Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 40
 40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 ÞINGBRÉF 80% af umframgreiðslum ríkissjóðs 1987 fóru í laun, tryggingar og niðurgreiðslur Allar kröfur um aukin ríkissjóðsútgjöld eru kröfur um aukna skattheimtu á fólk og fyrirtæki og/eða fleiri skuldabagga á framtíðina. Ríkissjóðshalli og aukafjárveitingar Frumvarp að fjárlögum 1988 er, eins og slík frumvörp yfirhöfuð, hafsjór af fróðleik um ríkisbúskapinn. í athuga- semdum við fjárlagafrumvarpið er meðal annars að finna samanburð á áætluðum ríkissjóðsútgjöldum 1987, það er fjárlagatölum fyrir það ár, og líklegum rauntölum í lok ársins, eins og þær blasa nú við sérfræðingum fjár- málaráðuneytisins, höfundum hins nýja frumvarps. Það er fróðlegt að bera þessar tölur saman í ljósi mikils fjöl- miðlafárviðris fyrir fáeinum vikum yfir aukafjárveitingum í tíð tveggja fjármálaráðherra, Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. I Skoðum fyrst örfáar tölulegar stað- reyndir varðandi fjárlög líðandi árs. í fyrsta lagi vóru heildarútgjöld ríkis- sjóðs áætluð 45.872 milljónir króna , samkvæmt ijárlögum fyrir árið 1987. í annan stað standa líkur til, samkvæmt upplýsingum í nýju fjárlagafrumvarpi, að þessi sömu heildarútgjöld reynist 49.900 milljónir króna. Mismunurinn er að vísu rúmir Qónr milljarðar króna, sem er álitleg upphæð. Utgjöld ríkissjóðs umfram áætlun eru engu að síður innan við 9% af áætluðum heildarútgjöldum. Færi betur ef þróun verðlags í landinu annó 1987 væri á svip- uðum nótum! II Þá liggur fyrir að fara ofan í saumana á útgjöldum ríkissjóðs umfram fjárlagaá- ætlanir. Hvar liggja rætur umframeyðsl- unnar? Þær liggja að vísu víða en einkum og sérílagi í þremur útgjaldaliðum: 1) Áætlaðar lífeyris- og sjúkratryggingar, samkvæmt fjárlögum 1987, námu 10.595 milljónum króna. Eins og þessi útgjöld horfa við sérfræðingum fjármálaráðuneyt- is nú, í byijun október, verða rauntölur þessara útgjaldapósta í ár 11.655 milljón- ir króna, eða góðum einum milljarði hærri en fjárlög heimiluðu, strangt tekið. Ekki þarf að minna á að bætur trygginga hækka yfirhöfuð í samræmi við launaþró- un í landinu. 2) Launaliðir íjáriaga fyrir líðandi ár námu samtals 14.825 m.kr. Rauntölur þessa langstærsta útgjaldapósts ríkissjóðs verða hinsvegar, að mati höfunda nýs fjárlaga- frumvarps, 16.742 m.kr., eða 1.917 m.kr. hærri. Viðkomandi framkvæmdavald ber að sjálfsögðu ábyrgð á kjarasamningum við ríkisstarfsmenn, en gagnrýnendur auk- afjárveitinga, vegna launaþróunar í landinu, hafa ekki hengt hatta sína á „of há“ laun ríkisstarfsmanna hingað til. 3) Niðurgreiðslur á vöruverði til almenn- ings vóru áætlaðar 1.090 m.kr. en reynast, samkvæmt endurskoðaðri útgjaldaáætlun, STEFÁN FRIÐBJARNARSON l. 480 m.kr., eða 390 m.kr. hærri. Niður- greiðslur þessar tengjast að hluta til þjóðarsátt um kjaraþróun í landinu. 4) Þessir þrír útgjaldapóstar, laun, trygg- ingar og niðurgreiðslur, spanna um 3.300 m. kr. af 4.000 m.kr. umframútgjöldum ríkissjóðs 1987, miðað við fjárlög ársins, eða rúmlega 80% umframgreiðslnanna. Aðrir gjaldaliðir, sem hlaða á sig nokkr- um umframgreiðslum, eru m.a. safnliður- inn „önnur útgjöld", útflutningsbætur búvönij viðhald og fjárfesting (stofnkostn- aður). I þessum liðum eru efalítið fjárveit- ingar sem þæfa má um. III Hér skal ekki gerð tilraun til að bera fekar í bætifláka fyrir eyðslu ríkissjóðs umfram fjárlög né svokallaðar aukafjár- veitingar, þó að þessi fyrirbrigði verði sennilega seint umflúin í landi þar sem verðlag er óstöðugt. Þaðan af síður er hægt að verja eyðslu umfram tekjur með söfnun skulda eða ríkisumsvif er valda óeðlilegri þenslu í þjóðarbúskapnum. Aukafjárveitingar má vissulega mis- nota, ef vilji stendur til og aðhald er ekki til staðar. Hitt skal undirstrikað, að nauð- synlegt er að gera sér grein fyrir efnisat- riðum mála af þessu tagi, ef menn vilja horfa á þau af sjónarhóli réttsýni og dæma af sanngirni. Því miður virðist nokkur hluti af frétta- mennsku samtímans felast í þvi að gera úlfalda úr mýflugu. Þessvegna verður fjöl- miðlafár oft af litlu tilefni. Gjörhugulum neytanda fréttaefnis lærist hinsvegar fljótt að greina á milli „storms í vatnsglasi" æsifrétta og sannferðugrar frásagnar. Hér verður ekki fjallað — að sinni — um fjárlagagerð komandi árs. Ákveðni og festa, sem einkennir ^árlagafrumvarpið, lofar engu að síður góðu. Landsfeður virð- ast hafa fullan hug á að taka á vanda verðbólgu, viðskiptahalla, ríkissjóðshalla og erlendra skulda af fullri ábyrgð. Þeir eiga hinsvegar eldskím framundan: ásókn þiýstihópa og umfjöllun og afgreiðslu al- þingis á frumvarpinu. Þar munu fleiri krefjast ríkissjóðsútgjalda en tekna til að standa undir þeim — og ekki sízt þeir sem harðast deila á ríkissjóðshallann og aukafj- árveitingamar! Þessvegna er bezt að spyija að leikslokum fjárlagagerðar í en- daða aðventu. HEMLÁHUJTIRIVORUBKÁ • Hemlaborðar í alla vörubíla. • Hagstætt verð. • Betri ending. ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Símar 31340& 689340

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.