Morgunblaðið - 07.10.1987, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987
Byggingar Menntaskólans á
ísaíirði á Torfnesi. Skólahúsið
er ferningslaga en heimavistar-
hús myndar L norðan og vestan
skólahússins. Handan skólahúss-
ins eru að hefjast framkvæmdir
við byggingu íþróttahúss sem á
að vera tilbúið árið 1991.
Björn Teitsson skólameistari
flytur ræðu sina. Á sviðinu sitja
frá honum talið: Matthías
Bjarnason 1. þingmaður Vest-
fjarðakjördæmis, Birgir ísleifur
Gunnarsson menntamálaráð-
herra, Björg A. Jónsdóttir
formaður skólafélags mennta-
skólans og Haraldur L. Haralds-
son bæjarstjóri á fsaflrði.
Tímamótaár í skólamálum á ísaf irði:
Skólahús menntaskól-
ans tekið í notkun
íaafirðL
BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti kennsluhús-
næði Menntaskólans á ísafirði formlega tekið í notkun á hátíðarfundi
í nýjum samkomusal skólans síðastliðinn föstudag. 17 ár eru liðin
síðan hafist var handa um byggingu menntaskóla á ísafirði. Árið
1970 ákvað alþingi byggingu þriggja nýrra menntaskóla i landinu,
í Reykjavík (Menntaskólinn við Sund), á Austfjörðum (Menntaskólinn
á Egilsstöðum), auk ísafjarðar.
í ræðu sem skóiameistari Bjöm
Teitsson hélt við þetta tækifæri
sagði hann meðal annars að f sam-
komusalnum sem gestir væru
staddir í kæmi til greina að halda
guðsþjónustur í vetur þar sem
kirkja bæjarins er „ónothæf eftir
bruna, auk þess sem málverkasýn-
ing yrði þama næstu daga, enda
hentar salurinn vel til ýmis konar
félagsstarfs og samkomuhalds.
Teikningar af kennsluhúsnæðinu
em frá árinu 1971, endurskoðaöar
árið 1978 og endanlega samræmdar
1979. Flatarmál allra hæða er 2.593
fermetrar. Byggingarframkvæmdir
við skólahúsið hófust haustið 1978
en áður hafði verið byggð heima-
vist á ámnum 1971—1976, þar af
var fyrsti áfangi heimavistar klár-
aður á tveimur fyrstu ámnum.
í lok janúar 1984 var kennsla
hafin á efri hæð skólahússins, eftir
að kennarar og nemendur höfðu
eytt einum kennsludegi í að flytja
borð og stóla ásamt helstu kennslu-
gögnum úr gamla bamaskólahús-
inu við Aðalstræti, en þar hafði
kennsla farið fram frá því skólinn
tók til starfa haustið 1970. Haustið
eftir var svo flutt í bókasafnið á
efri hæðinni og þann vetur vom
innréttaðar efnafræði- og eðlis-
fræðistofur á neðri hæð hússins.
Vorið 1986 var hafist handa við
síðasta áfanga skólahússins, það
er að innrétta sex kennslustofur á
neðri hæð. Nú á eftir að innrétta
fyrirlestrarsal með hallandi gólfi á
neðri hæð. Þá á eftir að ganga frá
hengilofti og ljósabúnaði í sam-
komusal. Sérstaka innréttingu
vantar í líffræðistofu á neðri hæð.
Þá vantar og talsvert af húsgögnum
í húsið.
f haust fluttist hluti af kennslu
við Iðnskóla ísafjarðar inn í húsið,
en þessir skólar hafa nú verið sam-
einaðir undir eina stjóm. Bygging-
amefnd skólans hefiir frá upphafi
verið skipuð skólameistumm skól-
ans á hveijum tíma, þeim Jóni
Baldvin Hannibalssyni, Biyndísi
Schram og Bimi Teitssyni, auk Jóns
Páls Halldórssonar framkvæmda-
stjóra og Gunnlaugs Jónassonar
bóksala.
Byggingameistari frá 1982 hefur
verið Jón Friðgeir Einarsson í Bol-
ungarvík, en helstu stjýmendur
sérverka hafa verið Ástvaldur
Bjömsson, múrverk, og Þráinn Eyj-
ólfsson, pípulagnir, en bygginga-
stjóri á helsta framkvæmdatíman-
um var Skarphéðinn Hjálmarsson.
Bjöm taldi að nú ætti eftir að veija
12—13 milljónum króna til að full-
gera skólann að búnaði meðtöldum,
en hann sagði jafnframt að á lóð
skólans ættu að rísa í nánustu
framtíð veglegt íþróttahús ásamt
sundlaug auk verkmenntahúss.
„Framkvæmdum á lóð Mennta-
skólans á ísafírði er því engan
veginn lokið," sagði hann að lokum.
I ræðu bæjarstjórans á ísafírði,
Haraldar L. Haraldssonar, kom
fram að mikilvægar ákvarðanir í
skólamálum ísfírðinga hafa verið
teknar á þessu ári. í júní var undir-
ritaður samningur um að Mennta-
skólinn á ísafirði sjái um þá fræðslu
sem Iðnskólinn á ísafírði hefur ann-
ast til þessa. í ágúst var undirritað-
ur samningur um byggingu
íþróttahúss við menntaskólann þar
sem gert er ráð fyrir að ljúka fram-
kvæmdum 1991. Þá er að hefjast
starfsemi skóladagheimilis í hús-
næði menntaskólans í tengslum við
Grunnskólann á ísafirði. A síðasta
ári var undirritaður starfssamning-
ur bæjarsjóðs og Tónlistarfélags
fsaflarðar um byggingu tónlistar-
skólahúss. Ljóst er því, sagði
bæjarstjórinn, að á yfírstandandi
kjörtímabili verður meginverkefni
bæjarstjómar ísafjarðar uppbygg-
ing skólamála. Án efa kemur það
til með að stuðla að eflingu byggð-
ar á ísafírði og annars staðar á
Vestflörðum. Nú fyrrir skömmu
samþykkti bæjarstjóm að skipa
þriggja manna byggingamefnd
vegna byggingar verkmenntahúss
á Isafírði.
Haraldur sagðist vilja halda því
| fram að þegar þær ákvarðanir sem
I nú hafa verið teknar hafa náð ffarn
að ganga muni ísafjörður skipa sér
á bekk meðal þeirra sveitarfélaga
sem besta aðstöðu hafa til mennt-
unar og að kaupstaðurinn muni laða
að sér fólk úr öðrum landshlutum
til að afla sér menntunar. Hér er
kafla, eftir gott og gjöfult
suinar, breyttist veður skyndi-
lega á mánudag. Fyrst um
morguninn var hér rigning og
3—4 stiga hiti. Eftir að á dag-
inn leið fór veður kólnandi,
úrkoman breyttist í slyddu,
samfara miklum stormi af
norðaustri. Undir kvöld var
orðin töluverð snjókoma og
2—3 stiga frost.
Bílar sem áttu leið um Kerlinga-
margt sem getur stuðlað að því að
hér muni þróast menntasetur. Tón-
listarskóli ísafyarðar hefur getið sér
orðstír, menntaskólinn er sá eini á
landinu með skíðabraut. Sagði hann
að hugsanlegt væri að bæta við
námsbrautum á sviði hjúkrunar-
fræðslu í tengslum við fjórðungs-
sjúkrahúsið og á sviðum fiskveiða,
fískvinnslu og fískeldis.
Hann sagði að fyrirsjáanlegt
væri að í náinni framtíð verði hægt
að bjóða upp á nánast alla menntun
að háskólastigi á ísafírði. Nú gerist
það oft að heilu fyölskyldumar flytja
til Reykjavíkursvæðisins vegna þess
að skilyrði til menntunar eru ekki
til staðar í heimabyggðinni.
Að lokum þakkaði bæjarstjórinn
menntamálaráðuneytinu og þing-
mönnum kjördæmisins fyrir góðan
skilning og undirtektir á málefnum
skólanna á ísafirði.
Auk skólameistarans og bæjar-
stjórans flutti menntamálaráð-
herra, Birgir ísleifur Gunnarsson,
ræðu, svo og fluttu ávörp Matthias
Bjamason, 1. þingmaður Vest-
fyarðakjördæmis, og Björg A.
Jónsdóttir, formaður skólafélags
menntaskólans. Að lokum lék Jónas
Tómasson tónskáld einleik á flautu.
Að athöfninni lokinni bauð rektor
gestum að skoða húsakynni skól-
ans.
- Úlfar.
skarð lentu í miklum vandræðum
vegna veðurs. Áætlunarbifreiðinni
seinkaði um 2 tíma. Bifreiðastjóri
áætlunarbílsins sagði að veðrið
hefði verið með því verra sem
hann hefði lent í á þessari leið.
Ekki veit fréttaritari um nein slys
eða umferðaróhöpp vegna þessa
veðurs eða tjón á búpeningi.
Aðfaranótt þriðjudags létti til
og á þriðjudag var norðaustan
gola og 2—3 stiga frost.
PáU
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur i skoðunarherbergi
hinnar nýju bráðamóttöku Landspítalans.
Landspítalinn:
Ný bráðamóttöku-
deild tekin í notkun
OPNUÐ var móttökudeild fyrir
bráðasjúklinga & Landspitalan-
um 1. október síðastliðinn. Um
er að ræða 150 fermetra hús-
næði með 10 rúmum, þar sem
starfa munu 11 manns.
Deildin verður til húsa í kjallara
undir tengiálmu og er inngangur
í beinu framhaldi frá inngangi við
Leifsgötu. Að sögn Davíðs Á.
Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspít-
alanna, er deildinni fyrst um sinn
aðeins ætlað að taka á móti sjúkl-
ingum á bráðavöktum sjúkrahúss-
ins og einungis sjúklingum sem
þangað er vísað af læknum. Á
deildina fara allir sjúklingar, sem
lagðir eru inn á bráðavakt, nema
hjartasjúklingar, en þeir verða
eins og áður fluttir beint á hjarta-
deild. Sömuleiðis verða innlagnir
á kvensjúkdómadeild og geðdeild
eins og verið hefur.
Deildin þjónar að sögn Davíðs
þrenns konar hlutverki. „í fyrsta
lagi að taka á móti bráðveiku fólki
beint af sjúkrabfl og er til staðar
f deildinni búnaður og tæki til að
sinna bráðveiku fólki strax. í öðru
lagi tekur hún við fólki á nóttunni
sem annare væri flutt beint á legu-
deild, þannig að unnt verður að
skipuleggja starfíð á spftalanum
betur. I þriðja lagi þjónar deildin
sem innlagnadeild fyrir fólk, sem
sent er á bráðavakt, en þarf sfðan
ekki á sjúkrahúsvist að halda og
unnt er að senda heim. Tilgangur-
inn er því bæði aukin þjónusta
og hagræöing í rekstri," sagði
Davíð Á. Gunnareson.
Bílar í vandræðum á Kerl-
ingarskarði vegna veðurs
Borg, Miklaholtehreppi.
EFTIR langvarandi hlýinda-