Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 35 Le Pen ásamt stuðningsmönnum: Meinlegar athugasemdir Verkamenn frá Norður-Afríku i Marseille: Reiði og ótti Le Pen talar: í oddaaðstöðu Tveimur mánuðum síðar birtust hálfgerðar nektarmyndir í Playboy af Pierette í gervi franskrar vinnu- konu. Hún sagði í meðfylgjandi viðtali að þar sem Le Pen neitaði að framfæra henni hefði hún „ákveðið að fara að ráðum hans“ og „vinna fyrir sér sem þjónustu- stúlka til að skrimta" og gleðja hann jafnframt með því að sitja fyrir á myndunum. „Síðan ég fór frá honum hefur hann alltaf reynt að auðmýkja mig opinberlega og ofsækja mig,“ sagði hún og kvað hann leiðinlegan þöng- ulhaus," „haldinn hroka og hégómagirnd. Ef hann væri Gorbachev hefði hann fleygt mér á dyr fyrir löngu og skipað mér að moka snjóinn af götunni." Demarquet a brýn að vera þátttak- andi í samsæri íhaldssamra and- stæðinga Þjóðfylkingarinnar, sem óttuðust auknar vinsældir hennar, og kallaði hann „alræmdan geð- sjúkling". Forsíðumynd Til að kóróna allt skildi Le Pen við Pierette eftir 25 ára sambúð og hún kallaði hann ómerkilegan lyg- ara, sem hataði konur. Þegar tímaritið Playboy spurði hann um skilnaðinn snemma í ár sagði hann: -“Hún strauk með einhveijum gesti á heimili okkar, blaðamanni, sem kom til að skrifa bók um mig og sveik mig á þennan viðbjóðslega hátt.“ Stuðningsmenn Þjóðfylkingarinnar mótmæla í París: Fylgisaukning á kostnað kommúnista Le Pen berst við ímyndaðan andstæðing: „Frakkland verði aftur Frakkland" Le Pen kvaðst telja þetta einkar skemmtilegt mál og fréttin komst hvorki á forsíður franskra blaða né í aðalfréttatíma sjónvarpsins. Skömmu síðar birti háðsádeilublað- ið La Canard forsíðumynd af honum afklæðast á baðströnd á Nýju- Kaledóníu. Myndin var tveggja ára gömul og blaðið kvaðst ekki vilja blanda sér í fjölskylduetjur, en verða að benda á að það varðaði við lög að striplast á baðströndum á Kyrrahafseyjum. „Virðulegiir“ Skilnaðurinn vakti aðeins kátínu og virtist engin áhrif hafa á stjórn- málaferil Le Pens. Þjóðfylkingin fékk um 10% atkvæða í kosningun- um í marz 1986 og rúmu ári síðar lýsti Le Pen því yfir að hann mundi bjóða sig fram í forsetakosningun- um í apríl 1988. Hann fór að taka fyrir fleiri mál en innflytjendur og glæpi, varaði m.a. við vaxandi við- skiptahalla og hættu á heimsstyij- öld og hélt uppi vörnum fyrir Suður-Afríku. Barátta hans fyrir því að vera tekinn alvarlega bar svo góðan árangur að í júní var hann fenginn til kappræðna í sjónvarpi við aðalritara sósíalistaflokksins, Lionel Jospin. Le Pen gat þakkað þennan árangur eigin hæfileikum og mis- tökum pólitískra andstæðinga. Stöðugar tilraunir hans til að ala á ótta almennings við ólöglega fólks- flutninga til Frakklands og glæpi á götum stórborga höfðu svo mikil áhrif að stjóm Chiracs neyddist til að taka æ harðari afstöðu í þessum málum. Ungir frammámenn á borð við Michel Noir utanríkisviðskipta- ráðherra undu því hins vegar illa að Le Pen virtist ætla að takast að hljóta viðurkenningu sem venjuleg- ur flokksleiðtogi og buðu honum birginn. Eftir fyrsta dag Barbie-réttar- haldanna í vor varaði Noir Frakka við því í forsíðugrein í Le Monde að taka undir haturshugmyndir frá því fyrir stríð. Chirac, sem sjálfur hefur augastað á forsetaembættinu, kallaði Noir fyrir sig, sagði honum að þegja eða segja af sér og skip- aði ráðhermm sínum að gefa ekki fleiri yfirlýsingar um Þjóðfylking- una án samráðs við sig. Oddaaðstaða Fylgi Le Pens hefur til skamms tíma verið um 13% á hveiju sem hefur gengið, eða um helmingi meira en kommúnista, sem hafa jafnan fengið flest „mótmælaat- kvæði“. Þótt hann geti engan veginn gert sér vonir um sigur í forsetakosningunum næsta vor em allmiklar líkur á því að hann kom- ist í oddaaðstöðu og geti haft áhrif á það hver sigurvegarinn verður, því sýnt er að atkvæði hægrimanna munu dreifast. Yfírlýsing hans um að gyðingamorðin hafi verið „smá- atriði" hefur hins vegar sett strik í reikninginn og þá vaknar sú spurn- ing hvort sól hans sé að hníga til viðar. Le Pen hefur barizt fyrir þvi í fjögur ár að breyta áliti gyðinga á sér og hljóta aukna viðurkenningu í Frakklandi. Gyðingar em m.a. fjöl- mennir á Miðjarðarhafsströndinni, iar sem Þjóðfylkingin hefur um 20% fylgi. í febrúar sl. ræddi hann við 24 fulltrúa bandarískra gyð- ingasamtaka í New York og í framhaldi af því fékk hann boð frá hópi brezkra íhaldsmanna undir forystu Sir Alfreds Sherman, sem er fv. ræðuhöfundur og ráðgjafi Margrétar Thatcher forsætisráð- herra og gyðingur, um að ávarpa fund, sem hópurinn hyggst halda í tengslum við þing íhaldsflokksins í Blaekpool. Le Pen hafnaði boðinu eftir nokkurt hik vegna reiði, sem athugasemdir hans um gyðinga vöktu í Bretlandi. Ummæli Le Pens hafa komið hart niður á Chirac forsætisráð- herra, sem er í erfiðri aðstöðu. Ef Chirac býður sig fram í forsetakosn- ingunum er talið næsta víst að Francois Mitterrand forseti sigri í fyrri umferð og verði sameiginlegur frambjóðandi vinstrimanna í síðari umferð. Chirac mun hins vegar eiga í harðri baráttu við Raymond Barre fv. forsætisráðherra. Aðdáendur Le Pens og leynilegir stuðningsmenn hans geta komizt í oddaaðstöðu. Samkvæmt skoðanakönnun í sumar sögðu 50% stuðningsmanna Þjóðfylkingarinnar að þeir mundu kjósa frambjóðanda hægrimanna í síðari umferð, 25% að þeir mundu kjósa frambjóðanda vinstrimanna og 25% að þeir mundu ekki greiða atkvæði. Um 25% allra kjósenda kváðust sammála stefnu Le Pens, en aðeins 10% ætluðu að kjósa hann. Barre styðst við hófsama fylgis- menn núverandi stjórnar miðju- og hægrimanna og hefur engu að tapa, þótt hann taki afstöðu gegn Le Pen. Afstaða íhaldsflokks Chiracs, RPR, til Þjóðfylkingar Le Pens, er tvíræð. Sumir telja að betra sé að tapa kosningunum en sigra með samningamakki við Le Pen. Aðrir óttast að hann „steli“ frá þeim at- kvæðum og vilja kosningasamstarf við hann, a.m.k. í einstökum kjör- dæmum. Mitterrand ef list Chirac má ekki við því að fæla frá sér fylgjendur Le Pens, en vill ekki flæma þá stuðningsmenn sína, sem kreflast þess að hann verði skýlaust fordæmdur, yfir í herbúðir Barres. Vegna uppnámsins út af ummælum Le Pens um gyðinga kemst Chirac varla hjá því að taka afstöðu, en hann verður fyrir tjóni, hver svo sem hún verður og það mun bæta stöðu Barres. Hins vegar fagna íhaldsmenn því að nú séu loksins skýr mörk milli þeirra og Þjóðfylkingarinnar og vona að þeir geti dregið fylgi frá hægriöfga- mönnum og stöðvað fylgisaukningu Le Pens. Samkvæmt skoðanakönnun hafa 22% þeirra Frakka, sem höfðu ákveðið að kjósa Le Pen, skipt um skoðun vegna ummæla hans. En bent er á að gagnrýni gyðingahópa, baráttumanna mannréttinda, só- síalista og ýmissa útlendinga láti vel í eyrum stuðningsmanna hans. Jafnvel Barbie-réttarhöldin hafa ekki komið honum illa. Þar eð Barbie var ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu var lögð áherzla á fórnarlömb hans meðal gyðinga í Lyon og mörgum Frökkum gramd- ist það, þótt þeir létu ekki á því bera. „Uppistandið" vegna ummæla Le Pens treystir fyrst og fremst stöðu Mitterrands forseta. Le Pen hefur veikt hægri flokkana og sósí- alistar ráða lögum á vinstri væng, þar eð hann hefur tekið mikið fylgi frá kommúnistum. Þótt forsetinn sé hneykslaður á Le Pen getur hann verið ánægður. GH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.