Morgunblaðið - 30.10.1987, Side 11

Morgunblaðið - 30.10.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 11 Launakj ör fiskverkafólks eftirHerdísi Ólafsdóttur Það hefur hrikt í Verkamanna- sambandinu að undanförnu. Allir, sem hafa látið í sér heyra í flolmiðl- um, hvort sem er í töluðu eða skrifuðu máli, hafa verið sammála um það, að þetta muni leiða til hinn- ar mestu ógæfu fyrir verkafólk og ekki síst fyrir fiskverkafólk, að nokkrir verkalýðsfélagsformenn skyldu voga sér að ganga út af fundi til að mótmæla því hvemig forysta sambandsins ætlaði að beita allsheijaratkvæðagreiðslu til þess að halda niðri andófí fólksins utan af landsbyggðinni yfír því að samn- ingar þeir sem Alþýðusambandið beitti sér fyrir að fengu samþykki í desember á sl. ári, færðu fólkinu, sem vinnur úti í atvinnuvegum landsmanna og vinnur hörðum og hröðum höndum fyrir þjóðarkök- unni, engar grunnlaunahækkanir. Fólkið sem vinnur í fískinum, aðalútflutningi landsmanna, var sjálft látið borga sér smávægilega hækkun taxtakaups með því að bónusinn var hækkaður kannski ögn meira en því sem nam hækkun taxtanna. Fólkið sem vann í iðnaði var svipt smávegis yfírborgunum og aldurshækkunum svo það fékk sem minnst, helst ekkert í grunn- hækkun. Síðan hafa ótaldir hópar í öllum mögulegum störfum og op- inberri þjónustu fengið ómældar launahækkanir, enda margir hópar farið út i það, að taka sjálfir málin í sínar hendur og gefa toppunum í miðstýringunni frí frá því að fjalla um launasamninga þeirra. Nú, svo skeður sú mikla ógæfa, að nokkrir verkalýðsfélagsformenn ganga út og skella hurðum í Verka- mannasambandinu til að mótmæla láglaunastefnu sambandsins og mótmæla því hvemig farið hefur verið með laun hinnar almennu verkakonu og verkamanns í físk- vinnu og í iðnaði og undirstrika það sem almenningi skilst, að toppunum hér syðra er ekki lengur treyst fyr- ir þessum málum. Fólkið vill sjálft stýra þeim og leggja fram kröfur sem hægt væri að ná fram, ef það væri ekki fjallgrimm vissa að samn- ingar eru fastir til áramóta og því ekkert hægt að gera nema tuldra eitthvað í skeggið og reyna að bjarga þjóðarsáttinni sem líka er sprungin i háaloft. Ungur stjómmálamaður skrifar fyrir skömmu grein í DV sem ber fyrirsögnina „Sætum lagi“. Þar veltir hann fyrir sér þeirri staðreynd hvemig atvinnurekendur, sömu að- ilar og kaupa nú físk á hinum frjálsa markaði dag eftir dag á langtum hærra verði en áður hefur þekkst í bullandi hagvexti og mestu þjóðar- tekjum í langan tíma, geta með góðri samvisku sannfært fólk um það, að rekstur fyrirtækja þeirra þoli ekki að hækka laun fólks í físk- vinnu þegar þeir em tilbúnir að greiða hærra verð fyrir fískinn en áður hefur þekkst. Og hann kemst meðal annars þannig að orði: „Hvemig getum við verið sátt við sjálf okkur þegar við nánast göngum á höfðum þeirra sem vinna við undirstöðuatvinnuveg þjóðar- innar, þeirra sem skapa verðmætin sem við lifum á. Við verðum að leiðrétta þetta mikla ósamræmi sem nú er við skiptingu þjóðartekna. Það em sjálfsögð mannréttindi að 8 stunda vinnudagur og 40 stunda vinnuvika dugi til framfærslu vísi- tölufjölskyldunnar." Og ennfremur: „Sannur vilji er allt sem þarf til að leysa launamál fískvinnslufólks, sem og annarra láglaunahópa." Þetta vom orð hins unga stjóm- málamanns og það er einhver hópur í verkalýðsfélögunum sem er á sama máli, að minnsta kosti út- göngumenn sem trúa því líka, að nú eigi að sæta lagi og leiðrétta kaupið þó samningar séu fastir, en vakinn er skilningur á því hvemig farið hafi verið með láglaunafólkið í kapphlaupi launamála og launa- skriðs. Eins og vitað er var físk- vinnslan látin borga fólki hækkaða kauptaxta með því að lækka bónus og álagsgreiðslur sem því nam, eða kannski meiru, en bónusinn hefur fyrr verið notaður til launalækkun- ar og það hefur gerst með ýmsum hætti. Hér verða rakin tvö dæmi því til staðfestingar, það fyrra er fyrir tíð tvöföldu taxtanna. (Launatölur era frá því í september, en þá var grein- in skrifuð.) tl. september 1981 var hæsti nýtingarbónus U300 kr. 42,99, þá var hæsta tímakaup í fískvinnu kr. 31,69. Þá gerir hæsti bónus kr. 11,30, eða 37% meira en að tvö- falda tímakaupið. Nú, 1. september 1987, er hæsti nýtingarbónus U300 kr. 143,89 og hæsta tímakaup í fiskvinnu kr. 178,35 og nú hafa málin snúist við, því nú vantar hæsta bónusinn kr. 34,46, eða 24% til að tvöfalda tímakaupið. Stað- reyndin er að á þessu tímabili frá 1. september 1981 til 1. september Prjónaflíkur og málverk í húsakynmim Teppabúðarinnar ASTRID Ellingsen prjónahönn- uður og Bjarni Jónsson listmálari hafa opnað sýningu í húsakynn- um Teppabúðarinnar á Suður- landsbraut 26 í Reykjavík. Astrid sýnir þar handpijónaða módelkjóla úr íslensku einbandi og peysur úr bómullargami. Astrid hannaði prjónavömr fyrir Álafoss og hafa pijónauppskriftir eftir hana birst í norsku kvennablöðunum Alles og KK ásamt íslenskum tíma- ritum. Bjami sýnir olíumálverk, vatns- Leiðrétting MISHERMT var í frétt um íslensk frúnerki á baksíðu Morg- unblaðsins á þriðjudaginn að Þjóðminjasafnið hefði fengið gullverðlaun á frímerkjasýningu í Kaupmannahöfn. Hið rétta er að Þjóðskjalasafn íslands og Handritadeild Lands- bókasafns íslands fengu gullverð- laun. Biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. litamyndir og teikningar. Mynd- efnið er aðallega sótt í þjóðhætti og náttúm landsins. Bjami hefur haldið sýningar hér á landi og tekið þátt í samsýningum erlendis. Hann hefur teiknað í námsbækur, gert bókakápur, jólakort ofl. í 26 ár vann hann að teikningum í ritverk Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska @141200 @20424 @ 622030 @ Bólstaðarhlíð - 5 herb. Mjög rúmgóð og skemmtileg rúmlega 120 fm (nettó) íbúð á 3. hæð í fjölbýli. 4 svefnherb. Mikil og góð sameign. Bílskúrsréttur. Verð 5,1 millj. 1987 er búið að skerða hæsta bón- usinn um 61% miðað við hæsta tímakaup í fiskvinnu. Þó þessar tölur beri með sér þá gífurlegu skerðingu sem fólk í físk- vinnu hefur orðið fyrir sem hefur náð hæsta eða er í hærri kantinum á bónusinum, þá er það þó fullvíst, að þeir sem em í lægri kantinum hafa orðið fyrir enn meiri skerð- ingu. Skal nú nefnt dæmi því til sönn- unar. 1. september 1981 er nýtingar- bónus þeirra sem höfðu U200 kr. 24,57. Hæsta tímakaup er þá kr. 31,69. Á þessum afköstum vantar bónusinn kr. 7,12, eða 30%, til að tvöfalda hæsta tímakaup í físk- vinnu. 1. september 1987 er nýtingar- bónus þeirra sem höfðu U200 kr. 71,95. Hæsta tímakaup í fískvinnu er kr. 178,35. Á þessum sömu af- köstum og fyrra dæmið vantar bónusinn kr. 106,40 eða 148% til þess að tvöfalda hæsta tímakaup í fiskvinnu. Þannig hefur bónusinn verið notaður til lækkunar á launum fólks smám saman þó uppúr hafí soðið eftir síðustu samninga. Ef menn halda að fiskvinnan hafi fengið meiri hækkun á töxtum á þessum ámm en annað kaup, þá er það mesti misskilningur, því bor- ið hefur verið saman margslags kaup á þessu tímabili og fískvinnan hefur ævinlega orðið að lúta því lægsta. I Verkamannasambandinu hafa orðið deilur um kröfur til leiðrétt- ingar á fiskvinnslukaupinu. Al- þýðusamband Austurlands hefur sett fram aðrar kröfur en spmngu hjá Verkamannasambandinu og þó kröfur Alþýðusambands Austur- lands séu ekki alveg tiltækar, því þær hafa ekki verið birtar í blöðum sem ég hefí séð, þá er samt alveg ljóst, að þær em ekki hærri en það sem búið er að skerða laun físk- vinnslufólks sem vinnur í bónus og premíu á undanfömum 6 ámm. Og vegna þess að hlutur bónussins og þrældómur hans er á undanhaldi, er það rökrétt krafa sem sett hefur Herdís Ölafsdóttir „Fólkið sem vinnur í fiskinum, aðalútflutn- ingi landsmanna, var sjálft látið borga sér smávægilega hækkun taxtakaups með því að bónusinn var hækkaður kannski ögn meira en því sem nam hækkun taxtanna.“ verið fram í Alþýðusambandi Aust- urlands að gera kröfu um hækkun á tímakaupi til leiðréttingar. Og nú er lag til að fella niður bónusinn, en það á ekki að gerast á kostnað verkafólks, heldur á að taka upp það sem gert hefur verið í frystihúsi á ísafírði, að færa hæsta bónus inn í hæsta tímakaupið, en þá yrðu mánaðarlaunin miðað við þær tölur sem hér hefur verið stuðst við í september sl. kr. 51—52 þús- und. Þama fyrir vestan er dæmi um leiðréttingu á launum fisk- vinnslufólks og þvi þarf að fylgja eftir annars staðar á landinu. Höfundur er formaður verka- kvennafélagsins á Akranesi. Astrid Ellingsen og Bjarni Jónsson við hluta verka sinna sem þau sýna í húsakynnum Teppabúðarinnar á Suðurlandsbraut 26. sjávarhætti, einnig hefur hann gert teikningar í orðabók Menningar- sjóðs, skýringamyndir fyrir fræðslunámskeið fískiðnaðarins o.fl. Sýnir.gin í Teppabúðinni stendur til 8. nóvember og er opin virka daga kl. 9.00-22.00 og um helgar kl. 14.00-22.00. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÖTAHF miðstöðin HATUNI 2B- STOFNSETT 1958 Sveinn Skúlason hdl. © SKARPUR VARSTU Já rétt! Petta er mestseldi SHARP búðarkassirm íár. Ástæðan erhlægilega lágt verð og allir þessir kostir: • 8 deildir, stækkanlegar upp í 20 deildir • Hægtaðbæta við 99 föstum verðnúmerum (PLU) • Innbyggð klukka • Tveir afsláttartakkar• Sérstakur kredittakki • Prentari til að prenta ánóturogávísanir• Dagsetning og ártal• Leiðréttingog margt, margtfleira* Verðaðeinskr. 38.927,-stgr. • EinnigýmsaraðrargerðirbúðarkassafráSHARP. Verðfrá 34.320.- stgr. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.