Morgunblaðið - 07.10.1987, Side 42

Morgunblaðið - 07.10.1987, Side 42
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Mosfellssveit — Lmanbæjarkronika eftirErling Kristjánsson Eftirfarandi pistil skrifaði ég í júlf sl. og ætlaði að birta um það leyti sem Mosfellssveit breyttist í Mosfellsbæ. En ég lauk ekki við pistilinn á áætluðum tfma og sfðan hefur hann safnað ryklagi sem ég vil ekki hafa þykkara. Upphafíð að þessu var að ég fór sem oft áður í FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við veitum þér allar tœknilegar upplýsingar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 - S. (91)20680 Electrolux Ryksugu- úrvalið D-720 1100 WÖTT. * D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1.500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaðurinn hf. J KRINGLUNNI, SÍMI 685440. kvöldgöngu hér um nágrennið og fór þá allt í einu að hugsa um öll þessi hús og öll þessi skilti og öll þessi nöfn og allar þessar sögur sem sameiginlega mynda andlit bæjar- félagsins. Já, og brátt verður sveitin héma bær og Mosfellssveit mun þá heita Mosfellsbær, enda sjálfsagt, því íbúar hér verða áfram nefndir. Mosfellingar og nokkur fyrirtæki hér draga nafn sitt af Mosfelii. Svo er okkur sagt að lög mæli fyrir um að orðið bær skuli taglhnýtast við hið eiginlega nafn. Sennilega hefur sá hégómi verið lögbundinn orðrétt- ur eftir eitthvert geldingslegt nefndarálit, en sleppum því. Til- gangurinn með nafnabreytingunni er sagður breytt ímynd útá við, svo sem að hér sýsli menn ekki mikið við búsmala núorðið. Og nú er ég kominn að efninu. Andlit og umgjörð Mosfellsbæjar. Það eru hús, nöfn, umhverfi og sögur sem skapa andlitið á þétt- býlinu. Ég lít til hægri, þar er Tröllagil, áður bústaður Lárusar skólastjóra. Neðar er Brúarlands- húsið, gamli skólinn í allri sinni reisn. Hlégarður, samkomuhús og stjómsýslustöð Mosfellinga. Hlé- garður er eitt albesta nafn á félagsheimili, sem ég þekki. Hugsið ykkur öll þessi væmnu nöfn á harm- óníkufjósum landsins, flest enda þau á ver, en Lundur heita þau félagsheimili sem reist em á vind- börðum melum og ógerlegt er að rækta þar nokkra hríslukræklu. En svo var kannski afgirtur einhver harðbali og niður í hann stungið hríslustubbum, síðan var staðurinn vfgður við hátíðlega athöfn að við- stöddum tijáræktarfulitrúa ríkisins og gefíð nafn eins og timburhólar eða grænilundur. Ef þessi hrísluhró lifðu eitthvað voru þau oftast slíkt óyndi hveiju auga sem skegghýj- ungur á andliti ungrar konu. En ég er staddur í Mosfellssveit og best að gleyma þvi ekki. Nokkru ofar í brekkunni frá Hlégarði er sfmstöðin að Varmá og er nú álita- mál hvort þetta er ekki lundurinn og harðbalinn með breyttum for- merkjum. Hinsvegar eru Varmárskóli og Varmárlaug byggð þar sem áður stóðu Varmárhúsin. Beint framundan er stórt hús sem heitir Þverhoitshúsið og stend- ur við götuna Þverholt. I þessu húsi eru mörg fyrirtæki, séum hver áberandi í andliti Mosfellsbæjar. Stór og fímaljót skilti eru í nokkrum gluggum og stafsetning þeirra á framandi máli. Fyrsti bókstafurinn mun vera W og er myndaður af ófygli einu eða fínngálkni óræsti- legu. Ég stafa fram úr nafninu West- em Fried. Sérfræðingar mínir í útiensku hafa tjáð mér að fram- burðurinn sé nokkum veginn Úestem froæd og skulu menn hafa kjaftinn upp í hönk að hætti Ameríkana, vilji þeir nefna svo „virðulegt" fyrirtæki á nafn. Sömu menn hafa og tjáð mér að út úr skiltinu megi lesa þær merku upp- lýsingar að þar innan dyra sé matreitt fíðurfé. Einnig er þar skilti sem sýnir að þar fáist hinn ameríski drykkur er skapar stemmningu og viðburði. Ég óska matseljum og soðgreifum þessa staðar alls hins besta og vona að þeir móðgist ekki vegna skrifa minna. En nafnið á fyrirtækinu bannar mér að kanna fæmi þeirra við matseld. Mér býður þó í gmn að þeir matreiði iystilegri fugla en fmngálknið á skiltinu gef- ur tii kynna. í einu homi Þverholts er ljúf- metisverzlun, sem heitir einfaldlega Homið. Þökk sé þeim nafngiftin. Svo er bókabúðin Ásfell, sem til skamms tíma hét Snerra, og er jafn- an nefnd svo enn í dag. Snerra mun útleggjast ófriður. En Snorrasynir tveir voru upphaflegir eigendur. | Verslunin Fell sýnir smekkvísi í nafngift. Fleiri skilti em á húsinu. Allt á hreinu heitir þar efnalaug. Nafnið sótt í þekkta kvikmynd og segir okkur um leið að nafngefend- ur hafi nokkurt skopskyn. Á efri hæðinni hafa meðal ann- arra bartskerar sína þjónustu. Þeirra stofa heitir Pflus. Ég veit ekkert um merkingu nafnsins, en kemur í hug saga úr sveitinni. Lítill hundhvolpur, sem líkist mjög henni Pflu móður sinni, átti að fara til nýs húsbónda. En á skilnaðarstund- inni emjuðu mæðginin svo ámátlega að bóndi komst við og í sárabætur gaf hann tíkarsyni nafn af móður- inni og nefndi Pflus. Latnesk ending á nafni væri mjög virðuleg og minnti á sætisþega páfastóls. Ég held göngunni áfram út Þver- holtið. Fyrst verður fyrir mér virðulegt hús Búnaðarbankans. Sá banki hefur sýnt þjóðinni heilbrigt andlit sitt í auglýsingum sjónvarps- ins með því að muna eftir og sýna venjulegt fólk sem er að vinna. Þökk sé þeim fyrir raunsæið. Alger andstaða þessa er sá banki sem segist vera með á nótunum og set- ur á auglýsingum sínum illhnekkj- anlegt Islandsmet í fíflaskap. Hafí sá banki skít og skömm þar til hann bætir ráð sitt. Næst er tumbygging og mætti ætla að þar sé byggt yfír guð. En á framhlið, Mosfellsapótek, dæmi- frt nafn dregið af byggðarlaginu. hægri hönd við Þverholtið eru nokkur stór hús. Eitt hét einu sinni Kljásteinn og voru þar slegnir vef- ir. Nú er þar seld matvara og heitir Kjörval. Samsett orð og bæði kjör og val eru sömu merkingar. Lítil hugmyndaauðgi í nafngiftum það. Næst er stórhýsið, sem til skamms tíma hét Beltasmiðjan, alhliða jám- verkstæði, þar sem sá trausti þúsundþjalasmiður Davíð leysti hvers manns vanda. Nú er þar matvælaiðja og heitir ísfugl. Ágætt nafn það og sennilega fundið upp til mótvægis við hverafuglinn sem Bjartur í Sumarhúsum sá á heiðum uppi. Næst má lesa skilti eins og Holtavideó. Fyrri hluti orðsins dreg- inn af götunafninu en sá síðari af tækni- og afþreyingarfárinu videó sem á íslensku heitir myndband. Nafn brauðgerðarinnar undirstrikar hvar hún er staðsett á vom landi. Á stóm spjaldi em flórir stafír, FEXA. Orðið minnir á faxi eða fax, enda er þar skorið hár og kembt af fæmi mikilli. Þessu nafni gef ég fyrstu einkunn. Annars vil ég í framhjáhlaupi benda því fólki sem þessa þjónustu býður, og á oft í innbyrðis samkeppni, að auglýsa sig með því að það kvelji ekki viðskipta- vinina með rásum og bylgjum meðan það situr í rakarastólnum. Mosraf er samsett úr orðunum mosi og rafmagn. Síðan em orðin stytt og skeytt saman og útkoman all jjokkaleg. Ég held göngunni áfram úr Þver- holti í Skeiðholt og þaðan í Dverg- holt. Eitt skilti skagar þar fram úr fögmm gróðri, Sumarhús Edda, og skýrir það sig að nokkm leyti sjálft, nema Édda er ekki þegin af fomum bókum heldur er þar stytting á nafni eigandans. Næsta gata heitir Álfholt og úr þeirri götu skotra ég augunum til vinstri í Byggðarholt, þar sem tveir kaupahéðnar hafa búið um sig í bflskúmm sínum og snyrt vel í kringum sig. Annar er mjög þjóð- legur og nefnir skúr sinn Álnabúð- ina og ætti það öllum að skiljast sem mæltir em á íslenska tungu. Hinn skúrinn heitir Lady og nú verð ég að leita til sérfræðings í útlenskunni. Utarlega í Akurholtinu var til skamms tíma skilti með áletr- uninni Videó Star, sennilega komið af sögninni að stara. Ég held nú út úr Holtahverfínu og í Tangahverfið. Langitangi end- Erlingur Kristjánsson „En ég vil segja eftir- farandi við ráðamenn Mosfellsbæjar í nútíð og framtíð. Ef þið viljið treysta ásjónu og ímynd byggðarlagsins útá við þá forðist að leyfa fyr- irtækjum og verslunum hverskyns útlendar eða innlendar lágkúrur í nafngiftum.“ ar við Vesturlandsveginn og þar við gatnamótin hafa erkifjendumir Shell og Olís byggt eina sæng og opinberað trúlofun sína með stóm og ljótu skilti, en að öðm leyti fegr- að umhverfíð ágætlega, eins og sæmir ástföngnu pari. I hominu hjá Shellolís býr verslunin Þverholt og finnst mér það ganga þvert á allt raunsæi, því það er í þriðrja sinn í kvöld sem orðið þverholt verður á vegi mínum. Fyrst var það verslun- armiðstöðin Þverholt, sem stendur við götuna Þverholt og loks verslun- in Þverholt við Langatanga. Að baki Shellolfs er smurstöð og dekkjaviðgerð sem heitir Holta- dekk. Mosadekk var hinsvegar nafn á þjóðhöfðinga í Afríku. En væri það ekki ágætt nafn á dekkjaverk- stæði í Mosfellsbæ? Brátt er ég kominn að stóm húsi, sem er áberandi í andliti Mosfells- bæjar, Kaupfélagið stendur þar stómm stöfum. Þetta er það orð sem stendur oftast skýrast í andlit- um íslenskra smákauptúna. Stund- um snúa smáþorpin andlitum sínum út á sjó, því það er þeirra heimreið en landvegur lítt fær nema ólæsum tröllum og forynjum. í hlaði kaup- félagsins er Esso með sína olíuversl- un og virðist hún stunda yfírboð í ljótleika á skiltum og auglýsingum. Éinnig er þar í hlaði skúrræksni, lítil staðarprýði, með áletmninni Myndbandalagið. Þessu orði þori ég ekki að skipta milli lína vegna ótta við rauða yfirstrikun. Ég hefí nú gengið lítinn hring um þéttbýlið í Mosfellsbæ og skynj- að kaupstaðinn unga með öllum skilningarvitum. En hér vil ég láta koma fram hvemig ég myndi upp- lifa ásjónu þessa byggðarlags væri ég hér með öllu ókunnur. Ráðamenn hér hafa rökstutt breytinguna úr sveit í kaupstað með: „Breyttri ímynd útávið." Eng- Æviminning- arPéturs Olafssonar komnarút ÆVIMINNINGAR Péturs Ólafs- sonar bónda á Hranastöðum i Eyjafirði eru komnar út á bók. Minningarnar eru skráðar af Pétri sjálfum. Útgefendur bókarinnar em Jónas Pétursson og Kristbjörg Péturs- dóttir. Bókin er prentuð hjá Prentverki Odds Bjömssonar hf. á Akureyri. Bókin er 144 bls. að stærð. inn kannast þó við að nokkur Mosfellingur læðist með veggjum vegna búsetu sinnar. Hvemig kann fólk við að segja t.d. Gljúfrasteinn í Mosfellsbæ eða Blikastaðir í Mos- fellsbæ? Eða verður ef til vill einhvemtíma skrifuð hér innan- bæjarkróníka? Mig langar að segja hér smá sögubrot af íslenskri minnimáttar- kennd og viðkvæmni af verstu tegund: Frú Salomonsen, kaup- mannsfrúnni í Kúvíkum á Strönd- um, var um meagn að þola þefínn af nafni staðarins og fékk bónda sinn til að nefna hann Reykjafjörð. Um þetta hnoðaði einhver saman eftirfarandi: Danir hræðast Homstrending halda”ann vera umskipting. Frúnum öllum finnst um kring fjósalykt af Kúvíking. Fljótlega eftir þetta mun byggð hafa lagst af á þessum slóðum. En kunni einhver þessa sögu betur en hér er skrifað vil ég til öryggis hafa á sama fyrirvarann og Ari fróði Þorgilsson. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég óttist að fjölgun íbúa hér verði ekki eðlileg. Én ég vil segja eftirfarandi við ráða- menn Mosfellsbæjar í nútíð og framtíð. Ef þið viljið treysta ásjónu og ímynd byggðarlagsins útá við þá forðist að leyfa fyrirtækjum og verslunum hverskyns útlendar eða innlendar lágkúrur í nafngiftum. Stundum heyrast þau aumkunar- verðu rök að útlendingar, einkum þó Bandaríkjamenn, sem hingað komi, verði að geta lesið a.m.k. nöfn verslana og matsölustaða á sínu móðurmáli, annars yrðu þeir hungurmorða hér í landi matvæl- anna. Sannleikurinn er hinsvegar sá aðeins 65% Bandaíkjamanna eru læs, s.k. opinberum tölum þaðan að vestan. Og flestir þeir sem lesa hér lágkúrleg útlend nöfn fyrir- tælq'a fyllast meðaumkun yfír þrælslund mörlandans. Og að lokum ætla ég að smíða smá spegil, lesendum til íhorfs, og dæmi nú hver fyrir sig. Við Miðjarð- arhafið eru sólbakaðar sandbreiður og öltunnur stærri og meiri en ís- lendingar þekkja dæmi til. Þeir senjor Petros og senjor Carlos hafa um árabil skorið af svínsbeinum og skenkt á krúsir mörlöndunum til fasðslu. Nú er svo komið að þeir senjor Petros og senjor Carlos hafa numið nokkur orð í tungu hinna eyðslusömu villimanna úr norðri. Þeir kunna að segja hákarl, brennivín, auk nokkurra setninga sem helst eru sagðar í beituskúrum. Svo ákveða þeir félagar að stofna til eigin reksturs og sjálfír skulu þeir laða fé úr vösum ísiendinga. Til undirbúnings öllu saman fara fara þeir félagar í snögga ferð til eyjarinnar í norðri í febrúarbyijun. Þeir éta í Naustinu, lenda á þorra- blóti og læra nokkur orð til viðbótar í íslensku. Næsta sumar, þegar frónskir flykkjast í sólskinið, lesa þeir stór skilti á íslensku: Fjallkonan og Snorra Edda. En fyrir innan eru hinir glað- beittu Carlos og Petros og vænta mikillar sölu í hákarli, súrmeti og svartadauða. Hvort munu nú landar vorir hlæja eða gráta, eða bara fyll- ast meðaumkun og fínnast staður- inn hafa sett mjög ofan við fáránleikann og fávísina? Höfundur er húsasmiður. Pétur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.