Morgunblaðið - 07.10.1987, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987
Það er dýr hver
rúmmetri í lager-
húsnæði.
Nýtið hann þvível.
Þungavörukerfi
Bifreiöa-
stillingar
Minni eyðsla, meiri
ending vélarinnar.
Sérhæfðir menn
og fullkomin tæki.
BOSCH
HF.OFNASMIBJAN
SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI7. S.: 21220
\hluta þjónumta
B R Æ Ð U R N
ORMSSONHF
LÁGMÚLA9, SlMI 38820
Tríumnh
brjóstahöid
eru komin í öllum gerðum. Einnig
mjólkurgjafabrjóstahöld.
i lílJU
lympTi
Laugavegi 26, sími 13300
Glæsibæ, sími 31300
w
AF ERLENDUM VETTVANGI
í srael* eftir JÓHÖNNU kristjónsdóttur
Var Yitzak Shamir
kunnugt um víðræð-
umar við PLO?
VIÐRÆÐUR nokkurra framámanna Likud-bandalagsins í
ísrael við þekkta stuðningsmenn PLO, sem spurðist af í síðustu
viku, hefur valdið miklu fjaðrafoki innan Israels. Ekki má á
milli sjá, hvorir eru óhressari með þessa fundi. Ýmsir fylgis-
menn PLO á Vesturbakkanum gruna þá Araba, sem sátu
fundina um að ætla að svíkja málstaðinn og innan Likud eru
menn einnig í uppnámi og ásakanir hafa verið settar fram
um að Likud virtist vera reiðubúinn að láta Vesturbakkann
og Gaza hverfa að nokkru eða öllu leyti undir stjórn PLO.
Ásakanirnar ganga sem sagt á vixl og siðast en ekki sízt eru
svo grunsemdir innan forystu Herutflokks Yitzaks Shamir,
forsætisráðherra um að þar á bæ hljóti menn að hafa lagt
blessun sína yfir þessar viðræður.
Shamir forsætisráðherra hef-
ur gefíð út hvassyrta yfírlýs-
ingu, þar sem hann þvemeitar
að hafa haft minnstu hugmynd
um að þessar viðræður hefðu átt
sér stað. Þaðan af síður að hann
hefði samþykkt þær, ef hann
hefði haft pata af því sem til
stóð. En ekki leggja allir trúnað
á orð Shamirs og fínnst með ólík-
indum, að þingmaður og áhrifa-
mikill fulltrúi miðstjómar Herat
hefðu haft frumkvæði um þetta
nema með óopinbemm tilstyrk
Shamirs.
Þeir sem tóku þátt í viðræðun-
um vom þingmaðurinn Ehud
Olmert og miðstjómarfulltrúinn
Moshe Amirav og frá PLO, Sari
Nuseibeh, prófessor við Birzeit-
háskólann, Salah Zuheikeh,
ritstjóri og Faisal Husseini, for-
maður Arabiska vísindafélagsins.
Nokkm eftir að fréttir komust
á kreik um fundina, réðust arab-
iskir stúdentar á Nuseibeh og
börðu hann til óbóta. Nuseibeh
hefur ekki tjáð sig um málið, en
gekkst við því, að hann hefði
seuð margnefnda fundi. Ritstjór-
inn Zuheikeh efndi til blaða-
mannafundar í Jerúsalem til að
greina frá málavöxtum og lagði
sig í framkróka að sannfæra
menn um, að Palestínumennimir
þrír hefðu ekki gert neinar til-
slakanir, né komið fram með
neinar hugmyndir sem yrðu túlk-
aðar svo. Hann lagði fram nokkur
plögg, máli sínu til stuðnings.
Þar vom meðal annars drög sem
Amirav hafði gert að því hvemig
haga mætti viðræðunum. í þess-
um dögum var talað um rétt
Palestínumanna til sjálfsstjómar
og sagt að PLO sé hinn eini rétti
fulltrúi Palestínumanna i öllum
samningaviðræðum. En í plagg-
inu var ekkert um þá kröfu
Palestínumanna um að þeir
fengju að stofna sjálfstætt ríki.
Zuheikeh var gagnrýndur óspart
af arabiskum starfsfélögum, sem
sögðu sýnilegt að mennimir
hefðu látið glepjast af „áróðri
zionista."
Ekki var óánægjan minni hjá
Likud bandalaginu og þó einkum
innan forystu Herut. Stjóm
flokksins harðneitaði, að hún
hefði vitað hvað Amirav og Olm-
ert vom að bauka og látin í Ijós
megnasta andúð á þessu. En þó
var Meir Cohen Avidov þingmað-
ur talinn á að draga til baka
tillögu um að Amirav yrði gerður
brottrækur úr flokknum og Olm-
ert veitt ofanígjöf. Sem stendur
eru lögfræðilegir ráðunautar
Heruts að kanna, hvort ástæða
sé til að gera eitthvað í málinu.
Ekki leikur á því vafí að ein-
hveijir í forystunni muni ítreka
tillögu Avidovs, um að mennimir
tveir yrðu reknir úr flokknum. í
ljósi viðbragða við tillögu Avidovs
er engan veginn öruggt, að það
verði ofan á.
Moshe Amirav hefúr ekki látið
á sig fá hótanir og skammir.
Hann hefur að sönnu tekið undir
þær fullyrðingar, að Shamir for-
sætisráðherra hafí ekki vitað um
þessa fundi. En hann segist vera
stoltur af því að hafa átt þátt í
að hrinda af stað hreyfíngu sem
stefndi að réttlæti. Viðræðumar
og frjáls skoðanaskipti á fundin-
um staðfestu styrka stöðu ísra-
elsks lýðræðis. Hann hefur
ennfremur sagt að í upphafí
hvers fundar með fulltrúum
Araba, hafí hann jafnan sagt að
hann talaði aðeins fyrir sjálfan
sig. Ef einhver árangur yrði af
þessum fundum myndi hann
greina forsætisráðherranum frá
honum.
En áður en svo langt var kom-
ið söpi birtu fjölmiðlar fréttir um
fundina og uppi varð fótur og fít
og óhugsandi hefur verið að hafa
fleiri fundi.
Fréttamenn hafa velt vöngum
yfir ýmsum atriðum varðandi
þetta mál. í fyrsta lagi hvort
hugsjón og bræðraþel Amiravs
og Olmert hafí legið að baki eins
og þeir staðhæfa. Auðheyrt er
að fréttamönnum fínnst það ekki
trúleg skýring. í öðru lagi, hvað
hafí vakað fyrir Shamir forsætis-
ráðherra, ef honum hefur verið
kunnugt um fundina. Shamir
hefur eins og allir vita, sem fylgj-
ast með málefnum Miðaustur-
landa, verið einstrengingslegur
og þvermóðskufullur og lagzt
gegn því í reynd, að Palestínu-
menn fengju neins konar sjálfs-
stjóm. Hann hefur þó, eins og
aðrir ísraelskir stjómmálamenn
gera með jöfnu millibili, lýst yfír
að það sé nauðsynlegt að fínna
lausn á málunum. En hefur verið
andsnúinn öllum hugmyndum
sem fram hafa verið settar.
Það hefur farið fyrir brjóstið
á Shamir, að Shimon Peres, ut-
anríkisráðherra, virðist í hugum
manna, að minnsta kosti utan
ísraels, vera sijómvitringurinn,
sem vill levsa vanda Palestínu-
manna og Israela. Shamir hefur
setið eftir sem íhaldssamur og
þröngsýnn kurfur, sem ekki geti
skilið, að tímamir hafa breytzt
og ísraelar geti ekki endalaust
látið málefni Vesturbakkans og
Gaza vera í einhvers konar bið-
stöðu.Því ganga sumir frétta-
skýrendur svo langt að segja, að
þeir Amirav og Olmert hafí byij-
að þessar viðræður við PLO-
stuðningsmennina fyrir tilhlutan
Shamirs. Forsætisráðherrann
hafí talið, að PLO fulltrúamir
myndu verða svo ánægðir að
hugmyndir um sjálfsstjóm kæmu
frá Likud, að þeir fengjust til að
semja um tilslakanir sem PLO
hefur ekki verið til viðræðu um
hingað til. Og síðan kæmi Sham-
ir fram með friðarhugmyndir sem
Palestínumenn féllust á og yrði
friðarhöfðingi í sögunni.
Enn ein skýringin er, að breyt-
ingar á valdahlutföllum innan
Hemtflokksins, hafí ráðið. Þegar
Begin var og hét, sátu menn og
stóðu að mestu eins og hann fyr-
irskipaði. Þótt hann væri um-
deildur, var hann óumdeilanlega
leiðtogi flokksins og hafði það í
hendi sér sem hann vildi. Eftir
að Shamir tók við hafí þama
orðið mikil breyting. Valdabar-
áttan um forystuna blasi við allra
augum og Shamir hafi ekki þau
tök á flokknum sem nauðsynlegt
sé. Þrátt fyrir að ísraelar séu
lýðræðissinnar, vilja þeir sterkan
leiðtoga. Sá leiðtogi hefúr Shim-
on Peres orðið Verkamanna-
flokknum á síðustu árum.
Samtfmis þvf að Shamir missir
ftök f sínu liði. Þvf geti vel verið
að þessi friðaraðgerð sé bending
um aukin átök og meiri sundr-
ungu innan Ldkud.
Sari Nuseibeh, prófessor Shamir- dreymdi hann um að
verða friðarhöfðingi?