í fjöl-
skyldunni mannkyn. Á meðan
þessum dómadagsorðum er hellt yfir
okkur stendur þjóðkirkjan óhögguð
á bjargi sannleikans og lítur kær-
leiksaugum og með umburðarlyndi
Krists að leiðarljósi á þessa vonlausu
og tilgangslausu trúarbragðadeilu í
þeirri von að þessir sértrúarsöfnuðir
sjái að sér, biðji frelsara okkar Drott-
inn Jesúm Krist fyrirgefningar
syndanna og hjálp til að komast upp
úr þeim gryfjum er liggja meðfram
veginum hlykkjótta yfir á veginn
beina. Veginn, sem nefndur er vegur-
inn, sannleikurinn og lífið. Biðji Krist
um að losa sig úr dragnót Satans
og Mammons svo þeir geti aftur lifað
í sátt og samlyndi við menn og mál-
leysingja er heyra sköpun guðs til,
en ekki sundruð út um hvippinn og
hvappinn þjónandi tveimur herrum,
haldandi að þeir þjóni einum,
Ég sagði hér að ofan „vonlausri
og tilgangslausri trúarbragðadeilu"
á ég þá við að fordómar þeirra eru
dómar sem þeir sjálfir eru að fella
og kveða upp yfir sjálfa sig. Ef þeir
væru betur að sér í siðfræði kris-
tinnar trúar svo ekki sé minnst bara
á almenna kurteisi, hljóta þeir að
sjá, ef þeir opna augu sín, að fólk
kemur í þennan heim til að þroskast
og bæta heiminn og að það er í valdi
hins þrieina guðs að dæma og veita
viðtöku þeim er til hans leita en ekki
fyrir Pétur eða Pál úti í bæ og því
síður að vera með þessar eilífu for-
dæmingar um logandi helviti.
Drottinn Jesú kenndi okkur bæn,
þar segir hann m.a. ... verði ÞINN
vilji, svo á jörðu sem á himni. Ath:
verði ÞINN vilji, en ekki ykkar. Til-
gangur ykkar á að vera sá að breiða
út guðsorð og kynna fólki fagnaðar-
erindið, en ekki dæma neinn eða
neitt á jörðu eða himni, því að þið
þekkið hvorugan staðinn þó þið séuð
hluti af honum.
Á þessari reikistjömu er við köllum
jörð búa um eða yfir 5 milljarðir
manna og af þessum 5 milljörðum
er örlítið brot raunverulega kristinn.
Samkvæmt kenningum sértrúara-
safnaðanna verður ansi fámennt í
himnaríki, en aftur fjölmennt hjá
myrkrahöfðingjanum. Guð er um-
burðarlyndur, kærleiksríkur og
réttlátur. Menn eru aftur fordóma-
fullir, breyskir og ófullkomnir. Þess
vegna veit guð einn hvernig á að
fella réttlátan dóm yfir þeim er þeg-
ar hafa dæmt sig. Hver veit nema
að sértrúarsöfnuðimir séu bara agn
á færi djöfulsins og meðan þeir telja
sig vinna fyrir guð, er það aðeins
lævísi pokurinn skellihlæjandi með"
stöngina í gamansömum veiðitúr.
Ritað er: „Öll skortir okkur guðs
dýrð, öll höfum við syndgað." Þess
vegna vildi ég bæta því við að ef
einhver er ráðvilltur og telur sig
þurfa að leita til guðs, að gera það
með því að kynna sér trúna með
opnu hugarfari og innri þrá, en ekki
flana ofan í einhveija „Jórdans
fonta", láta skírast og halda að hann
sé hólpinn. Týndir sauðir geta ekki
vísað týndum sauðum veginn. Ritað
er einnig, eitthvað á þessa leið að
til þess að verða hólpinn verður að
viðurkenna Krist sem guð, frelsara
sinn og vegstýri. Trúa á hann og
vegsama, einnig að elska guð af öllu
sínu hjarta og náungann eins og
sjálfan sig. En ekki flýja á náðir ein-
hveija úti í bæ, sem segja það sem
eyrað vill heyra.
Einnig langar mig að beina orðum
að þeim sem gjaraan vilja rugla sam-
an trú og vísindum. Vísindi er grein
sem vinnur eftir þekktum leiðum í
raunheiminum, setur þessa þekkingu
upp í lögmál sem alltaf eru eins,
sama hvemig þeim er snúið við. Guð
er aftur tilgáta og huglægt hugtak
sem á hvergi pláss í heimi vísind-
anna. Þannig getur t.d. vísindamaður
verið kristinn, þó hann geti aldrei
sannað tilvist guðs, jafnvel fyrir sjálf-
um sér vísindalega. Guð verður, ef
við leitum hans, að birtast okkur
eftir þroskastigi okkar, en ekki eins
og t.d. ég vildi að hann birtist ykkur.
Munið að ritað er: Þér eruð guðir.
Og einnig að guðsríki er innra með
yður. Þess vegna væri tilvalið, ef
Kæri Velvakandi.
Undanfama daga hafa staðið yfir
miklar malbikunarframkvæmdir við
Reykjanesbraut alla. Víða annars
staðar í borginni er verið að vinna
við götur. Nú á tímum mikillar slysa-
öldu o g átaks lögreglunnar til vamar
vegfarendum get ég ekki orða bund-
ist.
í fyrsta lagi eru umferðarmann-
virki ekki boðleg. Þau skapa hættu
fyrir vegfarendur. Þau eru illa hönn-
uð og ófrágengin. í seinni tíð er ný
gatnamót hafa bæst við hefur hönn-
un og frágangur verið með skárra
móti, en enn vantar herslumuninn. Á
gatnamótum vantar skilti til leið-
beiningar um akstursstefnu, sum
skiltanna eru hreinlega villandi, sum
skilti sjást ekki fyrir öðrum hlutum,
t.d. ljósastaurum, og sum viðvöruna-
rskilti koma alltof seint, eyjur
ranglega staðsettar og margt annað
mætti tína til. Innakstur á stórar
brautir er leyfður í of ríkum mæli
sem leiðir til umferðartafa og
árekstra. Vinstri beygjur eru allt of
margar. í raun ættu þær ekki að
eiga sér stað. Flest allar götur eru
ekki sléttar. í þeim er að finna holur
og hvörf, mishæðir sem stafa af við-
gerðum, bótum á götunum og ekkert
er varað við.
Hraðahindranir eru annar kafli.
Enginn efast um gildi þeirra sem
tæki til þess að minnka umferðar-
hraða. Hjá skólum og leikvöllum þar
sem sérstaklega má búast við um-
ferð baraa eru þau nauðsynleg.
Sérstakar aðstæður geta einnig kraf-
ist þeirra. En, hraðahindranimar eru
eins margar að gerð og mennimir
sem búa þær til. Margar hafa þann
afleita galla að skemma ökutæki.
Þær eru svo háar að lágir bílar kom-
ast ekki yfir þær á mjög hægum
hraða (10—15 km) án þess að hindr-
animar rekist uppundir bílana. Aðrar
slæmar eru þeim eiginleikum búnar
að vera brattar auk þess að vera
háar. Þetta er ekki sami hluturinn.
Hindranir geta verið afiíðandi háar
og ekki brattar. Þær bröttu eru eink-
um þessar með gangstéttarhellum í
miðjunni og má m.a. finna í Garða-
stræti. Enn eina vil ég nefna í
Kópavogi í Ástúni, held ég, sem fólk
verður að aka nú þegar Nýbýlavegur
er lokaður á kafla. Ekki er í orðum
hægt að lýsa henni. Hún er ekki jafn-
einhver vill leita guðs, að byija á því
að þekkja sjálfan sig, þannig getur
maður lært að þekkja guð.
Notið höfuð ykkar í leitinni, en
ekki annarra. Gangi ykkur vel gagn-
kynhneigt fólk og samkynhneigt,
einnig bið ég þess að sértrúarsöfnuð-
imir finni aftur veginn, sannleikann
og lífið og að guð hjálpi þeim að
umbreyta fordómum sínum í kær-
leika og umburðarlyndi.
Ronald Kristjánsson
brött beggja megin við hábunguna
sem virkar eins og þríhymingur og
ekki dugar að aka yfír, nema nærri
því að stoppa, til þess að fá ekki
skell er bíllinn kastast niður hinum
megin í hvarf. Fyrr skal nú hindra
en stöðva.
Nú skal nefnt er gert er við götur.
Á sumrin er mest unnið við göt-
umar. Eða er réttara að tala um
haustið. Merkingar á götum koma
seint á sumri og eru ekki til gagns
fyrr en fer að hausta og hverfa og
undir snjóinn og sjást ekki meir.
Harmleikurinn er þó meiri í sam-
bandi við malbikun og gatnaviðgerð-
ir. Allt sumarið er gatnakerfið í ólagi
vegna viðgerða sem valda röskun.
Ekki er hægt að komast hjá röskun
en, á hveiju ári raskast umferðin á
stærstu brautum, sömu brautunum
ár eftir ár. Líftími gatna í borginni
er afskaplega stuttur og kosta al-
menning stórfé. Nýviðgerðar götur,
eins og nýjar fara fljótlega undir
snjó, ef heppnin er með, og sjást
ekki fyrr en næsta vor er þær koma
ónýtar undan snjónum vegna hins
hrikalega skaðvalds: nagladekkj-
anna. Síðasti vetur var skelfilegur
fyrir götumar, því lítill snjór var á
götum og naglamir rifu götumar
upp. Ef nagladekk væm bönnuð
myndi almenningur spara stórfé í
götuviðgerðum. Engin nagladekk
kalla á betra og annað ökulag sem
ég er svartsýnn á að takist að kenna
ökumönnum.
Bílstjórar eiga stórkostlega sök á
slysum því mddaskapur í umferðinni
er svo mikill að engin orð fá lýst.
Tillitsleysi er algert. Umferð tafin
með því að aka langtímum saman á
vinstri akrein sem er ætluð hraðari
umferð en sú hægri. Taugaveiklun
allsráðandi og hraði gífurlegur og
smitandi. Hraði eins bílstjóra getur
hæglega örvað þann næsta og
spenna skapast og kappakstur verð-
ur úr. Þú vilt ekki hleypa þessum
asna fram úr þér.
Einstaka menn skara fram úr og
aka til fyrirmyndar, en þeir em því
miður allt of fáir.
í ökutímum var mér sagt að aka
ekki eftir minni heldur eftir merkjum.
En ef ég myndi ekki eftir gildram í
umferðinni væri ég alltaf að lenda í
vandræðum.
K.Ó.
Illa hönnuð um-
ferðarmannvirki
BENCO
Lágniuli 7, síini 81077.
Haustverð
komið!
Öllum þeim, sem sýndu mér vinarhugá sjötugs-
afmceli mínu, 21. sept. sl., meö heimsóknum,
gjöfum oghlýjum óskum,fœri ég alúÖarþakkir.
Guðjón Elíasson.
STADIA
Gæða skór á hreint ótrúlegu verði
Ný sending af STADIA skóm í verslan-
ir í vikunni.
Uppháir og lágir inni íþróttaskór.
Kynnið ykkur STADIA gæði.
STADIA fæst í eftirtöldum verslunum:
Sportbúð Óskars, Keflavík
KEA, Akureyrí
Sportvik, Dalvik
Skagfirðingabúð, Sauðárkróki
H-Búðin,Garðabæ
Akrasport, Akranesi
Sportbúð Kópavogs, Kópavogi
Verslun Sig. Pálma. Hvammstanga
Borgarsport, Borgamesi
Sportbúð Selfoss, Selfossi
Hagkaupum Kringlunni, Reykjavík
Verslunin Bára, Grindavík
Einari Guðfinnssyni, Bolungarvík
AF-Heildverslun hf.f
Lágmúla 5, Reykjavík,
sími68 99 11.
Tjaldvagnar og fylgihlutir á haustverði. Hagstæð
verð og greiðslukjör.
Eigendur eldri vagna!
Bjóðum nýja fjaðraundirvagna undir eldri gerðir.
Vetrargeymsla.
Höfum einnig geymslu á vögnum í vetur.
T~-