Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 Blaðamaður Morgunblaðsins átti þess kost að vera á tónleikum Sykurmolanna í London Town and Country Club síðasta miðvikudagskvöld, en þá kom hljómsveitin fram með banda- rísku rokkhljómsveitinni the Swans. Það var mikil þröng og löng biðröð utan við Town and Country Club, hvar tónleikamir áttu að fara fram. Ekki er hægt að gera því skóna að allur áhugi manna hafi stafað af því að Sykurmolam- ir ættu að spila, enda Swans mun frægari hljómsveit. Þó mátti ráða af samtölum við þá sem voru á leið inn að Sykurmolamir hefðu einnig aðdráttarafl og það væri meðal annars þess vegna að áheyr- endur mættu eins snemma og raun bar. Uppselt var á tónleikana nokkrum dögum áður en þeir áttu að fara fram, en staðurinn tekur á þriðja þúsund manna. Á meðal gesta voru útsendarar breska út- gáfufyrirtækisin8 Rough Trade og bandariska útgáfufyrirtækisins Enigma, en þessi tvö eru stærstu óháðu útgáfufyrirtækin í hvoru landi fyrir sig og hafa bæði borið víumar í Sykurmolanna að þeir gerðu við þá plötuútgáfusamning. Þrátt fyrir fólksfjöldann var ekki að merkja taugaóstyrk á sveitarmeðlimum fyrir tónleikana, a.m.k. ekki meiri taugaóstyrk en vant er. Hljómsveitin kom á sviðið rúmlega átta og renndi sér þegar í góða keyrslu sem hélst út í gegn. Lögin voru öll með enskum text- um, sem vonlegt var, en flest voru þau gókunningjar íslenskra Sykur- molaaðdáenda. í bland voru nýrri lög og ekki síðri, þ. á m. lög sem voru tekin upp í Lundúnaferðinni til að setja á stóru plötuna Life’s Too Good, sem kemur út fyrir jól. Lögin voru hvert öðru betra, þó undirritaður hafi saknað meistara- verksins Tekið í takt og trega. Um það verður þó ekki fengist, enda fluttu Molamir magnaðar útgáfur á Cold Sweat, Sick For Toys, Cindy, sem var eina „cover“ lagið, og Birthday svo fátt eitt sé nefnt. Aliir sveitarmeðlimir fóru ham- förum, hver á sínu sviði og úr urðu ógleymanlegir tónleikar sem voru á meðal þess besta sem undirritað- ur hefur heyrt til Sykurmolanna eða nokkurrar annarrrar hljóm- sveitar yfírleitt. Fremst meðal jafningja var Björk söngkona; nær demónísk á sviðinu og heillaði greinilega viðstadda. Einar var Hka í góðum ham, þó sjá mætti og heyra að hann var argur út í áheyr- endur fyrir að taka ekki meiri þátt í tónlistinni. Aðrir í sveitinni skil- uðu sínu og vel það, Sigtryggur feikn góður og Bragi og Þór ekki síðri. Hinir bresku áhorfendur voru í fyrstu nokkuð stffír, en er á leið fór að hitna í kolunum; þá einna mest þegar sveitin flutti Ámmæli/ Birthday. Eftir tónleika Að loknum tónleikum leitaði blaðamaður til tveggja Sykurmola til að inna þá eftir viðburðum ferð- arinnar; hvort þeir væru ánægðir með hana. Já, víst erum við það. Þó er búin að vera heldur mikil geðveiki í kring um þetta allt. Gott dæmi um það eru deilurnar um forsíður bresku poppblaðanna. Við vorum búin að gera einskonar samning við Melody Maker um að við yrðum á forsíðu blaðsins í næstu viku í tilefni þess að þá kemur næsta plata okkar út, en á henni verður lagið Cold Sweat. Síðan komst annað blað, New Musical Express, eða NME, í málið og vildi einnig hafa okkur á forsíðu og viðtal inni í blaðinu. Þriðja blaðið, Sounds, hafði einnig samband við okkur og sýndi áhuga á að gera slíkt hið sama. Úr varð þó að ákveðið var að Melody Maker fengi eitt blaða að hafa okkur á forsíðu. Það næsta sem gerist er að það spyrst út að NME sé búið að ákveða að birta af okkur mynd á forsíðu. Á tónleik- unum í Town and Country Club var þar síðan kominn aðstoðarrit- stjóri Melody Maker alveg stjömu- vitlaus. Derek, útgáfustjóri okkar, gat þó róað hann niður með því að bjóða honum að Melody Maker fengi 300 eintök af Cold Sweat til að gefa. Við þetta bætist að við erum líklegast búin að fara í viðtal á öllum útvarpsstöðvunum. Þetta er svo skrýtið því við höfum ekki far- ið inn um afturendann á músík- pressunni. Við komum strax upp á toppinn. Þetta er hálf ógnvekj- andi fyrir okkur og við skiljum Ljósmynd/BS minnst af þessu. Þama í London bjuggum við öll í sömu kjallaríbúð- inni og það eina sem við gerðum allan tímann var að bíða. Síðan komu þeir frá blöðunum að taka við okkur viðtöl, ungir strákar sem báðu okkur um eiginhandaráritan- ir og fengu Ijósmyndara til að taka myndir af sér með okkur á meðan þeir töluðu um það þegar við yrð- um komnir á toppinn, eins og það væri sjálfsagt. Þetta eru hlutir sem manni finnst afar hæpnir. Hvað er þá framundan? Nú á mánudaginn kemur út í Bretlandi smáskifa, 7 tomma, en sú útgáfa er nauðsynleg til að við komum laginu Ammæli upp fyrir 75. sæti, en það er aftur á móti nauðsynlegt ef við ætlum að tryggja að Sykurmolamir verði ekki bara loftbóla sem sé síðan úr sögunni. í enduðum nóvember er okkur boðið í tuttugu daga tón- leikaferð um Bretland sem aðal- númer. Við eigum enn eftir að segja af eða á um það. Það er því mikið framundan og við þurfum að taka ákvörðun um það í hvaða átt við ætlum að stefna. Það er alltaf spuming hvað við viljum fara langt, hverju við viljum fóma. Við viljum gera þetta eftir okkar skilmálum og það höfum við gert hingað til. Nú erum við hinsvegar komin í þá pressu að þurfa að taka ákvörðum um það hvort við ger- umst atvinnu tónlistarmenn eða ekki. Við höfum ekki undirritað neina samninga ennþá, okkar sam- starf við One Little Indian hefur byggst á gagnkvæmu trausti, en nú vilja stóru félögin gleypa okk- ur. Það viljum við ekki, við viljum vinna áfram með One Little Indian og selja þá frekar útgáfuréttinn á því sem við tökum upp. Við viljum ekki vinna með einhveiju liði sem hugsar bara í upphæðum og talar bransamál sem við skiljum ekki. Nú þurfum við að komast heim til íslands og fá þar svigrúm til að vera við sjálf. Við þurfum „leb- ensraum" og við þurfum að spila á tónleikum, bæði af því að okkur vantar peninga og af því að til að geta haldið áfram að skapa tónlist þurfum við að spila á tónleikum. Texti: Árni Matthíasson Við þurfum svigrúm til að vera við sjálf Morgunblaðið á tónleikum með Sykurmolunum 1 Town and Country Club í London Hljómsveitina Sykurmolana kannast sjálfsagt flestir við, enda hefur sveitin víða spilað hérlendis og átt hér lög á vinsældalist- um. Eitt þeirra laga heitir Ammæli og það lag kom út hér á landi seint á síðasta ári. Sykurmolarnir settu við það enskan texta og gáfu út á Bretlandi í samvinnu við fyrirtækið One Littie Indian fyrir um tveimur mánuðum. í Bretlandi hét lagið Birthday og var það valið lag vikunnar í tónlistartímaritinu Melody Maker. I kjölfar þess fóru tveir Molanna utan til viðtals við Melody Maker og blöð eins og New Musical Express (NME), Face og fleiri sýndu þeim áhuga. Þetta varð til þess að lagið fór i stórum stökkum inn á svokallaðan óháða lista, sem er listi yfir þau lög og þær plötur sem hin minni plötufyrirtæki í Bretlandi gefa út. Þegar þetta er skrifað er lagið komið í annað sætið á topp tíu á óháða listan- um og er komið í 86. sæti Gallup-listans, sem flestir kalla bara breska vinsældalistann. Til að fylgja þessu eftir varð úr að hljóm- sveitin fór öll ytra í byijun mánaðarins til tónleikahalds og til að vera til taks i fleiri viðtöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.