Morgunblaðið - 07.10.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 07.10.1987, Síða 64
Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. | / ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA | 1 GuðjónÓLhf. I 91-27233 I MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 VERÐ I LAUSASOLU 55 KR. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson. Stóð í Borgarrétt í Eyjafirði Breiðafjörður: Brokeyjarbænd- ur í hrakningnm með féð FÓLK sem var að flytja lömb úr Brokey til slátrunar i Stykkis- hólmi í fyrradag' hreppti skyndi- lega óveður á leiðinni og varð að skilja féð eftir í eyðieyju. Veðrið skánaði í gær og verður náð í lömbin í dag. Fimm bátar voru notaðir við fjár- flutninginn, 2 mótorbátar sem drógu 3 flárflutningaskip. Á bátun- um voru 8 menn og 230 lömb. Brokey er utarlega í Hvammsfirði, 10—15 km frá Stykkishólmi. Sæmi- legt veður var þegar lagt var frá Brokey um miðjan dag á mánudag, en þegar komið var undir Skoreyjar skammt frá Stykkishólmi hvessti skyndilega. „Hann rauk snögglega upp og ólag kom á annan mótorbát- inn,“ sagði Freysteinn Hjaltalín, einn fjárflutningamanna. Haft var samband við Stykkis- hólm um talstöð og sendur bátur þaðan. Fjárflutningaflotinn sneri síðan við og var fénu sleppt upp í hólma í Helgafellseyjum í mynni Álftafjarðar, sem nefiidur er írland en fólkið fór til Stykkishólms. Frey- steinn sagði að aldrei hefði verið hætta á ferðum fyrir fólkið í þess- ari ferð. Talin er hætta á að fé flæði í hólmanum og var farið þangað í gær til að athuga með lömbin. Frey- steinn sagði að allt hefði virst í lagi, og hefðu lömbin nægt gras. Loðnumj öl keypt frá Færejjum? íslendingum gengur illa að standa við gerða sölusamninga KAUP á loðnumjöli af Færeying- um hefur borið á góma hjá eigendum fiskinyölsverksmiðj- anna svo nnnt verði að standa Mannréttinda- nefnd Evrópu: Mál íslend- ings flutt eftir viku MÁL Jóns Kristinssonar verður tekið til munnlegs málflutnings fyrir mannréttindanefnd Evrópu eftir tæpa viku, þann 13. október. Jón var tekinn af lögreglunni á Akureyri, grunaður um of hraðan akstur og fyrir að virða ekki bið- skyldu. Málið var rannsakað af lögreglunni á Akureyri og dæmt í héraðsdómi þar og síðar í Hæsta- rétti. Jón ákvað að vísa málinu til mannréttindanefndarinnar, til að fá úr því skorið hvort það samræmdist mannréttindasáttmála Evrópu að sýslumaður dæmdi I máli sem hann hefur sjálfur stjórnað rannsókn á. Ef dómur fellur Jóni í vil eru íslend- ingar skuldbundnir til að breyta löggjöfinni til samræmis við dóm- inn, þ.e.' að aðgreina lögreglu- og dómsvald. við gerða samninga um fyrir- framsölu á loðnumjöli. Vertíðin hér hófst um tveimur mánuðum seinna en i fyrra og hefur auk þess farið mjög hægt af stað. Þvi hafa seljendur þegar þurft að semja við kaupendur erlendis um frestun afhendingar mjöls- ins, en óvíst er talið að það gangi öUu lengur. Engin loðna hefur enn borizt til Síldarverksmiðja ríkisins, þó verk- smiðjan á Siglufirði liggi einna næst miðunum. Skýring þess er að miklu leyti sú, að flest skipanna, sem bytjuð eru veiðar, eru bundin ákveðnum verksmiðjum öðrum en SR. Stjómendur SR eru nú að vinna að bónuskerfí, sem kemur þeim til góða, sem landa miklu hjá verk- smiðjum SR. Jón Reynir Magnús- son, framkvæmdastjóri SR, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þegar hefði þurft að fresta afskipunum. Það hefði til þessa gengið vel enda væri í flestum tilfellum um gamal- gróin viðskiptasambönd að ræða og SR hefði oft áður hnikað afskipun- um til að óskum kaupenda. „Við höfum ekki samið um sölu á jafnmiklu af mjöli fyrirfram nú eins og oft áður,“ sagði Jón Reyn- ir. „Við höfum ekki leitað eftir mjöli frá Færeyjum, en séu menn í vand- ræðum er eðlilegt að haft verði samband við Færeyinga. Hins vegar finnst mér það skjóta skökku við, ef okkur leyfist að kaupa loðnumjöl frá Færeyjum en ekki loðnu. Fyrir nokkru voru færeysk loðnuskip inni á Siglufirði með um 3.000 tonn, sem við máttum ekki kaupa vegna þess að yfirvöld telja loðnu þeirra illa fengna. Það er vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag við Græn- lendinga um nýtingu loðnunnar, en Færeyingar veiða samkvæmt heim- ildum frá Grænlandi," sagði Jón Reynir. / boði forseta Morgunblaðið/Emilfa VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands hélt Cossiga forseta ítaliu kvöldverðarboð í gærkvöldi, á öðrum degi opinberrar heimsókn- ar forsetans til Italíu. Heimsókninni lýkur árdegis i dag og heldur Vigdís þá ásamt fylgdarliði til Sikileyjar. Myndin er frá kvöldverð- arboðinu í gærkvöldi og situr Vigdis á milli Cossiga og Andreotti utanríkisráðherra. Sjá nánar um heimsóknina á bls. 26-27. FIDE staðfestir niðurröðun í áskorendaeinvígin: Korchnoi skemmtileg- asti andstæðingurinn - segirJóhann Hjartarson STAÐFESTING barst i gær til Skáksambands íslands frá Al- þjóðaskáksambandinu, FIDE, um að Jóhann Hjartarson mæti Vikt- or Korchnoi í fyrstu umferð áskorendaeinviganna sem hefj- ast 24. janúar i St. John í New Brunswich i Kanada. í þessum einvígum tefla saman 14 stór- meistarar og eru teflar sex skákir í hveiju einvígi. Sigurveg- ararnir 7 halda áfram og mun sá sem tapar i næsta einvígi Kasparovs og Karpovs um heims- meistaratitilinn bætast i þann hóp. I einvígunum munu tefla saman, auk Jóhanns og Korchnois, Sokolov frá Sovétríkjunum og Spraggett frá Kanada, Yusupov og Ehlvest sem báðir eru Sovétmenn, Short frá Bretlandi og Sax frá Ungveija- landi, Timman frá Hollandi og Salov frá Sovétríkjunum, Portisch frá Ungveijalandi og Vaganian frá Sovétríkjunum, og Seirawan frá Bandaríkjunum og Speelman frá Bretlandi. Jóhann Hjartarson sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hafa reiknað með því að lenda á móti Korchnoi svo þetta kæmi sér ekkert á óvart. „Ég held að það verði mjög skemmtilegt að tefla einvígi við Korchnoi og mun skemmtilegra en við flesta aðra f þessum hópi, en hann hlýtur þó að vera einn sá erfíð- asti vegna reynslu sinnar í ein- vígum,“ sagði Jóhann. Jóhann og Korchnoi hafa teflt eina skák saman, á IBM mótinu í febrúar sl., sem Jóhann vann. Þeir munu mætast aftur á skákmóti í Júgóslavíu sem hefst 18. þessa mánaðar. Mótið verður í 14. styrk- leikaflokki og eru meðalskákstig þátttakenda 2585. Þar taka þátt fímm þeirra stórmeistara sem verða í áskorendaeinvígunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.