Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 37 Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að koma á framfæri við íslenska áheyrendur? Ég er alltaf mjög þakklát fyrir það að fá að spila fyrir fólk og ég er þakklát fyrir það að það skuli hlusta. Því þakklæti reyni ég að koma til skila á tónleikum mínum, en samt hef ég áhyggjur af því að það skuli ekki fleiri fá tækifæri til að gera það. Mig myndi langa til að sjá sem flesta snúast á sveif með tónlist sem hefur eitthvað að segja sem er meira virði en það hvemig það er sagt eða hvað það kostar að segja það. Ég vil því hvetja fólk til að dusta rykið af gítamum og fara að hugsa og tala fyrir sig sjálft. Tónleikar Eins og sagði í upphafí hélt Mic- helle Shocked tvenna tónleika hér á landi í skemmtistaðnum Abracada- bra. Á fyrri tónleikuníim var töluvert af fólki þó ekki væri fullt hús. Á undan Michelle kom fram Bjami Tryggvason, en á eftir hans leik var stutt hlé. Michelle lét ekki mikið yfír sér þegar hún kom á sviðið, en hún náði tökum á áheyrendum með sínum fyrstu orðum og hélt þeim eftir það. Eins og fram kemur í við- talinu leitast hún við að segja sögur og dagskrána þetta kvöld hóf hún með sögu úr sinni heimabyggð. Flestar vom sögumar með gaman- sömum blæ, en undir niðri var alltaf alvara. Gott dæmi um það mátti heyra í inngangi hennar að laginu The Hep Cat, þar sem hún dró upp gamansama mynd af „hip“-liðinu á Austurströndinni á sjötta áratugnum og sýndi síðan fram á það hvemig sú hreyfíng, líkt og aðrar tískuhreyf- ingar blökkumanna, væri til orðin vegna kynþáttahaturs. Annað gott dæmi er lag hennar um vinkonuna sem flutti með manni sínum frá Texas til Alaska í atvinnuleit og er þar föst í hlutverki húsmóður, „anc- ored down in Ancorage". Flest laganna sem hún söng er að finna á plötu hennar The Texas Campfíre Tapes, en inngangurinn að lögunum gerbreytti þeim og gaf þeim nýtt líf. Hún lék einnig nokkur lög sem ekki eru á plötunnio, t.d. afbragð- slagið If Love Was a Train og lagið Graffíti Limbo, sem fjallar um Mic- hael Stewart, svertingja sem var kyrktur af lögregluþjóni (New York, í næávist tíu annarra lögregluþjóna, eftir að hafa verið tekinn fyrir að vera að krota á veggi í neðanjarðar- lest með málningu á sprautubrúsa. Ekki þurfti að kvarta yfír við- tökum, því þó alltaf mætti heyra eitthvað skvaldur og glasaglaum, þá hlustuðu allir nærstaddir af athygli og fylgdust vel með því sem fram fór. Michelle var klöppuð upp tvisvar og kom þá fram með fiðlu og lék á hana cajun-lag við mikinn fögnuð viðstaddra. Seinna kvöldið í Abracadabra komu þeir Bubbi Morthens og Bjartmar Guðlaugsson fram á undan Michelle og var staðurinn vel troð- inn. Það hafði og áhrif á flutning Michelle, sem virtist úthvíld og nokk- uð friskari en fyrra kvöldið. Efnis- skrá tónleikanna var öll önnur en fyrra kvöldið, þ.e. hún söng flest sömu lögin, en með breyttum áhersl- um og ekki óí sömu röð. Þrátt fyrir fjölmennið var nú enn betra hljóð en fyrra kvöldið, nema þá þegar henni tókst að fá viðstadda til að syngja með í lögunum Midnight Special og Remodeling the Pentag- on. Það fer ekki milli mála að Mich- elle er einstakur skemmtikraftur og eftirminnilegur sögumaður. Við- tökumar sem hún fékk voru enda eftir því og sýna að ekki þyrfti að örvænta með aðsókn ef hún fengist til að koma aftur hingað til lands í náinni framtíð. Ekki er hægt annað en að gleðj- ast yfír því að inn skuli vera flutt meira en rokkhljómsveitir og frést hefur að til standi að fá fleiri meist- ara rótar- og þjóðlagatónlistarinnar hingað til lands, þ. ú m. Billy Bragg og Richard Thompson. Gott ef veit á satt. Viðtal og umfjöllun: Árni Matthfasson Det Danske Selskab afholder andespil pá Hotel Loftleiðir, Víkingasalur, sondag den 18. oktober. kl. 20.30. Bestyrelsen. Det Danske Selskap heldur bingó í Vík- ingasal Hótels Loftleiða sunnudaginn 18. október kl. 20.30. Stjórnin. VMNRM01N Laugavegi 45 - Slmi 11388 eingöngu lærðir íþróttakennarar. t ..í I.ÍKWISRKKI (X; I..|OS 'BÆJARHRÁUNI4 VIÐ KEFLAVIKURVECINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.