Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 59 Minning: Marteinn Jónasson fv, skipstjóri gamla bæinn jafnan, og fékk þá stundum sögu frá afa eða að við tefldum, en af skák hafði hann mikið yndi. Seinna hagaði þannig til, að ég bjó hjá honum um tíma í Hamraborginni eftir að hann var fluttur suður, er ég var í námi. Fór jafnan vel á með okkur og ekki var verið að rexa þó maður kæmi heim með vinina í partý um hánótt. En svona var afi ótrúlega næmur á ungdóminn og umburðarlyndur á seinni árum, en jafnan krafðist hann þó mikils af sínum nánustu, enda ósérhlífinn sjálfur. En ömmu naut ekki lengi við fyrir sunnan; hún andaðist 19. febr- úar 1979, og varð það honum mikið áfall, ekki síst þegar það bættist við slys Jóns. Hann kom þó jafnan austur í heyskapinn eftir þetta og sumarið 1980 var hann enn fullgild- ur heyskaparmaður á vélum, en nú hin síðari ár lét hann sér nægja að fylgjast með, en líkaði jafnan illa að vera ekki lengur í fremstu víglínu. Eftir að hann fluttist í Kópavoginn tók hann virkan þátt í starfi eldri borgara þar og hafði mjög gaman af. Einnig fylgdist hann vel með þriðja ættliðnum og nú síðustu ár hinum fjórða vaxa úr grasi og á gleðistundum fjöl- skyldunnar var hann hrókur alls fagnaðar og söng af innlifun ætt- jarðarlögin sem jafnan eru sungin í Tungunum þegar glatt er á hjalla. Afi var einnig hagyrðingur góður en flíkaði því ekki mikið. En þó árin væru orðin mörg þá var hann vel em þar til fyrir nokkr- um dögum er skyndilega var klippt á þráðinn og lífið fjaraði út á rúmri viku. íslenskur bóndi af aldamóta- kynslóð var fallinn í valinn, og það skarð sem hann skilur eftir sig hjá fjölskyldunni vandfyllt. Ég þakka honum samfylgdina í 25 ár og kveð hann með söknuði. Myndin af afa, sem hér fylgir, er eftir málverki Eiríks Smith, birt með góðfúslegu leyfi listamannsins. Ólafur Björnsson frá Úthlíð. Fæddur 28. september 1916 Dáinn 14. október 1987 Á morgun, 19. október, verður borinn til grafar góður drengur og vinur, Marteinn Jónasson, frv. skip- stjóri og framkvæmdastjóri. Marteinn fæddist 28. september 1916 á Flateyri við Önundarfjörð, elstur sex bama Jónasar H. Guð- mundssonar, skipstjóra frá Hrygg í Dýrafirði, d. 1935, og konu hans, Maríu J. Þorbjamardóttur frá Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Átján ára að aldri fór hann að heiman til sjómennsku á togurum í Reykjavík og Hafnarfirði og síðan í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimannaprófi hinu meira 1939. Marteinn starfaði á togurum, síðan sem stýrimaður en tók við skipstjóm 1943, 27 ára gamall, og var skipstjóri óslitið til ársins 1962, þar af síðustu árin hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Það ár fór Marteinn til starfa í landi, hjá BÚR og tók við framkvæmdastjóm þar 1964. Sem framkvæmdastjóri starfaði Marteinn til ársins 1981 en starfaði áfram sem ráðgjafi eftir- manna sinna til ársins 1985 er hann lét af störfum. Marteinn Jónasson var tvígiftur. Fyrri konu sína, Öglu Þómnni Eg- ilsdóttur missti hann 1959, en þeim varð einnar dóttur auðið, Óglu Mörtu. Seinni kona hans var Helga Guðnadóttir en saman áttu þau eina dóttur, Jóhönnu Halldóru. Marteinn missti seinni konu sína árið 1979. Ekki er ætlunin ! þessum fáu orðum að rekja frekar lífshlaup Marteins Jónassonar til sjós og lands, heldur að minnast hans í fáum orðum sem góðs vinar. Kynni okkar Marteins hófust 1974 er ég giftist frænku hans og urðu þau kynni náin og góð þrátt fyrir 33 ára aldursmun. Á stundu sem þessari þegar maður kryfur kynni sín af öðmm mönnum og áhrif þau, sem þeir hafa haft á lífsviðhorf manns, lifir það í minn- ingunni sem sálin birtir, það sem menn hafa gefið af sjálfum sér í viðkynningu. Einlægni og drenglyndi vildu flestir menn hafa til að bera í ríkum mæli, en er ekki öllum gefið. Þess- ir hæfileikar vom Marteini eðlis- lægir. í erfiðum stjómunarstörfum til sjós og lands vom þessir eigin- leikar og hreinskipt samskipti mikilsmetnir af samstarfsmönnum hans. „Hvað ungur nemur, gamall temur“ segir orðatiltækið. Hvað er það sem ungir menn geta numið af eldri og reyndari mönnum? Fyrir utan vinnubrögð er erfitt að nema það sem lífsreynsla mótar í fari manna. Það, sem styrkur sjó-* mennskunnar er, mótast af barátt- unni við náttúmöflin og mýkt og næmi, sem reynslan skapar í sam- skiptum manna, rennur saman í mót heilsteyptrar skapgerðar er ekki hægt að nema. En Marteinn var einn þeírra manna sem maður telur sig heppinn að hafa kynnst og vill nema af. Þess er ég fullviss, að hann hafi gefið fleiri mönnum en mér góða fyrirmynd á sinni lífs- göngu. Blessuð sé minning hans. Sigurbjörn Svavarsson Electrolux Ryksugu- úrvalið ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1.500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. t Þökkum kærlega samúö og hlýhug við andlát og útför MARGRÉTAR LOUISE THORS. Betty Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Thors, Sigurgeir Jónsson, SigrfðurThors, Stefán Hilmarsson, Jórunn Karlsdóttir, Björn Thors og fjölskyldur. t Þökkum innilega fyrir auösýnda samúö við andlát og útför eigin- manns míns, föður, sonar og tengdasonar, ALEXANDERS H. BRIDDE bakarameistara. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmnt Steinefnaverksmiðjan Hetluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð 09 val legsteina. IB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ ótvEMWÆft! 48 SiMt 7687? Barnaknldaskórnir komnir GULLIVER leðurkuldaskór barna. Litir: Rauðir og bláir. Verðkr. 2.050,- Leiðandi barnaskóverslun í 20 ár. SWÓGLUGGINN VITASTI'G 12. SÍM111788- VIÐ LAUGAVEG Sendum í póstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur. María Karlsdóttir, Hrafnhildur Bridde, Hermann Bridde, Karl Jóhann Bridde, Anna Ármannsdóttir, Kristín Bridde, Karl Jóhann Karlsson, Kristfn Sighvatsdóttir. Vörumarkaöurinnhf. KRINGLUNNI, SÍMi 685440. lyfjaíyrirtaeki Evrópu írá Boots stærsta • næringar- og bætietm HÓLSHRAUNl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.