Morgunblaðið - 07.10.1987, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987
STADIA
Gæða skór á hreint ótrúlegu verði
Ný sending af STADIA skóm í verslan-
ir í vikunni.
Uppháir og lágir inni íþróttaskór.
Kynnið ykkur STADIA gæði.
STADIA fsst í eftirtöldum verslunum:
Sportbúð Óskars, Keflavík
KEA, Akureyri
Sportvik, Dalvík
Skagfiröingabúð, Sauðárkróki
H-Búðin, Garðabæ
Akrasport,Akranesi
Sportbúð Kópavogs, Kópavogi
Verslun Sig. Pálma. Hvammstanga
Borgarsport, Borgamesi
Sportbúð Selfoss, Selfossi
Hagkaupum Krínglunni, Reykjavík
Verslunin Bára, Grindavík
Einari Guðfinnssyni, Bolungarvík
AF-Heildverslun hf.f
Lágmúla 5, Reykjavík,
sími68 99 11.
Blaðburóarfólk
óskast!
HHj 35408
! 83033 Í
SELTJNES
Nesvegur 40-82 o.fl
Selbraut o.fl.
GRAFARVOGUR
Hverafold
AUSTURBÆR
Háahlíðo.fl.
VESTURBÆR
Aragata
Einarsnes
Ægisíða 44-78
ÚTHVERFI
Básendi
Ártúnshöfði
- iðnaðarhverfi
Birkihlíð
Hrólfur Sveinsson:
Tölvuraunir
Fjarskalega er ég Þorgeiri Þor-
geirssyni rithöfundi þakklátur
fyrir grein í Lesbók 3. þ.m., þar
sem hann tekur upp hanzkann
fyrir mig gegn Helga Hálfdanar-
syni, sem löngum hefur lagt mig
í einelti með nöldri.
Þó að vér nöldurfræðingar sé-
um orðnir margs vísari um orsakir
nöldursýkinnar, er þar enn margt
á huldu. Síðan ég fór að leggja
stund á nöldurvísindi, hef ég
komizt að raun um það, að þetta
fyrirbæri á sér býsna margvísleg-
ar rætur. Til dæmis er nöldur út
af skáldastyrkjum af allt öðrum
toga en nöldur út af lögregluað-
gerðum, svo ekki sé minnzt á
nöldur út af nöldri. En þrálátt
nöldur H.H. út af minni saklausu
tilvist er mér samt alger ráðgáta.
Þó að Þorgeir Þorgeirsson hafí
af hjartapiýði lagt mér lið, vædd-
ur tölvu sinni, sem er sérhönnuð
í slíkar brösur, hefur því miður
nokkuð farið þar úrskeiðis, líkt
og tölvan hafí fengið trollið f
skrúfuna þegar verst gegndi, og
annað apparat tekið við. Til dæm-
is hafa þau eftir mér, að kenningin
um skáldgáfu vegna skorts á B-
vítamíni sé að nokkru frá mér
runnin. Sannleikurinn er sá, að
ég tel fátt eða ekkert örva skáld-
lega andagift jafn-duglega og
B-vítamín. Þar get ég trútt um
talað, því öll mín beztu skáldverk
eru til orðin í B-vítamín-vímu. A
því, sem H.H. hefur eftir mér um
skáldskap, skyldi enginn mark
taka.
Og svo ég víki að yrkingum í
næturvinnu, þá hef ég ævinlega
haft óbeit á slíkri meðferð á skáld-
um. Enda hef ég í hyggju að
stofna skáldavinafélag til baráttu
gegn næturskáldskap. Og þegar
ég er kominn á þing, mun ég
beita mér fyrir löggjöf, sem trygg-
ir skáldum a.m.k. átta stunda
svefn.
Þá er það eftir mér haft, að
ég sé H.H. sammála um að skáld
eigi að „fá að vinna fyrir sér,
fremur en hjara á opinberri ölm-
usu annað veifið og stunda
skáldlegan sult þess á milli", eins
og H.H. er vanur að orða það.
Þessari sérvizku hef ég aldrei
haldið fram. Það er nú öðru nær.
Ég vil geta gengið á fund mennta-
málaráðherra og sagt: „Ég,
Hrólfur Sveinsson, er skáld." Og
út á það vottorð vil ég ekki fá
neina stopula handahófs-ölmusu,
heldur föst laun, sem tryggi mér
að þurfa aldrei öðru að sinna en
yrkingum meðan ég blæs úr nös.
Að lokum endurtek ég þakkir
mínar til Þorgeirs Þorgeirssonar.
Og þó að mig gruni, að þeim H.H.
sé vel til vina, þá vona ég að
hann sýni honum aldrei linkind
af þeim sökum.
Fundur Kvenréttindafélagsins um dagvistunarmál:
Dagvistunarmál verði
sett inn í kjarasamninga
I FJÖLMENNUR fundur um dag-
I vistunarmál var baldinn á vegum
K venréttindaf élags íslands
siðastliðinn laugardag. Á fund-
inn mættu fulltrúar stjórnvalda
og félagasamtaka svo sem for-
eldrafélaga og verkalýðsfélaga.
Rætt var um nýjar leiðir í dag-
vistun og var sett fram tillaga
um að aðilar vinnumarkaðsins
semdu um að setja dagvistunar-
mál inn í kjarasamninga.
Lára V. Júlíusdóttir formaður
Kvenréttindafélags íslands sagði i
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að í vetur yrðu haldnir
mánaðarlegir opnir fundir undir
heitinu „konan, vinnan, heimiiið".
Viðfangsefni þeirra yrði sú tog-
streita sem myndaðist hjá konum
sem ynnu utan heimilis. „Upphafíð
ÍwnUl'
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
að þessum fundum er umræða um
dagvistunarmál", sagði Lára, „hún
er orðin það neikvæð að enginn
vill lengur starfa að dagvistun. Þar
hefur orðið mikil fólksfækkun og
vegna hennar hefur reynst nauð-
synlegt að ioka mörgum deildum á
dagvistunarheimilum."
Þessi fundur var sá fyrsti í fund-
arröð vetrarins og fluttu erindi:
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ,
Inga Jóna Þórðardóttir formaður
ijölskyldunefndar ríkisstjómarinn-
ar, Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull-
trúi, Sigurður Snævarr hagfræð-
ingur frá SÍB og Víglundur
Þorsteinsson formaður Félags
íslenskra iðnrekenda.
Á fundinum var sett fram spum-
ingin um nýjar leiðir í dagvistarmál-
um og vom menn á öndverðum
meiði. Annars vegar vom þeir sem
vom fylgjandi hærri bamabótum,
gæti fólk þá valið á hvaða bama-
heimili það setti böm sín. Yrðu
bamaheimilin rekin af einkaaðilum.
Fylgjandi þessu vom Víglundur
Þorsteinsson og Inga Jóna Þórðar-
dóttir. Hins vegar var sú hugmynd
að ríkið og sveitafélögin sæu um
reksturinn, hann yrði þjónusta á
vegum hins opinbera sbr. skóla. Þá
væri ekki gert ráð fyrir að einkaað-
ilar sæu um reksturinn. Að baki
þessari hugmynd stóðu Ásmundur
Stefánsson og Kristín Ólafsdóttir.
Rætt var um að tekjutengja
greiðslur á dagvistagjöldum. í stað
þess að allir greiddu sömu upphæð,
yrðu dagvistargjöld ákveðinn hluti
launa. Þetta væri hægt að tengja
staðgreiðslukerfi skatta. Þá var
bent á að þörf væri á að breyta
þeim foréttindum sem einstæðir
foreldrar hefðu hingað til haft, því
einstæðir foreldrar væm alls ekki
allir eins settir. Vitað væri um ein-
stæð foreldri sem hefðu mun hærri
laun en samanlögð laun hjóna sem
væm láglaunafólk.
Sigurður Snævarr setti fram
áskoran þess efnis að aðilar vinnu-
markaðsins semdu um að leysa
dagvistunarvandann með þvi að
gera dagvistunarmál að þætti í
kjarasamningum. Benti Sigurður á
að hægt væri að fara svipaðar leið-
ir og gert var í orlofsheimilamálum
fyrir nokkmm ámm. Þá var samið
um að ákveðin prósenta af launum
rynni í orlofsheimilasjóð verkalýðs-
félaganna.
Gunnlaugur Hilmarsson, eigandi verslunarinnar, og Guðlaug Chirst-
ensen, afgreiðslukona.
Sérverslun með áklæði
OPNUÐ hefur verið verslunin
Innbú á Skúlagötu 61 í
Reykjavík. Eigandi verslunarinn-
ar er Gunnlaugur Hilmarsson.
Innbú er sérverslun með áklæði
og selur þau bæði í smásölu og
heildsölu. Áklæðin em frá Vestur-
Þýskalandi og Belgíu. Einnig
verður verslunin með á boðstólum
leður- og leðurlúxefni. Markmið
verslunarinnar er að bjóða upp á
nýjustu línuna af áklæðum.
Ifyrirtækið Innbú hefur verið rek-
ið sem bólstmnarverkstæði í
Keflavík síðan 13. febrúar 1979,
samhliða húsgagnaverslun frá 1979
til 1984.