Morgunblaðið - 18.10.1987, Side 7

Morgunblaðið - 18.10.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 7 Samvinnuferðir-Landsýn kynnir dagskrá sína á Kanaríeyjum í vetur með glæsilegum bæklingi og ítarlegri verðskrá. Sjaldan eða aldrei höfum við lagt jafn ríka áherslu á vandað val í gistingu. Við erum þess fullviss að þar hafi okkur tekist vel, - og til að sannfæra þig höldum við í sérstaka kynningarferð með ótrúlegum afslætti! Gran Canaria - Heimur í hnotskurn Einstakar land- og jarðfræðilegar aðstæður gera Gran Canaria að sannkölluðum heimi í hnotskurn, því fjölbreytnin í landslagi er ótrúleg. Hlýir staðvindar frá Afríku og mildur Golfstraumurinn úr suðri sjá til þess að veðrið er nánast gulltryggt. Veður- og loftslagstaflan hér ofar á síðunni er ekta! Enska ströndin - Playa del Inglés Höfuðstöðvar okkar í ár verða við hina margfrægu Ensku strönd, sem er farþegum okkar frá fyrri árum að góðu kunn. Þaðan býðst úrval fræðandi skoðunarferða, möguleiki á stanslausri skemmtun, þægilegri afslöpþun eða dægradvöl og íþróttaiðkun af öllu tagi. Við minnum sérstaklega á ódýra bílaleigubíla, sem gefa kost á eigin könnunarferðum um eyjuna. Eina reglan er: Það eru alls engar reglur um hvað gera skal! Dæmi um verð: Miðað við tvo i íbúð á Bayuca Miðað við fjóra í tveggja svefnherbergja íbúð á Bayuca \ Einvalalið fararstjóra verður þér innan handar f á Ensku ströndinni. Þar fer fremst hin góðkunna L_______ Maria Perello, einn j reyndasti og farsælasti farar- / stjóri sem um getur á / Kanaríeyjum. / Barnaafsláttur Brottför: 6. nóvember, 27. nóvember, 18. desember - jólaferð, 8. janúar, 29. janúar, 19. febrúar, 11. mars, 31. mars-páskaferð Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 okt. nóv. des. jan. feb. mar. apr. maí áári Meðalhitastig í C’ 24,6 24,6 19,5 19,5 19,5 19,5 19,5 20,6 21,64 Rakastig í % 66 69 67 67 67 66 64 63 65 Sólardagar i mán. 18 17 16 18 16 20 18 18 199 Sólarstundirádag 7 6 6 6 7 7 8 8 7,5 | Sjávarhitastig i C° 23 21 20 19 18 18 18 19 20.2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.