Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 21
+ MORGUNBLAÐE), PÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 21 Spurninga- keppni grunn- skólanna held- ur áfram SPURNINGAKEPPNI grunn- skólanna, scm íþrótta- og tóm- stundaráð stendur að, heldur áf ram þrátt fyrir að Breiðholts- skóh* hafi nú ákveðið að hætta þátttðku í keppninni vegna óspekta eftir keppni á Bústöðum. Að sögn Þorvalds Óskarssonar, skólastjóra Breiðholtsskóla var farið af stað með keppnina án hans vitundar. Seljaskóli, sem í fyrstu ætlaði að hætta keppni, hefur nú ákveðið að taka aftur þátt, enda kom í ljós að áras unglingsstúlkna á jafnöldru sína, sem handarbrotnaði, var ekki f neinum tengslum við keppnina, eins og fyrst var talið. Skíili Skúlason, aðstoðarforstððumað- ur Fellahellis, segir að keppnin hafi gengið mjðg vel nema í eitt skipti, og fjölmiðlar hafi lýst ánægjulegri dægradvöl á full neikvæðan hátt. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að nemendaráð skólanna velja þrjú lið skipuð þremur nem- endum úr 7., 8. og 9. bekk. Uð úr þremur skólum keppa í sex félags- miðstöðvum fjórum sinnum og eitt lið úr hverri félagsmiðstöð kemst síðan í undanúrslit. Ákveðið hefur verið að undanúrslitin verði hér eft- ir haldin í Ölduselsskóla, en fjögur lið keppa að lokum til úrslita í Ars- eli 13. nóvember. í verðlaun verða farandbikar, eignarbikar og bækur. Félagsmiðstöðvarnar greiða allan kostnað af keppninni. Keppnin fór i fyrstu fram á kvöld- in en eftir atburðina í Bústöðum var ákveðið að halda hana síðdegis. Breiðholtsskóli verður ekki með í keppninni þrátt fyrir þessa breyt- ingu, en að sögn starfsmanna Tónabæjar hefur breytingin gefið góða raun og keppnin gengið snurðulaust fyrir sig nema f eitt skipti. é ****: &;¦ .*% ~ e, . & m. v • » 9 0 * - #• ¦ Nemendur fagna sigri Hlíðaskóla f spurningakeppni sem fram fór f Tónabæ 27. október. Morgunblaflið/Sverrir Einn keppendanna kastar pflu f skotskffu tíl að velja spurningaflokk. Bandarískir hvalavinir mót- mæltu íslensk- um hvalveiðum UM 10 manns, þar á meðal fjöl- skylda með lftið barn, tóku á fimmtudag þátt f mótmælastöðu The Humane Society of the Un- ited States fyrir utan höfuðstöðv- ar Jerrico samsteypunnar sem á Long John Silver's veitingahús- akeðjuna. Fólkið hélt á mótmæla- spjðldum og hafði auk þess meðferðis útblásið hvalslíki og einn mótmælandinn var fklædd- ur hvalabúningi. Mótmælastaðan stóð yfir frá klukkan 12 á fimmtudag tíl 13.30. Mótmælaaðgerðirnar vöktu tals- verða eftirtekt í fjölmiðlum. Þannig var sagt frá því í sjónvarpsstöðvum á mánudag að mótmælin væru fyr- irhuguð og á fimmtudag var sýnt beint frá þeim í hádegisfréttum tveggja sjónvarpsstöðva auk þess sem sagt var frá þeim í kvöldfrétt- um. Tvö dagblöð sögðu einnig frá mótmælunum á fóstudag. Á flestum mótmælaspjöldunum stóð: Hættið að kaupa fslenskan fisk frá hvalaræningjum (pirate whalers). Jerrico samsteypan lýst því yfir að hún teldi þetta ekki ven sanngjarnt þar sem fyrirtækið hefð stuðning Alþjóða hvalveiðiráðsin! og forstjóri Jerrico hefði oft hit fulltrúa íslenskra stjórnvaída of ámálgað við þá að dregið yrði úi hvalveiðum í vísindaskyni, sem fslenska ríkisstjórin hefði gert. Sfðan hefði Bandarfkjastjórn náð samkomulagi við ísland sem væri fullnægjandi fyrir Jerrico. The Humane Society segist munu efna til mótmælaaðgerða við fleiri fyrirtæki sem kaupa íslenskar fisk- afurðir. Frá Höfða til Heljar Morð, stríð, náttúru- hamfarir 09 bylting- ar daglegt brauð fyrir Ijósmyndarann Jean Louis Cholet, sem Vikan ræðir við. Ný og slœrri Vika Sama lága verðið VIKAN kom út í síöustu viku eftir eigendaskipti og miklar breytingar. Blaðið seldist víðast upp á aðeins tveim dögum. SAM-útgáfan S 83122 +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.